SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 17
15. nóvember 2009 17 H rafnkell Karlsson var ekki gamall þegar hann fór fyrst á bak. „Ég man eftir því, þegar ég sat fyrir framan móðurbróður minn, Geir á Hrafnkelsstöðum; ég held það hafi verið á graðhesti sem hét Silfurtoppur. Ég sat á hnakksúlunni með faxið í andlitinu. Og það er fyrsta skipti sem ég man eftir mér á ævinni. Það er svolítið sniðugt, því það er það sem ég lagði fyrir mig það sem eftir var ævinnar.“ Fyrst á bak í móðurkviði Þegar Hrafnkell var tíu ára fór hann í sveit á Sól- eyjarbakka í Hrunamannahreppi og var þar næstu fjög- ur sumur. „Og eftir það var ég hjá föðurömmu minni í Miðfelli, Margréti Sigurðardóttur, og alltaf voru hestar í kringum mig,“ segir hann. „Svo var ég mikið á hestbaki með mömmu, Guðrúnu Sveinsdóttur, og þar lærði ég að sjá virkilega vel um hesta – hjá mömmu voru þeir alltaf í fyrirrúmi. Raunar fór Hrafnkell fyrst á hestbak með móður sinni – í móðurkviði. „Mamma reið inn í áttunda mánuð, þá hafði hún eignast tvö börn á tveim árum, og ég var það þriðja á þremur árum, og hún sagði að hún yrði að bera eða bresta. Ég er ekki frá því, að ég hafi notið góðs af þessum reiðtímum í móðurkviði.“ Hrafnkell segist hafa farið á fjall á unglingsaldri, þar sem menn fengu sér oft í staupinu eftir erfiðan dag. „Mamma var með í ferðunum, og gætti þess að alltaf var lögð á að fyrst væri borið hey í hestana og settar á þá ábreiður, áður en menn fengju sér að borða.“ Móðir Hrafnkels fæddist á Hrafnkelsstöðum, en hann kom í heiminn á Varmalæk, þegar foreldrar hans voru nýbúnir að byggja sér þak yfir höfuðið þar. Og það var haft í heiðri á báðum stöðum að sjá fyrst um hestinn. „Ég og Eva höfum fyrir reglu hér á bæ, sem við skrifum á forsíðuna: „Hesten, gesten og resten“ eða „Hesturinn, gesturinn og restin“. Því miður er restin fjölskyldan,“ segir Hrafnkell og hlær. „Fyrst er það hesturinn, svo gesturinn og loks fjölskyldan. Börnin hafa ekki alltaf litið þessa forgangsröð mildum augum, en þau hafa vanist þessu og komið sér upp sömu viðhorfum.“ Draumurinn rættist Eva hefur byggt upp Vallerödslund með Hrafnkeli, en hún átti fyrir tvö börn, Marcus sem er að ljúka lækn- isfræði, og Minnu, sem er sextán ára. „Ég fór fyrst á bak íslenska hestinum þegar hún kom á búgarðinn til Hrafnkels fyrir sextán árum,“ segir hún. „Þá var ég að kaupa lambakjöt og hann sagði mér að hann hefði hesta. Ég spurði hvort ég mætti fara á bak og hann sagði það sjálfsagt. Ég hafði riðið stórum hestum frá þriggja ára aldri, en um leið og ég steig á bak ís- lenska hestinum, þá varð ég gagntekin af honum. Til að byrja með varð ég bara skotin í hestunum, en svo liðu árin, eitt leiddi af öðru, og svo fór að ég flutti hingað. Eva tók á leigu húsið, þar sem við búum núna, við fór- um að vinna saman og svo var nóg um að vera í einka- lífinu!“ „Áður en Eva flutti hingað frá Malmö, þar sem hún var leiklistarkennari, kom hún oft í reiðtúra og var fyrsti viðskiptavinurinn,“ segir Hrafnkell. „Þegar ég lét hana fá meri, sem er með 8,5 í vilja og töluvert skeið, þá sagði ég við hana í gamansömum tón: „Nú geturðu spreytt þig á alvöru hesti.“ „Hvað er það,“ spurði hún. „Það er hestur með fimm gíra,“ sagði ég. Hún spurði um fimmta gírinn og ég sagði aðeins: „Þú veist það þeg- ar þar að kemur!