SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 8
8 15. nóvember 2009 ÞEGAR Kareem Abdul-Jabbar greindi frá því að hann væri haldinn hvítblæði var hann óvenju málgefinn. Hann lýsti því hvernig hann hefði við að heyra orðið séð sæng sína uppreidda og léttinum við að komast að því að hann væri með sjaldgæft afbrigði af sjúk- dómnum og líkurnar á að hann gæti lifað góðu lífi væru þó nokkrar. „Ég hef aldrei verið sú manngerð, sem deilir einkalífi sínu með öðrum,“ sagði hann. „En ég get hjálpað til við að bjarga mannslífum. Það er mik- ilvægt að maður eins og ég tali um þetta.“ Abdul-Jabbar er mikill áhugamaður um djass. Sjálfs- ævisögu sína nefndi hann Giant Steps og er nafnið sótt beint til samnefndrar plötu saxófónleikarans Johns Coltranes. Árið 1983 brann hús Abduls-Jabbars til grunna og stórt djassplötusafn hans með. Sagan segir að margir stuðningsmenn Lakers hafi sent honum og fært plötur til að bæta honum missinn. Í bók sinni On The Shoulders of Giants, sem fjallar um uppgang svartrar menningar í Harlem, segir Abdul- Jabbar frá virðingu sinni fyrir Louis Armstrong. Hann lýsir því að móðir hans hafi alltaf borið virðingu fyrir tónlistarmanninum Armstrong, en þegar hann tók af- stöðu gegn misrétti gegn blökkumönnum og ákvað að fara ekki til Sovétríkjanna sem sérlegur menningar- erindreki Bandaríkjanna, þótt það kallaði yfir hann reiði Dwights Eisenhowers forseta, hafi móðir hans farið að bera virðingu fyrir manninum Armstrong. Þetta kenndi Abdul-Jabbar að það væri „ekki nóg að vera góður trompetleikari eða körfuboltaleikmaður, þú þarft að vera góður félagi í þínu samfélagi“. Ekki nóg að vera góður í körfubolta Abdul-Jabbar ber virðingu fyrir þeim, sem halda sig ekki til hlés heldur taka samfélagslega ábyrgð. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú K areem Abdul-Jabbar greindi frá því í liðinni viku að hann hefði greinst með mergfrumuhvítblæði. Abdul- Jabbar er einhver besti miðherji körfuboltasögunnar. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikið með Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers á níunda áratugnum, en alls lék hann í 20 ár í NBA-deildinni bandarísku og skoraði á þeim tíma fleiri stig í deildinni en nokkur leik- maður fyrr og síðar. Hann var sexfaldur meistari í NBA-deildinni og 19 sinnum valinn til að leika í stjörnuleik deildarinnar. Ferill þessa magnaða leikmanns spannaði hins vegar næstum því þrjá áratugi og þau lið, sem hann lék með í menntaskóla og háskóla voru nánast ósigrandi. Abdul-Jabbar var upprunalega skírður Ferd- inand Lewis Alcindor. Hann fæddist í New York, nánar tiltekið í Harlem, 16. apríl 1947 og síðar fluttu foreldrar hans í hverfið Inwood nyrst á Manhattan. Hann byrjaði snemma að spila körfubolta og vakti þegar mikla athygli fyrir leik sinn með liði Power Memorial Academy- menntaskólans í New York. Á þremur árum tap- aði liðið aðeins einum leik. Þá þegar var hann orðinn rúmlega tveir metrar á hæð. Þegar kom að því að hefja háskólanám hélt hann til Kaliforníu. Fyrsta árs nemar máttu ekki leika með háskólaliðinu, en næstu þrjú árin, 1967 til 1969, leiddi hann lið UCLA, Bruins, að meistaratitli. Slíkir voru yfirburðir Alcindors að árið 1968 bannaði háskóladeildin troðslur, að- allega til að hemja hann og voru þær ekki leyfð- ar aftur fyrr en átta árum síðar. Með Alcindor innanborðs vann liðið 88 leiki og tapaði tveim- ur. Á þessum árum sendu Bandaríkjamenn lið há- skólaleikmanna á Ólympíuleikana. Árið 1968 neitaði Alcindor að taka þátt í Ólympíuleikunum til að mótmæla kynþáttamisrétti. Um svipað leyti fór hann að hneigjast til íslams, gerðist múslimi og tók sér nafnið Kareem Abdul- Jabbar, sem merkir örlátur, öflugur þjónn Allah. Þremur árum síðar skipti hann formlega um nafn og var deilt um þá ákvörðun hans í fjöl- miðlum. Abdul-Jabbar útskýrði ákvörðun sína þannig að hann hefði viljað leita aftur til upp- runa síns og „margir þrælanna, sem voru fluttir hingað, voru múslímar. Fjölskylda mín var flutt til Ameríku af frönskum plantekrueiganda sem hét Alcindor og kom hingað frá Trinidad á átjándu öld.“ Árið 1969 gekk Abdul-Jabbar til liðs við NBA- liðið Milwaukee Bucks og setti strax mark sitt á deildina. Árið 1971 vann hann sinn fyrsta meist- aratitil, en það varð bið eftir þeim næsta. Árið 1975 keyptu Los Angeles Lakers mið- vörðinn hávaxna. Liðið var öflugt með Abdul- Jabbar innan borðs, en ekki nógu gott til að verða meistari. Það breyttist árið 1979 þegar Earvin „Magic“ Johnson kom til liðsins. Lakers urðu meistarar 1980 (sigruðu Fíladelfíu í úrslit- um), fyrsta tímabilið með Johnson, og end- urtóku leikinn 1982 (sigruðu Fíladelfíu), 1985 (sigruðu Boston), 1987 (sigruðu Boston) og 1988 (sigruðu Detroit). Lið Lakers komst einnig í úr- slit síðasta keppnistímabil Abduls-Jabbars, 1989, en laut þá í lægra haldi fyrir Detroit Pistons. Þá var Abdul-Jabbar orðinn 42 ára. Abdul-Jabbar er 2,18 metrar og þegar hann var upp á sitt besta var hann kóngurinn í teign- um. Sveifluskot hans var baneitrað. Nánast ógerningur var að verjast þessu skoti og var hann jafnvígur á báðar hendur. „Himnasveiflan“ varð hans einkennismerki ásamt gleraugunum, sem hann notaði í leikjum vegna vegna þess hvað andstæðingar hans voru gjarnir á að pota í augun á honum í baráttunni um fráköstin. Konungur himnasveiflunnar Kareem Abdul-Jabbar er einn magnaðasti leikmaður körfuboltasögunnar Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Kareem Abdul-Jabbar lyftir sér upp í sveifluskot í leik gegn erkióvinunum í Boston Celtics. Robert Parish og Dennis Johnson fylgjast með án þess að fá rönd við reist.. Fálátur foringi Þótt Abdul-Jabbar legði sig all- an fram á vellinum, gaf hann lítið af sér utan vallar. Hann var fálátur í garð fjölmiðla og svaraði ekki blaðamönnum. Magic Johnson segir í ævi- sögu sinni að þegar hann var boltastrákur hjá LA Lakers hafi Abdul-Jabbar ekki virt sig viðlits þegar hann reyndi að ávarpa hann. Þetta kann að hafa verið hlédrægni, en átti líklega þátt í að meira bil var á milli Abduls-Jabbars og áhangenda liðsins en ella hefði verið. www.noatun.is HELGARSTE IKGIRNI LEG Ódýrt og gott í Nóatúni BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI LAMBAHRYGGUR MEÐ VILLISVEPPUM 1998 KR./KG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.