Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 48
48 MenningFÓLK
Í gær birtist í blaði þessu ítarlegt
viðtal við Ragnar Ólafsson úr Árs-
tíðum, en sveitin sú hyggur á land-
vinninga í Skandinavíu á þessu ári
og hún hyggst reyndar sölsa undir
sig fleiri lendur í framhaldinu.
Ragnar bjó í nítján ár í Svíþjóð og
var vel innvinklaður í tónlistarsenu
Gautaborgar og var hann meðal
annars í menntaskólasveit með
Jens Lekman og Olof Dreijer, sem
myndar annan hluta dúettsins The
Knife. Báðir hafa þessir menn öðl-
ast mikla frægð fyrir tónlist sína og
kannski það séu því örlög Ragnars
að feta í fótspor þeirra. „Ég man
þegar Olof var að leyfa mér að
heyra fyrstu Knife-plötuna inni í
svefnherberginu hjá sér,“ rifjar
Ragnar upp. „Ég sagði honum að
jú, þetta væri alveg ágætt!“
Ragnar í Árstíðum og
Svíarnir heimsfrægu
Fólk
STÓRTÓNLEIKAR til styrktar Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna, SKB, verða haldnir í dag, tólfta ár-
ið í röð, í Háskólabíói kl. 16. Það er Einar Bárðarson
sem stendur fyrir tónleikunum að venju og margir af
bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar gefa vinnu sína,
þ.e. Sálin hans Jóns míns, Ingó og veðurguðirnir, Buff.
Hvanndalsbræður, Hafdís Huld, Friðrik Ómar og Jógv-
an Hansen, Jóhanna Guðrún, Skítamórall, Dikta, Ís-
lenska sveitin, Ragnheiður Gröndal, Bollywoodshow
Yesmine og Geir Ólafsson, en Geir verður sérstakur
gestur.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB, segir þessa ár-
legu tónleika Einars einstakt framtak. „Hann hefur
fengið svo gríðarlega öflugan hóp fólks í lið með sér í
þetta, fyrst og fremst tónlistarfólk og stóran hóp sem
kemur að öllum undirbúningi, hljóðmenn o.fl. Þetta
hefur eiginlega orðið glæsilegra með hverju árinu,
stórkostlegir tón-
leikar. Þetta hefur
verið frábært fyrir fé-
lagið, að fá þennan stuðning, og
hugurinn sem býr að baki, það er
svo einstakt að finna fyrir honum, þetta
verður seint fullþakkað. Einar getur gert þetta
ár eftir ár með þessum hætti, fyllt Háskólabíó
eins og hendi sé veifað. Það er náttúrulega alveg
einstakt,“ segir Rósa. Þá sé þetta stórkostleg stund,
mikil stemning í salnum. „Við erum fyrst og fremst af-
ar þakklát honum og hans fólki og öllum þeim sem
fara á tónleikana, kaupa sig inn og styðja þannig þenn-
an málstað, finna þennan hlýhug og stuðning í garð
málstaðarins og þessara barna og fjölskyldna sem eru
að ganga í gegnum þessa erfiðleika.“ Miðasala fer
fram á midi.is. helgisnaer@mbl.is
Aðstandendur Havarís og Útúr-
dúrs hafa ákveðið að segja svart-
sýnisspám stríð á hendur og starfa
áfram. Havarí var opnuð í haust og
átti bara að starfa til jóla en þar
fæst tónlist, tónlistartengdur varn-
ingur, myndlist, veggspjöld, fatn-
aður og annað sem verslunarstjór-
um dettur í hug að bjóða upp á.
Einnig hafa tónleikar og myndlist-
arsýningar verið haldin þar.
Þessu hefur verið fagnað nú um
helgina, í gær kom gleðigjafinn
Spar-Jan í heimsókn og verður
hann í búðinni í tvær vikur. Um er
að ræða skandinavískan indí-
sjarmör sem veitir afslátt af völdum
vörum. Í dag heldur fjörið síðan
áfram þegar hljómsveitin NOLO-
heldur útgáfupartí. Um upphitun
sér blústrúbadúrinn ET Tumason.
Verslunin Havarí gefur
kreppunni fingurinn
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Sólveig Ans-
pach vinnur nú að framhaldi að gamanmyndinni
Skrapp út sem var tekin upp
hér á landi og frumsýnd í ágúst
2008. Skáldkonan Didda Jóns-
dóttir lék þar aðalhlutverkið,
konuna Önnu, og kemur hún
einnig við sögu í framhaldinu
sem hefur hlotið nafnið Queen
of Montreuil „Ásamt handrits-
höfundinum mínum, Jean-Luc
Gaget, hef ég nú skrifað nokk-
urskonar framhald af Skrapp
út. Myndin mun eiga sér stað í Montreuil, þar sem
ég bý í úthverfi Parísar, og er saga Agathe, konu
sem er nýbúin að missa eiginmann sinn. Vegna
efnahagskreppunnar á Íslandi verða Anna, leikin
af Diddu, og Úlfur, sonur hennar, föst í París á
heimleið frá Jamaíka þar sem þau skildu yngri
bróðurinn, Krumma, eftir hjá fjölskyldu hans.
