SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 14
14 15. nóvember 2009 V iltu kaffi?“ spyr Noomi Rapace elskulega á ís- lensku. – Já, takk, svarar blaðamaður. Noomi er í hettupeysu, líkist Lisbeth Sa- lander úr myndunum eftir bókum Stiegs Larssons, svo sem engin furða því hún lék hana. En að sama skapi eru þær ólíkar, horfinn eyrnalokkurinn úr nefinu og augna- ráðið alls ekki „alveg laust við hlýju“. Það er notalegt í gamalli kornhlöðu sem gerð hefur verið upp á jörð Hrafnkels, föður hennar, og Evu, sam- býliskonu hans, stórt langborð í sameiginlegu rými með arni, eldhúsi og svefnlofti, rjúkandi kaffi í bollum. Hér er lífið í föstum skorðum. „Ég er ekki með neina rútínu í lífi mínu,“ segir Noomi brosandi. „Ég lifi bara einn dag í einu. Það er langt síðan ég var með rútínur. Ég reyni auðvitað því við erum með börn en það er erfitt núna. Hversdagslífið hefur líka breyst því fólk þekkir mig hvar sem ég kem, bara ef ég kaupi í matinn eða fer með Lev út á fótboltavöll.“ Hún breiðir hettuna yfir andlitið á táknrænan hátt. „Allt hefur breyst. Þess vegna er mikilvægt að koma hingað því hér er allt eins og venjulega. Ég bjó hér þegar ég var lítil og ekkert hefur breyst. Ég reyni að finna eyjar þar sem hægt er að vera í friði.“ – En lætur fólk þig í friði? „Svíar eru kurteisir og hlédrægir, segja kannski: „Fyr- irgefðu, en get ég mögulega fengið eiginhandaráritun?“ En í Danmörku og á Spáni er meira um að fólk svífi á mann: „Ert þetta þú, virkilega þú!?“ – En á Íslandi? „Þar gengur fólk beint að manni: „Ert þetta þú? Má ég taka mynd af þér?“ Það er ekki farið í kringum hlutina. Það er sú mynd sem ég hef af Íslendingum – þeir hafa gott sjálfstraust. Svíar vilja alls ekki skera sig úr hópnum og það getur verið erfitt að komast að því hvað þeir virkilega vilja. En það fer ekki á milli mála á Íslandi,“ segir hún og hlær innilega. Allt verður stærra Noomi hefur fengið fjölmörg kvikmyndatilboð eftir að hún lék í myndum Stiegs Larssons enda hafa þær fengið mikla aðsókn víða um heim og mælst vel fyrir hjá gagn- rýnendum. „Allt í einu er ég önnur persóna,“ segir hún. „Fólk áttar sig á því að þar sem ég hef leikið í vinsælum myndum er auðveldara að fá áhorfendur á næstu mynd, hvort sem það eru stórmyndir eða jaðarmyndir. Allt verður stærra. Ég er ekkert mikið fyrir allt þetta umstang en ég elska vinnuna mína – að stíga inn í þennan skáldaða heim. Mér finnst fjölmiðlafárið stundum svolítið erfitt, það er eins og allir vilji vita allt um mig, mitt daglega líf, nokkuð sem maður vill helst ekki tala mikið um. Mér finnst allt í lagi að tala um vinnuna mína en ég er mikið á ferðalögum og hitti glás af fjölmiðlafólki og þá getur kviknað sterk þörf hjá mér til að segja að komið sé nóg. Þetta er til dæmis fyrsta viðtalið sem ég veiti í nokkra mánuði. Enda standa tökur núna yfir á Svínahúsunum og mér finnst óþægilegt að tala við fréttamenn á sama tíma.“ Hún verður íhugul. „En ég hef fundið að ég verð að vera sterk. Það vilja all- ir fá eitthvað frá mér og ég verð að velja – og þá er það líka í lagi. Svo segi ég nei við öllu hinu.“ – Þú ert sem sé að leika í Svínahúsunum? „Við Óli leikum saman í mynd í Ystad sem er tvær míl- ur héðan. Og Lev verður hjá afa sínum þegar tökur standa sem hæst. Þetta er fyrsta myndin sem Pernilla August leikstýrir og myndin er byggð á bók, sem kom út fyrir sex eða sjö árum. Pernilla spurði mig í mars apríl hvort ég vildi vera með og spurði svo Óla. Við höfum gaumgæft handritið og farið yfir það með henni. Svo kem ég alltaf hingað þegar ég er Skáni eða fer til mömmu í Lundi. Og þegar Óli lék í Wallander-þáttunum voru þeir líka teknir upp í Ystad.“ – Hvernig gengur að samhæfa líf tveggja leikara? „Það gengur,“ svarar hún og hlær. „Við leggjum okkur fram! Ég fæ mikla hjálp frá mömmu og reyni að nýta mér aðstoð fólksins í kringum mig. Þegar tökurnar eru frá sex um kvöldið til fimm á morgnana, líkt og eina vikuna í Svínahúsinu, er erfitt að vera með barnapíu. Það gengur ekki alltaf. Í vor fer ég til dæmis í tökur í Noregi og Óli verður í leikhúsinu í Stokkhólmi en þá flytur mamma til okkar og fer með Lev í skólann. Þetta er svolítið umstang en þetta reddast!