Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Íslandsbankiauglýsti í gæreftir tilboðum í Sjóvá-Almennar tryggingar, sem bankinn og félag á hans vegum tóku yfir vegna skulda- mála. Áður hafði Íslandsbanki sett Skeljung, Steypustöðina og Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, í opið sölu- ferli. Þetta er eðlileg aðferð þeg- ar bankar hafa þurft að taka yfir stór fyrirtæki eftir að eig- endur þeirra hafa ekki getað staðið í skilum með skuldir sínar. Eigendurnir hafa þar með misst fyrirtækin og bank- inn þurft að afskrifa skuldir. Eftir það reynir hann að fá sem mest fyrir fyrirtækið sem sett hafði verið að veði fyrir skuldinni. Fyrri eigendur koma ekki að þessu máli, þeir misstu eignina vegna vanskila en aðrir kaupa fyrirtækið og halda áfram rekstri þess. Svona ganga hlutirnir al- mennt fyrir sig og þykir eðli- legt. Af þeim sökum hefur verið sérkennilegt að fylgjast með meðferð á máli Haga og móðurfélags þeirra, 1998, í Arion banka. Af einhverjum ástæðum, sem enn hafa ekki verið skýrð- ar, hefur 1998, og þar með Hagar, ekki verið sett í opið söluferli. Mánuðum saman hafa staðið yfir viðræður við fyrrverandi eigendur 1998 – sem misstu félagið til bankans vegna skuldamála – án þess að nokkur eðlilegur grundvöllur sé sjáanlegur fyrir þeim við- ræðum. Hagar eru ekki einhver smásjoppa sem varð illa úti vegna hrunsins. Hagar eru með um eða yfir helmings markaðshlutdeild á matvörumarkaði og skuldavandi þeirra stafar af því að þeir voru óhóf- lega skuldsettir löngu fyrir hrun. Um þetta mátti meðal annars lesa í fróðlegri fréttaskýringu í viðskipta- blaði Morgunblaðsins á fimmtudag. Samkvæmt könnun sem Viðskiptablaðið birti um miðj- an desember sl. um viðhorf al- mennings til þess hvernig skuli leysa málefni Haga er ljóst að fólk mun ekki sætta sig við að þeir sem áttu fyrir- tækið og stýrðu því í þau vandræði sem það nú er í fái sérmeðferð í Arion banka. Yf- ir 96% landsmanna telja að ekki sé réttlætanlegt að samið sé við fyrri eigendur ef það felur í sér niðurfellingu skulda. Langflestir eru einnig þeirrar skoðunar að sala Haga eigi að fara fram með opnum hætti, líkt og gerst hefur með önnur stór fyrirtæki, nú síðast Sjóvá-Almennar tryggingar. Þó að enn virðist ætla að verða dráttur á málefnum Haga innan Arion banka má ætla að styttast fari í að ákvörðun verði tekin um hvaða leið skuli farin við að selja fyrirtækið. Sú ákvörðun hlýtur að þurfa að taka fullt tillit til þeirra eðlilegu sjón- armiða sem fram koma í fyrr- greindri könnun, að fyrir- tækið verði selt í opnu ferli. Bankinn getur ekki horft framhjá því að aldrei gæti orð- ið sátt um ákvörðun sem fæli í sér að hygla tilteknum aðilum. Hann hlýtur að tryggja að jafnræði og sanngirni verði höfð að leiðarljósi við lausn á málefnum Haga. Arion banki hlýtur að sjá að engin sátt getur orðið um að hygla fyrri eig- endum Haga } Hagar fari í opið söluferli Útgerðarmennlýsa þessa dagana áhyggjum sínum af stefnu stjórnvalda í sjáv- arútvegsmálum. Einn þessara út- gerðarmanna, Guðrún Lár- usdóttir, ritað til að mynda grein í Morgunblaðið í gær og benti á að fyrningarleiðin, sem stjórnvöld vilja koma á, kippir fótunum undan rekstri útgerða í landinu. Sjávarútvegur er í eðli sínu áhættusamur rekstur og þar er aldrei á vísan að róa. Stundum veiðist vel og stund- um illa. Verði fyrningarleiðin of- an á þurfa útgerð- irnar þó ekki að hafa áhyggjur af sveiflum í rekstri lengur. Eftir það yrði reksturinn alger ein- stefna niður á við. Vilji menn losna við óvissuna úr sjávar- útveginum er fyrningarleiðin þess vegna alveg kjörin. Sé áhugi á öflugum sjávarútvegi og blómlegri byggð í landinu, er hins vegar augljóst að leggja verður þessar tortímingarhugmyndir