Agathe býður þeim að gista hjá sér í Montreuil og
hjálpar það henni á undarlegan hátt að komast
hraðar yfir andlát eiginmannsins. Þetta er „feel-
good“-mynd eins og Skrapp út.
Ég er einnig að vinna að kvikmyndaaðlögun á
bók sem heitir La Fugue,“ segir Sólveig.
Las allt um Louise Michel
Nýjasta mynd Sólveigar, Louise Michel, verður
sýnd á Franskri kvikmyndahátíð sem hófst í Há-
skólabíói í gær og stendur til 28. janúar.
Í henni segir frá Louise Michel sem var franskur
stjórnleysingi, femínisti, kennari og hjúkr-
unarkona. Hún var send í útlegð til Nýju-
Kaledóníu þar sem hún eyddi átta árum og barðist
með frumbyggjum fyrir aukinni sjálfstjórn þeim til
handa. Myndin fjallar um ofbeldi og yfirgang
valdsins gegn sínum eigin þegnum, blindu ný-
lendustefnunnar og sambúð hinna undirokuðu.
Spurð hvernig þetta verkefni kom upp í hend-
urnar á henni segir Sólveig að hún hafi verið beðin
um að leikstýra myndinni af franska sjónvarpinu.
„Framleiðandi sem hafði séð myndirnar mínar
kom að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga
á að gera mynd um Louise Michel. Hann hafði
gengið með þetta verkefni í átta ár.“
Hafði líf Michel áhrif á þig?
„Auðvitað, ég las allt sem hún skrifaði og öll
hennar bréfaskipti. Ég fór líka ásamt handritshöf-
undunum til Nýju-Kaledóníu og las þar allt sem við
fundum um tímann sem hún dvaldi þar, og þar
höfðum við aðgang að miklu af skjölum, eins og
dagbókum þar sem var skrifað um hana af öðrum í
útlegð,“ segir Sólveig.
Franska leikkonan Sylvie Testud fer með hlut-
verk Michel en hún er meðal fremstu leikkvenna
Frakka í dag, fór m.a með hlutverk bestu vinkonu
Edith Piaf í La Vie en Rose og lék skáldkonuna
Francoise Sagan í nýrri mynd. Sólveig segist alltaf
hafa verið með hana í huga í hlutverkið.
Þarf að finna góða sögu
Myndin verður sýnd tvisvar á franskri kvik-
myndahátíð, dagana 22. og 23. janúar, en hún var
einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík í haust. Þó að Íslendingar hafi fengið
tækifæri til að sjá myndina á tveimur hátíðum hef-
ur franskur almenningur ekki enn fengið að sjá
hana. „Hún verður sýnd í Frakklandi í mars. En ég
fór til Nýju-Kaledóníu, þar sem ég tók myndina
upp, til að sýna hana. Það hafa nánast engar kvik-
myndir verið teknar upp þar og kanakanir, frum-
byggjarnir, höfðu aldrei verið í aðalhlutverki áður í
mynd,“ segir Sólveig.
Myndin hefur farið á margar kvikmyndahátíðir
og segist Sólveig hafa fengið mjög góð viðbrögð við
henni, að fólk hvarvetna hafi mikinn áhuga á sögu
Louise Michel. „Hún var alvörunútímakona, fem-
ínisti og anarkisti og þegar kanakar gerðu upp-
reisn gegn nýlenduherrunum var hún ein af fáum
til að standa með þeim.“
Stefnir þú að því að gera aðra mynd á Íslandi
bráðlega?
„Það myndi ég gjarnan vilja. Ég naut þess að
taka upp Skrapp út á Íslandi, fólkið sem ég vann
með var frábært. Ég þarf bara að finna góða sögu,
sögu sem mun tala til mín,“ segir Sólveig að lokum.
Naut þess að vinna hérlendis
Louise Michel Var franskur stjórnleysingi og send í útlegð til Nýju-Kaledóníu.
Sólveig Anspach
Sólveig Anspach vinnur að framhaldi að Skrapp út Nýjasta mynd hennar,
Louise Michel, er sýnd á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói
Ingó Kemur fram
með Veðurguð-
unum í dag.
„Þetta verður seint fullþakkað“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
BJARNI ARA
KANINN: BESTA TÓNLISTIN, FRÉTTIR
OG SKEMMTILEGASTA FÓLKIÐ
LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA
MILLI 16:00 TIL 20:00
FRÉTTIR FRÁ SKJÁ EINUM 18:15
FM91,9 OG FM103,9 Í REYKJAVÍK.
FM93,9 Á AKUREYRI. FM92,9 Á SELFOSSI.
FM104,7 Í VESTMANNAEYJUM. FM103,2 EGILSTÖÐUM
DIGITAL ÍSLAND OG BREIÐBAND SÍMANS
UM ALLT LAND. STREYMI Á KANINN.IS