Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 47
Menning 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Ég hef eytt töluverðum tíma íað reyna að ákveða hvort égeigi að sjá Sherlock Holmes.
Ég geri mér ekki almennilega grein
fyrir því um hvað hún fjallar; Holm-
es er þarna, Watson, Irene Adler og
vondur kall sem ég kann ekki deili á.
Sykursætur Jude Law og mátulega
órakaður Downey Jr. hlaupa um,
lenda í vanda og inn á milli sprangar
Rachel McAdams um á korselettinu.
Svo mikið hef ég séð í sýnishorn-
unum. Það eru ótal atriði sem mér
virðast hafa skolast til í aðlöguninni
en það er korselettið sem veldur mér
höfuðverk.
Í júní á hverju ári fer ég í sveitinaað leita (að dúni) í tvær eða þrjár
vikur. Á kvöldin þegar heim er kom-
ið eftir langan dag í uppeyjum les ég
Sherlock en bækurnar keypti afi
minn á markaði fyrir mörgum árum
og lestur þeirra er órjúfanlegur
partur af sumarfríinu. Persóna
Irene Adler kemur fyrir í sögu sem
mig minnir að heiti á íslenskunni
„Konungur Bæheims í vanda stadd-
ur.“ Hún er töff hún Irene. Án þess
að rekja alla söguna þá endar þetta í
stuttu máli þannig að hún skákar
Holmes og fær þann heiður að vera
kölluð af honum „Konan.“ Holmes
er nefnilega venjulega ekkert fyrir
konur og í þau skipti sem þeim
bregður fyrir í sögum Conan Doyle
eru þær yfirleitt viðkvæmar
kennslukonur í vanda eða kerlingar-
sköss sem sjá um eldamennskuna á
niðurníddu óðalssetri.
Höfundur Holmes er einn af þeim
hópi sem ég kalla „Menn sem kunna
ekki að skrifa konur.“ Honum til-
heyra líka til dæmis C.S. Lewis og
Tolkien. Tvíhyggjan er æpandi; ann-
að hvort eru konur litlar, saklausar
stúlkur, valdagráðugar ísdrottingar
eða þá að konur geta alls ekki verið
annað en holdgervingar fegurðar,
friðar og góðmennsku sem sitja
þægar heima á meðan karlmenn-
irnir ferðast um, berjast við ófreskj-
ur og klífa eldfjöll.
Þessi ótrúlega einföldun á kon-
unni hefur alltaf verið mér ráðgáta,
það getur einfaldlega ekki verið að
þessir menn hafi ekki haft neinar
bitastæðari fyrirmyndir í kringum
sig. En þrátt fyrir allt eru bækur
þeirra í miklu uppáhaldi hjá mér,
þeir bæta fyrir galla sína með öðrum
hæfileikum. Og sumar þessara kven-
persóna eru bara ansi flottar. Irene
Adler er kúl, henni er alveg sama
um venjur og hefðir og fylgir sann-
færingu sinni og hjartanu. Og hún
lék á Holmes. Það eru til verri glæp-
ir en að kunna ekki að skrifa konur.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni.Ég óttast það mjög að höf-
undar nýju myndarinnar hafi framið
verri glæp. Hvað ef Irene Adler er
ekki lengur bara einfölduð en töff
erkitýpa, heldur önnur verri, ein-
hver kjánastelpa sem daðrar við
tvíeykið og stillir sér þess á milli upp
í daðurslegum stellingum svo hún
líti nú sem best út á nærfötunum?
Það myndi óneitanlega fara í mínar
fínustu. En þar sem tilhugsunin ein
pirrar mig nú þegar, þá held ég að
ég skelli mér bara á myndina. Hún
er eflaust ágætis afþreying og það
væri ósanngjarnt af mér að ákveða
fyrirfram að kvikmyndagerðar-
mennirnir hafi eyðilagt Irene. Það
yrði þá allavega efni í annan dálk.
Vandinn við
Irene Adler
AF LISTUM
Hólmfríður Gísladóttir
» Þessi einföldun ákonunni hefur alltaf
verið mér ráðgáta.
!
" #
$%"&' #
!( )
*
$"+' #
#
*
,$,- *
.
# "
"
/ /
0 # 00
12
/
*
# 3
#
.
#
0
/
# /#
# #
.
.
,%-41%%& *
.
5%%
6
/
0 0
#
7888
4
1%,%9
/#
..
* ..
*
* / * /
# / /
/#
# *
"
..
:
*
/#
/
/#
#
*
,-
0
# 0
;
*
" <
" ,55 3
# /
1 0
1%,%" ,2%%" #
=
4 1%,%>
?
/
"
/ # / /
..
( "
"
# #
11 0
1%,%" ,2%%"
(
. #
@
..
888
4
1%,%"
,%%%"
,-
0
1%,%
TVÍHÖFÐI
KANINN: BESTA TÓNLISTIN, FRÉTTIR
OG SKEMMTILEGASTA FÓLKIÐ
LAUGARDAGA MILLI 9.00 - 12.00 OG SVO AFTUR
MILLI 20.00 OG 23.00 SUNNUDAGSKVÖLDUM
FM91,9 OG FM103,9 Í REYKJAVÍK.
FM93,9 Á AKUREYRI. FM92,9 Á SELFOSSI.
FM104,7 Í VESTMANNAEYJUM. FM103,2 EGILSTÖÐUM
DIGITAL ÍSLAND OG BREIÐBAND SÍMANS
UM ALLT LAND. STREYMI Á KANINN.IS FRÉTTIR FRÁ SKJÁ EINUM 18:15