SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 12
12 15. nóvember 2009 Morgunblaðið/Golli Þ akkarræðan var ekkert spes! segir Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu og besti leikmaðurinn í Noregi á nýloknu keppnistímabili. Ég held hún glotti. Get þó ekki verið viss því hún er á heimili Ásthildar systur sinnar í Svíþjóð og talar í síma við mig uppi á Ís- landi. Ræðuna sem hún nefndi flutti Þóra á sunnudags- kvöldið síðasta í Ósló, eftir að tilkynnt var um kjör hennar sem besta leikmannsins í Noregi í sumar. Þetta er kjör leikmanna sjálfra og jafnan talið mestur virðing- arvottur að hljóta slíka vegtyllu. Árangurinn er sann- arlega glæsilegur þegar haft er í huga hvaða sess norsk- ur kvennafótbolti skipar. Norðmenn komust í undanúrslit Evrópukeppni kvenna í Finnlandi í sumar, en Þóra skaut öllum leikmönnum þess liðs ref fyrir rass. Íslenski landsliðsmaðurinn var valinn besti mark- vörður norsku úrvalsdeildarinnar, var þar af leiðandi í liði ársins og síðan var Þóra útnefnd besti leikmaður deildarinnar, en í ofanálag hlaut hún nafnbótina besti leikmaður Noregs. Í karlaflokki varð fyrir valinu varn- artröllið Brede Hangeland, leikmaður Fulham á Eng- landi og fyrirliði norska landsliðsins. Allir voru sem sagt í kjöri í því tilfelli; leikmenn í Noregi og norskir leik- menn með erlendum liðum. Bestu leikmenn norska kvennalandsliðsins eru reyndar nær allir heima í Noregi og það segir auðvitað sína sögu um styrk deildarinnar. „Ég hef ekki séð leiki í öllum deildum en held ég geti fullyrt að norska deildin sé ein af þeim fjórum bestu í Evrópu. Deildirnar í Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi og Noregi eru taldar þær bestu,“ segir Þóra. „Það var gríðarlega skrýtin tilfinning þegar nafnið mitt var lesið upp, sérstaklega af því að ég var ekkert stressuð. Yfirleitt er einhver spenningur í fólki við þess- ar aðstæður en ég var furðu róleg vegna þess að ég hélt ég ætti enga möguleika. En ég þurfti að fara upp á svið og halda þakkarræðu. Hún var ekkert spes; ég vissi ekkert hvað ég átti að segja enda í algjöru sjokki,“ segir Þóra. „Jákvæðu sjokki reyndar!“ Landsliðsmarkvörðurinn flytur til Svíþjóðar eftir tvær vikur en hefur ekki formlega æfingar með Málmeying- unum í Malmö LdB fyrr en 1. janúar. Tímann þangað til ætlar hún m.a. að nota til þess að ferðast; hefur tekið Eins og í góðri lygasögu Þóra B. Helgadóttir fékk alvar- lega einkirningasótt í fyrra- haust og var tjáð að hún yrði jafnvel heilt ár að jafna sig. Í sumar lék hún þó á EM og var nú – ári eftir að hún veiktist – kjörin best allra í Noregi. Viðtal Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Áslaug Stefánsdóttir, móðuramma Þóru, er einn dyggasti stuðningsmaður kvennalandsliðsins. „Hún er að verða átt- ræð en fór með okkur til Frakklands í fyrra og kom til Finn- lands á Evrópukeppnina í sumar,“ segir Þóra. „Amma fylgdist ekkert með íþróttum áður fyrr, en nú missir hún helst ekki af leik. Henni finnst ótrúlega gaman að fylgjast með landsliðinu.“ Áslaug hringir í Þóru fyrir hvern einasta leik, hvort sem er með landsliðinu eða félagsliði „til að gefa mér gusu! Hún vill skyrpa á eftir mér til þess að mér gangi vel.“ Vonbrigði Þóra segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar Ísland komst ekki upp úr riðlinum á EM í Finnlandi. „Aðallega vegna þess að við settum okkur sjálfar háleit markmið. Ég stefndi ótrauð á að komast áfram en held reyndar að engir aðrir en Íslend- ingar hafi gert ráð fyrir því.“ Eftir á að hyggja segist Þóra ekki myndu vilja skipta á því og neinu öðru að hafa tekið þátt í EM. „Við munum eftir þessu ævintýri til æviloka og búum að dýrmætri reynslu næst þegar við komumst á stórmót.“ Þóra hefur alltaf þurft að hafa nóg fyrir stafni og á árum áð- ur nægði fótboltinn henni ekki. Hún lék nefnilega handbolta líka og var öflug sem slík. Á að baki óopinbera landsleiki með A-liði Íslands og lék í heimsmeistarakeppni 21 árs og yngri í Kína árið 1999; ári áður en hún sló í gegn með fótboltalands- liðinu í Bandaríkjunum. Þóra hlakkar mikið til að hefja leik með Malmö en hjá fé- laginu er önnur af „Stelpunum okkar“ í landsliðinu, Dóra Stefánsdóttir. „Malmö er sterkasti klúbburinn í Svíþjóð og einn sá sterkasti í Evrópu. Þar er mikill metnaður og von- brigði að liðið náði bara þriðja sæti í sænsku deildinni í haust.“ Þóra veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég var nokk- uð viss um að ég yrði áfram í fjármálageiranum en efast orðið um það. Það eina sem ég veit er að ég verð hér í Malmö í þrjú ár og sé svo til. Ég er komin með mjög góða vinnureynslu eftir starf hjá DHL heima og í Brussel og kvíði ekki framtíðinni.“ Morgunblaðið/Golli Amma Áslaug fylgist vel með Edda Garðarsdóttir, Ólína G. Viðarsdótir, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Þóra og Katrín Jónsdóttir fyrir leikinn gegn Noregi á EM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.