SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 29
15. nóvember 2009 29 Þ að má hrinda ýmsu í verk ef hugur fylgir máli, eins og sést á umfjöllun um merkilega fjölskyldu í Sunnudagsmogganum í dag. Hrafnkell Karlsson og Eva Sjöholm hafa með dugnaði og útsjónarsemi byggt upp búgarð í Vallerödslundi með íslenska hestinum og bjóða raunar íslenska landsliðinu hann til æfinga fyrir heimsmeistaramótið í Danmörku, sem hlýtur að freista, því þarna er afbragðsaðstaða fyrir hendi. Þau eru lík feðginin að þessu leyti, því Noomi Rapace einsetti sér kornung við tökur á myndinni Í skugga hrafnsins, að þarna hefði hún fundið heimili – í kvikmyndunum. Hún lét ekkert stöðva sig á þeirri vegferð og kippti sér ekki upp við að komast ekki inn í leiklist- arskóla í Svíþjóð, þá hrinti hún bara áformum sínum fyrr í framkvæmd. Það dylst engum sem horfir á myndirnar eftir bókum Stiegs Larssons að hún vinnur leiksigur – og Noomi átti ríkan þátt í því að móta hlutverkið, eins og fram kemur í viðtali Péturs Blöndals við hana í dag. Allt skiptir þetta máli. Nú er unnið að því að koma á fót Íslandsstofu, sem ætlað er að efla orðspor Íslands á er- lendri grundu. Undir þann hatt á að færa markaðs- og landkynningarstarf ríkisins með því að samþætta kynningar- og markaðsverkefni, eins spennandi og það hljómar. Lýsingin á Ís- landsstofu er út af fyrir sig ekkert sérstaklega góð landkynning. Það væri óskandi að stjórnmálamenn einbeittu sér að því, að búa til næringarríkan jarð- veg í þjóðfélaginu, þar sem fjölbreytt flóra dafnar – hæfileikar fólks fá að njóta sín og frum- kvöðlar stórir og smáir fá svigrúm til góðra verka. Enda er ómögulegt með öllu að segja fyrir um, hvaða sprotar það eru sem eiga eftir að skjóta rótum erlendis. Er líklegt að starfsmanni slíkrar ríkisstofnunar hefði dottið í hug fyrir rúmum áratug að veðja á hljómsveit, þar sem söngvarinn spilar á rafmagnsgítar með fiðluboga? Og hefði það endilega verið af hinu góða fyrir hljómsveitina að vera „uppgötvuð“ af ríkinu? Hvað um Arnald Indriðason? Hefði ríkisstofnun rekið augun í það fyrir áratug að glæpasögur, sem þá voru nýjar af nálinni, ættu eftir að seljast í yfir fimm milljónum eintaka út um allan heim? Tæpast. Gagnrýni á Ögmund Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, er á meðal þeirra sem eru ómyrkir í máli í gagnrýni sinni á Ögmund Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í fréttaskýringu í Sunnudagsmogganum í dag. Ögmundur er gagnrýndur fyrir að tala for- stjóra heilbrigðisstofnana ofan af því að skera niður, en síðan hafi ekki verið staðið við þau orð við gerð fjárlaga. Með því að draga niðurskurðinn á langinn hafi safnast fyrir halli sem erfitt verði að vinda ofan af. Í þessu kristallast áherslur ríkisstjórnarinnar. Dregist hefur úr hömlu að grípa til aðhalds í ríkisfjármálum, en ekki stendur á stóru orðunum þegar kemur að því að sækja peningana í vasa almennings með skattahækkunum. Og gildir þá einu þótt vasarnir séu tómir. Allt skiptir þetta máli „Við erum slegin yfir þessum tíðindum.“ Pétur Már Ólafsson, framkvæmdastjóri bókaút- gáfunnar Bjarts, um fyrirhugaða virðisaukaskatts- hækkun. „Ég er ekki í neinum geimvísindum hérna, útgangspunkturinn var hreinlega að koma saman plötu með sterkum, góðum og helst tímalausum lögum.“ Stefán Hilmarsson um nýja sóló- plötu sína, Húm. „Það þarf ekki allt að kosta handlegg og fótlegg.