Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 31

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 OFT hef ég sest niður og ætlað að hella úr skálum mín- um yfir hvítan skjáinn en jafnoft þurrkað það út. Tilfinningasemin, hjálparleysið og von- leysið rekur mann út í að verða reiður og bit- ur út í allt og alla. Þeim byrðum sem maður ekki getur bor- ið sjálfur kemur maður yfir á aðra. En þó ég tapi öllu öðru ætla ég ekki að tapa sjálfum mér. Mér þyk- ir nefnilega nóg um úlfúðina sem ríkir hér í landi friðar og vonar. Vinstrimenn hrópa á hægrimenn og kalla þá auðvaldssvín og fasista, hægri menn hrópa til baka og kalla vinstri menn kommúnista og „skaðræðiskvikindi“. Ég ætla ekki að fara að rifja upp öll gífuryrðin sem gengið hafa manna á milli eftir hrun bankanna þar sem öllum þykir sinn mál- staður gefa þeim rétt á að fordæma allt annað. Enginn ber ábyrgð nema allt gangi vel og þó einhver standi upp og biðjist afsökunar breytir það engu um ástandið. Það sem er liðið verður ekki tekið aft- ur. Við erum í dag sundruð og ráð- villt þjóð þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Sumir troða sér fram með frekju og hafa ekkert annað til brunns að bera en viljann til að ráðskast með aðra, á meðan sitja sumir þöglir og þora ekki að taka afstöðu eða ábyrgð á neinu. Þarna einhversstaðar á milli er fullt af einstaklingum sem bæði geta og vilja breyta samfélagi okk- ar til hins betra. Sundrung gerir ekkert gagn fyr- ir þjóðina, hún veikir þrótt hennar og viljastyrk, sem að endingu gerir það að verkum að auðvelt verður að ráðskast með hana. Ef við einbeitum okkur að því sem við eigum sameiginlegt, hvers konar samfélagi við viljum búa í saman, komumst við að því að það er miklu meira sem sameinar okk- ur en sundrar. Við viljum öll frið, frelsi og ör- yggi. Við viljum öll öflugt velferð- arsamfélag, jöfn tækifæri og vel- sæld. Samt ætlum við að fórna okkar dýrmætustu hugsjónum fyr- ir það eitt að „vinna“ í sand- kassastríði. Sanna að við séum betri en aðrir. „Þetta fólk“ er nákvæmlega sama fólkið og við sjálf. Ekkert verra og ekkert betra. Útrásarvík- ingar eða hjálparstarfsmenn hafa innra með sér allt það versta og það besta sem fylgt hefur mann- kyni frá upphafi. Ef við þekkjum okkur sjálf í öðrum og tökum í burtu fordóma og hroka getum við skilið að við létum öll blekkjast af þeirri þrá að verða meiri og betri en aðrir. Óskhyggja sem getur ekki annað en brugðist á endanum. Ef maður þarf að gera lítið úr öðrum til að upphefja sjálfan sig er lítið í mann varið. Tilgangur lífsins er hamingja, og grundvöllur lífshamingjunnar er að vera í þróun. Að geta meira, fá meira, verða betri, hæfari og um- fram allt að uppskera afrakstur erfiðis síns. Þróun og vöxtur er ein af grunnhvötum alls lífs. Að vaxa, þroskast, fjölga sér og aðlagast. Án þessarar þróunar yrði stöðnun, líkt og dauði; án hreyfingar, tímalaust og líflaust tóm. Að eiga von um það þróast, að hlutirnir muni lagast, að erfiði muni bera ávöxt er sú hvatning sem við þurfum til að halda áfram lífinu. Ávinningurinn er lífsham- ingja. Vonin um þróun, þó hún sé á fölskum forsendum og hafi ekkert til að styðja sig við; sé aðeins von er það nóg til að kveikja lífsviljann og viljann til að leggja eitthvað af mörkum svo vonin haldi áfram að vera til staðar. Í dag er þessi von aðeins veik og fjarlæg óskhyggja. Fjölmiðlar og pólitík- usar keppast við að sverta ástandið með því að brjóta niður baráttuþrek og lífs- löngun almennings. Með því að kasta rýrð á alla aðra, rífa niður nýjar stefnur og hugmyndir, setja þeir sig á stall, ofar öðrum og nota þannig ástandið sér til fram- dráttar. Markmiðið