Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 36

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 ✝ Pétur Sigurðssonfæddist að Ósi í Breiðdal þann 22.1.1917 og ólst þar upp. Hann lést að hjúkrunarheimili aldraðra á Höfn 5. janúar Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson útvegsbóndi, f. 19.12. 1886, d. 21.6. 1962 og Jóhanna Þorbjörg Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 14.4. 1890, d. 20.8. 1964. Systkini Péturs eru: Hrefna, f. 27.3. 1915, d. 4.11 2000, Jóhann, f. 13.11. 1919, d. 21.7. 1931, Sólveig, f. 8.8. 1922, Kristján, f. 11.9. 1926 Svanur, f. 17.9. 1929, d. 11.9. 1975 og Jó- hanna, f. 18.5. 1932. Pétur kvæntist 6.8. 1948, Berg- þóru Sigurðardóttur frá Skjöld- ólfsstöðum í Breiðdal, f. 31.12. 1922 Börn þeirra eru: 1) Arnleif, f. 3.9. 1946, maki Manfred Kleindi- enst. Dóttir Arnleifar er Linda, f. 17.7. 1968. 2) Jóhanna, f. 2.5. 1948, maki Sveinn Jóhannson. Barn, Elsa Guðrún, f. 17.1. 1990. Börn Jóhönnu eru Hallgrímur, f. 2.11. 1970 og Íris, f. 9.12. 1973, maki Jó- hann Friðleifsson. 3) Sigurður, f. 31.3. 1950, maki Ólöf Kristjánsd. Dætur þeirra eru Þóra, f. 2.6. 1976, maki Völundur Snær Völ- undarson og Arna, f. 9.3. 1979, maki Sigurður Valur Jakobsson. 4) Hreinn, f. 7.4. 1953, maki Linda H. sitt til atvinnumála í Breiðdal. Árin 1966 til 1992 rak hann fjárbú á jörð sinni að Ósi með dyggri aðstoð og umsjón Guð- mundar Sigurðssonar mágs síns. Sonur Péturs, Hreinn tók við búinu 1992. Pétur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var virkur þátttakandi í félags-og framfara- málum. 1937 stofnuðu nokkrir ungir menn í Breiðdal ungmf. Hrafnkel Freysgoða og var Pétur kosinn fyrsti formaður þess. Meðal verka félagsins var bygging sam- komuhúss sveitarinnar að Stað- arborg. Hann var formaður sókn- arnefndar Heydalakirkju. Stærsta verkefni nefndarinnar var að standa fyrir byggingu nýrrar kirkju að Heydölum. Kirkjubygg- ingunni lauk 1975 og var hún vígð þá um sumarið. Pétur sat í stjórn lestrarfélagsins og var formaður skólanefndar hreppsins í áraraðir. Í stjórn Veiðifélags Breiðdalsár frá stofnun þess 1966 til 1990. Hann tók virkan þátt í starfsemi Skógræktarfélags Breiðdæla. Hóf sína eigin skógrækt 1957 í landi Óss, Leyningum, og plantaði þar trjám allt til ársins 2002. Þar er nú vöxtulegur skógur í 64 hektara landi sem ber vitni um mikla elju- semi. Fyrir það það framlag var hann heiðraður af Skógrækt- arfélagi Íslands árið 2002. Pétur var söngelskur og var liðtækur pí- anisti og lék á harmoniku á sam- komum á sínum yngri árum. Hann söng í kirkjukór Heydalakirkju ár- um saman. Útför Péturs fer fram frá Hey- dalakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11. Guðmundsd. Synir þeirra eru Pétur, f. 22.9. 1993 og Guð- mundur, f. 26.6. 1996. 5) Pétur, f. 9.5. 1958, maki Ingunn H. Guðmundsd. Börn þeirra eru Bylgja, f. 11.2. 1985, Sunna, f. 21.7. 1989 og Magni, f. 16.10. 1995 Barna- barnabörnin eru 7. Pétur stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og að því loknu gekk hann í Samvinnuskólann og út- skrifaðist 1941 Að námu loknu starfaði hann við heildverslun Nat- han og Olsen. Árið 1944 hóf Pétur störf sem útibússtjóri við Kaup- félagið á Breiðdalsvík og gegndi því starfi til ársins 1967. Árið 1945 stofnaði hann útgerð um bátinn Vin ásamt Svani bróður sínum og Guðmundi Sigurðssyni mági sín- um. Pétur gerðist framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga við stofnun þess 1946 og sinnti því starfi óslitið allt til 1984, eða í 38 ár. Hann stofnaði síldarsölt- unarstöðina Gullrúnu 1961. Sat í stjórn Síldarbræðslunnar og í