SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 34
34 15. nóvember 2009 H vað gengur mönnum til sem lauma sér inn í draumalandið hjá hinum og þessum konum og taka upp á því að strjúka þeim og kyssa? Ófáar konur eru gjör- samlega varnarlausar gegn þessum óvæntu heimsóknum þar sem þær eiga það til að vera fjarska fúsar til fylgilags við ólíklegustu menn. Heimsóknir af þessum toga eru mis-velkomnar og sumar þeirra jaðra við móðgun, en aðrar eru synd- samlega skemmtilegar. Fer svolítið eftir því hver félaginn er og hvað fram fer. Þessir ástleitnu næturgestir sýna sumir af sér afburða blíðlyndi en aðrir taka þetta á hörkunni, en öll er upplifunin vænt- anlega undir því komin hvernig dreym- andinn er stemmdur, hvernig hann eða hún fílar fjörið. Stundum eru þessar heimsóknir lítt gefandi og hvílubrögðin afspyrnu leiðinleg en stórfurðulegast er þó þegar þetta eru menn sem dreymand- anum dytti aldrei í hug að fækka fötum með í fullri meðvitund. Þá er undrunin stór þegar augun opnast og í heilanum brennur spurning: Hvernig í andskot- anum tókst þessum manni að stelast inn í drauma mína og fá mig til atlota? En allra skemmtilegast er þegar ást- arleikirnir fara fram með goðumlíkum einstaklingum sem uppfylla alla villtustu draumana. Eftir slíkar unaðsstundir máist sælubrosið ekki af andlitinu löngu eftir að vakan tekur við af draumnum. Þetta næturbrölt í öðrum heimum get- ur valdið dálítilli frústrasjón þegar mót- leikarinn er einhver sem við erum í dag- legum samskiptum við. Hver hefur ekki lent í þeirri sérkennilegu stöðu að mæta einhverjum að morgni til dæmis í vinnunni, sem hann var að gamna sér með nóttina áður, í draumalandinu. Og missa næstum út úr sér: „Takk fyrir síð- ast! Djöfull var gaman hjá okkur í nótt.“ En hvaðan koma þessar heimsóknir? Allar líkur eru á að gestirnir séu blásak- lausir, þó ekki megi útiloka að sumir séu svo magnaðir að geta hugsað sig inn í drauma einhvers annars. En sennilega sprettur þetta oftast úr heilabúi dreym- andans því mörg fantasían leynist í skúmaskotum hugans og allir vita að kynlíf byrjar í hausnum. En hvaða segja þá blautir draumar um okkur sjálf? Er þetta eitthvað sem okkur langar en viljum ekki gangast við? Ósk- hyggja undirmeðvitundarinnar? Eða eru þetta órar einir sem fara af stað af því að hormónastaða líkamans kallar á þá? Skiptir kannski ekki öllu máli, því oftast bætir þetta, hressir og kætir. Það er þokkalega kitlandi að fá flassbakk í miðjum fréttatíma þegar Obama birtist á skjánum: Á sama tíma framkallast í heila- búinu myndir af klæðalausum sveittum forseta: Ó mæ god! Hann fór um mig höndum í nótt! (Og sá kunni nú vel á kvenmannskropp.) Auðvitað eru það ekkert annað en forréttindi að hafa sofið hjá nokkrum James Bondum, Jesú Kristi, Brad Pitt, Jim Morrison eða öðrum ámóta kyntröllum. Það kemur ekki að sök þó ekki hafi það verið í efnisheiminum, því snerting og gælur í draumalandinu eiga það til að vera jafn raunverulegar og í vöku, næmleikinn jafnvel á alveg sérlega háu stigi. Og allar hömlur fljúga út um gluggann enda gilda önnur siðferðislög- mál á ódáinsvöllum draumanna. Þar má allt, og gott betur. Orgíur eru þar jafn sjálfsagðar og hvað annað. Fyrir þann sem liggur einn í fleti hlýtur að vera skárra að fáða í draumi en ekki. Og pör sem kúra saman ættu að taka því fagnandi þegar annar aðilinn vaknar upp af heitum draumi, iðandi af girnd undir sænginni.... og langar í meira, vakandi. Blautir draumar Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín V ið litla götu í Grjótaþorpinu, Fischersundi, býr rit- höfundurinn Þráinn Bertelsson ásamt konu sinni Sólveigu Eggertsdóttur. Aðeins tvö hús standa við götuna, í hinu er Sögufélag, og eru þau bæði númer 3. Það er því ekki til Fischersund 1 eða 2. „Alla mína ævi, eða þann hluta hennar sem ég hef búið á Íslandi og í Reykjavík, þá hef ég búið í miðbænum. Í smáborg, þar sem maður getur verið laus við ókosti stórborga eins og miklar fjarlægðir, hefur mér alltaf þótt einfaldast að búa í borginni miðri svo ég eyði ekki hálfu og heilu dögunum í bílnum mínum. Mér finnst líka heillandi umhverfi hérna, kaffihús, verslanir, stofnanir – allt innan göngufæris og seilingar.“ Þráinn bjó áður í Bergstaðastræti en fyrir fimmtán árum voru þau hjónin farin að svipast um eftir öðru húsnæði og var þeim bent á að Reykjavíkurborg væri að selja húsið, norska bakaríið eins og það var kallað, í Fischersundi en húsið var í mikilli nið- urníðslu. „Það lá mikið á að koma inn tilboði í húsið því við fréttum af þessu um helgi og það átti að afgreiða þetta strax á mánudagsmorgun. Það var neglt fyrir dyr og glugga í húsinu svo við komumst ekki inn til að skoða það og buðum þess vegna í húsið óséð og fengum það svo. Við urðum fyrir miklu sjokki þegar við loksins komumst inn í húsið því það sem við héldum að væri nýtilegt, t.d. gólf og klæðningar, var allt saman ónýtt svo við urðum að endurgera allt húsið að innan.“ Þráinn er afskaplega hrifinn af umhverfi Fischersundsins; Grjótaþorpinu. „Það er að mörgu leyti eins og lítið, yndislegt þorp sem stendur einhvers staðar í ró og friði þó það standi í hjarta þessarar verðandi stórborgar sem Reykjavík er,“ segir hann en margt hefur breyst síðan þau hjónin gerðu upp húsið í Fischersundi. „Þau fáu hús í Grjótaþorpinu sem eftir var að dytta að hafa öll verið gerð upp og það sem eftir stendur af gamla Grjótaþorpi er orðið afskaplega fallegt. Fyrir utan gluggann minn var ómalbikað almenningsbílastæði en það er orðið að fallegu, litlu torgi og trjágarði.“ Þráinn segir að áður fyrr hafi íbúar hverfisins átt erfitt með svefnfrið þegar næt- urklúbbur var starfræktur í Duus-húsi en það sé ekki vandamál lengur. Hins vegar er nokkurt ónæði um helgar af skemmt- analífinu og fólki í annarlegu ástandi. „Þeir sem búa í mið- bænum verða að vera reiðubúnir að vera hluti af því lífi sem á sér stað í miðbænum. Sé lögum og reglum framfylgt er dásam- legt að búa í miðbænum, annars er hann óbyggilegur.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta sé Grjótaþorpið góður staður til að ala upp börn. „Það er svo mikil nálægð milli íbúa eins og tíðkast í þorpum og svo eru alls konar ævintýri og furðuverk miðbæj- arins allt í kring. Þetta er dásamlegur staður að alast upp á og ég efast um að margar aðrar höfuðborgir í heiminum bjóði upp á þann möguleika að alast upp í þeim miðjum.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Eins og lítið yndislegt þorp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.