Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
www.aslaug.is
Opið hús á efri hæð Kaffi
Sólón í dag 16. janúar
milli kl. 16:00 og 18:00.
Í tilefni af prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík
bjóða stuðningsmenn
Áslaugar Maríu Friðriks-
dóttur alla velkomna til að
hittast og eiga góða stund
með frambjóðandanum.
Daníel Ágúst, Krummi
Björgvins og Ben Frost
leika af list.
Áslaug María
Friðriksdóttir
í 4. sætið
Menning er
málið!
Fjórir skriðu
út um skottið
FÓLKSBIFREIÐ fór út af veginum
skammt frá heimreiðinni að Svein-
bjarnargerði rétt hjá Svalbarðseyri
um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.
Bíllinn fór eina og hálfa veltu áður
en hann stöðvaðist ofan í skurði.
Fjórir voru í bílnum og tókst þeim
að fella aftursætið niður og skríða
úr um skottið.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri
voru þrír fluttir á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri en ekki var talið að
meiðsli þeirra væru alvarleg.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar voru tildrög slysins þau að
jepplingi var ekið í veg fyrir fólks-
bifreiðina með fyrrgreindum afleið-
ingum. Fólksbifreiðin var óökufær
eftir slysið og þurfti að draga bílinn
af vettvangi, en aðeins sá lítillega á
jepplingnum. silja@mbl.is
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
DEILT var á bæði forystu Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs og
þá þingmenn flokksins sem hafa ekki
verið samstiga forystunni í Icesave-
málinu í almennum umræðum á
flokksráðsfundi á Akureyri í gær-
kvöldi. Einn fundarmanna sakaði for-
manninn, Steingrím J. Sigfússon, um
valdhroka og minnti á að þótt flokk-
urinn hefði farið í ríkisstjórn ætti
hann að berjast áfram fyrir eigin
stefnu.
Því var lýst yfir að eðlilegt væri að
skoðanir væru skiptar en þó mjög
hvatt til samstöðu í flokknum. Það
væri þjóðfélaginu nauðsynlegt.
Einn fundarmanna sagði rík-
isstjórnina hafa unnið kraftaverk
næstum því á hverjum degi en kvaðst
„öskureiður“ yfir málflutningi Ög-
mundar Jónassonar og nokkurra
annarra þingmanna undanfarið. Sá
hinn sami sagðist reyndar hafa vakað
lengi síðustu kosninganótt vegna
þess hve mikið hann óttaðist að Ög-
mundur kæmist á þing. „Það er ekki
gott að heyra að hann styðji ríkis-
stjórnina en snúist gegn Icesave. Af-
staða hans og málflutningur veikir
ríkisstjórnina. Er mönnum sama
hvað málið dregst og tefur uppbygg-
ingu í landinu?“ spurði ræðumaður.
Ögmundur kom í pontu síðar.
Hann sagði aldrei hafa leikið vafa á
því að Íslendingar vildu greiða skuld-
ir sínar, „en við höfum viljað fá úr því
skorið hverjar okkar skuldbindingar
eru, það hafa Bretar og Hollendingar,
nú með fulltingi Evrópusambandsins
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, neitað
okkur um“.
Ögmundur sagði að hvað sem gerð-
ist með flokka ætti hann alltaf sam-
stöðu „með öllum þeim sem standa
með íslenska öryrkjanum, íslenska
launamanninum, sem vilja stuðla að
gagnsæjum og heiðarlegum vinnu-
brögðum, sem vilja verja lýðræðið“.
Einn fundarmanna, Stefanía
Traustadóttir, sem verið hefur í
flokknum frá stofnun og starfaði þar
áður lengi í Alþýðubandalaginu, lýsti
því yfir að hún væri sorgmædd vegna
þess hvernig komið væri fyrir VG.
