SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 6
6 15. nóvember 2009 Frakkarnir René Goscinny og Albert Uderzo hittust fyrst 1951. Það var að morgni dags sem Uderso var tilkynnt að maður að nafni „Gossini“ kæmi senn til starfa hjá World Press/International Press þar sem teiknarinn var starfandi. Uderzo varð strax spenntur; hann var af ítölskum ættum og reiknaði með að þarna væri á ferðinni maður að austan. Það var hins vegar misskilingur; G o s c i n n y hljómaði dálítið ítalskt en maðurinn var franskur, hafði raunar búið meira og minna erlendis frá því hann var barn en flutti nú heim frá Bandaríkjunum. Samstarf teiknara og rithöfundar gekk vel strax frá upphafi. Þeir fengust við ýmis verkefni en Ast- erix og félagar glöddu Frakka í fyrsta skipti 29. október 1959 í tímaritinu Pilote, sem Goscinny og Uderzo áttu þátt í að hleypa af stokkunum. René Goscinny lést 1977, aðeins fimmtugur að aldri. Hann varð Frökkum harmdauði en minningin lifir í ýmsum verkum; Goscinny er t.d. höfundur bókanna vinsælu um Nikulás litla, Le petit Nicolas, og samdi textann í bókunum um kúrekann Lukku- Láka. Hálfbróðir þeirra Lukku- Láka og Nikulásar litla Afmælis Ástríks og félaga var minnst með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu þessara frímerkja. F rakkar hafa í gegnum tíðina eignast margar hetjur á ýmsum sviðum; de Gaulle, Zidane, Bardot og Claude-Killy koma upp í hugann í fljótu bragði en lík- lega hefur engin þeirra verið jafn lengi á toppnum samfleytt og Asterix. Nema kannski Bardot. Asterix, heljarmennið Ástríkur, er ekki af holdi og blóði eins og hinar hetjurnar. Hann stökk al- skapaður fram á sjónarsviðið fyrir hálfri öld í blaðinu Pilote og hefur ekki linnt látum síðan. Það var 29. október 1959 sem þessi smávaxni en sterki Galli kom fyrst fyrir manna sjónir og hefur allar götur síðan barið Rómverja og annan eins og hann eigi lífið að leysa, í samstarfi við hinn gilda en blíða Steinrík. Asterix okkar Þegar sannar hetjur eiga í hlut er haldið veglega upp á afmælið og svo var einnig þegar Ástríkur varð fimmtugur um daginn; listflugssveitir franska hersins voru meira að segja kallaðar út og skemmtu bæjarbúum í París. Þær fara ekki á loft til heiðurs hverjum sem er. Asterix okkar, sögðu franskir stjórnmálamenn á afmælisdaginn, og þjóðin kinkaði kolli. Foreldrar þeirra Ástríks eru tveir karlmenn; rit- höfundurinn René Goscinni og teiknarinn Albert Underzo. Sá fyrrnefndi lést 1977 um aldur fram og síðan hefur Underzo gengið hetjunum bæði í móður- og föðurstað; haldið áfram að teikna þær en einnig samið textann. Sumum finnst hann að vísu ekki jafn lipur með pennann og Goscinni en það er allt annar handleggur. Frakkar eru ein þeirra þjóða sem gjarnan vilja halda í sérkenni sín. Eru jafnvel öðrum fremri á því sviði; vilja ekki láta vaða yfir sig frá öðrum menningarsvæðum, og kannski þess vegna er Ást- ríkur jafn vinsæll og raun ber vitni. Sá franski er þó ekki einungis í hávegum hafður í heimalandinu og hér uppi á Íslandi; bækurnar hafa verið þýddar á ríflega 100 tungumál og seld eintök eru víst einar 325 milljónir. Matarhefðir Frakka og húmor skipa ríkulegan sess í bókunum um Ástrík, ekki síst þegar Stein- ríkur er annars vegar. „Heyrðu, Ástríkur, þessir Rómverjar eru alveg hættir að láta á sér kræla og mér leiðist!“ segir Steinríkur í einni bókinni. Langar að lúskra á óvininum. Steinríki líður heldur ekki vel svöngum: „Já, tvö svín, takk fyrir og ekki sneiða þau of þunnt …“ segir hann hjá kjötkaupmanninum. Útsjónarsamir húmoristar Sögurnar af Asterix gerast í norðurhluta Gallíu, þar sem nú heitir Frakkland, um það bil 50 árum fyrir fæðingu Krists. Gallía hefur öll verið her- numin af Rómverjum, nema Gaulverjabær, eins og staðurinn hefur stundum verið kallaður á ís- lensku. Þrátt fyrir gríðarlegan herstyrk Júlíusar Cesars hafa hans menn ekki roð við Gaulverjum, ekki síst vegna útsjónarsemi og bardagagleði Ást- ríks, Steinríks og þeirra manna. Aðdáendur Gaulverja um heimsbyggð alla treysta Underzo, og þeim sem kunna að taka við pennanum, fyrir því að hetjurnar haldi heilsu. Líf- ið yrði snauðara takist Rómverjum að leggja Gaul- verjabæ undir sig. Og hláturinn lengir lífið. Asterix í kunnuglegri stellingu; rómverskur hermaður fær til tevatnsins. Reuters Mesta hetja Frakklands? Linnulaus barátta Ástríks og Steinríks við Rómverja í 50 ár Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Steinríkur er blíðlegur en kann að beita hnúunum. NÁTTÚRUAFURÐ ÚR SELGRASLAUFUM án alkóhóls Varan fæst í: apótekum og Þinni verslun Seljabraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.