SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 24
24 15. nóvember 2009 J óhann G. Jóhannsson hefur um árabil verið í hópi vinsælustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Hann starfaði meðal annars með hljómsveitunum Óðmönnum, Náttúru og Póker en hefur einnig átt afar farsælan sólóferil. Meðal vinsælla laga hans eru Don’t Try to Fool Me, Traustur vinur, Eina ósk og Hversvegna vars’t ekki kyrr? Í ár sendir hann frá sér geisladiskinn Á langri leið þar sem hann flytur eigin lög og texta. „Ég vona að þessi plata spegli vegferð mína,“ segir Jóhann. „Þessi lög hafa ekki heyrst áður, elsta lagið er frá 1963 og það yngsta frá því í fyrra en textarnir eru margir hverjir samdir seinna en lögin. Diskurinn spannar langt tímabil, á að vera fjölbreyttur og endurspegla ýmsar stíltegundir.“ Henta ekki í hljómsveit Ætlaðirðu þér alltaf að verða tónlistarmaður? „Ég ætlaði mér sem krakki að verða myndlistarmaður. En þegar maður er orðinn fjórtán ára gutti í Keflavík og sér ægimátt poppsins og hvernig stelpurnar dýrka poppstjörnur þá er eðlilegt að mann dreymi um frægð og frama. Ég fór í nám í Samvinnuskólann á Bifröst og kom með gítar sem ég hafði lært á nokkur grip og um leið þótti sjálfsagt að ég væri í skólahljómsveitinni. Þannig hófst ferillinn. Eftir nám flutti ég suður og Óðmenn voru stofnaðir 1966. Við byrjuðum sem atvinnumenn, ætluðum að leggja tónlistina fyrir okkur.“ Þér gekk mjög vel, fórst til Bretlands og tókst upp plötur og þér var um tíma spáð frægð erlendis. Af hverju varð ekki af henni? „Íslenskir popparar voru mjög einangraðir hér heima á þessum tíma. Ég vissi að frægðardraumar væru óraunsæir en það blundaði samt í mér að hægt væri að komast lengra. Umboðsfyrirtækið Screen Pro sem ég gerði tveggja ára samning við kynnti mig á Midem í Frakklandi árið 1975 og það komu nokkur tilboð en mér fannst afar fráhrindandi hugmynd að þurfa að flækjast um Evrópu næstu árin til að halda tónleika. Mig langaði ekki svo mikið að verða frægur að ég nennti að leggja það á mig. Þannig að ég hafnaði þeirri leið. Ég upp- götvaði að draumur minn væri ekki að standa á sviði og syngja fyrir fólk. Draumurinn var frekar að vera lagahöfundur sem syngi lög sín inn á plötur og semdi fyrir aðra. Ég var í mörg ár í hljómsveitum og það var mjög krefjandi og þá var oft ekki mikil orka aflögu til að semja lög. Sennilega henta ég ekki í hljómsveit. Ég er frekar einrænn maður sem þarf frið til að hugsa og velta fyrir sér hlutunum.“ Þú hefur málað í áratugi og haldið sýningar, er það einræni mað- urinn sem finnur sér farveg þar? „Myndlistin hefur gefið mér það næði og rými sem ég þarf. Þegar ég vinn að henni fæ ég gjarnan hugmyndir að lögum og textum. Myndlistin er mér mikils virði og íslensk náttúra og þau hughrif sem hún skapar hafa verið mér endalaus yrkisefni í langan tíma. Ég er sjálfmenntaður í myndlist og er sömuleiðis sjálfmenntaður í tónlist. Maður getur aflað sér menntunar með ýmsu móti. Miðað við hvernig tónlistarkennslan var hér á árum áður þá velti ég því fyrir Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lífið er svo skemmti- legt Jóhann G. Jóhannsson tónlist- armaður sendir frá sér nýjan geisladisk á sama tíma og hann berst við krabbamein. Hann hefur hafnað aðgerð og lyfjameðferð og segist ætla að fara sína eigin leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.