Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 56
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 16. DAGUR ÁRSINS 2010
Heitast 5°C | Kaldast -1°C
NA 8-13 m/s með
rigningu eða slyddu,
fyrst SA-lands. Snýst í
hægari SA- átt með
skúrum. »10
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,-.
*/0,/0
)*),+*
*+,)))
**,/)+
)-,.12
)*),+1
),0-+*
)12,13
)-1,+-
456
4 )2" 7
85 */)/
)*2,/.
*/0,2*
)*),-3
*+,)3*
**,/-1
)-,-+-
)*),30
),0-3*
)1.,2.
)-1,1-
*0+,)/-
%
9: )*2,0.
*/+,/)
)**,)+
*+,*20
**,)++
)-,-11
)**,)-
),03**
)1-,)+
)3/,+-
FÓLK Í FRÉTTUM»
KVIKMYNDIR »
Nikulás litli er frábær
fjölskyldumynd. »51
Hólmfríður Gísla-
dóttir veltir fyrir sér
hlutverki Irenu
Adler í kvikmynd-
inni um Sherlock
Holmes. »47
AF LISTUM »
Hlutverk
Irenu Adler
TÓNLIST»
Einstakt framtak Einars
Bárðarsonar. »48
FÓLK»
Pressa að vera valin
kynþokkafyllst. »55
Sólveig Anspach
vinnur að framhaldi
að Skrapp út. Nýj-
asta mynd hennar,
Louise Michel, er nú
sýnd hérlendis. »48
Annatíð hjá
Anspach
KVIKMYNDIR»
Menning
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ætluðu að hefja leit að Dorrit
2. Íslendingar fá gusu frá AGS
3. Erfitt að yfirgefa hjálparvana fólk
4. Var föst í lyftu í átta daga
Íslenska krónan veiktist um 0,3%
Möguleikhúsið er á leið til Banda-
ríkjanna með leiksýninguna Völuspá
(The Prophecy). Sýningin verður
sýnd á leikhúsmessu í Pittsburgh í
Pennsylvaníu. Völuspá er þar í hópi
20 sýninga víðsvegar að úr heim-
inum sem valdar voru sérstaklega til
þátttöku. Á sviðinu eru Pétur Eg-
gerz sem leikur öll hlutverkin í
Völuspá og Stefán Örn Arnarson
sellóleikari.
LEIKLIST
Möguleikhúsið sýnir
í Bandaríkjunum
Embla Ágústs-
dóttir hefur verið
valin Mosfellingur
ársins 2009 af bæj-
arblaðinu Mosfell-
ingi í Mosfellsbæ.
Embla er nemandi
á félagsfræðibraut
í Borgarholtsskóla og stefnir á há-
skólanám í fötlunar- og kynjafræð-
um. Hún lætur hreyfihömlun ekki
hindra sig í að lifa lífinu og ná háleit-
um markmiðum sínum í námi og
starfi. Meðal annars hefur hún að
undanförnu haldið fjölda fyrirlestra
sem tengjast málefnum fatlaðra.
Þá er hún öflug sundkona.
VIÐURKENNINGAR
Embla Ágústsdóttir er
Mosfellingur ársins 2009
Danska forlagið
Gyldendal hefur
fest sér réttinn á
nýjustu skáldsögu
Kristínar Marju
Baldursdóttur,
Karlsvagninum.
Kristín Marja á sér
þegar dyggan aðdáendahóp í Dan-
mörku en þar hafa komið út bækur
hennar Karítas án titils, Óreiða á
striga og Mávahlátur.
Bækur Kristínar Marju hafa nú
verið gefnar út í Þýskalandi, Hollandi,
Svíþjóð, Frakklandi, Noregi og Dan-
mörku og brátt bætist Ítalía í safnið.
BÓKMENNTIR
Karlsvagn Kristínar Marju
kemur út í Danmörku
STÚLKUR úr Skautafélagi Reykjavíkur sýndu
glæsileg tilþrif á opnunarhátíð Reykjavíkurleik-
anna í gærkvöldi. Opnunarhátíðin var haldin í
Laugardalslauginni og var stóru sviði fleytt út í
laugina og á því voru allar íþróttagreinarnar níu
sem keppt er í á mótinu kynntar. Eftir sýn-
inguna var haldið sundlaugarpartí fyrir kepp-
endur en þeir eru alls 2.000, þar af eru um 300
frá útlöndum.
