SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 42
42 15. nóvember 2009 Þ að er sunnudagur. Ég er í ræktinni að refsa lóðunum – eða öfugt – þegar síminn hringir. Það eru útlönd. Halló? „Er þetta Orri Páll?“ Já. „Sæll, ég heiti Betty og hringi frá Berlín. Ég vinn við að kynna kvikmyndina 2012 og samkvæmt mínum upp- lýsingum munt þú taka viðtalið við Chiwetel Ejiofor.“ Ég átti að taka viðtal við hann í síðustu viku en eitt- hvað fór úrskeiðis. Ég hélt að búið væri að aflýsa því. „Nei, nei. Okkur tókst að koma viðtalinu aftur á dag- skrá. Gleymdist að láta þig vita? Ertu samt ekki klár?“ Hvenær? „Eftir tíu mínútur.“ Tíu mínútur? „Já, ertu ekki á skrifstofunni?“ Nei, ég er í ræktinni. „Ræktinni!!?“ Hlær. „Hvað viltu gera?“ Ég tek auðvitað viðtalið. Dríf mig heim. „Farðu varlega!“ Ég hendi frá mér lóðunum og hleyp út í bíl. Tíu mín- útum og nokkrum handbremsubeygjum síðar hringir Betty aftur. „Ertu kominn heim?“ Það örlar á glettni í röddinni, þeysireið mín hefur greinilega kryddað tilveru hennar. „Hérna er Chiwetel. Eigðu gott viðtal!“ Meistari hins sjónræna „Halló.“ Minn kæri Ejiofor, hvernig hefur þú það í dag? „Ég hef það fínt en þú?“ Ég er svolítið móður en annars góður. Talið berst fyrst að nýju hamfaramyndinni hans Ro- lands Emmerichs, 2012, en Ejiofor fer með eitt stærsta hlutverkið í henni. „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta er frábær mynd. Roland er meistari hins sjónræna í kvikmyndum án þess að það komi niður á sögunni sjálfri. Hann er mjög ástríðufullur sagnaþulur. 2012 er að mínu viti mjög spennandi bíóupplifun – algjört ævintýri,“ segir Ejiofor með fáguðum breskum hreim. Hann er yfirvegaður og býður af sér góðan þokka. Ejiofor er greinilega aðdáandi Emmerichs. „Já, ég hef haft mjög gaman af myndunum hans gegnum tíðina, ekki síst hamfaramyndunum. Ég dáist að því hvað þær eru trúverðugar og ekta. Handritið náði strax helj- artökum á mér og þar sem ég þekki fyrri verk Rolands hafði ég aldrei efasemdir um að honum tækist að gæða það lífi á hvíta tjaldinu. Þetta snýst ekki bara um has- arinn, myndin spyr margra áhugaverðra spurninga, ekki síst af siðferðilegum toga.“ Samviskan holdi klædd Ejiofor fer með hlutverk jarðfræðingsins dr. Adrians Helmsleys sem skyndilega verður innsti koppur í búri í Hvíta húsinu eftir að hann kemst á snoðir um að stór- kostlegar breytingar eru að verða á jarðskorpunni og gufuhvolfi jarðar. „Adrian er þessi dæmigerði vísindamaður, hafinn yfir argaþras stjórnmálanna. Hann er með hugann við stað- reyndir. Honum er ljóst hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við yfirvofandi hamförum en hefur stöðugar efasemdir um áformin. Um leið og hann berst við ytri aðstæður þarf hann því líka að etja kappi við eigin sam- visku. Á vissan hátt má segja að hann sé holdgervingur samviskunnar í sögunni. Hin þögla hetja.“ Stjarna Ejiofors hefur risið hratt í Hollywood á um- liðnum árum. Hann vakti fyrst athygli í Amistad fyrir rúmum áratug en af nýrri myndum má nefna Endgame, American Gangster og Talk to Me, en hann fékk Inde- pendent Spirit-verðlaunin fyrir leik sinn í þeirri mynd. Ejiofor hefur einnig farið með hlutverk í Inside Man, Kinky Boots og hinni umtöluðu Children of Men. Skyldi hann líta á 2012 sem stærsta tækifærið til þessa? „Í vissum skilningi geri ég það. 2012 er stórmynd sem fengið hefur gríðarlega kynningu enda umfang fram- leiðslunnar mikið. Það er ekki þar með sagt að fólk flykkist til að sjá hana – en vonandi gerist það. Auðvitað er aðsókn ekki upphaf og endir alls í kvikmyndum en hún spillir sannarlega ekki fyrir. Maður er nú einu sinni að þessu til að ná til fólks.