“ Svo fórum við í reiðtúr og hleyptum Fyrst hestarnir, svo gestirnir og loks restin Hrafnkell Karlsson og Eva Sjöholm hafa komið sér vel fyrir á Vall- erödslundi. Þar rækta þau íslenska hestinn og eru með keppn- isaðstöðu, notalega gistiaðstöðu, reiðskóla og svo taka þau á móti hópum í reiðtúra um fallega náttúru. á skeið. Ég var á Gyðju, sem ég kom með frá Hvít- árholti, á henni átti ég sænska metið í 150 metra skeiði í fimm ár á tímanum 14,5 sekúndum, sem er enn með betri tímum í heiminum. Hún var á annarri meri, sem hét líka Gyðja, og við brenndum vel á skeiði saman. Eva spurði á hraðaskeiði: „Er þetta fimmti gírinn?““ „En þegar ég kom hingað, þá var ekki úr miklu að moða,“ segir Eva. „Hér voru tíu hestar, mikil leðja og skítur, gamlir bílar, allt sem Hrafnkell hafði safnað,“ bætir hún við góðlátlega og strýkur honum. „Ég var fátækur,“ viðurkennir hann. „Við áttum sama draum og eftir ellefu ár saman, þá held ég að hann hafi ræst,“ segir Eva. „Við Eva segjum gjarnan, að saman höfum við svo mikinn vilja, að við séum reiðubúin að vinna þar til við föllum dauð niður,“ segir Hrafnkell. „Og stundum ger- um við einmitt það! Það var mikið verk að byggja upp þennan stað, dásamlega hestahjörð, vandaða keppn- isbraut og fallega aðstöðu þar sem allir komast fyrir í gömlu kornhlöðunni. Og við förum sjálf með fólk í hestaferðir, á góðum hestum í fallegu umhverfi, og það er kærkomin hvíld fyrir þá sem vinna í borginni. Margir koma hingað í hverri viku í reiðskóla og hafa gert í fimm ár; það er hápunktur vikunnar! En sumir eru hræddir við hestana, vita ekki hvernig á að bera sig að, en hesturinn sýnir þeim það – „ekkert mál, ég ber þig“. Og reiðtúrinn er ekki síst leið til að kynnast sjálfum sér, í gegnum hestinn, og fyrir marga er það ný reynsla.“ Viti menn, daginn sem blaðamaður kom á búgarðinn var þar byrjandi, sem aldrei hafði stigið á bak, en allt gekk eins og í sögu í margra tíma reiðtúr. „Þetta var gott dæmi,“ segir Hrafnkell. „Það er dýrmætt að fá að vera með og njóta lífsins á íslenska hestinum með öðr- um sem eru vanir, en verða samt ekki útundan. Þetta eru frábærir hestar, sem við röðum niður eftir getu reiðmanna. Þeir geta fengið fyrstu verðlaunameri, en einnig hesta sem láta svo vel að stjórn, að þeir hlaupa ekki einu sinni á eftir hjörðinni.“ Uppeldi og tamningar Fyrstu skrefin voru stigin fyrir 22 árum þegar Hrafnkell flutti á staðinn með Noomi Rapace, sem var sjö ára, og Særúnu Norén, sem var tveggja ára, og fyrrverandi konu sinni. „Þá hafði ég verið á Íslandi og kennt Noomi í Waldorfskóla. Ég stofnaði fyrsta bekkinn á Íslandi, var með sex nemendur og Noomi var ein af þeim. Hún var með gífurlegt viljaafl! Ef ég ber saman tamningar og uppeldi, sem er ekki flókið, þá var Noomi alviljugasta hross sem ég hef komist í tæri við! Hún var ekki bara viljug, heldur skapmikil líka! Það þurfti lagni til að temja svona afl og mér finnst mér hafa tekist það vel. Ég er ekki hissa á því hvað hún hefur náð langt.“ Hann lítur stoltur til dóttur sinnar, sem er hinumegin í stofunni að huga að Lev syni sínum. „Ég vildi ekki beygja hana með aga eða setja hana í venjulegan skóla á Íslandi. Noomi þoldi aldrei að tapa, varð öskureið ef hún lærði ekki námsefnið alveg um leið, og þess vegna vissi ég að Waldorf passaði henni vel. En þegar nemendur vantaði í annan og þriðja bekk á Íslandi, þá tókum við ákvörðun um að flytja til Sví- þjóðar. Við höfðum búið í Svíþjóð, ég er menntaður þar og hafði kennt þroskaheftum krökkum í Norður- Svíþjóð. Og við fluttum til Lundar. Noomi fór í annan bekk í Waldorfskóla þar og ég tók að mér kennslu í fyrsta bekk skólans. Þegar ég hringdi og óskaði eftir stöðunni, þá bað ég kennarann um að svipast um eftir bóndabæ með aðstöðu fyrir 20 íslenska hesta. Á næsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.