á hill- una. Enginn þarf að efast um afleiðingar fyrn- ingarleiðarinnar fyr- ir sjávarútveginn } Á vísan að róa Þ egar falsveldi íslensku bankanna var sem mest, á árunum fyrir hrun, þótti jaðra við goðgá að bera brigður á starfsemi þeirra. Þeir, sem léðu máls á þeim möguleika að skuldsetning bankakerfisins væri líklega ósjálfbær, voru átaldir fyrir að „tala niður“ þessar stofnanir, í starfsemi sem byggðist að mestu leyti á trausti og trú. Enda mátti svo sem þess vegna færa til sanns vegar, að svo lengi sem tiltrúin væri fyrir hendi væri allt í himnalagi. Spádómar um bankahrun gátu orðið „sjálfrætandi“ og stuðlað að því að fólk tæki peningana sína út, en það þolir enginn banki í miklum mæli. Nú má að vissu leyti segja að hið sama sé uppi á teningnum og þá. Munurinn er hins vegar sá að nú er það ríkið sem safnar skuld- um. Skuldum sem líklega verða því ofviða á endanum. Engu að síður eru þeir taldir vera niðurrifsmenn sem benda á hræðilega fjárhagsstöðu íslenska ríkissjóðsins. Staðan er nefnilega þannig að heildargreiðslur vegna Icesave-skuldbindingarinnar munu nema 400 millj- örðum króna, jafnvel þótt endurheimtur úr búi Lands- bankans nái allri kröfu íslenska tryggingarsjóðsins. Þá er reiknað með því að gengi íslensku krónunnar breyt- ist ekki frá því sem nú er. Og það verður að teljast ansi bjartsýnisleg forsenda. Á næsta ári, 2011, verður ríkið að greiða af erlendum lánum fyrir sem nemur 60% af tekjum sínum. Þetta er nú verið að reyna að endurfjármagna með lánum sem tengjast áætlun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Það er nákvæmlega sami leikur og bankarnir stunduðu. Menn eru að reyna að rúlla vandanum á undan sér, í stað þess að takast á við hann. Erlendar skuldir rík- isins stigvaxa og þrýstingur á gengi krón- unnar vex því einhvern tímann þarf að greiða þessar skuldir. Gengislækkun yrði svo aftur til þess að er- lendar skuldir hækkuðu, mældar í krónum. Ef gengi krónunnar félli t.a.m. um 30%, sem er alls ekki fjarstæðukennt, yrði það til þess að heildargreiðslur af Icesave-skuldinni færu nærri 1.000 milljörðum króna. Það er talan einn með tólf núllum fyrir aftan sig: 1.000.000.000.000. Halda menn að við ráðum við þetta? Eina lausnin á þeim vanda sem að okkur steðjar er að skera ríkisútgjöld niður svo um munar. Við læknum ekki skuldavanda með því að taka lán. Við þurfum gríð- arlegan afgang á fjárlögum til að greiða niður þessar erlendu skuldir. Fyrst þurfum við að hafna afarkostum Breta og Hol- lendinga og neita þeim um ríkisábyrgð á skuldbindingu tryggingarsjóðs. Síðan hysjum við upp um okkur bræk- urnar og borgum þær skuldir sem ríkið hefur stofnað til og lánardrottnar geta innheimt með lögmætum hætti. Við eigum ekki að leyfa ofbeldismönnum að dæma okk- ur til varanlegrar fátæktar. Ívar Páll Jónsson Pistill Forðumst fótspor bankanna Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is M ikill vandi steðjar að evrusvæðinu. Það verður ekki deilt um að tilvist evrunnar bjargaði mörgum ríkj- um frá gjaldeyriskreppu þegar fjár- málakerfi heimsins var við ystu nöf haustið 2008. En að sama skapi er evr- an nú þungur myllusteinn um háls mjög skuldsettra hagkerfa á evrusvæð- inu og hún hefur grafið undan sam- keppnishæfni þeirra og þar með mögu- leikunum til þess að vinna sig úr þeirri efnahagslægð sem er yfir meginland- inu. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, varð í vikunni fyrsti þungavigtarmað- urinn í evrópskum stjórnmálum til þess að tala tæpitungulaust um þennan vanda. Hún segir evrusvæðið standa frammi fyrir verulegum erfiðleikum og að þeir muni ekki hverfa á næstu árum. Kanslarinn benti á að Þjóðverjar hefðu sett sér lög sem kvæðu á um mikið að- hald í ríkisfjármálum en það hefðu flest ríki evrusvæðisins ekki gert. Þar eru grísk stjórnvöld fremst í flokki en hallarekstur ríkisins nam tæpum 13% landsframleiðslu í fyrra. Það er fjórum sinnum meiri halli en reglur Mynt- bandalagsins kveða á um og helmingi meiri en meðaltalið á evrusvæðinu í fyrra. Ekki heiglum hent Ljóst er að grísk stjórnvöld muni ekki ná niður fjárlagahallanum á næstu árum og takast að draga úr mikilli skuldsetningu nema gripið verði til sársaukafulls niðurskurðar í rík- isrekstrinum auk róttækra umbóta á lífeyrissjóðskerfi landsins. Þetta er ekki verkefni fyrir pólitíska heigla. Segja má að spádómar um greiðslufall gríska ríkisins byggist á þeirri trú að stjórnvöldum takist ekki að koma böndum á skuldasöfnunina. Verkefnið sé beinlínis óleysanlegt án utanaðkom- andi hjálpar og er horft til Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í þessu samhengi. Embættismenn ESB hafa útilokað slíka aðstoð enda er óljós lagaheimild fyrir henni. Grikkir þurfa því að öllu óbreyttu að bera myllusteininn einir. Merkel sagði í vikunni að ástandið setti mikinn þrýsting á evrusvæðið en það væri Grikkja að leysa úr sínum vandamálum. Þjóðverjar gætu ekki skipað þeim að samþykkja umbætur á kostnaðarsömu lífeyrissjóðskerfi. Þetta afhjúpar hina pólitísku vídd málsins. Efnahagsvandi ríkja á borð við Grikkland, Portúgal, Ítalíu, Írland og Spán liggur fyrir en lausn hans er fyrst og fremst pólitísk. Gengisfelling er útilokuð og þess vegna þurfa hag- kerfi þessara landa að aðlagast með því draga verulega úr hallarekstri hins opinbera og skuldsetningu ásamt því að leyfa nafnlaunum og nafnverði að lækka enn frekar. Ef þessi aðlögun fer ekki fram verða skuldirnar óbærilegar og samkeppnisstaða gagnvart öðrum evruríkjum, og þar með getan til þess að framleiða sig úr vandanum, nánast vonlaus. Til að bæta gráu ofan á svart er ekki einu sinni víst að þessi erfiða leið sé yfirhöfuð fær. Martin Wolf, einn af ritstjórum Financial Times, bendir á að þessari leið fylgir veruleg áhætta á alvarlegri verðhjöðnunar- kreppu – það er að samhliða lækkun nafnverðs og nafnlauna aukist skulda- byrði einkageirans og hins opinbera í evrum talið og verður jafnvel svo mikil að hrina gjaldþrota ríður yfir. Óeirðir Átök í Grikklandi. Margir spá að pólitísk ólga muni magnast upp vegna fyrirsjáanlegs niðurskurðar í hagkerfum Evrópu. Þungavigtarmenn í evrópskum stjórnmálum eru farnir að beina spjótum sínum að þeim vanda sem steðjar að evrunni. Evruríkin deila mynt en eiga ekki við sömu efnahagsvandamál að etja. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR milli landa á evrusvæðinu skiptir máli ólíkt því sem gerist í Bandaríkj- unum. Fram að fjármálakreppunni var viðskiptaafgangur Þýskalands við önnur evruríki mikill og að sama skapi var viðskiptahalli ríkja á borð við Spán og Írland umtals- verður. Eins og Martin Wolf bendir á voru ríkisfjármál evruríkjanna í svipuðum farvegi þannig að mis- munurinn þurfti að koma fram í muninum á stöðu einkageirans. Hann var ákaflega skuldsettur í síð- arnefndu ríkjunum. Ef skuldsetn- ing einkageirans fær ekki staðist til lengdar færist vandamálið á end- anum yfir á hið opinbera. Það er einmitt þetta sem hefur gerst í kjöl- far fjármálakreppunnar. Ef evru- svæðið væri sameinað fullvalda ríki væri þetta ekki svo mikið vanda- mál: Þjóðverjar myndu eyða meiru og þar með myndi eftirspurn á þeim svæðum standa illa, aukast, og það myndi smyrja tannhjól hag- vaxtarvélarinnar. En evrusvæðið samanstendur af fullvalda ríkjum og þar af leiðandi hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til þess að hafa þjóðlega sýn á efna- hagsvandann. SAMEIGIN- LEGUR VANDI ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.