hreppsnefnd Breiðdalshrepps. Hann vann ætíð náið með Páli Guðmundssyni hreppstjóra frá Gilsárstekk og Svani bróður sínum meðan þeirra beggja naut við. Pét- ur var sæmdur hinni Íslensku fálkaorðu árið 1987 fyrir framlag Breiðdalur er fögur sveit. Kringd glæstum fjallatindum. Mikið undir- lendi og vel fallin til búsetu og upp- byggingar. Faðir minn, Pétur Sig- urðsson sem borinn verður til grafar í dag trúði allt sitt líf á þennan dal og framtíð hans. Hann kaus korn- ungur að setjast að á Breiðdalsvík sem þá var einungis örfá hús og at- vinnumöguleikar litlir. Samvinnu- hugsjónin brann honum í æðum og með Jónas frá Hriflu sem læriföður var hann albúinn að takast á við mikil verkefni fyrir byggðarlagið. Pétur var afar þrautseigur og þol- inmóður og hafði marga góða eig- inleika sem nýttust í fyrirtækja- rekstri og samskiptum við fólk. Hann var háttvís, snyrtimenni og aldrei heyrði ég hann blóta. Hann var umtalsgóður, hallmælti ekki fólki og var yfirleitt léttur í lund. Tók gjarnan lagið og brá fyrir sig gríni og gamansögum. Oft var hann djúpt hugsi og gekk þá gjarnan um gólf. Þá var hann að kryfja eitthvert málið og reyna að finna leiðir. Þrátt fyrir annir og stúss þá gaf hann sér tíma til að sinna sínum áhugamálum sem voru mörg. Gjarnan var skroppið yfir að Ósi í silungsveiði, heyskap eða til að sinna búinu. Það voru góðar ferðir. Þá sagði hann gjarnan frá sínum æskuárum og ævintýrum sem hentu. Þeir bræður, Pétur, Kristján og Svanur höfðu eitt sinn ákveðið að stífla læk og byggja þannig upp sundlaug. Þá dreymdi stóra drauma um sundiðkun. Enn sjást ummerki þessarar framkvæmdar. Skógrækt- in var honum mjög hugleikin. Þann áhuga erfði hann frá móður sinni sem byggði upp trjágarð við Ósbæ- inn. 1937 færði Pétur henni 5 plöntur sem hann kom með að sunn- an. Þrjú þessara trjáa standa enn í garðinum á Ósi. Lerki, álmur og reynir. Löngu síðar girti Pétur af teig úr landi Óss í svonefndum Leyningum og hóf þar sína skóg- rækt. Fyrsti teigurinn sem hann girti af með föður sínum var 1 hekt- ari. Þetta var 1957. 1974 stækkaði hann girðinguna verulega og var þá mikið sett niður í tengslum við Þjóð- arártakið um uppgræðslu landsins. Í dag er skógræktin 64 hektarar og mikið af fallegum plöntum að vaxa upp. 2002 setti Pétur niður sínar síð- ustu plöntur, þá 85 ára gamall. Faðir minn kveður nú þessa jarð- vist sáttur við guð og menn. Tæp- lega 93 ára gamall öldungur og sveitarhöfðingi. Hans ævistarf var farsælt. Hann skilur eftir sig góðar minningar. Pétur. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund og okkur bræður langar til að þakka þér fyrir allt. Þó við séum nú bara ennþá ung- lingar er margs að minnast og end- urminningarnar verða örugglega dýrmætari þegar frá líður. Þá rifj- um við brosandi upp þegar við vor- um að glamra á píanóið þitt í Hellu- vík og þú fórst að spila fyrir okkur og gleymdir þér iðulega. Oft sast þú við grúsk inni á skrifstofunni þinni þegar við komum til ykkar ömmu en aldrei neitaðir þú okkur um að koma í sjómann og framan af hafðir þú alltaf betur. Það er göfugt markmið að reyna að líkjast þér í sem flestu, þér sem varst í senn kurteis, virðulegur, prúður, mannelskur, jarðbundinn og lífsglaður. Takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þér. Kveðja, Pétur Arnar og Guðmundur Arnþór Hreinssynir. Það var okkur systrum ávallt til- hlökkunarefni í æsku þegar lagt var af stað austur til Breiðdalsvíkur í heimsókn til afa og ömmu. Leiðin var löng og yfirleitt var keyrt alla leið án þess að stoppa – svo mikið lá pabba yfirleitt á. Heimsókn til ömmu og afa þýddi í okkar huga