SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 25
15. nóvember 2009 25 mér hvort hún hefði verið of hamlandi fyrir mig eða hvort útkoman hefði orðið betri en hún er hefði ég aflað mér menntunar. Ég hallast að því að útkoman hefði orðið síðri.“ Hvernig kenndirðu sjálfum þér í tónlistinni? „Ég hafði lag á því að hlusta á aðra og lærði af því sem hreif mig. Ég lagði heilmikið á mig til að kenna sjálfum mér að spila á bassa og syngja. Þetta var stíf vinna því það var enginn til að segja mér hvernig ætti að gera þetta. Ég fann það út sjálfur með því að hlusta og taka eftir. Síðar, haustið 1995, hóf ég nám við Tónlistarskólann í Kópavogi og lærði þar meðal annars raftónlist og gerði dálítið framúrstefnu- legan disk sem var tileinkaður aldamótunum 2000-2001 og kom út í desember 1999 og heitir 3 pýramídar. En það er alls ekki fyrir Bylgju- hlustendur að hlusta á hann.“ Spiluðum í ullarpeysum Hverjir eru minnisstæðustu tónlistarmenn sem þú hefur unnið með? „Ég hef aldrei átt í eins nánum samskiptum við tónlistarmenn eins og þegar við unnum saman Finnur Torfi Stefánsson, Ólafur Garð- arsson og Reynir Harðarson í Óðmönnum. Tónlistin var okkar líf meðan samstarfið varði. Við vorum ekki dæmigerðir popparar, þótt- um nokkuð sér á parti. Í fyrsta sinn sem við spiluðum opinberlega vorum við mjög þjóðlegir, vorum í ullarpeysum sem amma Finns hafði prjónað á okkur. Við drukkum ekki á meðan við vorum að spila, ólíkt því sem margir aðrir tónlistarmenn gerðu. Þetta var göm- ul regla sem Engilbert Jensen, af öllum mönnum, hafði sett og við virtum alla tíð með einhverjum undantekningum þó. Eftir tónleika og böll fórum við yfirleitt ekki í partí heldur höfðum við meiri áhuga á að ræða um tónlistina í næði og hvernig til hefði tekist það kvöldið. Við vorum kannski fyrsta íslenska hljómsveitin sem tók þjóð- félagslega afstöðu í textagerð. Í laginu Spilltur heimur voru þessar línur eftir mig: Bisnessmenn, þeir vilja stríð svo seljist þeirra vopn af þeirra völdum er heimurinn sem skíðlogandi ofn. Fósturfaðir Ólafs Garðarssonar, Garðar Þorsteinsson, var ekki ánægður með að ég skyldi gera bisnessmennina svona ljóta. En í dag finnst mér ég enn hafa hitt naglann á höfuðið því við höfum séð að peningaöflin svífast einskis og meta mannslíf lítils.“ Ertu pólitískur? „Ég sem listamaður komst fljótlega að því að skoðanir mínar rúm- ast ekki í einum flokki. Ég hef alla tíð haldið mig fyrir utan flokks- pólitík en tekið afstöðu til málefna. Ég er mjög ánægður með þá af- stöðu mína og kýs þann flokk sem mér líst best á hverju sinni.“ Dauðinn sem félagi Maður sér poppara alltaf fyrir sér sem unga menn en þú ert orðinn 62 ára. „Þegar ég lít ekki í spegil finnst mér ég vera jafnungur og ég var fertugur. Það er eins og ég hafi ekkert elst innra með mér. Ég er þakklátur fyrir að hafa náð þessum aldri. Í mörg ár trúði ég því að ég myndi ekki verða eldri en fertugur. Ég veit ekki hvernig sú fóbía komst inn í hausinn á mér. Nú er ég orðinn 62 ára. Er það ekki ágætur aldur? En þegar maður er kominn á þann aldur segir maður við sjálf- an sig: Ég vil fá tuttugu ár í viðbót vegna þess að lífið er svo skemmti- legt.“ Þú ert að berjast við veikindi. Segðu mér frá því. „Snemma árs 2008 fór ég til læknis til að fá niðurstöður úr rann- sókn. Hann sagði mér að ég væri með krabbamein í ristli en væri heppinn að það hefði greinst svo snemma. Nú þyrfti ég að drífa mig í aðgerð. Mér leið eins og ég væri skyndilega orðinn aðalleikari í frem- ur lélegri krabbameinsbíómynd. Á leiðinni heim velti ég því fyrir mér hvernig ég ætti að segja konunni minni tíðindin. Þegar ég opnaði dyrnar heima kallaði hún til mín: Hvað sagði læknirinn? Ég fór úr skónum um leið og ég kallaði: Ég er með krabbamein. Þú lýgur því, sagði hún. En ég var ekki að ljúga. Það tók okkur smátíma að átta okkur á því hvernig við ættum að segja krökkunum og vinum frétt- irnar. Við ákváðum að gera ekki mikið drama úr þessu. Nú vona ég að ég komist í gegnum