OPNUNARHÁTÍÐ Á FLJÓTANDI SVIÐI
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„ÉG hef aldrei
verið að keppast
við að fólk taki
mig alvarlega út
frá því hvernig
ég kem fram,“
segir Ragnar
Kjartansson
myndlistar-
maður, spurður
að því hvað hon-
um finnist um
gagnrýni á sýningu hans og listræn-
an gjörning á Feneyjatvíæringnum í
fyrra, The End, eða Endalokin, m.a.
innsenda grein í Morgunblaðinu þar
sem gjörningi hans var líkt við Nýju
fötin keisarans eftir H.C. Andersen.
„Það verður að taka verkin alvar-
lega,“ undirstrikar Ragnar og tekur
undir það með blaðamanni að það sé
mikill heiður að vera fulltrúi Íslend-
inga á tvíæringnum sem fylgi bæði
neikvæð og jákvæð gagnrýni.
Afraksturinn af listrænum gjörn-
ingi hans í Feneyjum má nú líta í
Hafnarborg, 150 málverk af sömu
fyrirsætunni þekja efri sal safnsins
og rúmlega það, auk myndbands-
verks sem var hluti af sýningunni í
Feneyjum og ýmissa muna sem
tengjast henni. Má þar nefna sund-
skýluna sem fyrirsætan skartaði í
hálft ár. | 46
„Verður að taka
verkin alvarlega“
Ragnar
Kjartansson
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
HIN sigursæla körfuboltadrottning
Helena Sverrisdóttir, sem gert hef-
ur góða hluti með liði sínu í Banda-
ríkjunum undanfarið, er komin á
kortið í orðsins fyllstu merkingu.
Gefið hefur verið út lítið litprentað
spjald þar sem helstu afrek Helenu
eru tíunduð, en hún keppir með
bandaríska háskólaliðinu TCU. Hún
átti til dæmis frábæran leik með liði
sínu gegn Texax A&M-Corpus
Christi í upphafi árs og skoraði þar
17 stig af 78. Helena er sú eina í sögu
háskólaliðsins sem hefur náð að
skora 1.000 stig, taka 500 fráköst og
gefa 300 stoðendingar. Hún stefnir
því á atvinnumennsku í körfubolta
að loknu háskólanámi.
Í kjöri um íþróttamann ársins hér
á Íslandi á dögunum varð Helena í 4.
sæti.
Einbeitt hugarfar
„Helena er einstök fyrirmynd,“
segir Hennig Freyr Henningsson,
þjálfari kvennaliðs Hauka í körfu-
knattleik, sem Helena æfði og keppti
með allt þar til hún hélt utan fyrir
þremur árum.
„Margar stelpnanna í liðinu hafa
æft með Helenu og þekkja því vel
það einbeitta hugarfar sem hún hef-
ur gagnvart íþrótt sinni. Hún er heil
í hverju því sem hún tekur sér fyrir
hendur og stefnir ótrauð að sterku
marki. Er án nokkurs vafa á leiðinni
í NBA,“ segir Henning sem telur
velgengni Helenu í Bandaríkjunum
eiga sinn þátt í almennt auknum
áhuga á körfubolta kvenna.
Helena á kortinu
Kort með Helenu Sverrisdóttur vekur athygli Þykir góð
í körfuboltanum vestra Er heil í öllu með einstakt hugarfar
Bolti Helena vekur athygli í körfu-
bolta kvenna í Bandaríkjunum.
Í HNOTSKURN
» KörfuboltadrottninginHelena Sverrisdóttir, sem
keppir í Bandaríkjunum, er
komin á á litprentað kort.
» Sú eina í sögu háskólaliðs-ins síns sem hefur náð að
skora 1.000 stig, taka 500 frá-
köst og gefa 300 stoðendingar.
»Er einstök fyrirmynd semhefur aukið áhuga á körfu-
bolta kvenna, að mati þjálfara
Hauka.
»Er án vafa á leiðinni íNBA, segir Henning Henn-
ingsson, þjálfari Hauka.