Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
STUTTU fyrir jól
birtist grein eftir
Brynju Björgu Hall-
dórsdóttur, stjórn-
armann í Heimssýn, í
Morgunblaðinu þar
sem hún mælir gegn
aðild að ESB. Ég svar-
aði greininni og benti
þar á ýmsar rang-
færslur í henni, að-
allega með því að vitna
í reglur Evrópusambandsins og nið-
urstöður rannsóknarskýrslna. Í
greininni „Upplýst þjóð segir nei
við ESB“ sem birtist í Morg-
unblaðinu þann 7. janúar sl. bregst
Brynja við því með því að saka mig
um hortugheit. Í framhaldinu fer
hún yfir nokkur atriði í grein minni
og ljóst er af þeim texta að Brynja á
pólitískan frama vísan kjósi hún að
fara þá leið. Deila má um hvort póli-
tíkusar séu best til þess fallnir að
fræða þjóðina um mikilvæg mál.
Þeir freistast oft til að reyna að
móta skoðanir fólks að sínum eigin
með pólitískum leikjum í stað þess
að treysta fólki til að mynda sínar
eigin skoðanir og því miður hefur
það verið áberandi frá báðum hlið-
um í ESB-umræðunni. Í grein
Brynju má finna nokkur dæmi um
algeng pólitísk brögð sem rétt er að
vara sig á og bendi ég á þau hér.
Í hinni upphaflegu grein sinni
hélt Brynja því fram að útlendingar
myndu eignast allan fiskinn í sjón-
um umhverfis Ísland við inngöngu í
ESB. Ég benti henni á regluna um
hlutfallslegan stöðugleika sem
tryggir að við höldum yfirráðum á
fiskistofnum í íslenskri lögsögu.
Brynja vitnar þá í grænbók ESB
sem mælir með endurskoðun á
þessari reglu og leiðir að því líkur
að hún verði afnumin. Ef grænbók-
in er lesin kemur í ljós
að þetta er vegna þess
að ákveðnir aðilar hafa
fundið leiðir í kringum
núverandi reglu og því
er mælt með að henni
verði breytt eða að
önnur komi í staðinn til
að tryggja betur að
fiskveiðiréttindi haldist
hjá viðkomandi þjóð.
Þetta gefur því ekki
tilefni til að óttast að
fiskimið okkar fyllist af
spænskum togurum.
Að vitna í skýrslu sem fáir hafa les-
ið og taka málsgrein þaðan úr sam-
hengi á þennan hátt er bæði villandi
og óábyrgt en einnig vinsælt póli-
tískt „trikk“.
Næst gerir Brynja lítið úr því að
matvælaverð lækki um 20% við inn-
göngu. Með smá leik að tölum
kemst hún að þeirri niðurstöðu að
þetta myndi nánast engu máli
skipta fyrir heimilin. Í pólitík eru
talnaleikir oft notaðir til að villa um
fyrir fólki. Yfirleitt er þeim svarað
með öðrum talnaleik sem bendir til
gagnstæðrar niðurstöðu. Ég ætla
þó að sleppa því og segi aðeins að
hver verður að gera upp við sig
hvort 20% lækkun á matvælaverði
sé raunverulegur kostur eður ei.
Brynja hélt því fram að smáþjóð
gæti ekki náð góðum samningum
við ESB. Ég benti henni þá á samn-
inga Möltu og Eistlands sem þykja
hagstæðir og mikil ánægja er með.
Brynja stekkur upp á nef sér við
þetta og telur upp ýmsar stað-
reyndir um sjávarútveg Möltu en
það virðast vera stöðluð viðbrögð
Heimssýnarfólks þegar samningur
Möltu kemur upp í umræðunni.
Þetta eru áhugaverðar staðreyndir
en koma málinu ekkert við. Ég
sagði nefnilega ekki að Malta hefði
náð samningi sem hentaði Íslend-
ingum vel heldur Maltverjum.
Malta og Eistland eru dæmi um að
smáþjóðir geta vel staðið vörð um
sína hagsmuni í samningaviðræðum
og ástæða er til að ætla að Íslend-
ingar geti það einnig ef samn-
inganefnd okkar vinnur sína vinnu.
Að breyta um umræðuefni eins og
Brynja gerir hér er það sem rit-
stjóri Morgunblaðsins kallar
smjörklípu.
