Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 39

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 ✝ Gunnar HallurJakobsson fæddist á Grenivík 23. ágúst 1934. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Gísla- son skipasmiður frá Ólafsfirði, f. 27.9. 1907, d. 19.4. 1984, og Matthildur Stef- ánsdóttir frá Mið- görðum á Grenivík, f. 15.11. 1906, d. 4.7. 1978. Þau hófu sinn búskap á Grenivík en bjuggu lengst af á Akureyri. Systkini Gunnars eru 1) Sigurlaug Jakobsdóttir, f. 9.8. 1931, 2) Stefán Haukur Jakobsson, f. 31.10. 1932, 3) Jakob Jakobsson, f. 20.4. 1937, d. 26.1. 1963, 4) Friðrikka Fanney Jakobsdóttir, f. 13.11. 1941, d. 10.8. 1993, 5) Jóhann Einar Jak- obsson, f. 13.9. 1952. Gunnar kvæntist 31.12. 1955 Pál- ínu Þorgrímsdóttur frá Hofsósi, f. 25.5. 1935. Foreldrar hennar voru Kristjana Guðrún Tómasdóttir frá Unadal í Skagafirði, f. 2.12. 1908, d. 21.11. 1975, og Þorgrímur Þorleifs- son, einnig frá Unadal í Skagafirði, f. 8.6. 1901, d. 11.5. 1989. Börn Gunnars og Pálínu eru 1) Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, f. 15.9. 1955, í sambúð með Ingólfi Benediktssyni, f. 6.6. 1956. Börn: Gunnar Már Sigfús- son, f. 1973, og Yrsa Pálína Ingólfsdóttir, f. 1991. 2) Gylfi Gunn- arsson, f. 29.6. 1958. Börn hans eru Sara Dögg Gylfadóttir, f. 1976, og Hreinn Gylfa- son, f. 1979. 3) Halla Gunnarsdóttir, f. 9.11. 1960. Börn hennar eru Óðinn Stefánsson, f. 1985, Gunnar Örvar Stefánsson, f. 1994, og Matthildur Alice Stef- ánsdóttir, f. 1995. 4) Harpa Gunn- arsdóttir, f. 5.7. 1965, gift Sigurði Arnari Sigurðssyni, f. 9.1. 1964. Börn þeirra eru Ásta Sigurðardóttir, f. 1983, Sigurður Aron Sigurðsson, f. 1994, og Viktor Sigurðsson, f. 2002. Gunnar ólst upp í fjölmennum systkinahóp á Akureyri. Hann stund- aði sjómennsku til margra ára allt frá unglingsaldri. Um árabil vann Gunnar hjá Fiskverkun KEA og hjá Slippstöðinni á Akureyri vann hann sem verkstjóri og þar lauk hann sinni starfsævi. Gunnar og Pálína hófu sinn búskap á Akureyri og bjuggu þar nær allan sinn búskap en síðustu fimm árin bjuggu þau í Hafn- arfirði. Útför Gunnars fór fram frá Garða- kirkju föstudaginn 15. janúar sl. 13. Elsku pabbi. Þín er sárt saknað. Á þriðjudaginn fengum við að vita að þú værir kom- inn með krabbamein og á föstudegi varstu farinn frá okkur. Það má næstum því segja að þú hafir lifað líf- inu allt til enda. Því inn á sjúkrahús vildirðu ekki fara fyrr en að varst bú- inn að sjá Akureyri spila á móti Haukum í handbolta. Vinnusemi, dugnaður og harka voru þín einkenni alla tíð frá því ég man eftir mér. Áhugamálunum gastu ekki leynt, því þau áttu hug þinn allan, handbolti og fótbolti voru þar efst á blaði. Hestamennskunni má heldur ekki gleyma, í hesthúsinu gast þú verið heilu og hálfu dagana. Ekki man ég hvað ferðirnar voru margar sem mamma sendi mig upp í hesthús til að gá að þér, hvort ekki væri allt í lagi þar, hvorki hafðir þú skilað þér heim í hádegis- né kvöldmat, jú alltaf var allt í lagi, þú gleymdir bara stað og stund, þurftir alltaf að hafa allt tipp-topp í hesthúsinu, enda fékkstu viðurkenningu, man ég var, 2 ár í röð