SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 49
15. nóvember 2009 49 Sigurður Flosason hefur verið mikilvirkur á útgáfusviðinu á liðnum árum en Dimma, út- gáfa Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, gef- ur diska hans út. Á dögunum komu út tveir nýir diskar með leik Sigurðar og frum- sömdum verkum, Það sem hverfur, með Agli Ólafssyni, Ragnheiði Gröndal, Kjartani Valdimarssyni og Matthíasi Hemstock, með sönglögum við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar, og Dark Thoughts, með stjórn- andanum og útsetjaranum Daniel Nolgård og Norrbotten Big Band. Meðal annarra ný- legra útgáfna má nefna Blátt ljós (2008) og Bláa skugga (2007), Spunakonserta (2008) með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Dívan og jazzmaðurinn (2007) sem Sig- urður gerði með Sólrúnu Bragadóttur söng- konu. Á Hvar er tunglið? (2006) syngur Kristjana Stefánsdóttir ljóð Aðalsteins Ás- bergs við lög Sigurðar, þeir Gunnar Gunn- arsson organisti gerðu saman diskana Draumalandið (2004), Sálmar jólanna (2001) og Sálmar lífsins (2000), og Raddir þjóðar (2002) gerði Sigurður með Pétri Grét- arssyni. Á Himnastiganum (1999) og Djúp- inu (2001) lék hann standarda með tríói, en eigin tónsmíðar á Gengið á hljóðið (1996) og Gengið á lagið (1993). Fjölbreytileg tónlist Í Danmerkurferðinni átti Sigurður einnig fund með danskri söngkonu sem vill flytja og jafnvel hljóðrita heila dag- skrá af lögum þeirra Aðalsteins Ásbergs. Viðhorf endurreisnartímabilsins Sigurður hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu tvo áratugi, sem hljóðfæraleikari, tónskáld og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH. Hann hef- ur einnig komið fram hér og þar utan landsteinanna, meðal annars með ýms- um norrænum stórsveitum. – Þú hefur komið að allrahanda djass- tónlist með ólíkum hljómsveitum, og leikur einnig klassík, til að mynda með Íslenska saxófónkvartettinum. Þú óttast ekkert að kljúfa þig um of? „Nei nei. Ég hef aldrei gert annað en það sem mér þykir skemmtilegt og áhugavert. Kannski má skipta vinnuni aðeins upp og segja að eitt er það sem maður gerir sem hljóðfæraleikari og ann- að það sem maður semur. Þetta blandast reyndar svolítið saman í djassheiminum. Þar erum við að vissu leyti nálægt við- horfi endurreisnartímabilsins, en þá þótti eðlilegt að fást við ýmsar hliðar sömu greinar, ólíkar listgreinar og jafnvel listir og vísindi samtímis. Tónlistarheimurinn hefur þróast frá því á undanförnum öld- um. Við höfum dottið í sérhæfingaræði og fullkomnunaráráttu. Mér finnst heillandi hvað sýnin er víð í djassinum að þessu leyti, þar er til dæmis eðlilegt að semja tónlist OG spila.“ Glæsilegasta fordæmi djasssögunnar „Í klassískri tónlist semja fáir hljóðfæra- leikarar tónlist og fá tónskáld leika. Í heimi okkar djassleikara er það hinsegin, menn semja oft tónlist til að nota sjálfir, næsta skref sem þá dreymir um er þá kannski að aðrir noti tónlistina þeirra; ég er að vinna svolítið í því. En mér finnst þetta allt eðlilegt og skemmtilegt. Sem hljóðfæraleikari finnst mér gott að líta til manna eins og Miles Davis, sem setti sína spunarödd í ólíkt samhengi. Hann þróaðist vissulega sem trompet- leikari, en hann stillti sér upp í ólíku samhengi og snillin þar fólst í að velja meðreiðarsveinana og umhverfið. Þar varð til eitthvað alveg nýtt. Sem hljóð- færaleikari hef ég áhuga á að hugsa þann- ig – mér finnst þetta vera glæsilegasta fordæmi djasssögunnar, og kannski í tónlistarsögunni allri. Þess vegna hef ég m.a. beitt mér í samvinnu við gott fólk í að geta ekki bara stillt mér upp fyrir framan lítið djassband, heldur líka stór- sveit, sinfóníuhljómsveit og kór, og í hljómsveitum sem spila bæði hefðbundna og framsæknari tónlist þar sem í sumum tilfellum er jafnvel um að ræða hreinan spuna án laglínu. Ég hef litið á þetta sem róluvöll með mörgum leiktækjum. Af hverju ætti ég að einskorða mig bara við sandkassann eða rennibrautina?