er jú að fá meira, meiri völd, meiri ítök, verða ómissandi. Undirgefinn skríllinn mun taka því sem að þeim er rétt, og selja frá sér eigur sínar og afrakstur, gefa eftir auðlindir og sjálfstæði lands- ins. Öllu verður fórnað fyrir vonina um þróun, framför og vöxt. Sá sem hefur allt þarf meira. Þó svo að stóru valdablokkirnar, auð- hringirnir og risabankarnir fái nú Ísland á silfurfati, ódýrt og auð- veldlega, munu þeir ekki láta þar við sitja. Því mikið vill meira og aldrei verður fyllt í það holrúm sál- arinnar sem við þekkjum svo vel sem græðgi. Á græðginni finnast engin takmörk og meðan henni er gefið frelsi mun hún aðeins vaxa og vaxa. Sú mannlega tilhneiging að vilja alltaf meira, sjálfum sér og sínum til handa er ekki ill, en líkt og allar okkar tilfinningar, óskir og eiginleikar þurfum við að temja þessar grunnhvatir okkar. Sá dagur mun koma að fátækt verður útrýmt, stríð verða ekki lengur viðurkennd. Valdi verður dreift þannig að engum tekst að misnota vald sitt í skjóli samfélags- gerðarinnar. En sá dagur er ekki í dag, og verður heldur ekki á morg- un. En ef okkur tekst að eiga von um þróun samfélags okkar á jörð- inni ættum við að hugsa þúsund ár fram í tímann, og miða aðgerðir okkar við að fólkið „okkar“ á eftir að lifa til að sjá þá stefnu sem við tókum fyrir það. Með þekkingu og reynslu getum við lagt af stað í dag, og tekið stefnuna á framtíð án ótta, kúg- unar og vanrækslu samfélagsins gagnvart þeim sem það byggja. Sama fólkið og maður sjálfur Eftir Ingimar Oddsson »Ef maður þarf að gera lítið úr öðrum til að upphefja sjálfan sig er lítið í mann varið. Ingimar Oddsson Höfundur er persónulegur ráðgjafi og tónlistarmaður. Námskeið vorið 2010 Gítarnámskeið fyrir byrjendur Fyrir alla aldurshópa / 50 mín. á viku í 12 vikur Langar þig að læra á gítar? Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski bara að koma þér af stað og stofna í kjölfarið rokkhljómsveit? Einhvers staðar verða menn að byrja og þetta námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennt er í 4-6 manna hópum þar sem raðað er niður eftir stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðuatriði gítarleiks, kunni öll helstu gítargripin og þar með öll helstu undirstöðuatriði gítarleiks. Gítarnámskeið fyrir lengra komna Fyrir alla aldurshópa / 30 mín á viku í 12 vikur - Einkatímar Þeir sem hafa verið áður hjá okkur fá kennslu við hæfi miðað við framfarir. Upptöku- og útsetninganámskeið Tónvinnslunámskeiðið hefst í febrúar. Farið verður í ProTools 101 og ProTools 110. Prufuupptökugerð (demo) í Midi-umhverfi ProTools og forritin Reason og Melodine kynnt. Upptökur á frumsömdu lagi í hljóðveri með hljóðfæraleikurum. Masterclass í hljóðblöndun í ProTools (EQ, Compressors, Reverb, Delay, Chorus, o.fl.) Sponsored Digidesign School Söngur og framkoma 14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur. Tímarnir byggjast á aðferð sem Kristin Linklater setur fram í bókinni “Freeing the Natural Voice”. Aðferðin byggist meðal annars á að geta notað röddina án óþarfa spennu og kvíða, styrkja röddina og stækka með tækni sem styðst við öndun og líkamsliðkun. Einnig eru gefin ráð um hvernig best er að velja sér lög við hæfi og lögð áhersla á textameðferð. Tvennir tónleikar verða á námskeiðinu. Kennarar: Margrét Eir og Erna Hrönn Söngur og framkoma - framhald 14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur. Kennarar: Margrét Eir og Erna Hrönn Erna Hrönn - Margrét Eir Skráning er hafin á slóðinni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 5349090 Þorvaldur Bjarni - Vignir Snær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.