“ Katrín Fjeldsted, nýr umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit, vill vekja fólk til umhugsunar. „Það er búin að vera kreppa hjá mér alltaf.“ Börkur Gunnarsson hefur samið reglur um gerð kreppukvikmynda. „Sumum tekst að gera þetta án þess að mikið beri á en aðrir eru hrein- lega subbulegir og veifa vasaklútum með brúnum horklessum um þingsal- inn og það á tímum svínaflensu.“ Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er ósátt við neftóbaksnotkun þingmanna og ráð- herra í þingsal. Mér fannst ekki einu sinni merkilegt þegar ég var að púðra geirvört- urnar á Giselle, sem eru falleg- ustu geirvörtur í heimi. Ég hugs- aði bara um það að ég þyrfti að ná í annað gott verkefni og komast lengra í starfi.“ Karl Berndsen útlitsgúru um starf sitt með flottustu tískudrottn- ingum heims. „Mér fannst við mega þora aðeins meira.“ Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um landsleikinn gegn Írönum í Teheran. Ummæli vikunnar Þar er þess gætt að láta skattkerfið skjóta stoðum undir fólk og fyrirtæki meðan hér stendur til að skjóta en sleppa stoðunum. Ráðherrarnir kveinka sér Engir ráðherrar í rúmlega hundrað ára sögu stjórn- arráðsins á Íslandi og þeir sem nú taka laun fyrir slík störf tala jafnoft og reglulega um hvað þeir vinni mikið og hvað verkefnin séu ofsalega erfið. Á reglu- legum blaðamannafundum forystumannanna, sem fjölmiðlamenn sitja svo penir og prúðir að leikskóla- kennarar sáröfunda ráðherrana, er yfirleitt ekkert sagt um hvað er verið að gera, hvort og þá hvað sé rætt við erlenda viðsemjendur, hvaða tillögur séu í farvatninu og hver áhrif þeirra verði á hagsmuni og kjör fólksins í landinu og á þjóðarhag og þar fram eftir götunum. Mest er rætt um hve gríðarleg vinna hafi átt sér stað í stjórnkerfinu og hve ráðherrarnir hafi puðað mikið og hve allt sem við sé að fást sé erf- itt. Nú síðast var það helst að skilja að aðalgallinn við fyrirhugaða skattpíningu væri hvað vinnan við frumvörpin væri erfið fyrir ráðherrana. Kom sér- staklega fram hjá forsætisráðherranum að engir ráð- herrar á lýðveldistímanum hefðu erfiðað eins mikið við að koma á skattahækkunum og þau tvö sem þarna sátu. Og þrátt fyrir alla þessa miklu vinnu og þrekvirki, sem hinir þreyttu ráðherrar þreytast þó aldrei á að tala um, situr sérstakur alþjóðlegur ráð- gjafi þeirra agndofa er hann horfir á úrræðaleysið og fælni við ákvarðanir. Þegar þetta er borið undir fjár- málaráðherrann segir hann þreytulega á þessa leið: Já hann Mats okkar hefur oft blásið áður yfir ýmsu. Og svo brosti hann þreytulega og öllum mátti vera ljóst að „hann Mats okkar“ væri ekki nærri eins þreyttur og fjármálaráðherrann. Og fréttamaðurinn kveikti ekki á eina fréttapunktinum sem þó stóð upp úr þreytustununum. „Hann Mats okkar“ hafði sem sagt, hvað eftir annað, gert athugasemdir við úrræðaleysi og ákvarðanaleysi ríkisstjórnarinnar. Nú þegar Steingrímur J. er farinn að finna fyrir vandlætingu fólksins á skattahækkunaráform- unum hleypur hann í það skjól að þessar breyt- ingar muni hugsanlega aðeins standa í ár. Hvern á þetta að blekkja? Hver trúir því að menn rústi staðgreiðslukerfi skatta fyrir eins árs tilraun? Af hverju geta menn ekki að minnsta kosti gert til- raun til að koma hreint fram? Morgunblaðið/Ómar Óskar Magnússon Stofnað 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Útgefandi: Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.