þetta. Ég fór í aðgerð í mars síðastliðnum þar sem æxlið úr ristlinum var fjarlægt. Ég fór fremur létt í gegnum þá aðgerð, nánast óttalaus. Ég vissi að aðgerðin var óhjákvæmileg og upplifði ákveðið æðruleysi í þeirri stöðu sem ég var í. Eftir aðgerðina vildu læknar meina að krabbameinið væri komið í lifur og þá voru engir kostir góðir. Mér bauðst að fara í aðra aðgerð eða lyfjameðferð þar sem líkurnar á því að hún virkaði voru taldar einn á móti sex. Ég hafnaði aðgerð og lyfjameðferð og sagðist ætla að fara mína eigin leið. Læknirinn sagði að miðað við normið þá myndi ég lifa í sex til tólf mánuði ef ég gerði ekkert. Þetta var í maí síðastliðnum þannig að samkvæmt orðum hans ætti ég að vera nánast við dauðans dyr. Mér líður hins vegar al- veg ágætlega.“ Þú segist ætla að fara þína eigin leið. Hvaða leið er það? „Ef líkaminn hefur sem best skilyrði læknar hann sig sjálfur. En maður þarf að skapa honum réttu skilyrðin. Lækningin er fólgin í því að efla mótstöðukerfi líkamans. Ég geri það með réttu mataræði. Ég hef aflað mér mikilla upplýsinga, ekki síst á netinu, og notast meðal annars við ráð Johanna Budwig, sem var lífefnafræðingur og var sjö sinnum tilnefnd til nóbelsverðlauna. Hún setti fram merkar kenn- ingar um lækningamátt rétts mataræðis og hollustu sérstakrar blöndu af hörfræolíu og mjólkurprótíns, sem ég fer eftir. Ég sagði lækninum mínum frá henni og hann svaraði: Jóhann minn, það er svo margt á netinu. Þegar hann sagði þetta vissi ég að ég gæti ekki notað hann sem ráðgjafa. Í nútímakrabbameinslækningum er verið að láta fólk ganga í gegn- um hrikalegar þjáningar. Lyfin eyðileggja mótstöðuaflið sem á að vera vörn. Er það gáfulegt? Ef þú átt í stríði þá er ekki viturlegt að byrja á því að afvopna eigin her. Ef gullfiskurinn í búrinu verður veikur, ferðu þá að fikta við gullfiskinn? Nei, þú athugar hvort vatnið sé í lagi og hvort ekki þurfi að skipta á því.“ Hvernig er það að standa einn daginn andspænis dauðanum? „Maður veit að á endanum deyr maður, það er bara ekki sama hvernig eða hvænær. Ég hef oft hugsað um dauðann. Það er ekki slæmt að hafa hann sem félaga í lífinu. Það hjálpar manni að lifa í núinu. En ég ætla mér að lifa lengi enn. Lífið verður betra með aldr- inum.“ Þú talar um dauðann sem fylgdarmann. Trúirðu á líf eftir dauð- ann? „Stundum geri ég það. Á níunda áratugnum rak ég í nokkur ár Gallery Lækjartorg þar sem ég seldi myndlist og tónlist. Reksturinn gekk ekki vel og lífið var verulega erfitt. Einn daginn þurfti ég að fara í aðgerð vegna þess að fjarlægja þurfti góðkynja æxli í nefkoki. Fyrir svæfinguna leið mér þannig að mér var nokkurn veginn sama þótt ég vaknaði ekki aftur. Ég var bara feginn að fá hvíld. Aðgerðin gekk vel og á þessum tíma las ég bók um hinn andlega indverska leiðtoga Sai Baba sem hafði svo mögnuð áhrif á mig að ég trúði á líf eftir dauðann í nokkurn tíma á eftir. Núna er ég ekki viss og hver ætti svosem að vera tilgangurinn með lífi eftir dauðann? En karmalögmálið höfðar til mín því mér finnst rökrétt að við fæðumst aftur til að takast á við gjörðir okkar í fyrra lífi.“ Þú ert í baráttu fyrir lífi þínu. Ertu sáttur við að vera í þeirri stöðu? „Mér finnst ég mjög vel settur. Manneskjan þarf að takast á við svo margt í lífi sínu og mér er engin vorkunn. Ég er að glíma við veikindi eins og svo margir. Þegar ég lít til baka er ég mjög sáttur við minn feril sem ég vona og vil að verði lengri.“ Morgunblaðið/Golli „Maður veit að á endanum deyr maður, það er bara ekki sama hvernig eða hvænær. Ég hef oft hugsað um dauðann. Það er ekki slæmt að hafa hann sem félaga í lífinu. Það hjálpar manni að lifa í núinu. En ég ætla mér að lifa lengi enn. Lífið verður betra með aldrinum.“ Listamaðurinn „Ég er frekar einrænn maður sem þarf frið til að hugsa og velta fyrir sér hlutunum.“ Fjölskylduspil á frábæru tilboði! Vr. A825 85060692 Fullt verð 5.990 kr. 3.990kr. auk 1.000 punkta x2 TI LB OÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.