SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 30
30 15. nóvember 2009 H vað fær menn til þess að ferðast í sólarhring til þess að spila æfingaleik í knattspyrnu? ,,Metnaðurinn til þess að ná lengra,“ segir FH-ingurinn Atli Guðnason, sem var kjörinn besti knattspyrnumaður nýliðins Íslandsmóts og lék sinn fyrsta landsleik í Teheran sl. þriðjudag, þegar Ísland mætti Íran. „Það er alltaf mikilvægt að spila landsleiki og það er líka ákveðin ævintýramennska að fara til svona landa og hún er hluti af þessu, að kynnast allt annarri menningu,“ segir Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Það hefur aldrei verið auðvelt að fá vináttulandsleiki í fótbolta auk þess sem yfirleitt fylgir þeim töluverður kostnaður. Þó ekki alltaf. Fyrir um 28 árum þekktist Knattspyrnusamband Íslands boð um að leika æfinga- landsleik í Kúteit og síðan hefur landsliðið farið í nokkrar ferðir þangað sem og til Barein og Saudi-Arabíu fyrir utan ferðir af svipuðum toga til Brasilíu, Bandaríkjanna og Ind- lands. Fyrsta ferðin til Írans varð hins vegar að veruleika í vikunni. Í boði heimamanna. Haldið í fjóra tíma á flugvellinum Í flugvélinni frá London voru nokkrar íranskar konur. Þær voru í raun í engu frábrugðnar öðrum konum, töluðu og hlógu og sveifluðu hárinu. Um leið og vélin lenti í Te- heran, um klukkan fjögur að morgni að staðartíma sl. sunnudag, breyttist viðmótið, þær urðu alvarlegar og settu upp slæður. Um tveimur tímum síðar var bænaköll- um útvarpað í flugvallarbyggingunni en útsendingin virt- ist ekki hafa nein áhrif á viðstadda. Yfirgnæfandi meiri- hluti Írana er múslimar en bænaköllin voru ekki áberandi þar sem landsliðshópurinn fór um og reyndar varð hóp- urinn ekki aftur var við þau fyrr en á Azadi-leikvanginum nokkrum mínútum fyrir leik. Slæðulausar konur sáust heldur ekki aftur fyrr en í flugvélinni til London. Í kjölfar forsetakosninganna í júní í sumar brutust út fjölmennustu mótmæli í Teheran síðan keisaranum var steypt 1979. Íraninn Amid Derayat, sem hefur búið á Ís- landi í um 14 ár og er íslenskur ríkisborgari, var í för með íslenska hópnum og honum til halds og trausts. Hann sagði að ráðamenn óttuðust margt og ekki síst hið óþekkta, þegar landsliðið þurfti að bíða í fjóra tíma áður en því var hleypt inn í landið. Samt stóðu menn í þeirri trú að búið væri að ganga frá öllu í sambandi við heim- sóknina enda í boði heimamanna og á þeirra reikning. Seinna fékkst sú skýring að hópurinn hefði ekki átt að fá landvistarleyfi vegna þess að sex manns úr hópnum hefðu áður farið til Ísraels og ákvörðun um annað hefði verið tekin eftir símtal við formann Knattspyrnusambands Ír- ans þarna um nóttina. Dr. Mehdi F. Moattar, konsúll Ís- lands í Teheran, sagði aðspurður á leiknum sl. þriðju- dagskvöld að enginn hefði verið tilbúinn að taka af skarið og hann hefði ekki verið hafður með í ráðum. Það sem fyrst vakti athygli manna var mikil umferð þar sem hefðbundnar umferðarreglur voru virtar að vettugi. Gangandi vegfarendur á grænu ljósi áttu fótum fjör að launa og ótrúlegt var að enginn skyldi slasast þegar lög- reglumaður á bifhjóli ruddi brautina í rúman hálftíma fyrir rútu landsliðsins að leik loknum. „Umferðin er ótrú- leg og ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins,“ sagði lands- liðsþjálfarinn. Virkja mótlætið Keppnisferðir til útlanda eru í eðli sínu alltaf eins og snú- ast einkum um fernt; flugið, hótelin, matinn og æfinga- og keppnisstaðina. Stundum er reynt að brjóta upp mynstrið með stuttum skoðunarferðum, einkum á fram- andi stöðum. Eðlilega er nánast allt öðruvísi í Íran en Íslendingar eiga að venjast. Fyrir fyrstu æfinguna brýndi landsliðsþjálf- arinn fyrir mönnum sínum að láta ekki mótlætið hafa neikvæð áhrif á sig og í lok ferðar sagði hann að í raun hefði ekki verið yfir neinu að kvarta nema þá helst biðinni á flugvellinum. „Í svona umhverfi er ýmislegt sem kemur upp á og við Íslendingar erum ekki þolinmóðasta þjóð í heimi,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að hann legði alltaf áherslu á að menn létu ekkert pirra sig. Á framandi slóðum settu menn oft matinn fyrir sig og alla óhjákvæmilegu biðina. Mótlætið gæti samt hert menn og komið mönnum til góða. „Svona er þetta í þessum löndum og menn verða bara að gíra sig aðeins niður,“ sagði hann. Talið er að um 74 milljónir búi í Íran og þar af um 12 milljónir í Teheran. Hópurinn gisti á stóru um 40 ára hót- eli í norðurhluta borgarinnar og tók um klukkutíma að Undir vakandi augum yfirvalda Íslenskir íþróttamenn kepptu í Íran í fyrsta sinn, þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu mætti heimamönnum í Teheran í vik- unni. Meðan á dvölinni stóð var hópurinn undir vakandi augum yfirvalda og þess vandlega gætt að enginn færi sér að voða. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ og fararstjóri, fer fyrir hópnum í Elburz-fjallgarðinum norðan við höfuðborgina. Öryggisverðirnir hafa auga með Atla Guðnasyni. Þorgrímur Þráinsson og Bjarni Sigurðsson með heimafólki. Íranskir menn tefla í garðinum skammt frá hótelinu. Ljósmynd/Steinþór Guðrbjarts Villiköttum gefið að borða í garðinum. Rúnar Arnarson landsliðsnefndarmaður á götuhorni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.