Morgunblaðið - 16.01.2010, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
SIGURÐUR Elí Har-
aldsson kaupmaður
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 14. janúar
s.l., 81 árs að aldri.
Sigurður fæddist að
Tjörnum í Vestur-
Eyjafjallahreppi 16.
nóvember 1928, sonur
bóndahjónanna Járn-
gerðar Jónsdóttur og
Haraldar Jónssonar.
Hann lauk námi frá
Verzlunarskóla Íslands
1952 og starfaði lengst
af sem kaupmaður við Laugaveg-
inn, rak þar í áratugi verslunina
Elfur ehf. með eiginkonu sinni og
dóttur.
Honum var alla tíð umhugað um
velferð miðbæjarins og Laugavegar
og sat m.a. í nefndum og ráðum á
vegum borgarinnar.
Sigurður sat lengi í
stjórn Kaupmanna-
samtaka Íslands, þar
af var hann formaður
1983-1987. Hann söng
í karlakórnum Fóst-
bræðrum og var for-
maður kórsins árin
1958-1960.
Hann var fram-
kvæmdastjóri org-
elssjóðs Hallgríms-
kirkju 1988-1992 og
studdi það þannig með
ráðum og dáð að Kla-
is-orgelið varð að veruleika.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er
Þorgerður Á. Blandon. Börn þeirra
eru Þorbjörg hjúkrunarfræðingur,
Haraldur læknir og Arnheiður Erla
skrifstofustjóri. Barnabörnin eru
níu og barnabarnabörnin níu, hópar
sem Sigurði Elí voru einkar kærir.
Andlát
Sigurður Elí Haraldsson
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„VIÐ höfum ekki fengið neinar góð-
ar fréttir ennþá en ég hef heyrt frá
nokkrum öðrum sveitum sem hefur
tekist að finna fólk á lífi,“ segir Gísli
Rafn Ólafsson, einn stjórnenda ís-
lensku rústabjörgunarsveitarinnar.
Sveitin kom seint í búðir í fyrra-
kvöld eftir árangursríkan fyrsta dag
þar sem tókst að bjarga þremur kon-
um á lífi. Eftir sex klukkutíma svefn
var hafist aftur handa að loknum
fundi með Sameinuðu þjóðunum.
Yfir þúsund rústabjörgunarmenn
eru nú á Haítí en miðstýring verk-
efna þeirra fer fram úr íslensku búð-
unum. Bið varð áður en björg-
unarstörf gátu hafist í gærmorgun
þar sem mikill skortur er á tækjum
til að flytja menn og búnað.
Enn von um að fólk finnist
Gísli segir sveitina hafa leitað af
sér allan grun í stórmarkaðinum þar
sem konurnar þrjár fundust í fyrra-
dag og í gær hófst því leit á öðru
svæði í austurhluta borgarinnar,
sem er mjög stórt og erfitt til leitar.
„Fyrsta verkefni er að kanna að-
stæður og finna byggingar þar sem
líklegt er að hafi verið margt fólk,
svo sem skólar, spítalar og stórar
verslanir. Síðan er farið að leita í
rústunum og reyna að meta hvort
enn sé einhver á lífi,“ segir Gísli.
Enn er von til þess að fólk finnist á
lífi hafi það ekki slasast mikið heldur
einfaldlega lokast inni. Í gær björg-
uðu t.d. björgunarmenn frá Chile 23
af um 200 gestum sem grafist höfðu í
rústum hótels í borginni. Líkurnar á
því að slasaðir finnist enn á lífi fara
hins vegar þverrandi.
Reiði fólks skiljanleg
Í erlendum fjölmiðlum heyrast
þær fregnir að örvænting fari vax-
andi meðal íbúa Haítí og komið hafi
fyrir að björgunarsveitir hafi verið
stöðvaðar og reynt að ná af þeim
vistum. Gísli segir íslensku sveitina
ekki hafa lent í neinu slíku.
„Þar sem við erum að vinna er fólk
þakklátt fyrir að við séum að reyna
að hjálpa. Við verðum ekki fyrir
barðinu á þessari reiði, en það er
skiljanlegt að þegar ekki kemur nóg
af hjálpargögnum inn á svæðið verði
fólk reiðara yfir aðstæðunum.“
Gísli segir góðan anda hjá íslenska
björgunarfólkinu enda sé passað vel
upp á andlega sem og líkamlega líð-
an hópsins. „Aðstæður hérna eru
náttúrlega skelfilegar, til dæmis í
þessari verslunarmiðstöð sem við
fórum inn í í gær. Þótt við fyndum
þrjá á lífi voru tugir þarna sem lifðu
ekki af. Þannig tekur alltaf á menn
andlega en á móti er það vítamín-
sprauta að finna einhvern á lífi.“
Þörfin á hjálp er sár
Port-au-Prince,höfuðborg Haítí,er
nú sögð eins og stríðsvettvangur.