Hún hefði hugleitt að segja sig úr
flokknum því hún liti svo á að hann
væri á heljarþröm. Hann hefði dans-
að hrunadans síðan í haust og hún
væri ósátt við að dansstjórarnir hefðu
stundum verið úr röðum flokks-
manna. „Ég krefst þess ekki að allir
stígi í takt en samt verða allir að vera
á sömu leið.“
Fast skotið á báða bóga hjá VG
Ráðherrar sagðir hafa gert góða hluti en flokkurinn brugðist Forystan sökuð um valdhroka og
þeir alþingismenn, sem ekki hafa verið samstiga henni í Icesave-málinu, líka harðlega gagnrýndir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flokksráð Steingrímur J. Sigfússon ávarpar fundinn. Fram kom gagnrýni á
formanninn og einnig þá þingmenn sem ekki hafa verið samstiga forystunni.
TÖKUR á annarri þáttaröð af Rétti, sem sýnd verður á Stöð 2 í mars, fóru
fram við Alþingishúsið í gærkvöldi. Þar komu leikararnir Gunnar Hansson
og Magnús Jónsson við sögu en sá síðarnefndi fer með aðalhlutverkið.
„Þarna er skjólstæðingur aðalsöguhetjunnar Loga Traustasonar búinn að
fá nóg af lánardrottni sínum, sem er bankinn, og það er verið að reyna að
ná honum niður af þaki Alþingishússins. Það má segja að þetta atriði end-
urspegli á einhvern hátt ástandið sem er búið að vera hér í þessu landi,“
segir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda þáttarins.
Morgunblaðið/Ómar
HASAR OG DRAMATÍK VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ
GJARNA er hvasst á Geldinganesi í Kollafirði en hita-
stig er svipað og við Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi.
Þetta kemur fram í skýrslu Guðrúnar Nínu Petersen
sem hún gerði fyrir Veðurstofu Íslands. Veðurmælingar
hafa verið gerðar á Geldinganesi frá 2004. Skýrslan nýja
nær frá 1. ágúst 2008 til jafnlengdar í fyrra.
Vindhraði á Geldinganesi er borinn saman við þrjá
aðra staði í borginni. „Meðalvindur á Geldinganesi er
töluvert meiri en á öðrum stöðum á Reykjavíkursvæð-
inu, einkum vegna berangurs,“ segir í skýrslunni. Þar
kemur fram að meðalvindhraði á nesinu á fyrrgreindu
tímabili hafi verið 5,9 m/s, 4,2 m/s við Veðurstofuna og
5,5 m/s á Reykjavíkurflugvelli og 4,6 m/s við Korpu.
Mesta hviða á Geldinganesi var 36,9 m/s, 31 m/s við Veð-
urstofuna, 33,8 m/s við flugvöllinn og 33,5 við Korpu.
Síðasta vetur voru fá stórviðri, en þá er miðað við að
vindhraði sé 25 m/eða meira. Á Geldinganesi fór meðal-
vindur tvisvar yfir mörkin og í bæði skiptin yfir 30 m/s.
Gert er ráð fyrir blandaðri byggð í Geldinganesi, sam-
kvæmt aðalskipulagi borgarinnar. Engar ákvarðanir
hafa verið teknar um uppbyggingu í Geldinganesi. „Við
skipulagsvinnu er mikilvægt að hafa allt inni í myndinni,
veðráttu og fleiri atriði, og haga uppbyggingu eftir því,“
segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs
Reykjavíkur. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Geldinganes Oft hvessir, sérstaklega í austanátt.
Rokið ræður oftast ríkjum í
berangrinu á Geldinganesi
Vindhviður stundum yfir 30 m/s
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu myndaði brot 415 ökumanna á
Sæbraut í Reykjavík frá mið-
vikudegi til fimmtudags. Um var að
ræða 6% af þeim ökutækjum sem
fóru þarna um, yfir gatnamót Sæ-
brautar og Langholtsvegar.
Meðalhraði hinna brotlegu var 74
km/klst en þarna er 60 km há-
markshraði. Fjörutíu og níu óku á
80 km hraða eða meira en sá sem
hraðast ók mældist á 100 km hraða.
415 fá sekt fyrir
akstur um Sæbraut