ótakmarkað frelsi, enda- laus ævintýri og ekki síst yndislegar móttökur ömmu og afa. Oft dvöldum við þarna heilu sumrin – allt frá sauðburði snemma á vorin þar sem við nutum þeirra forréttinda að fá að hjálpa til og allt þar til heyskapn- um, með tilheyrandi ærslagangi, var lokið á haustin. Afi Pétur var mikill rólyndismað- ur. Hávaxinn, grannur, með mildan hlátur og góðlegt bros. Hann skipti aldrei skapi og var alltaf tilbúinn að ljá okkur systrunum eyra. Hans helsta stolt voru Leyningarnar, landsvæði inn í Djúpadal sem hann hafði helgað sínu helsta áhugamáli sem var skógrækt. Að fara með afa þangað var töfrum blandið. Mikið fuglavarp var á svæðinu og það var afi sem kenndi okkur að þekkja hvern einasta fugl, sýndi okkur hvað við máttum taka af eggj- um, tína dún og hvernig átti að koma fram við náttúruna af virð- ingu. Sumrin fyrir austan voru okkur systrum ákaflega dýrmætur og lær- dómsríkur tími og eru okkur í minn- ingunni afar kær. Þær eru ljúfar minningarnar sem við geymum í hjarta okkar um yndislegan mann – besta afa sem hægt var að hugsa sér. Farsælu lífshlaupi er lokið og minningin um einstakan mann lifir. Elsku afi, hvíl í friði. Þínar sonardætur, Þóra og Arna Sigurðardætur. Pétur Sigurðsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON vígslubiskup frá Grenjaðarstað, sem lést laugardaginn 9. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. janúar kl. 13.30. Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, GUNNLAUGUR FINNSSON bóndi, kennari og fyrrv. alþingismaður, sem andaðist á dvalarheimilinu Sólborg á Flateyri að morgni miðvikudagsins 13. janúar, verður jarð- sunginn frá Flateyrarkirkju laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður haldin í Neskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 15.00. Einar Þór, Birna, Bergljót, Finnur Magnús, María, Halldóra Valgerður og Sigurlaug Gunnlaugsbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR, Lindasíðu 4, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. ✝ HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON listmálari lést í Osló sunnudaginn 10. janúar. Bálförin fer fram í Noregi. Haldin verður minningarathöfn með erfidrykkju á Grand Hótel mánudaginn 18. janúar kl. 16.00. Allir velkomnir. Tekið verður við framlögum í ferðasjóð Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar í minningu Hjörleifs, FÍM, kt. 440472-0449, reikn. 0301-13-300717. Else Mia, Einar, Hjördís, Kristiina, Berit, Snorri og Silja. ✝ Ástkær móðir mín og tengdamóðir okkar, GUÐRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR, sem andaðist föstudaginn 29. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Kárason, Þórunn Halldórsdóttir, Óskar Jónsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBJARNI JÓHANNSSON húsasmíðameistari, Vesturgötu 98, Akranesi, lést á Landspítalanum mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 14.00. Bára Guðjónsdóttir, Jóhann Rúnar Guðbjarnason, Margrét Björg Marteinsdóttir, Guðrún Guðbjarnadóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, MARTEINN HUNGER FRIÐRIKSSON dómorganisti, Kópavogsbraut 18, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 10. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynninguna og líknardeildina. Samúðar- og minningarkort má panta í síma 543 1159. Þórunn Björnsdóttir, Kolbeinn Marteinsson, Harpa Katrín Gísladóttir, Þóra Marteinsdóttir, Gunnar Benediktsson, María Marteinsdóttir, Sölvi Blöndal, Marteinn Marteinsson, Birna Rún, Katla, Ívar og Hjörtur Martin, Maria Steinhäuser.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.