Fórnarlömbum skjálftans fer fjölg-
andi, víða hefur líkum þeirra verið
staflað upp á götum úti og 15 þúsund
hafa verið grafin í fjöldagröfum.
Þörfin er mikil en hjálpargögn eru
óðum tekin að berast, þ.á.m. hefur
UNICEF sent hjálpargögn fyrir
30.000 fjölskyldur. Söfnunarátök
hjálparstofnana hér á landi hafa
gengið vel og er hægt að gefa fé með
því hringja í söfnunarsíma.
„Fólk er þakklátt fyrir að
við skulum reyna að hjálpa“
REUTERS
Rústir Bandarískir björgunarmenn við leit á hótelinu Montana sem gjöreyðilagðist og er talið að yfir 200 manns
hafi grafist í rústum þess. Port-au-Prince er eins og stríðsvettvangur en hjálparstarf er óðum að komast af stað.
Íslenska björgunarsveitin fann engan á lífi í gær Leitarsvæðið erfitt og aðstæður skelfilegar
„Það var erfitt að yfirgefa fólkið á
Haítí þegar manni finnst maður
eiga að hjálpa. En það var mikil-
vægt að geta tryggt öryggi fjöl-
skyldunnar,“ sagði Benoit John,
flóttamaður frá Haítí, sem lenti á
Keflavíkurflugvelli í gærmorgun.
Vél Icelandair sem flutti björg-
unarsveitarmennina út sneri aftur
til landsins í gær með sex farþega
innanborðs. Þ.á m. var Benoit og
eiginkona hans og þrjú börn. Benoit
óttaðist mjög um afdrif fjölskyldu
sinnar fyrst eftir skjálftann. Þegar
hann kom heim úr vinnunni sá hann
að þau voru heil á húfi, en margir
nágranna þeirra höfðu hins vegar
misst fjölskyldur sínar.
„Þetta var hræðilegt og börn-
unum okkar var mjög brugðið. Þau
hafa séð deyjandi fólk á götum úti.
Ég hef reynt að gefa þeim bækur til
að lesa en þau segjast ekki geta
lesið því þau eru svo miður sín eftir
það sem þau hafa séð. Þetta er
mjög erfitt.“ Benoit og fjölskylda
voru nýflutt aftur til Haítí eftir
nokkur ár í Þýskalandi, en þau
munu nú snúa aftur þangað. Hann
segir öngþveiti ríkja á flugvellinum
í Port-au-Prince, þar séu yfir þús-
und manns sem vilji flýja landið.
Börnin miður sín eftir að hafa séð deyjandi fólk á götum úti
Morgunblaðið/Eggert
Erfitt Benoit John og fjölskylda hans héldu áfram til Þýskalands í gær.
Hann segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa Haítí.
„Það er
skrítið að
upplifa von í
augum íbúa í
aðstæðum
sem virðast
vonlausar,“
segir Halldór
Elías Guð-
mundsson
djákni sem
staddur er á
Haítí og skrifar pistil á vefsíðuna
Trú.is í gær. Fyrstu nóttina segist
Halldór hafa legið og hlustað „á
þúsundir íbúa Haítí sem höfðu
misst allt syngja lofsöngva,
biðja, gráta og aðstoða hver ann-
an burtséð frá litarhafti stétt
eða stöðu. Við höfum notið ótrú-
legrar vináttu, gestrisni og sam-
félags með fólki í erfiðustu að-
stæðum sem hægt er að hugsa
sér. Það er skrítið að yfirgefa vini
í aðstæðum sem þessum en við
[…] erum meðvituð um að vera
okkar hér núna er byrði á góðum
vinum sem eiga mikið verk fyrir
höndum.“
Von í augum fólks
Halldór Elías
Guðmundsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær karlmann á þrítugs-
aldri í 5 mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir skilasvik en sannað
þótti að maðurinn hefði selt amer-
ískan hálfkassabíl til niðurrifs þótt
á bílnum hvíldi nærri 3 milljóna
króna lán frá tryggingafélagi.
Maðurinn tilkynnti skömmu síðar
að bílnum hefði verið stolið.
Maðurinn neitaði sök en var
margsaga og taldi dómurinn að
sekt hans væri sönnuð.
Sá sem keypti bílinn var einnig
ákærður í málinu en sýknaður þar
sem dómurinn taldi að hann hefði
keypt bílinn í góðri trú þótt hann
hefði sýnt af sér nokkurt gáleysi
með að krefjast ekki staðfestingar
á að skuldinni á bílnum væri af-
létt.
Seldi bíl og
tilkynnti
síðan stuld
Jarðskjálfti á Haítí