SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 50
50 15. nóvember 2009 Þ að er nokkuð snúið að skrifa ævisögu þjóð- höfðingja sem enn er á meðal vor, en jafn- framt mikil áskorun. Slík saga verður að vera trúverðug, vera í senn fjarlæg, greinandi og persónuleg,“ segir Páll Valsson, höfundur ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur sem kemur út formlega eftir helgi. Titill bókarinnar er Vigdís - Kona verður for- seti. „Málið snerist að miklu leyti um að láta það styrkja bókina að Vigdís var reiðubúin til þess að rifja upp ævi sína, að lesandi fyndi fyrir nærveru hennar, án þess að hún yrði alltumlykjandi. Þetta er ævisaga en ekki endurminningabók. Hún er skrifuð í þriðju persónu eins og hefðbundin ævisaga, en svo gef ég Vigdísi orðið inn á milli þar sem hún talar í fyrstu per- sónu í sérstaklega skáletruðum klausum. Oftast geyma þær viðbrögð hennar og svör við atburðum liðins tíma. Með þessari aðferð þá fannst mér nást bæði hin nauðsynlega fjarlægð og yfirsýn og svo sú nálægð við aðalpersónuna sem líka er bráðnauðsynleg.“ Páll er höfundur ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999. En hvernig kom það til að höfundur sem mest hefur skrifað um 19. aldar skáld skyldi gerast ævisagnaritari forseta á 20. öld? „Já, og svo er ég karl að auki! Þetta er nú að ein- hverju leyti samsláttur tilviljana. Vigdís hefur árum saman staðist ágang útgefanda og harðneitað ævisögu. Svo horfðist hún í augu við að slík saga yrði skrifuð, hvort sem henni líkaði betur eða verr, og ef hún vildi hafa eitthvað um hana að segja þá væri sá tími líklega runninn upp. Við Vigdís vorum málkunnug, hún vissi að ég var hættur sem útgáfustjóri Máls og menningar og hugði á skriftir, þegar við hittumst á fyrirlestri uppi í háskóla og hún færir þetta í tal. Hún sagðist hafa verið svo ánægð með bókina um Jónas. Svo kom Jóhann Páll út- gefandi inn í myndina og hjólin fóru að snúast. En síð- ar sagði ágætur maður við mig að ég væri einmitt maðurinn til þess að skrifa bók um Vigdísi því hennar hugmyndalegu rætur lægju hjá Jónasi og Fjölnis- mönnum.“ Efið ár Páll segir markmið bókarinnar fyrst og fremst vera að draga upp trúverðuga og breiða mynd af Vigdísi sem persónu en við ritun bókarinnar fékk hann aðgang að bréfum Vigdísar og talaði við samstarfsfólk hennar, vini og kunningja, auk þess sem hann átti ítarleg sam- töl við Vigdísi sjálfa. „Manneskja mótast af þeim hug- myndaheimi og gildum sem hún er alin upp við. Þess vegna fjalla ég ítarlega um bakgrunn Vigdísar og lýsi forfeðrum hennar, foreldrum, öfum og ömmum sem voru litríkt fólk og höfðu eðlilega mikil áhrif á hana. En manneskja mótast líka af tíðaranda og Vigdís er frá unga aldri alin upp við að fylgjast með því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Mamma hennar var heltekin af síðari heimsstyrjöldinni og færði víglín- urnar til á korti á heimilinu, og dóttirin smitaðist af þessum áhuga á alþjóðamálum. Og svo fór hún tvítug til náms til Frakklands sem var í rústum eftir stríðið og það varð henni erfitt en lærdómsríkt. Um leið er hún alin upp í mjög þjóðlegum anda, foreldrar hennar voru fullveldisfólk, innblásin af fullveldinu 1918 og sjálf var hún á Þingvöllum 1944. Sá þjóðarandi sem þar myndaðist olli kannski mestu um að hún varð andvíg erlendum her í landinu, sem síðar varð umdeilt.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart í sambandi við ævi Vigdísar? „Svo sannarlega, enda fer líklega ekki hjá því þegar þú kynnir þér persónu jafn rækilega. En þetta er líka í fyrsta sinn sem Vigdís talar um fortíð sína að ein- hverju marki. Ég minnist þess úr forsetakosningunum árið 1980 að þá var talað um að Vigdís Finnbogadóttir væri alin upp með silfurskeið í munni, væri forrétt- indakona sem ekkert hefði þurft að hafa fyrir lífinu og hefði alls ekki þá lífsreynslu sem þjóðhöfðingi þyrfti að hafa. En þetta er fjarri lagi. Það er lífsreynd kona um margt sem tekur við forsetaembættinu þetta ár. Hún hefur orðið fyrir ýmsum áföllum og þar að auki þurft að takast á við sjálfa sig, ganga í gegnum mann- dómsraunir af ýmsu tagi eins við flest. Ein sú fyrsta er þegar hún fer rétt tvítug í fram- haldsnám til Frakklands, sem var óvenjulegt í þá daga af ungri konu, og þau ár reynast henni erfið. Hún missir svo kæran bróður í sviplegu slysi, gengur í hjónaband sem bíður skipbrot, svo eitthvað sé nefnt. En ég held að það verði hennar styrkur þegar fram í sækir að hafa tekist á við mótbyr og ekki gefist upp. Það gerir henni kleift að takast á við þá miklu áskorun sem forsetaframboðið var. Til þess þurfti sterk bein. Það var lærdómsríkt að setja sig inn í umræðurnar fyrir forsetakosningarnar fyrir tæpum þrjátíu árum. Það var ekki allt framsækið sem þar var sett á blað og þrátt fyrir allt hefur okkur nú miðað fram á við. Þess vegna gera menn sér kannski ekki grein fyrir því í nú- tímanum hvað framboð Vigdísar var róttækt og í raun Vigdís í nýju ljósi Vigdís - Kona verður forseti, ævi- saga Vigdísar Finnbogadóttur eftir Pál Valsson, kemur út eftir helgi. Þar er brugðið upp mynd af Vig- dísi, ævi hennar og gjörðum. Ým- islegt óvænt kemur fram í bókinni. Bókmenntir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.