SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 20
20 15. nóvember 2009 É g hef verið svo lengi í Eþíópíu að ég hef séð miklar breytingar en einkum síðustu 2-3 árin. Ég var nær samfleytt í Eþíópíu frá 1960 til 1981 að frátöldum árunum 1966-1967 en þá var ég á Landspítalanum. Síðustu þrjú árin hefi ég séð háskólana opna víða um landið. Í borginni Arba Minch, þar sem við vorum tveir læknar um hríð, er nú háskóli með 15.000 stúdentum,“ segir Jóhannes Ólafsson læknir um lang- dvalir sínar í Afríkuríkinu. Jóhannes fluttist með fjölskyldu sína til Eþíópíu fyrir 42 árum og hefur verið með annan fótinn þar síðan, sér- staklega eftir að hann komst á efri ár. „Ég hef verið í Eþíópíu á næstum því hverju ári eftir að ég komst á eftirlaun fyrir 14 árum, allt upp í þrjá mánuði í senn, þar með talið á þessu ári.“ – Hvað kom til að þú fórst til Eþíópíu? „Ég er svo að segja fæddur inn í þetta. Ég var með foreldrum mínum í Kína fyrir stríð, frá 1929 eða þar um bil. Margt eldra fólk á Íslandi man líklega eftir föður mínum, Ólafi Ólafssyni kristniboða, og Herborgu Elde- vik móður minni sem var af norskum ættum. Áhrifin komu frá foreldrum mínum og KFUM sem ég stundaði mikið á Íslandi á sínum tíma. Ég hlaut alla mína mennt- un á Íslandi, einnig læknismenntunina.“ – Þannig að þú ert kominn af miklu trúfólki? „Það má svo heita.“ – Og sonur þinn og fjölskylda hans. Þau hafa haldið trúnni? „Já, í þriðja ættlið.“ – Hvernig var fyrir foreldra þína að starfa í Kína? „Það voru órólegir tímar. Þetta var áður en og eftir að stríðið milli Japana og Kínverja hófst 1934 og við upp- lifðum því óeirðirnar og stjórnleysið sem þeim fylgdi.“ – Þú ert fæddur 1928 og hefur því verið barn? „Já. Ég byrjaði í skóla í Kína og var hálfbúinn með þriðja bekk þegar við fórum þaðan. Þá var ég 10 ára gamall.“ – Fórstu svo til Íslands? „Já. Þar lauk ég læknisprófi en fór síðan í framhaldsnám í skurðlækningum við sjúkrahúsið í Molde og við spít- alann í Allingsås í Svíþjóð. Að því loknu fór ég í fram- haldsnám í hitabeltissjúkdómum við London School of Tropical Medicine & Hygine árið 1960.“ Með stuðningi KFUM og SÍK – Hvað kom til að þið fóruð til Eþíópíu? „Kristniboðsambandið á Íslandi studdi foreldra mína við trúboð í Kína á sínum tíma og þegar landið lokaðist vegna stríðsins beindist athyglin að Eþíópíu. Það varð því úr að íslenskir kristniboðar fóru til Eþíóp- íu. Það var því sjálfsagt fyrir mig og konu mína Áslaugu að fara þangað, með stuðningi íslensku og norsku kristni- boðssamtakanna (NLM), að loknu framhaldsnámi árið 1960. Þá var ég 32 ára gamall.“ – Hvernig var aðbúnaðurinn við sjúkrahús kristniboðs- samtakanna á þeim tíma? „Kristniboðssambandið hafði þá starfað þar í tíu ár þannig að aðstæður þar voru góðar hvað húsakost og annan aðbúnað fyrir útlendinga varðar. En samgöngur voru mjög erfiðar. Sem kristniboðar settumst við ekki að í höfuðborginni eða þar sem uppbygging samfélags- legra innviða var hvað lengst komin heldur fórum við frekar út í útkjálkana þar sem þörfin var mest.“ – Segðu mér frá samtökunum. „Þau hafa rekið víðtækt starf að kristniboði út frá um 20 stöðvum í Suður-Eþíópíu. Skólar og heilsugæsla er á þeim öllum og í sveitum í kringum stöðvarnar hefur verið lestrarkennsla. Kristniboðssamtökin hafa einnig gegnum árin rekið 6 sjúkrahús, sum í samstarfi við heilbrigiðs- yfirvöld landsins. Samstarf við ríkið um rekstur Jinka-sjúkrahúss hófst fyrir áratug. Kristniboðssamtökin sjá um rekstur skurð- læknis- og fæðingardeildar, með því að útvega velmennt- aða sérfræðinga, skurðlækni, ljósmóður og hjúkrunar- Mannbjörg er besta tímakaupið Jóhannes Ólafsson læknir hefur í áratugi unnið í þágu bág- stadds fólks í Eþíópíu. Á hverjum degi streyma sjúklingar að sjúkrahúsinu í Jinka sem myndu deyja ef hans nyti ekki við. Ljósmyndir: Árni Torfason arnitorfa@gmail.com Texti: Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Ólafsson með ungum skjólstæðingi. En þegar upp er staðið skipta pen- ingar litlu máli, að bjarga mannslífi er besta tímakaupið sem manni býðst. Feðgarnir Jóhannes Ólafsson og Sverrir Ólafsson gera klárt fyrir að- gerð á sjúkrahúsinu í Jinka. Á hverjum degi koma margir sjúklingar og eru bráðaaðgerðir því daglegt brauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.