Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
✝ Ágúst HilmarÞorbjörnsson
fæddist á Höfn í
Hornafirði 17. októ-
ber 1952. Hann lést á
heimili sínu sunnu-
daginn 10. janúar
2010.
Foreldrar hans eru
Ágústa Margrét
Vignisdóttir, f. 4.
ágúst 1923 og Þor-
björn Sigurðsson,
vitavörður, f. 7. febr-
úar 1918, d. 16. apríl
1988. Ágúst var
fimmti í röð sex bræðra sem eru
Sigurbergur, f. 1946, d. 2007, Vign-
ir, f. 1947, Ólafur Björn, f. 1948,
Örn Þór, f. 1951 og Guðjón Her-
mann, f. 1962.
Eiginkona Ágústs er Halldóra
Bergljót Jónsdóttir, fædd í Reykja-
vík 30. október 1952. Foreldrar
hennar voru Ólafía Þórðardóttir,
húsfreyja, f. 24. febrúar 1927, d. 30.
október 1994 og Jón Júlíus Sigurðs-
son, útibússtjóri Landsbanka Ís-
lands, f. 7. desember 1922, d. 25.
anum 1973. Ágúst var einn af stofn-
endum og eigendum útgerðarinnar
Garðeyjar sem gerði m.a. út vélbát-
ana Garðey og Akurey og frysti-
skipið Andey. Hann vann við út-
gerðina til ársins 2003 þegar hún
var seld.
Ágúst var mikið náttúrubarn og
lagði stund á ýmiskonar veiðiskap,
m.a. má eigna honum heiðurinn af
því að viðhalda aldagamalli þekk-
ingu um veiðar og vinnslu á lúru á
Hornafirði. Einnig var hann áhuga-
maður og frumkvöðull um veiðar
og nýtingu á íslenska álnum. Flug-
vélar og flugsamgöngur áttu alla
tíð hug hans. Síðastliðið vor eyddi
hann löngum stundum í að lagfæra
gamla flugvöllinn á Melatanga en
þar varði hann tíma sínum á fyrstu
árunum með föður sínum. Hann
naut þess alla tíð að vinna og sjá ár-
angur að loknu dagsverki og alls-
kyns byggingarvinna var honum að
skapi.
Útförin fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag, laugardaginn 16.
janúar, og hefst athöfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
nóvember 1999.
Systkini Halldóru eru
Guðrún Júlía, Þórður,
Ólafía Hrönn og Sig-
ríður Ragna. Ágúst
og Halldóra gengu í
hjónaband 25. desem-
ber 1977 og eignuðust
þau fjögur börn. Þau
eru: 1) Jón Þorbjörn f.
8.10. 1974, sambýlis-
kona Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f 10.8.
1976. Börn þeirra eru
Halldóra Bergljót f.
9.3. 2003 og Hilmar
Lárus f. 13.3. 2008. Fyrir átti Jón
Þorbjörn dótturina Sólveigu Ýr, f.
30.9. 1997. 2) Gísli Karl f. 12.11.
1976, sambýliskona Þóra Björg
Gísladóttir, f. 4.8. 1984. Dóttir
þeirra er Guðlaug f. 27.4. 2008. 3)
Ólafur Pétur, f. 31.3. 1979. 4) Berg-
þóra Ólafía, f. 29.6. 1984 sambýlis-
maður Halldór Halldórsson, f. 30.8.
1983. Sonur þeirra er Ágúst Hilm-
ar, f. 25.8. 2009. Ágúst stundaði
nám við Sjómannaskóla Íslands og
lauk skipstjórnarprófi frá skól-
Elsku pabbi. Þá er hetjulegri bar-
áttu við krabbameinið lokið. Allur sá
tími sem við höfum fengið notið með
þér eftir að þú greindist hefur verið
ómetanlegur. Þökk sé þrautseigju
og æðruleysi þínu. Á þessum tíma
höfum við átt svo góðar stundir sam-
an.
Þegar við krakkarnir vorum litlir
notaðir þú hverja frístund til að fara
á einhvers konar veiðar og lofaðir þú
okkur að koma með. Var það hrein-
asta ævintýri að fara með þér og
vitja um álagildrur við Silfurnesið,
draga fyrir lúru, vitja um silunganet-
in út í firðinum, búa um æðarfuglinn
og sækja æðardúninn í eyjarnar.
Dúninn sem fékkst úr eyjunum léstu
setja í sængur og gaman er að minn-
ast þess sem að þú sagðir við tengda-
dætur þínar þegar þú afhentir þeim
dúnsængurnar „Það er aðeins eitt
skilyrði og það er að hleypa strákun-
um mínum undir ef þeim er kalt“.
Ári seinna eignaðist þú svo tvö
barnabörn og fengu þau auðvitað
líka dúnsæng.
Vinnusemi er orð sem lýsir þér
mjög vel. Það átti ekki við þig að
slóra, þegar vinnan beið. Hvort sem
það var að smíða, mála eða vinna í
garðinum. Það voru ófáir dagarnir
sem þú eyddir í að gera upp gamla
flugvöllinn úti á Melum í vor. Þá
komstu gjarnan ekki heim fyrr en
seint á kvöldin. Enda varstu líka
stoltur þegar flugvélarnar fóru að
lenda þar í sumar. Það var alltaf
mikill áhugi á flugi í fjölskyldunni.
Við viljum þakka þér þá leiðsögn og
umhyggju sem þú hefur veitt okkur
sem og öðrum samferðamönnum
þínum.
Jón Þorbjörn, Gísli Karl
og Ólafur Pétur.
Elsku pabbi.
Nú er komið að kveðjustund og
það er margs að minnast þegar ég
hugsa til baka en það er erfitt að
koma því niður á blað.
Ég er yngst og eina stelpan og ég
man að pabbi hafði voðalega gaman
af litlu skottunni. Hann var mikill
veiðimaður og ég man sérstaklega
að þegar hann kom heim af veiðum
þegar ég var lítil þá benti hann mér
oft á afraksturinn út um eldhús-
gluggann og spurði mig í þaula hvað
þessi og þessi fugl hét. Ég man að ég
gat þá oft rétt en skemmtilegast var
að leika mér að giska vitlaust því þá
útskýrði hann þetta allt mikið betur
áður en að hann fór aftur út að baksa
eitthvað.
Pabbi hafði mikið gaman af barna-
börnunum sínum og var ég svo lán-
söm að sonur minn fékk að hitta
hann og kúra með honum uppi í bóli
á sinni stuttu ævi. Hann sýndi fá-
dæma æðruleysi í veikindum sínum
og lét það ekki aftra sér í hinni ýmsu
vinnu þó að þrekið hafi ekki verið
mikið undir lokin.
Elsku pabbi, ég á eftir að sakna
þín, hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Bergþóra.
Elsku Gústi. Núna þegar ég sit og
skrifa þessa grein rifjast margar
góðar minningar upp. Allar ferðirn-
ar í sumarbústaðinn. Þar gast þú
alltaf fundið einhver verkefni, alltaf
mátti laga og bæta. Ferðin til Lond-
on haustið 2007. Þá fórst þú alltaf á
hækjunum. Þú lést ekkert stoppa
þig, þvílíkri þrautseigju og dugnaði
hef ég sjaldan kynnst.
Ferðin okkar til Tenerife haustið
2008 var frábær, öll fjölskyldan sam-
an, þannig vildir þú hafa það. Þau
voru ófá minigolfmótin sem þú hélst,
og þú vannst þau nú oftast, en ef
ekki þá voru bara önnur verðlaunin
miklu betri en þau fyrstu. Á kvöldin
styttir þú okkur stundir með því að
galdra fyrir okkur, þú hafðir komist í
einhverja galdrabúð. Við sátum al-
veg dolfallin yfir þessu.
Þú varst svo góður við barnabörn-
in þín. Þau fundu það líka vel og voru
einstaklega hænd að þér. Best
fannst þér að fá þau aðeins upp í ból
með þér þegar þú varst að fara að
leggja þig. Og undir það síðasta þeg-
ar þú varst orðinn mikið veikur þá
var ekki laust við að það lifnaði yfir
þér þegar þú heyrðir að þau voru
komin í heimsókn. Það verður því
skrítið að koma í heimsókn á Hrís-
brautina og hafa engan afa til spjalla
við. Þú varst svo mikill fjölskyldu-
maður, varst alltaf að hugsa um
aðra.
Missirinn er mikill fyrir börnin þín
og hana Beggu sem stóðu eins og
klettur við bakið á þér allan tímann.
En allir sem þekktu þig hafa einnig
misst góðan vin. Þú varst svo dug-
legur í öllum þessum veikindum og
þú ætlaðir alls ekki að gefast upp, en
því miður varð ekki hjá því komist
lengur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég vil að lokum þakka þér fyrir
þann tíma sem ég fékk með þér.
Þóra Björg Gísladóttir.
Elsku Gústi, nú hafa leiðir okkar
skilist í bili. Líklegast gæti ég skrif-
að heila ritgerð um kosti þína því
enga sá ég gallana á þeim tíma sem
við vörðum saman.
Ég man þegar ég hitti þig fyrst.
Þá var ég að vinna við að helluleggja
við Garðeyjarhúsið þar sem þér
fannst svo gott að vinna. Þú bauðst
öllum vinnuflokknum inn einn dag-
inn og það var ekkert smá kaffiborð.
Ég komst svo síðar að því að þetta
var vaninn hjá þér og einn af svo
mörgum kostum.
Við dóttir þín höfðum ekki verið
lengi saman þegar veikindin komu
upp hjá þér. Það tók okkur því
kannski svolítið lengri tíma að kynn-
ast og undir öðrum kringumstæðum
en vanalegt er.
Þú hugsaðir vel um barnabörnin
þín og öll hændust þau að afa sínum.
Ég er stoltur af því að sonur minn
heiti í höfuðið á þér og að hann hafi
náð að kúra með þér bæði á Hrís-
brautinni og uppi í sumarbústað.
Það lýsir þér líklegast best að á
þínum síðustu mánuðum gerðir þú
upp flugvöllinn sem var þér svo kær,
tókst heilt hús í gegn, fórst á veið-
ar, hugaðir að sumarbústaðnum og
inn á milli var alltaf tími fyrir eina
umferð af lakki á eitt af húsgögn-
unum. Þú varst fyrstur út á morgn-
ana og oftar en ekki síðastur inn og
fullfrískir menn höfðu ekki roð við
þér á þínum degi. Aldrei gafst þú
upp
og sveigðir frá hverri hindruninni
á fætur annarri og fólk fylgdist með
þér af aðdáun.
Þegar við unnum saman í húsinu
töluðum við stundum um veikindin
og þú lagðir mér línurnar fyrir fram-
tíðina og líklegast er ekki til betri
fyrirmynd en þú.
Ég veit að þú fylgist með okkur á
álnum og lúrunni næsta sumar
og hvetur okkur til að draga netin
einu sinni enn þó allar körfur séu
orðnar fullar, eins og þú varst van-
ur að gera.
Þó að við höfum ekki haft mikinn
tíma, þá finnst mér við hafa gert svo
mikið saman og færi ég þér bestu
þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyr-
ir mig.
Þú ólgusjónum sigldir í,
með hetjubrag þú tókst á því.
Í faðmi fallinna vina nú
um himna firði siglir þú.
Halldór Halldórsson.
Gústi minn, mig langar til að
minnast þín með fáeinum orðum og
þakka þér fyrir samfylgdina sem er
orðin rúm 57 ár. Það má segja að
leiðir okkar hafi legið mikið saman í
gegnum tíðina.
Ég man fyrst eftir mér í sama
rúmi og þú, síðan fengum við kojur
og vorum meira og minna saman í
herbergi.þar til við fórum í Stýri-
mannaskólann en þá voru herbergin
hvort á móti öðru. Í 27 ár notuðum
við sömu skipstjórakojuna til skiptis.
Við byggðum svo heimilin okkar ut-
an í sama hólnum hér á Höfn og ekki
verður hægt að byggja sumarbústað
á milli okkar upp í Lóni. En nú vona
ég að þú fáir frí frá sambúðinni um
tíma.
Það eru ótrúlega margar ferðir
sem við fórum í saman og koma upp í
hugann þegar litið er til baka, bæði
skemmti- og vinnuferðir innanlands
og utan, það var tjaldað á fótbolta-
vellinum á Þórshöfn, og það var
beinalykt af okkur í London, síðan
var hægt að spara 1 kr. með því að
fara sjálfur niður í lobby til að kaupa
eldspýtur í Aalborg. Við urðum veð-
urtepptir í Vestmannaeyjum og
komumst ekki á þorrablótið heima
en fengum fínt blót í Eyjum í stað-
inn, og mikið svakalega var veðrið
vont inni í frystiklefanum hjá Elvari
úti í Harrisburg, þau voru nú alla-
vega veðurbarin ufsaflökin úr Andey
sem hann sýndi okkur þar og
ógleymanleg er hrefnuveiðin í Wash-
ington.
Að hafa þig nálægan í þessum
ferðum, á fundum og sjávarútvegs-
sýningum var gulls ígildi því maður
kom aldrei að tómum kofunum hjá
þér þegar um var að ræða að þekkja
þá sem við hittum og vita einhver
deili á þeim. Síðan verður sennilega
erfiðara að finna hlutina hér eftir.
Elsku bróðir, ég þakka þér fyrir
öll árin okkar saman.
Elsku Begga og fjölskylda, við
Unnur og börnin okkar sendum ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur.
Örn Þór.
Gústi mágur minn á Hornafirði dó
sunnudaginn 10. janúar sl. Það er
skrítin tilfinning að hann sé farinn.
Þó andlát hans hafi e.t.v. ekki komið
á óvart þá er það samt sem áður mik-
ið áfall fyrir alla þá sem hann
þekktu. Ég var tæplega fjögurra ára
gömul þegar Gústi og Begga systir
fóru að vera saman. Ég þekkti hann
því nánast allt mitt líf og sem barn
var ég mikið inni á heimili hans og
Beggu. Ég á mjög góðar minningar
um hann alla tíð. Gústi var góður
maður og við munum sakna hans.
Sigríður Ragna.
Minningabrot komu í hugann þeg-
ar ég frétti af láti frænda míns
Ágústs Þorbjörnssonar. Fyrir um
aldarfjórðungi átti ég leið um
Hornafjörð með foreldrum mínum á
leið okkar frá Egilsstöðum þegar
sonur minn fermdist. Það er eftir-
minnilegt þegar við sátum í borð-
króknum á Hafnarbrautinni með
þeim feðgum Ágústi og Þorbirni föð-
ur hans. Þorbjörn tók um hendur
Gústa og benti okkur gestunum á
hversu stórar hendur Gústi hafði.
Síðan hló Þorbjörn þessum smitandi
hlátri sem til þekkja. Þorbjörn
þekkti afburða dugnað Gústa sonar
síns frá unga aldri og fannst hend-
urnar bera þess merki. Seinna á lífs-
leiðinni fékk ég síðan tækifæri til að
kynnast þessum frænda mínum bet-
ur.
Þá kynntist ég því hvernig það er
þegar stórar hendur, hugvit og verk-
vit fara saman. Búinn þessum kost-
um sem Gústi hafði kom það ekki á
óvart að sjómennsku- og útgerðar-
ferill hans hafi verið farsæll. Það
sem Gústi tók sér fyrir hendur var
unnið með ró og æðruleysi. Síðustu
ár voru erfið. Illvígur sjúkdómur
herjaði á líkamann. Síðasti fundur
okkar Gústa er mér eftirminnilegur.
Ég heimsótti hann á Landspítalann.
Þar sagði Gústi mér m.a. frá vinnu
þeirra bræðra við að endurmerkja
gamla flugvöllinn á Melatanga.
Mappa með teikningum og myndum
lá á borðinu hjá honum. Sýndi hann
mér hvernig brautirnar lágu og
minjar um tímann þegar flugsam-
göngur til Hornafjarðar lá um Mela-
tanga og ameríski herinn hafði þar
aðstöðu. Melatangi þess tíma var
sem umferðarmiðstöð hermanna og
almennra farþega, en er nú aðsetur
kríunnar og mikils náttúrulífs. Út
um gluggann á spítalanum benti
hann mér á Douglas DC3 flugvél
sem stóð í stæði. Það var greinilegt
að honum leiddist ekki það útsýni-
.Tíminn flaug áfram í þessari sögu-
kennslu Gústa. Það fjölgaði á stof-
unni. Sonur Gústa, Gísli Karl, var
kominn í heimsókn með litla, fallega
stelpu á handleggnum. Nú var
mappan með flugbrautunum lögð til
hliðar og litla stelpan sett á sængina
hjá afa sínum. Gleðin var fölskvalaus
að fá þessa afastelpu til sín.
Gústi eignaðist stóra og myndar-
lega fjölskyldu. Það er mikil sorg,
mikill missir fyrir eiginkonuna,
börnin, barnabörnin, móður og
bræður að sjá á eftir þessu öðling-
sdreng svona fljótt. Öllum þeim
sendi ég og fjölskyldan mín okkar
innilegustu samúðarkveðjur á þess-
ari erfiðu stundu og bið guð að vera
með þeim. Ég þakka Ágústi Hilmari
Þorbjörnssyni samfylgdina sem við
áttum og tek með mér ljúfar minn-
ingar um góðan dreng.
Egill Jón Kristjánsson.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
frændgarðinn. Gústi föðurbróðir
minn látinn á besta aldri eftir harða
baráttu við óvæginn sjúkdóm. Mað-
ur hugsar margt en segir fátt. Orð
hafa oft svo litla merkingu þegar lífið
er ósanngjarnt. Hins vegar verð ég
að þakka fyrir þau forrréttindi að
hafa þekkt hann frá því ég fæddist.
Minningar hrannast upp um ein-
stakan náunga, skemmtilegan fé-
laga. Veiðimaður frá upphafi til
enda. Kominn á sjóinn og í vinnu við
hann barn að aldri og þar með
starfsævin ráðin. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að vinna hjá Gústa
og bræðrum í nokkur ár og var
fyrsta alvöru plássið mitt á And-
eynni. Hjá þeim var gott að vinna.
Gildi og viðhorf Gústa til vinnu, lífs-
ins, tilverunnar og síðast en ekki síst
fjölskyldunnar væri hverjum manni
hollt að tileinka sér. Skemmtilegur,
sívinnandi, alltaf að brasa við eitt-
hvað og framkvæma. Gríðarlegt ævi-
starf. Ef Gústi myndi missa hendina
væri ekki settur krókur heldur pens-
ill var oft sagt í gríni. Ef ég kemst
einhverntímann í hálfkvisti við hann
hvað varðar gestrisni, greiðvikni og
hjálpsemi get ég verið sáttur, því þá
er ég kominn langt yfir meðallag.
Þar var ekki tilbúin kurteisi eða upp-
gerð á ferð, heldur hans rétta eðli,
ósvikin ánægja með að geta aðstoð-
að, boðið eða rétt hjálparhönd. Fjöl-
skyldan í fyrirrúmi og umhyggja
fyrir náunganum, það var Gústi. Það
hefur verið mér mikils virði að njóta
góðvildar og frændsemi Gústa og
sækja vináttu til þeirra Beggu og
fjölskyldunnar allrar. Með þessum
fáu orðum en mörgu hugsunum og
minningum um góðan dreng votta ég
Ágúst Hilmar Þorbjörnsson