SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 13
15. nóvember 2009 13 stefnuna á Indland og þar ætlar Þóra að dvelja í þrjár vikur. „Það verður í fyrsta skipti á ævinni sem ég fer í frí! Ég fór að vísu í eina viku til Marokkó á brimbretti fyrir þremur árum en annars hef ég alltaf einbeitt mér að skólanum á veturna og fótboltanum á sumrin.“ Hún hlakkar mikið til Indlandsferðarinnar. „Ég lagði til hliðar peninga vegna þessarar ferðar fyrir tveimur árum og hef geymt þá í banka síðan,“ segir Þóra. „Nei, ég keypti sem betur fer ekki hlutabréf!“ segir hún að- spurð, heldur ávaxtaði hún sitt pund upp á gamla mát- ann. Mikill metnaður Þóra kemst varla á hærri stall sem einstaklingur í knattspyrnunni, eftir kjörið í Noregi, en næsta skref er að verða sænskur meistari með Malmö næsta sumar og segir það mjög raunhæft. Hún hefur mikinn metnað sem knattspyrnumaður en leynir því þó ekki að námið hafi alltaf verið í forgangi. Fyrir nokkrum árum fetaði hún í fótspor Ásthildar systur sinnar, fór til náms í Bandaríkjunum og lék með háskólaliði við mjög góðan orðstír. Í tilfellum þeirra systra kom í ljós hve hæfileikar í íþróttum og námi geta farið vel saman; báðar útskrifuðust þær með glæsibrag frá góðum háskóla án þess að taka nema fáeinar krónur í námslán. Segja má að Þóra hafi komist í besta hugsanlega sýn- ingargluggann og nýtt tækifærið til fulls; stóð í marki Íslands í tveimur vináttuleikjum gegn Bandaríkjunum í Charlotte vorið 2000, skömmu eftir að heimamenn urðu heimsmeistarar. Þjóðirnar mættust tvisvar, fyrst fór 8:0 („fyrir luktum dyrum; sem betur fer!“ segir markvörðurinn) en síðari leikurinn, sem um 10.000 manns urðu vitni að, var markalaus, aðallega vegna stórbrotinnar frammistöðu Þóru í markinu. „Ég gat valið úr skólum eftir þann leik,“ segir hún þegar þetta ber á góma. „Ég reyndi að velja þann sem var bestur námslega en líka með gott fótboltalið.“ Hún kaus Duke-háskóla í Norður-Karólínu. Árin þar voru henni góð, liðinu gekk vel og Þóra var framúrskarandi. Skólinn var nær allan tímann í hópi 20 bestu af 300 lið- um í háskóladeildinni og Þóra fékk ýmiss konar við- urkenningar. Þrjú síðustu árin var hún til að mynda í úrvalsliði Austurdeildar háskólakeppninnar, ACC, og var síðan valin í hóp 50 bestu leikmanna í sögu deild- arinnar. Markalausi leikurinn í Charlotte hefði ekki getað far- ið fram á betri tíma Þóru vegna. Hún var í 6. bekk í MR og ætlaði sér beint í háskóla. „Ég var í eðlisfræðideild og fór í stærðfræði í Duke.“ Þar kom að hún fór að velta því fyrir sér hvort raungreinar væru endilega það eina rétta fyrir hana og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og skellti sér í sögu líka. Lauk svo BA-prófi í báðum greinum á fjórum árum í Duke. „Það er lítið mál í Bandaríkjunum. Skólarnir eru stórir, mikið úrval af kennslustundum þannig að það var hægt að púsla þessu saman.“ Þóra segist mæla með því við alla sem möguleika eiga að fara þessa leið í háskólanámi; að stunda íþrótt sam- hliða ef hægt er að fá styrk vegna þessa. „Ég var með frábæran samning hvernig sem á það er litið og þurfti ekki að hugsa um neitt annað en námið og íþróttirnar. Skólagjöld, bækur, matur, húsnæði; allt var þetta greitt fyrir mig.“ Knattspyrna, stærðfræði, brimbretti, saga … Áhuga- mál Þóru eru mörg og eftir nám árið 2004 fékk hún starf hjá DHL á Íslandi. Varð fjármálastjóri á þeim bæn- um og var síðan boðin yfirmannsstaða í höfuðstöðv- unum í Brussel. Flutti þangað vegna vinnunnar, fót- boltinn var settur í annað sæti um stund, en hún samdi síðan við félagið Leuven og lék síðar einnig með And- erlecht. Síðastliðinn vetur meiddist norski landsliðs- markmaðurinn, Christine Colombo Nilsen, leikmaður Kolbotn. Þá var leitað til Þóru til þess að leysa hana af. „Það var óvíst hvenær hún gæti farið að spila aftur en allir reiknuðu með að ég yrði bara tímabundið í mark- inu. Í fjölmiðlum var í fyrstu alltaf talað um að ég myndi bara leika þar til hún yrði tilbúin aftur.