SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 47
15. nóvember 2009 47 LÁRÉTT 1. Barnahúsgagn sem algengt er í fyrirtækjum (10) 5. Fugl sem finnst remúlaði gott? (3) 7. Angraði í samaðild. (5) 8. Fullt af lengjum hjá ríkum mönnum. (9) 11. Maður sem er hluti af athöfn tvítekur Drottinn. (8) 12. Setja maísokka einhvern veginn í skó. (8) 13. Illa þefjandi fær spónamat enda skapvondur. (9) 16. Pillu reiknir í tölvuforriti (12) 19. Kemur í veg fyrir mark og nær að vinnast. (7) 20. Ensk ungfrú ætti að finna deilu. (8) 21. Aulum treð í hann sem er ekki erfitt að skilja. (9) 24. Alltaf vil ég ná í sorg – um alla ævi. (9) 25. Leiklistarhátíð er á mörkum tímabils. (7) 26. Hjá vatnsbólinu finnst brenndur. (11) 27. Aki úr Miklagarði út af hávaðanum. (7) 28. Geisla stoðvef eða sveif (10) 29. Án tromplitar var hjá siðprúðum. (8) LÓÐRÉTT 2. Íþróttafélag fer alls ekki framar út af dugnaði. (7) 3. Algengar fái súrefni úr tísku. (9) 4. Er afturendi eða engir áverkar á dýri? (9) 5. Rétt stök með það sem ég á. (7) 6. Efist kú einhvern veginn um fótaburð. (7) 9. Framkvæmi athöfn með gæfu. (5) 10. Setja dýr í skapvonda í kappakstri. (7) 14. Útlimir spili af gegnsæi (8) 15. Leyf smakkinu að breytast í fas. (10) 17. Söngur um los drengs og óáreiðanleika. (12) 18. Skeggrót sem hægt að er taka að lokum af öfgafullum. (8) 19. Refsingar við brotum úr kvæðum (8) 20. Sá sem fær takmark verður merkilegur (10) 22. Læt ikt úr Urði með sérvisku. (8) 23. Neitar þéttbýlisstaður að vera við sjó? (9) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. nóvember rennur út næsta föstu- dag. Nafn vinningshafans birtist laug- ardaginn 21. nóvember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 7. nóvember sl. er Hólmsteinn E. Hólmsteinsson. Hún hlýtur í verðlaun bókina Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Stein- unni Jóhannesdóttur. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Það voru góð tíðindi er Ind- verjinn Anand varði heims- meistaratitil sinn í einvígi við Vladimir Kramnik í Þýskalandi fyrir ári síðan. Hann er verð- ugur heimsmeistari. Innan skamms mun hann kljást við stigahæsta virka skákmanns heims, Venselin Topalov og mun einvígið fara fram í Sofia í Búlgaríu. Æskilegra hefði verið að finna „hlutlausan“ vettvang fyrir þessa miklu keppni en Búlgarar buðu best og Topalov verður áreiðanlega dyggilega studdur af heimamönnum. Anand er í sviðsljósinu þessa dagana á minningarmótinu um Tal í Moskvu. Þegar þetta er ritað er hann í efsta sæti ásamt Kramnik en báðir hafa þeir hlotið 3 ½ vinning úr fimm skákum. Aronjan er í 3. sæti en 80% jafnteflishlutfall heldur keppendum i einum hnapp, Magnús Carlsen hefur gert jafntefli í öllum skákum sínum illa haldinn af „háls-smugu“, en það sjúkdómsheiti er komið frá afmælisbarni dagsins, Jóni L. Árnasyni. Í sögulegu samhengi er þátt- taka Anand athyglisverð; þetta er í fyrsta sinn síðan 1925 að „erlendur“ heimsmeistari tefl- ir á ofurmóti í Moskvu. Þá sótti Jose Raoul Capablanca borgina heim við gríðarlega athygli en frægasta viðureign hans úr þeirri ferð var þó skák utan móts – er hann tapaði í fjöltefli fyrir 14 ára pilti, Mikhael Botvinnik. Til að skyggnast bak við sig- ur Anands yfir hinum fræði- lega sterka Ungverja Peter Leko í 5. umferð er nauðsyn- legt að hafa undir höndum aðra skák milli Frakkans Bac- rot og Armenans Aronjan, sem nýlega var tefld á Evrópumóti landsliða í Novi Sad. Sennilega hefur Anand látið nokkur for- rit „malla“ yfir stöðum sem þar komu upp a.m.k. er erfitt að finna á tapleik Leko, flestir leikir hans eru t.d. fyrsta val „Rybku“, þess öfluga tölvu- forrits. Kannski var 30. ... Hc7 björgunarleikurinn en það er býsna langsótt. Eitt atriði um byrjunina: 13. leikur hvíts byggist á hug- myndinni 13. ... Rxe5 14. Dxd4! Rf3+ 15. gxf3 Bxd4 16. Hfe1+ og vinnur. Leko brá á það ráð að gefa mann og satt að segja virtist hafa góðar bætur eða þar til Anand skilaði feng sínum til baka með 22. Rxd4. Leko gat reynt 23. ... Hf6 en hvítur heldur frumkvæðinu. Þessi skák er enn eitt dæmið um það hversu mikilvægar tölvurnar eru við undirbúning: Minningarmótið um Tal; 5. umferð: Wisvanathan Anand – Peter Leko Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 g5 8. Bg3 b5 9. Be2 Bb7 10. O-O Rbd7 11. Re5 Bg7 12. Rxd7 Rxd7 13. Bd6 a6 14. a4 e5 15. Bg4 exd4 16. e5 c5 17. He1 Rxe5 18. Bxe5 O-O 19. Bxg7 Kxg7 20. Re2 f5 21. Bh5 f4 Sjá stöðumynd 22. Rxd4 cxd4 23. He6 Bc8 24. Hg6 Kh7 25. axb5 Hf6 26. Hxf6 Dxf6 27. Dc2 Bf5 28. Dxc4 Hc8 29. Dd5 axb5 30. h3 Kh8 31. Dxb5 Hf8 32. Ha6 Dg7 33. Hd6 d3 34. Db6 De5 35. Bg6 d2 36. Bxf5 Dxf5 37. Dd4 Kh7 38. Dxd2 Hf7 39. f3 h5 40. Hd5 Dg6 41. Da5 Hg7 42. h4 Db1 43. Kh2 Dxb2 44. Hxg5 Hxg5 45. Dxg5 – og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Anand og Kramnik í forystu á minningarmótinu um Tal Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.