Brynja „óttast að innganga í ESB
gæti kostað okkur yfirráð yfir auð-
lindum okkar“. Rök hennar fyrir því
eru þau að við fáum svo margt gott
frá ESB að þeir bara hljóti að vilja
fá eitthvað til baka. Þetta virðist al-
gerlega úr lausu lofti gripið og ESB
hefur aldrei tekið yfir auðlindir að-
ildarríkjanna. Hér stundar Brynja
pólitík af gamla skólanum sem kall-
ast einfaldlega hræðsluáróður.
Í titli greinar sinnar fullyrðir
Brynja að upplýst þjóð muni hafna
aðild að ESB. Mér þykir alltaf bros-
legt þegar pólitíkusar segja þjóðinni
að ef hún væri bara upplýst um
málið þá væri hún örugglega sam-
mála þeim. Ég ætla ekki að taka
jafnstórt upp í mig og Brynja en ég
er þó vongóður um að ef fólk aflar
sér upplýsinga og er á varðbergi
gagnvart rangfærslum og pólitísk-
um brögðum í umræðunni muni
margir komast að sömu niðurstöðu
og ég: Að hagsmunum Íslands sé
betur borgið innan ESB en utan
þess.
Pólitískir leikir
í ESB-umræðu
Eftir Ingvar
Sigurjónsson » Í grein Brynju má
finna nokkur dæmi
um algeng pólitísk
brögð sem rétt er að
vara sig á og bendi ég á
þau hér.
Ingvar Sigurjónsson
Höfundur er stærðfræðingur og vara-
formaður Ungra evrópusinna.
ÞEIRRI skoðun er
haldið fram að ríkið
beri enga ábyrgð á
skuldbindingum
Tryggingasjóðs inni-
stæðueigenda. Sjóð-
urinn er sjálfseignar-
stofnun og því ríkinu
óviðkomandi. Íslend-
ingar eigi þess vegna
ekki að greiða neitt
vegna Icesave-inni-
stæðnanna umfram það sem sjóð-
urinn sjálfur getur greitt. Fram-
sóknarflokkurinn er oftast á þessari
skoðun og Sjálfstæðisflokkurinn
stundum. Fylgi við þetta viðhorf fer
vaxandi þessa dagana og það gæti
verið skoðun meirihluta þjóð-
arinnar.
Ekki hefur verið deilt um ábyrgð
sjóðsins. Íslensk stjórnvöld og
stjórn sjóðsins sjálfs hafa viður-
kennt að allar innistæður í íslensk-
um bönkum séu tryggðar hjá sjóðn-
um, þar með taldar Icesave-inni-
stæðurnar. Sjóðurinn hefur þegar
greitt nokkrum breskum Icesave-
innistæðueigendum, svo sem sveit-
arfélögum og góðgerðarfélögum,
lágmarkstrygginguna, samtals um
einn milljarð króna. Í trygginga-
sjóðnum voru aðeins um 16 millj-
arðar króna en Icesave-innistæð-
urnar voru samtals um 1.250
milljarðar króna.
Sparifjáreigendur eiga um 2.000
milljarða króna í íslensku bönk-
unum. Ekkert er til í trygginga-
sjóðnum. Peningarnir væru alger-
lega ótryggðir ef ekki kæmi til
yfirlýsing ríkisstjórnarinnar þess
efnis að allar innistæður séu tryggð-
ar. En ef sú skoðun verður ofan á að
ríkið beri enga ábyrgð þá er sjálf-
gefið að sú yfirlýsing verður aftur-
kölluð. Á næstu árum gætu safnast
um 20 milljarðar króna í sjóðinn. En
það breytir engu. Hann gæti tæpast
staðið undir skuldbindingum sínum
við þrot lítilla spari-
sjóða. Fráleitt að sjóð-
urinn geti ábyrgst inni-
stæður í einum
meðalviðskiptabanka.
Markaðshlutdeild hans
gæti verið um 20% eða
400 milljarða króna
innistæður. Óumdeilt
er að innistæðutrygg-
ingarkerfið eigi við
þegar einstök fyr-
irtæki komast í vand-
ræði og að kerfið eigi
að geta tryggt inni-
stæður við þær aðstæður. En það er
líka jafnaugljóst að kerfið á Íslandi
mun ekki geta varið innistæðurnar,
jafnvel ekki við afar takmörkuð
áföll.
