SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 38
38 15. nóvember 2009 Þ að er engum blöðum um það að fletta að Gabr- ielle Bonheur „Coco“ Chanel var algjör braut- ryðjandi í franskri hátískuhönnun og einn mikilvægasti tískuhönnuður tuttugustu ald- arinnar. Hún hafði gríðarleg áhrif á tískuna, svo mikil raunar að nafn hennar var það eina úr tískugeiranum sem var meðal 100 mikilvægustu einstaklinga tutt- ugustu aldarinnar að mati Time-tímaritsins. Chanel fæddist 19. ágúst árið 1883 í smábænum Maine et Loire í Frakklandi. Hún var dóttir farandsölumanns- ins Alberts Chanel og Jeanne Devolle og ólst upp í stórum systkinahóp við fábrotin kjör. Móðir Chanel lést úr berklum þegar hún var 12 ára sem leiddi til þess að faðir hennar yfirgaf fjölskylduna til að vinna fyrir henni. Chanel var komið fyrir á munaðarleysingjahæli á vegum rómversk-kaþólsks klausturs þar sem nunnurnar kenndu henni að sauma. Hjá frænkum sínum lærði hún svo meiri íburð í saumaskapnum. Coco yfirgaf klaustrið þegar hún varð 18 ára og fékk vinnu hjá skraddara. Þar hitti hún franska milljóna- mæringinn og glaumgosann Étienne Balsan og fljótlega urðu þau elskendur. Balsan kynnti henni lystisemdir hinna ríku, s.s. demanta, glæsikjóla og perlur. Meðan á sambandi þeirra stóð byrjaði Chanel að hanna hatta og opnaði sína fyrstu verslun árið 1910 sem var hattabúð. Vinur Balsans, Arthur „Boy“ Capel, fjármagnaði hatta- búðina, en á þeim tíma voru þau Coco elskendur, þrátt fyrir að Capel væri giftur. Nafn Chanel varð fljótlega þekkt enda spillti ekki fyrir að franskar leikkonur voru hrifnar af höttunum hennar. Árið 1913 opnaði Chanel sína fyrstu fataverslun í Deauville í Frakklandi, einnig fjármagnaða af Capel, og ári síðar opnaði fyrsta fataverslun hennar í París. Versl- unarreksturinn var þó ekki langlífur en fyrir tilstilli vin- ar síns Capel tókst Chanel að halda húsnæðinu þegar búðinni var lokað. Mótlætið stappaði bara stálinu í Chanel sem hélt áfram verslunarrekstrinum í Deuville þar sem hún kynnti nýja línu íþróttafatnaðar árið 1913 og fyrstu heildstæðu kvenlínuna sína árið 1917. Chanel-tískuhúsið opnaði svo árið 1919 í París en sama ár lést fyrrverandi elskhugi hennar og fjárfestir, Arthur „Boy“ Capel. Föt fyrir virka nútímakonu Æ fleiri konur tóku undir það sjónarmið Chanel að kon- ur ættu að klæða sig fyrir sjálfar sig en ekki karla og segja má að hún hafi mótað tísku þriðja og fjórða áratugarins í Veitti konum langþráð frelsi Ný kvikmynd um hátískudrottninguna Coco Chanel verður frumsýnd á Íslandi eftir tvær vikur. Tæpum hundrað árum eftir að hún kom fram á sjónarsviðið með byltingarkenndar hugmyndir um kvenfatatísku gætir áhrifa hennar enn víða. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Franska leikkonan Audrey Tautou fer með hlutverk Coco Chanel í kvikmynd- inni Coco avant Chanel sem verður frumsýnd verð- ur á Íslandi um næstu helgi. Coco Chanel giftist aldr- ei þrátt fyrir fjölmörg ástarsambönd við mik- ils metna menn. Tíska Í myndinni Coco avant Chanel einbeitir höfundurinn Anne Fontaine sér að tímanum í lífi Chanel áður en hún varð fræg, þ.e. fyrstu áratugum ævi hennar. Í viðtali við LA Times segir hún að það hafi komið henni á óvart hversu lítið Frakkar al- mennt vissu um sögu Chanel. „Þeir vissu ekkert um æsku hennar,“ segir hún en hluta ástæðunnar má rekja til þess að sjálf spann Coco upp sögu um að faðir hennar hafi farið til Ameríku til að verða ríkur og hún hafi verið sett í fóstur hjá tveimur kaldrifjuðum piparjúnkum, frænkum sínum. Fon- taine segir þetta leið Chanel til að halda lífi sínu áfram, þrátt fyrir ömurlega æsku. „Hún var ótrúlega staðráðin í að verða eitthvað, einhvers konar listamaður,“ segir hún. Fontaine byrjaði ekki að skrifa handritið fyrr en hún hitti leikkonuna Audrey Tautou sem hefur leikið í myndum eins og Amèlie og A very Long Engagement. Þótt Tautou passaði full- komlega í hlutverkið líkamlega var Fontaine ekki viss um að hún væri nægilega mikið hörkutól til að leika Chanel. Tíu mínútum eftir að þær hittust var hún sannfærð um annað. Staðráðin í að verða eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.