“ Það er skammt stórra högga á milli. Ejiofor er nú við tökur á nýrri njósnamynd Phil- lips Noyce, Salt, ásamt Angelinu Jolie og Liev Schreiber. Ejiofor hóf feril sinn í leikhúsi í Lundúnum þar sem hann hefur leikið jöfnum höndum í nýjum og klass- ískum verkum. Fékk t.a.m. mikið lof fyrir túlkun sína á elskhuga elskhuganna í Rómeó og Júlíu eftir Shake- speare um árið. Ejiofor hefur haldið tryggð við sviðið og á síðasta ári hlaut hann Laurence Olivier-verðlaunin fyrir túlkun sína á Óþelló. „Ég er og verð með annan fótinn á sviðinu. Ég elska leikhúsið og hef verið svo heppinn að geta sameinað vinnu fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Það er draumastaðan enda höfða allir miðlarnir til mín. Auð- vitað getur verið snúið að láta þetta ganga upp en aðal- málið er að finna verkefni sem henta manni.“ Starfssystir Ejiofors, Dame Judi Dench, viðraði nýver- ið þá skoðun sína að ungir leikarar í dag séu of óþol- inmóðir. Þeim liggi svo mikið á að komast í sjónvarp og kvikmyndir að þeir hafi ekki tíma til að drekka í sig arf- leifð leikhússins. „Já og nei,“ svarar Ejiofor þegar hann er spurður hvort hann deili þessu sjónarmiði með Dame Judi. „Ég held að þetta sé tvískipt enda eru langanir og þrár leik- ara mismunandi. Sumir ungir leikarar hafa engan áhuga á að vinna í leikhúsi en aðrir þrá ekkert heitar. Sjálfur heyrði ég til síðarnefnda hópnum meðan ég var í leik- listarskóla. Ég sá bara sviðið. Áhuginn á kvikmyndaleik kom svo í kjölfarið. Það er ekki vafi að reynsla mín úr leikhúsinu hefur hjálpað mér í kvikmyndunum. Annars er það fyrst og fremst ástríðan sem skilar manni áfram.“ Fleiri tækifæri í dag Hann segir að ekki megi heldur gleyma því að tækifærin séu mun fleiri í dag en þegar Dame Judi var að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni á sjötta áratugnum. „Það er mikil spurn eftir ungum leikurum í sjónvarpi og kvik- myndum og leikhúsið verður að lifa við þá samkeppni. Eins og ég segi hef ég verið svo lánsamur að geta sam- einað þetta en það á ekki við um alla. Í mínum huga snýst þetta um að finna verkefnin sem ögra manni mest og reyna á sköpunargáfuna, gildir þá einu hvort þau eru í leikhúsi, sjónvarpi eða á hvíta tjaldinu.“ Ejiofor er borinn og barnfæddur í Lundúnum en býr á tveimur stöðum í dag, í Lundúnum og Los Angeles. „Verkefnin hafa hagað því þannig að ég er alltaf meira og meira í Los Angeles. Ég græt það ekkert enda kann ég afskaplega vel við mig í borginni. LA er suðupottur.“ Eins og nafnið gefur til kynna er Ejiofor af afrísku bergi brotinn, foreldrar hans eru frá Nígeríu. Hann kveðst vera ákaflega stoltur af uppruna sínum. „Ég á vini og ættingja í Nígeríu sem ég reyni að heimsækja eins oft og ég get. Nígería er mér afar kær.“ Kvikmyndagerð stendur í blóma í Nígeríu, raunar er iðnaðurinn þar sá næst-afkastamesti í heimi með tilliti til framleiddra mynda. „Nollywood, eins og kvik- myndageirinn í Nígeríu er kallaður, hefur vaxið hratt á undanförnum tveimur áratugum. Vegna tengsla minna við landið hef ég margoft verið beðinn um að taka að mér verkefni í Nollywood en ekki haft tök á því ennþá. Hver veit nema það verði næsta skrefið á ferlinum?“ Ástríðan skilar manni áfram Bretinn Chiwetel Ejiofor, sem leikur eitt aðalhlutverkið í 2012, er rísandi stjarna í heimi kvikmyndanna. Í við- tali við Sunnudagsmoggann upplýsir Ejiofor að þrátt fyrir velgengni á hvíta tjaldinu verði hann áfram með annan fótinn í leikhúsinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Í mínum huga snýst þetta um að finna verkefnin sem ögra manni mest og reyna á sköpunargáfuna, gildir þá einu hvort þau eru í leik- húsi, sjónvarpi eða á hvíta tjald- inu,“ segir Chiwetel Ejiofor. Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.