“ Þetta hvatti Þóru til dáða. „Ég var ákveðin í því að hún fengi ekki sætið í liðinu gefins aftur!“ Svo fór að Nilsen komst aldrei í liðið á ný vegna þess hve Þóra lék vel. Og þar sem Nielsen var ekki í leik- æfingu stóð hún ekki í marki Norðmanna á EM í Finn- landi, heldur sat á varamannabekknum. Og í haust ákvað hún að söðla um og ganga til liðs við Olympique Lyon í Frakklandi. Kolbotn hefur því á skömmum tíma misst tvo frábæra markverði, því Þóra hefur samið til þriggja ára við LdB Malmö í Svíþjóð, eitt sterkasta lið Evrópu að hennar mati, eins og fram komið hefur í Morgunblaðinu. Keppnisskap og metnaður hefur lengi verið aðal systranna og Þóra þakkar það ekki síst góðu uppeldi foreldranna, Helga H. Viborg sálfræðings og Hildar Sveinsdóttur félagsráðgjafa. „Ég held að besta gjöfin sem foreldrar okkar gáfu okkar sé að hafa metnað í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og skila vel allri vinnu, hvort sem er í fótbolta eða á vinnustað. Að mað- ur geti verið ánægður með sjálfan sig eftir á.“ Þóra segir bæði sig og Kolbotn hafa tekið töluverða áhættu þegar hún fór til liðsins. Hún kom til Kolbotn, sem er frá samnefndum bæ skammt utan við Ósló, í byrjun mars en hafði þá glímt við erfið veikindi í nokkra mánuði. Því var nokkuð óljóst hve vel hún myndi nýtast liðinu og sjálf sagði hún upp góðri vinnu í Belgíu. „Fyrir nákvæmlega ári, haustið 2008, fékk ég slæmt tilfelli af einkirningasótt. Sjúkdómurinn veldur yfirleitt bólgu í milta, ónæmiskerfið verður slappt og fólk þjáist af síþreytu en í mínu tilfelli hafði sjúkdómurinn líka mikil áhrif á lifrina sem er víst ekki algengt.“ Þóra er 28 ára og læknar tjáðu henni að fólk á þessum aldri gæti verið allt að heilu ári að jafna sig. „Ég mátti því varla hreyfa mig fyrstu mánuðina en til þess að geta haldið áfram í fótboltanum var ekki um annað að ræða en hætta að vinna. Ég gat ekki verið í hvoru tveggja.“ Þóra var ekki vel á sig komin líkamlega þegar hún kom til Noregs en kveðst hafa fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Kolbotn á meðan hún var að byggja sig upp. „Ég var lengi að ná mér og ekki orðin full- komlega góð fyrr en seint í sumar. Ég þurfti mikla hvíld, svaf stundum í 12 tíma og þurfti að hugsa vel um mataræðið til þess að geta stundað fótboltann.“ Í Malmö hittir Þóra fyrir Ásthildi systur sína, eigin- mann hennar og ungan son þeirra. Fjölskyldan flutti út í sumar þegar maður Ásthildar fór í nám og hún er enn í barneignarfríi. Strákurinn er fimm mánaða. Þóra var atvinnumaður með Kolbotn og verður í sömu stöðu hjá Malmö, þar sem Ásthildur var einmitt í lykilstöðu í nokkur ár. „Fótboltinn er fullt starf en það kæmi mér samt ekki á óvart þó að ég yrði komin í skóla aftur næsta haust. Mér stendur líka til boða að vera au pair hjá Ásthildi …“ Ásthildur og Þóra Björg Helgadætur í hófi Samtaka íþrótta- fréttamanna í ársbyrjun 2006. Þær urðu þá fyrstu systurnar samtímis á lista yfir 10 bestu íþróttamann landsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þóra Björg einbeitt í landsleik á Laugardalsvellinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þóra og Brede Hangeland, leikmaður Fulham í Englandi og fyrirliði norska landsliðsins; knattspyrnumenn ársins í Noregi. Það var gríðarlega skrýtin til- finning þegar nafnið mitt var lesið upp, sérstaklega af því að ég var ekkert stressuð. Yfirleitt er einhver spenningur í fólki við þessar aðstæður en ég var furðu róleg vegna þess að ég hélt ég ætti enga möguleika. En ég þurfti að fara upp á svið og halda þakk- arræðu. Hún var ekkert spes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.