SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Síða 22

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Síða 22
22 15. nóvember 2009 U ng og aðframkomin kona gengur inn á sjúkrahúsið í eþíópísku borginni Jinka. Hún er með barni og deyr ef hún kemst ekki undir hnífinn. Miðaldra íslenskur maður tekur á móti henni og metur stöðuna. Hann er þreyttur eftir langa vakt en getur ekki leyft sér að vísa henni frá. Tveimur tímum síðar hvílir friðsælt barn sig í örmum móður sinnar. Tveimur mannslífum hefur verið bjarg- að. Lífgjafinn, Sverrir Ólafsson skurð- læknir, sem búið hefur í Noregi mestan part ævinnar, er maður lítillátur. „Þetta er starf mitt,“ segir hann og beinir talinu að öðru. Neyðin er mikil Sverrir starfar sem skurðlæknir í Ála- sundi þar sem hann býr með norskri konu sinni Sólveigu Fure og tveimur börnum. Hann var stóran hluta æsku- og unglingsáranna í Eþíópíu þar sem faðir hans, Jóhannes Ólafsson skurðlæknir, starfaði í þágu fátækra. Móðir hans, Ás- laug Johnsen, sá um heimilið en Sverrir er fæddur á Íslandi eins og tvö systkini hans. Hin þrjú fæddust í Eþíópíu. Þegar Sverrir var kominn á framhalds- skólaaldur söðlaði fjölskyldan um og fluttist til Noregs þar sem hann fór í læknisnám að loknum menntaskóla. Þar útskrifaðist hann sem læknir með skurð- lækningar sem sérgrein við Tæknihá- skólann í Þrándheimi (NTNU) en hélt að því loknu til Bretlands þar sem hann lauk framhaldsnámi í hitabeltissjúkdóm- um frá Háskólanum í Liverpool. Sverrir var tveggja ára þegar foreldrar hans fluttust til Eþíópíu árið 1967 og var því að nálgast þrítugt þegar hann sneri aftur til Afríku til að vinna í þágu Al- þjóða Rauða krossins í Rúanda eftir að borgarastríðinu lauk þar 1994. Sú reynsla reyndist honum dýrmæt þegar hann hélt nokkrum misserum seinna til starfa í Tansaníu þar sem hann dvaldi um tveggja ára skeið. Sverrir og kona hans Sólveig eru mikið trúfólk og hún studdi hann því heilshug- ar þegar neyðarkallið barst. Norsku kristniboðasamtökin (NLM), sem hann starfaði fyrir í Tansaníu, vantaði lækni til að leysa af á skurð- og fæðingardeild við sjúkrahúsið í borginni Jinka í Suður- Eþíópíu fyrstu þrjá mánuði ársins. Sverrir segir þörfina hafa verið mikla. „Neyðin var alveg gífurleg og því alltaf stöðugur straumur af fólki að leita hjálp- ar. Omo er stórt svæði og mikið af sjúk- lingum sem koma á sjúkrahúsið, það eina í héraðinu þar sem um hálf milljón manna býr. Um tíma var ég eini skurð- læknirinn í Jinka. Það er erfitt að fá eþí- ópíska lækna til starfa við sjúkrahús í sveitum landsins. Þeir vilja frekar vera í höfuðborginni. Svo leita margir að vinnu erlendis, enda vel menntaðir. Þar fá þeir hærri laun og geta því lagt fé til hliðar fyrir fjölskyldur sínar. Til okkar í Jinka kom eþíópískur læknir, Germame að nafni, en starfaði aðeins í nokkra mánuði hjá okkur. Hann hafði ekki mikla reynslu en gat þó gert keisaraskurði. Ástandið var betra eftir að hann kom. Þá komst ég hjá því að vera oft vakinn á nóttunni. Ég var ekki aleinn lengur,“ segir Sverrir og rifjar upp álag- ið. „Ég var alltaf á vakt, sjö daga í viku, alla laugardaga og sunnudaga. Ég þurfti nær undantekningalaust að vakna á nóttunni, hvort sem það var vegna fæð- ingarhjálpar, keisaraskurðar eða annars. Það var ekki hægt að bregða sér frá. Ég gerði keisaraskurð á hverjum degi. Stundum tvisvar, jafnvel þrisvar. Þá bjargar maður bæði móður og barni. Fósturdauði er mikill vegna skorts á menntuðum ljósmæðrum. Það var líka næstum daglegt brauð að til okkar kom sjúklingur með alvarlegan bráðasjúkdóm sem mundi leiða til dauða ef ekki yrði gerð á honum skyndiaðgerð. Erfiðið og næturvökur er hægt að þola um stund- arsakir, því að lokum hefur maður bjargað mörgum.“ Blóðskortur mikið vandmál Sverrir segir skortinn á blóði og blóð- gjöfum erfiðan. „Ef þörf er á blóði eru ættingjar alltaf beðnir um að gefa blóð. Stundum eru ókunnugir menn líka beðnir. Sumir vilja þó ekki gefa blóð af ótta við að veikjast.“ – Hefur þetta sett sjúklinga í hættu? „Já.“ – Hafa einhverjir dáið? „Já, nokkrir hafa dáið.“ – Þannig að sjúklingar á þinni vakt hafa dáið úr blóðskorti? „Já.“ – Hvernig er það fyrir lækni að upplifa að sjúklingur deyr vegna meins sem væri vel hægt að meðhöndla í Noregi? „Það er mjög erfitt. Það er það. Þótt Þessi níu ára gamli strákur hefur verið með beinsýkingu í lærlegg um árabil. Af þeim sökum er annar fóturinn styttri en hinn. Sverrir, eða dr. S eins og hann var kallaður af starfs- fólki spítalans, gerir keis- araskurð á annarri af tveimur skurðstofum spítalans. Vökunætur í Afríkuhitunum Sverrir Ólafsson skurðlæknir. Sverrir Ólafsson naut aðstoðar Jóhannesar föður síns þegar hann stóð vaktina í Jinka í ársbyrjun. Sverrir, sem hafði áð- ur starfað í Rúanda og Tansaníu, er einnig maður lítillátur. Stundum þurftum við að hætta við aðgerð af því að það var ekki til vatn. Þegar við höfðum rennandi vatn var nauðsynlegt að safna eins miklu og hægt var til að eiga birgðir ef illa færi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.