“ Lev kemur hlaupandi í sjóræningjabolnum. – Mamma ég náði metinu! Og Noomi dáist að honum í smátíma. Amma opnaði hjarta sitt Á meðan við ræðum saman leikur Óli Rapace, eig- inmaður hennar, leikari sem margir þekkja, meðal ann- ars úr Wallander-þáttunum og kvikmyndinni Tillsamm- ans, við soninn Lev, sem er sex ára. Þau sóttu nafnið á strákinn, sem er lifandi eftirmynd móður sinnar, til Rússlands. Sem er athyglisvert þegar haft er í huga að móðir Lisbethar er sænsk, faðir hennar spænskur og hún samsamar sig einna mest við Ísland! „Mér finnst ekkert mikilvægt hvaðan maður er eða í hvaða landi maður býr,“ segir hún. „Það fer bara eftir því hvar maður vill vera. Kannski er ég íslensk þó að for- eldrar mínir séu ekki íslenskir. Það skiptir ekki máli. Ég hef aldrei litið á mig sem sænska. Það sem skiptir máli er hvað maður vill og hvernig maður situr í sjálfum sér.“ Noomi bjó á Íslandi í þrjú ár. „Við komum þangað þeg- ar ég var fimm ára og fórum til baka þegar ég var átta ára. Þá fluttum við til Skáns en ég fór heim …“ segir hún ósjálfrátt en leiðréttir sig, „eða til Íslands á hverju sumri frá því ég var níu ára til þrettán ára aldurs. Ég fór sjálf og vildi aldrei snúa aftur til Svíþjóðar, varð bæði sár og reið. Ég grenjaði aldrei þegar ég var lítil en þegar ég sneri aftur til Svíþjóðar – þá kom það!“ Hún þagnar. „Ég leit á sjálfa mig sem Íslending. Ég vildi ekki vera sænsk. Ísland átti betur við mig sem persónu. Ég man að fyrst þegar ég fór til Skáns fannst mér mállýskan svo ljót, skánskan. Ég ákvað snemma að ég ætlaði bara að búa þar til fimmtán ára aldurs – svo myndi ég flytja. Ég fór til Stokkhólms þegar að því kom og fór í leiklistarnám.“ – Þú hefur verið sjálfstæð af 15 ára stúlku að vera? „Já, ég leigði herbergi hjá fjölskyldu, sem Hrafnkell og Nína þekktu, og var búin að gera upp hug minn. Ég vildi flytja til stórborgar enda hafði ég verið mikið í Kaup- mannahöfn síðasta árið í grunnskóla – og lítið í skól- anum!“ – Áttu enn vini á Íslandi? „Ég á vinkonu sem heitir Sæunn og vinnur á hár- greiðslustofu í Reykjavík og fjölskyldan er stór. Hrafnkell á mörg systkin, fullt af frænkum og frændum, og svo eru það amma og afi!“ Noomi brosir við tilhugsunina. „Það er fámenn fjölskylda í kringum mömmu [Ninu Norén]. Amma dó þegar ég var fimmtán ára, en hafði verið veik lengi, svo ég þekkti hana aldrei. Pabbi hennar dó þegar ég var ellefu ára. Og ég upplifði þetta þannig, að ég ætti eiginlega enga fjölskyldu þeim megin. En ég man þegar ég var fimm ára, kom fyrst til Íslands og amma Guðrún [Sveinsdóttir] opnaði hjarta sitt og líf sitt: „Þú ert eitt af barnabörnunum mínum. Þú ert hérna hjá mér.“ Ég elskaði hana frá fyrsta fundi og allt í einu eignaðist ég stórfjölskyldu. Það var alveg nýtt fyrir mér. Svo fékk ég litlu systur, Særúnu, fyrstu jólin á Íslandi. Og fann að þetta var það sem ég vildi. Áður hafði ég ekki hugmynd um að lífið gæti verið svona – fjörutíu manna jólaboð og allt nánasta fjölskylda!“ – Þú heldur góðu sambandi við afa og ömmu? „Já, amma hefur heimsótt okkur til Stokkhólms og við heimsækjum hana þegar við erum á Íslandi. Þess utan er- um við alltaf í sambandi.“ Í skugga hrafnsins Noomi var sjö ára þegar hún steig fyrstu spor sín í kvik- myndum en það var í Í skugga hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson. „Hrafnkell og Nína voru statistar og ég fékk að vera með. Hrafnkell kom ríðandi með þrjú hross og við ætluðum að vera í þrjár vikur en það teygðist úr því. Tinna Gunnlaugsdóttir var í aðalhlutverki og ég átti að vera vinkona Sólar, dóttur hennar í myndinni. Ef þú horfir eftir mér sérðu kannski hárinu bregða fyrir en fyrir mér var þetta stórkostleg upplifun, nýtt heimili opnaðist fyrir mér. Hrafn var ákafur og stundum var unnið fram á nótt en ég varð aldrei þreytt – vildi bara halda áfram.“ – Manstu eftir Hrafni? „Ég man að fyrst var ég örlítið hrædd við hann en svo fannst mér hann bara skemmtilegur. Í skugga hrafnsins er hrikaleg ástarsaga og mikið um blóðsúthellingar en ég man að hann hljóp hrópandi út um allt til að fá alla til að gera sitt besta. Ég hugsaði með mér að ég vildi búa á þessu heimili, ég vildi vera eins og þau. Þar byrjaði þetta allt saman …“ – Ertu náttúrubarn? „Já, en núna gæti ég aldrei búið úti í sveit. Frá því ég var fimmtán ára hefur mig langað til að búa í stórborg og Stokkhólmur er eiginlega aðeins of lítill. Ég vil geta keypt Lisbeth Salander óx rólega inn í mig Noomi Rapace hefur vakið heimsathygli fyrir túlkun sína á Lisbeth Salander úr sögum Stiegs Larssons. Hversdagslífið breyttist við það, tækifærunum fjölgaði, en hún er með báða fætur á jörðinni. Viðtal Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Særún Norén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.