“ Sigurður á sér því ekkert eftirlætis leiktæki á róluvellinum. „Nei. Fremst í mínum huga er samt að stunda einhvers konar impróvíseraða tónlist. Ég reyni að vinna með mína spunarödd í því og sækja á breiddina. En ég hef líka gaman af að spila klassíska tónlist, og hef gaman af að semja tónlist. Svo spila ég stundum popptónlist, spila í leikhúsum – geri allt mögulegt. Það er litrík og skemmtileg tilvera. Eini gallinn er að ekki er nægur tími í sólarhringnum til að gera allt sem væri hægt að gera.“Morgunblaðið/Einar Falur Sem hljóðfæraleikari finnst mér gott að líta til manna eins og Miles Davis. „Fremst í mínum huga er að stunda einhverskonar impróvíseraða tónlist,“ segir Sigurður Flosason. stojevskís; og á nýliðinni öld, Marcel, að- alpersóna Í leit að glötuðum tíma, og að sjálfsögðu allar hinar stóru persónur Mu- sils, Ulrich, systir hans Agata, Walter, konan hans, Clarisse, og Diotime; og Svejk; og allar persónur Kafka fyrir utan hinn kornunga Karl Rossmann sem barnaði vinnukonu, en það er einmitt þess vegna, til að þurrka barnið út úr lífi sínu, sem hann flýr til Ameríku og skáld- sagan hefst. Þessi ófrjósemi er ekki sprottin af vitund og vilja skáldsagnahöf- undanna; það er andinn í list skáldsög- unnar (eða undirvitund þessarar listar) sem hefur megnustu andúð á barn- eignum. Skáldsagan varð til við upphaf nú- tímans sem gerði einstaklinginn, svo ég vitni til Heideggers, að „eina raunveru- lega viðfanginu“, sönnum grundvelli alls. Það er að stórum hluta list skáldsögunnar að þakka að maðurinn verður til í Evrópu sem einstaklingur. Fjarri skáldsögunni, í raunverulegu lífi okkar, vitum við ekki ýkja mikið um það hvernig foreldrar okk- ar voru áður en við fæddumst; við höfum aðeins brotakennda vitneskju um nán- ustu aðstandendur okkar; sjáum þá koma og fara; þeir eru varla farnir þegar aðrir koma í þeirra stað: þeir mynda langa röð af manneskjum sem koma hver í annarrar stað. Skáldsagan ein einangrar ein- staklinginn, varpar birtu á alla ævi hans, hugmyndir hans, tilfinningar hans, svo enginn getur komið í hans stað: setur hann í miðju alls. Don Kíkóti deyr og skáldsögunni lýkur; þessi lok eru alveg endanleg vegna þess að Don Kíkóti er barnlaus; ef hann hefði átt börn hefði líf hans verið framlengt, þau hefðu fetað í fótspor hans eða gagnrýnt líf hans, það hefði verið varið eða svikið; dauði föður skilur dyr eftir opnar; þetta heyrum við raunar allt frá blautu barns- beini: líf þitt heldur áfram í gegnum börn- in; börnin eru ódauðleiki þinn. En ef saga mín getur haldið áfram að mér gengnum þýðir það að líf mitt er ekki sjálfstæð ein- ing; að því er ólokið; það þýðir að ein- staklingurinn rennur saman við eitthvað algerlega áþreifanlegt og jarðneskt, sam- þykkir að renna saman við það, samþykkir að gleymast: fjölskyldu, afkvæmi, ættbálk, þjóð. Það þýðir að einstaklingurinn sem „grundvöllur alls“ er blekking, veðmál, nokkurra alda evrópskur draumur. Með Hundrað ára einsemd eftir García Márquez virðist list skáldsögunnar vakna af þessum draumi; athyglin beinist þá ekki lengur að einum einstaklingi, heldur hópi einstaklinga; þeir eru allir frumlegir, óviðjafnanlegir, en samt er hver og einn þeirra aðeins hverfull sólarglampi í strau- miðu ár; allir bera í sér þá gleymsku sem koma skal og allir gera sér grein fyrir því; enginn þeirra er á sviði skáldsögunnar frá upphafi til enda; móðir þessa ættbálks, Úrsúla gamla, er hundrað og tuttugu ára þegar hún deyr, og það gerist löngu áður en skáldsögunni lýkur; og öll heita þau svipuðum nöfnum, Arcadio José Buendia, José Arcadio, José Arcadio annar, Aure- liano Buendia, Aureliano annar, til að út- línur þeirra verði óskýrar og lesandinn rugli þeim saman. Svo virðist sem hinn evrópski tími einstaklingshyggjunnar sé ekki lengur þeirra tími. En hver er þá þeirra tími? Tími sem nær aftur til tíma indíánanna í Ameríku? Eða sú framtíð þegar einstaklingurinn rennur saman við manngrúann? Ég hef á tilfinn- ingunni að þessi skáldsaga, þar sem list skáldsögunnar nær hámarki, sé um leið hinsta kveðja til tímabils skáldsögunnar. Milan Kundera Gabriel García Márquez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.