Fyrir liggur að stjórnvöld í öðrum
löndum Evrópska efnahagssvæð-
isins, Norðmenn og allar 27 Evrópu-
sambandssþjóðirnar, eru einróma í
því að ríkissjóðirnir standi á bak við
tryggingasjóðina í sínum löndum.
Íslenskir sparifjáreigendur standa
þá í þeim sporum að fé þeirra er
ótryggt í bönkum hér á landi en
öruggt í öðrum löndum EES. Það
gefur augaleið að þeir hljóta að
grípa til þess að flytja fé sitt í er-
lenda banka og hafa til þess fullt
frelsi enda er frelsi til þess að flytja
fjármagn milli landa innan EES.
Því ákveðnari sem Íslendingar
verða í því að sparifé sé ótryggt
þeim mun fyrr munu sparifjáreig-
endur verða hraktir með fé sitt úr
landi. Hverjum er það til gagns?
Sparifé hrakið
úr landi
Eftir Kristin H.
Gunnarsson
» Íslenskir sparifjár-
eigendur standa
þá í þeim sporum að fé
þeirra er ótryggt í
bönkum hér á landi en
öruggt í öðrum
löndum EES.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er fv. alþingismaður.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
l Tækniþróunarsjóður er sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar
samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir,
nýsköpun og atvinnuþróun.
l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu
Vísinda- og tækniráðs.
l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.
l Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka
samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt
gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til.
l Tækniþróunarsjóður hefur skilgreint þrjá verkefnisflokka og er umsækjendum
bent á að kynna sér þá, ásamt reglum um viðurkenndan kostnað, á vefsíðu sjóðsins.
l Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 15. febrúar næstkomandi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð
eru á www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Styrkir til nýsköpunar
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010
Í BERLÍN var skjalabunki
nokkur „gerður opinber núna um
áramótin“. Morgunblaðið segir
frá því 5. janúar. Á forsíðu er
vakin athygli á þessu og yf-
irskriftin: „Framsókn í sam-
skiptum við kommúnista í A-
Berlín“. Og í grein um þýsku
skjölin á innsíðu er aðeins milli-
fyrirsögn: „Töluverð samskipti
við Framsóknarflokkinn“. – Þetta
þykja auðsjáanlega nokkur tíð-
indi. En ný eru þau ekki hér á
landi.
Snemma sumars 1968 fórum
við, þrír framsóknarmenn, boðs-
ferð á 20 ára afmælisþing Bænda-
flokks Austur-Þýskalands. En
hann var í senn pólitískur flokkur
og stéttarsamtök bænda. Þarna
komu sem gestir þremenningar
frá mörgum löndum, fjær og nær,
t.d. Japan og Ítalíu. Heim komnir
ræddum við félagar margt um
þessa ferð og ég sagði frá henni á
mannamótum og í blöðum. Og í
bók minni Ferðaslangur – Austan
tjalds og vestan hafs, 1996, fjalla
ég um téða heimsókn á 70 blað-
síðum. – Mér er varla láandi þó
ég brosi þegar þessu er slegið
upp sem frétt – núna!
Eftirfarandi setningar úr bók
minni gefa nokkrar vísbendingar
um aðdraganda og væntingar
1968:
„Nú hafði Framsóknarflokk-
urinn í þá daga engin formleg
samskipti eða tengsl við stjórn-
málaflokka í öðrum löndum. Á
hinn bóginn taldi stjórn flokksins
af hinu góða að flokksmenn
þekktust þetta boð og færu ferð-
ina á eigin vegum. Þó í litlu væri
mætti það stuðla að auknum
kynnum við þann hluta þýsku
þjóðarinnar sem „járntjaldið“
hafði um hríð skilið frá vestlægari
hluta Evrópu. – Og mér var þá
ofarlega í huga að sjá hvað þetta
stríðshrjáða fólk, nágrannar okk-
ar í Norðurálfu, væri komið áleið-
is að reisa úr rústum byggð og
bjargræðisvegi.“ – Hér um ei
fleira.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Opinberun
um áramót
Höfundur er fyrrv. þingmaður
Framsóknarflokksins og ráðherra.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn