Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FORMENN stjórnmálaflokkanna unnu í gær að sameiginlegri skrif- legri yfirlýsingu, sáttargjörð, um framhald Icesave-málsins og mögu- legar viðræður við Breta og Hol- lendinga. Fundurinn var langur, vel á þriðja tíma, en að honum loknum var þó ekki búið að ná endanlega saman. Hljóðið í formönnunum var engu að síður ágætt og fundurinn almennt sagður góður. Frekari fundir eru fyrirhugaðir, annaðhvort um helgina eða á mánudag. Enn vongóð um nýjar viðræður „Við erum enn að bíða eftir því hvort það opnast möguleiki á því að setjast að samningaborðinu með Bretum og Hollendingum. Sú nið- urstaða er ekki fengin ennþá en ég býst við því að það verði í fyrri hluta næstu viku. Ég vona að það standi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra og kvaðst enn vongóð um að nýjar viðræður gætu farið fram. Ekkert nýtt hefði komið fram um það síðan á fimmtudag. „Á meðan erum við að ræða okkar vinnuferli, hvernig við högum því ef það opnast fyrir að við getum rætt við Hollendinga og Breta um nýjar leiðir í þessu máli,“ sagði Jóhanna. Hún vildi ekki segja frá einstökum efnisatriðum sem rætt var um á fundinum en hann hefði aðallega snúist um vinnubrögð og vinnuferli í framhaldinu. Hið sama gilti um aðra fundarmenn, sem létu ekki mikið uppi um hið eiginlega fundarefni. ESB standi nær viðræðunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist eftir fundinn gefa sér að ágætar líkur væru á að Bretar og Hollendingar fengjust aftur að samningaborðinu. Bjarni sagði að stjórnmálaflokkarnir hefðu notað tímann til að ræða um hvort þeir gætu verið sammála um hvað lagt yrði til grundvallar í slík- um viðræðum. Óvarlegt væri að ræða í smáatriðum hverjar áhersl- urnar ættu að vera en breið sátt væri um að Íslendingar semdu ekki upp á nýtt á þeirri forsendu að þeir hefðu gert eitthvað af sér og ríkið hefði lagaskyldu til að taka á sig Icesave. Hann sagði aðspurður að nálgast þyrfti málið út frá þeirri pólitísku forsendu að regluverk Evrópusam- bandsins um fjármálamarkaðinn hefði brugðist. Spurður hvort fulltrúar ESB þyrftu að koma að þessum nýju samningaviðræðum sagðist Bjarni ekki gera kröfu um það „en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferl- inu,“ sagði hann. Ekki víst að þeir vilji semja á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði að nú væri nokkurn veginn komin niðurstaða í það hvernig flokkarnir myndu standa sameiginlega að við- ræðum við Breta og Hollendinga, ef til þeirra kæmi. „En þar liggur óvissan,“ sagði hann svo. Aðspurður hvort hann væri von- góður um það sagðist hann hreinlega ekki vita það. Honum heyrðist á fólki að það væru ekkert alltof miklar lík- ur á því. Spurningin væri ef til vill sú hvort viðsemjendurnir sæju sér hag í því að koma að viðræðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, eða hvort þeir biðu þar til eftir hana. Í öllu falli ætti hún að fara fram, að hans mati, bæði vegna ákvæða stjórnarskrár en einnig vegna þess að það mundi styrkja samningsstöðu Íslands ef lögunum yrði hafnað þar. Fundinn í gær sátu einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Birgitta Jóns- dóttir, formaður þingflokks Hreyf- ingarinnar, og óháði þingmaðurinn Þráinn Bertelsson. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var fjar- verandi. Drög að sameiginlegri yfir- lýsingu flokkanna í Icesave Morgunblaðið/Heiddi Þröngt mega sáttir sitja Fulltrúar allra flokka komu saman í Stjórnarráðshúsinu í gær. Fundað verður áfram eftir helgi, þar sem ekki náðist formleg niðurstaða, en á fundinum skýrðist nokkuð hvernig áframhaldið verður. Formaður Sjálfstæðisflokksins vill að fulltrúar ESB standi miklu nær viðræðunum Flokkarnir nálgast enn sátt um framhaldið í Icesave-málinu en lítið er látið uppi um það ná- kvæmlega hvaða efnisatriði eru rædd á þessum löngu sátta- fundum í Stjórnarráðshúsinu. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að ef form- legar viðræður hefjast milli Ís- lands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar um Icesave verði m.a. rætt um vaxtakostnað, en samkvæmt því sem Jón Daníelsson hagfræðingur skrifaði í Morgunblaðinu í gær verður hann á bilinu 120-507 millj- arðar króna. „Það er augljóst mál að ef menn fara af stað á nýjan leik þá eru okkar væntingar þær að við fengj- um á einhvern hátt hagstæðari frá- gang á málinu. Það hefur aldrei annað staðið til en að halda alltaf öllum möguleikum opnum sem kynnu að vera til staðar fyrir Ís- land til að ganga með sem hag- stæðustum hætti frá málinu.“ Ætti að vera nóg af eignum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að það væri nauðsynlegt að ræða um vaxtaprósentuna. „En annað sem við þurfum að ræða er útgreiðslur úr þrotabúinu. Það er þetta ákvæði sem kennt er við Ragnar Hall. Það ætti að vera til meira en nóg af eignum í þrota- búinu til að standa undir 20 þúsund evrum á hvern reikning. Vandinn er sá að það er verið að taka nærri helming af eignunum til að standa undir þessum viðbótargreiðslum Breta og Hollendinga.“ Sigmundur Davíð sagðist hafa lagt áherslu á það við forystumenn stjórnarflokkanna að þeir yrðu að tala fyrir því að við fengjum betri samning. „Ég lagði áherslu á það að ef nýjar viðræður ættu að hafa eitt- hvað að segja þá þyrfti aðkomu allra stjórnmálaflokkanna að þeim og ráðherrarnir yrðu að fara að tala öðruvísi en þeir hafa gert; sem sagt að segja út á við að við þurf- um að ná betri samningum.“ egol@mbl.is Rætt yrði um vaxtakostnað í nýjum viðræðum Steingrímur J. Sigfússon NORÐMENN skulda Íslend- ingum í sögulegu samhengi og þeim ber að lána þeim án skilyrða. Þetta segir Eva Joly, ráðgjafi embættis sér- staks saksókn- ara, í grein sem hún ritaði í norska dagblaðið Mor- genbladet í gær. Joly segir að sér virðist sem norskir fjölmiðlar viti ekki fyllilega um hvað málið snúist. Icesave sé fyrst og fremst evr- ópskt mál en ekki ágreiningur milli Íslendinga, Breta og Hollendinga líkt og margir telji. Joly segir hik Norðmanna gagnvart Íslendingum óskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess sem sagt hefur verið víða í erlend- um fjölmiðlum síðustu daga, um að krafa Breta og Hollendinga sé ósanngjörn og miklar byrðar séu lagðar á íslensku þjóðina. Þá segir hún að Norðmenn virð- ist gleyma landfræðilegri stöðu landsins og þeim náttúru- auðlindum sem hér séu. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurlöndunum og mikilvægur bandamaður Noregs. Í ljósi sögunnar sé eðlilegt að Norð- menn styðji Íslendinga, sem hafi varðveitt tungu þeirra og bók- menntir. Norðmenn skulda hjálp Eva Joly Lykilstaða Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.