Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 1

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 6. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 12. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS DRAMATÍK, HRESS- LEIKI OG KÓSÍHEIT «FABIO BYRJAÐI AÐ BOXA 14 ÁRA Íþrótt sem snýst um meira en að boxa 6 Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu ÁN ALLRA AUKEFNA FÆUBÓTAREFNI ÍSLENSKTVÖVABYGGING Hraðar umbreytingu próteina í amínósýrur. EF formlegar viðræður hefjast á ný í Icesave-málinu, við Breta og Hol- lendinga, verður meðal annars rætt um vaxtakostnaðinn, að sögn Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra. „Það er augljóst mál að ef menn fara af stað á nýjan leik þá eru okkar væntingar þær að við fengjum á einhvern hátt hagstæðari frágang á málinu,“ segir Steingrímur. Hann var í gær á Akureyri á flokksráðs- fundi og var þar skotið föstum skot- um á forystu VG og þingmenn. Steingrímur lagði áherslu á að samningurinn yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu, það væri, þrátt fyrir allt betra til lengri tíma. Vextirnir í Icesave-samningunum eru nú fastir í 5,55% og verða 120 til 507 milljarðar króna samkvæmt út- reikningum Jóns Daníelssonar hag- fræðings. Lækki gengi krónunnar um 30% gagnvart sterlingspundinu verður Icesave-skuldin öll 961 millj- arður og sé aflandsgengi krónunnar notað sem viðmiðun er Icesave- skuldin 1.055 milljarðar króna. Í forsætisráðuneytinu var fundað um sátt allra flokka í Icesave- málinu, ef til þess kæmi að Bretar og Hollendingar fengjust aftur að samningaborðinu. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundinn að hann hefði verið góður og að hún væri enn vongóð um að nýjar viðræður færu fram. Fundarmenn höfðu nálgast sátt og gert drög að sameiginlegri yfirlýsingu. Myndu stefna á lægri Icesave-vexti Stjórnmálaflokkarnir nálgast enn sátt um framhaldið » Unnið að sátt flokka » Mikil gengisáhætta » Vongóð um viðræður  Fast skotið | 2, Drög að sameig- inlegri | 8, Gengisáhætta | 20 HJÁLPARSTARFSMÖNNUM fjölgar óðum á Haítí og reynt er að hlúa að slösuðum við bágbornar aðstæður. Óttast er að margir þeirra sem lifðu skjálftann af en slösuðust muni deyja vegna skorts á hjálpargögnum. Um 15 þúsund manns hafa verið greftraðir. Enn finnst fólk á lífi. | 4 og 14 Björgunarstarfið mjakast af stað á Haítí Reuters  Jón Ásgeir Jó- hannesson segir í samtali við Morg- unblaðið að Mal- colm Walker sé þátttakandi í til- boði um endur- skipulagningu á Högum, en Walk- er sagði í Morg- unblaðinu í gær að hann hefði enga ákvörðun tekið um slíkt. Segir Jón Ásgeir lítið vit í öðru en að tilboði föður hans, Jóhann- esar Jónssonar, og fleiri fjárfesta í Haga verði tekið. „Ég held að þessi hópur sem gerir tilboðið – lykil- starfsmenn, Jóhannes og Malcolm Walker – sé best fallinn til þess að reka félagið og greiða upp skuldir þess. Í þessum hópi eru bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi,“ segir Jón Ásgeir í samtali við Morg- unblaðið, en hann vill ekki upplýsa hvort um fleiri erlenda fjárfesta er að ræða. »21 Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga Martin Wolf  Erfitt er fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga að fá vinnu. Þeir stefna í auknum mæli í vinnu og framhaldsnám erlendis en að jafnaði útskrifast um 80 hjúkr- unarfræðingar á ári. Formaður fé- lags hjúkrunarfræðinema segir að hingað til hafi hjúkrunarfræðingar verið eftirsótt vinnuafl en nú ríki mikil óvissa um starfsmöguleika hérlendis. »6 Hjúkrunarfræðingar á leið út til að nema og starfa „ÞAÐ er mikilvægt að Ísland leggi fram samning sem álitinn verður sanngjarn fyrir landið og felur ekki í sér að Ísland beri enga ábyrgð því augljóst er að svo er. Ég held að synjunin feli í sér tækifæri, einkum og sér í lagi vegna þess að breskur almenningur vill ekki að litið sé á Bretland sem þorpara í máli sem þessu. Ef því verður haldið á lofti af krafti að Bretar komi illa fram við litla þjóð í viðkvæmri stöðu held ég að það gæti haft áhrif í stjórnmál- unum hér,“ segir Martin Wolf, dálkahöfundur hjá Financial Times. Mikilvægt sé að slíkur samningur sé lagður fram skömmu eftir þjóð- aratkvæðagreiðsluna um lögin, hafni Íslendingar þeim.| 6 Leggi fram nýjan samning Martin Wolf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.