fyrir þrifalegasta og fallegasta hest- húsið í hverfinu. Afa-hlutverkið klikkaði heldur ekki frekar en annað, þú hafðir svo gaman af barnabörnunum þínum og ekki síður barnabarnabörnunum. Þú mættir á alla leiki þegar börnin mín voru að keppa, bæði í handbolta og fótbolta, alltaf var afi mættur. Abbi (afi) eins og þú kallaðir þig oft sjálfur. Aldrei munum við gleyma þér, börnin mín Óðinn, Gunnar Örv- ar og Matthildur Alice, munu að ei- lífu geyma þig í hjarta sínu og minn- ast þín alla ævi. Far þú í friði. Guð blessi þig og varðveiti. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Halla Gunnarsdóttir og börn. Það eru um 30 ár síðan ég kynntist Gunnari Jakobssyni þegar ég sem táningur fór að slá mér upp með Hörpu, yngstu dóttur þeirra hjóna Gunnars og Pálu á Akureyri. Gunnar kom mér strax fyrir sjónir sem ein- stakur maður. Hann var harðdugleg- ur og vann alltaf langan vinnudag til að geta séð fjölskyldu sinni farborða af þeim myndarskap sem einkenndi heimili Gunnars og Pálu. Lengstum vann hann hjá Slippstöðinni á Ak- ureyri og stundaði einnig útgerð á trillu sem hann átti. Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að vera úti í náttúrunni, hvort sem það var að ganga til rjúpna, ganga til fjalla til að tína ber, stunda sjómennsku á trillunni sinni eða sinna hestunum sem hann hafði sérstakan áhuga á. Gunnar var fram- úrskarandi hestamaður og átti hesta sem unnu til verðlauna á mótum hestamanna. Hann var mjög léttur í lundu, hafði mikinn húmor og skapgerð hans var þannig að hann vildi aldrei eiga í deilum við nokkurn mann. Hann var alltaf maður sátta. Þrátt fyrir þetta var hann mjög ákveðinn og kappsfullur. Gunnar hafði sér- stakan áhuga á öllum íþróttum, hann hafði á þeim sterkar skoðanir og það var sérstaklega gaman að ræða þau málefni þegar við hittumst. Nú seinni árin þegar veikindi fóru að gera vart við sig breyttist líf hans töluvert. Gunnar glímdi hins vegar við þá erfiðleika af sama kraftinum og æðruleysinu sem einkenndi allt hans líf. Hann vildi halda áfram að lifa eftir sínu höfði og gera þá hluti sem hann hafði yndi af, þangað til kraftarnir leyfðu ekki meira. Það gerði hann og andaðist svo eftir stutta sjúkralegu. Þessi leið Gunnars við að berjast við veikindi sín sýnir óbilandi kjark og mannlega reisn. Af því geta allir lært. Guð blessi Gunnar Jakobsson. Far þú í friði, kæri vinur. Þinn tengdasonur, Sigurður Arnar Sigurðsson. Mig langar að minnast elsku afa míns sem nú er látinn. Ég er skírður eftir honum og ólst upp hjá honum og ömmu og finnst ég mikið frekar vera sonur hans en afabarn. Þegar ég hugsa um afa þá er það alveg eins og ég mun minnast hans en í mínum augum var hann svona tímalaus því þótt veikindin hafi sett sín mörk á hann þá einhvern veginn var hann yfir þau hafin. Þeir sem þekkja hann vita að hann barmaði sér aldrei og ég upplifði hann ekki svona veikan eins og hann var því hann var alltaf fínn, eins og hann sagði alltaf ef ég spurði hvernig hann hefði það. En auðvitað hafði hann það ekki fínt og þegar Halla sagði mér að hann hefði sagt við sig að sér liði ekki vel nokkrum dögum áður en hann lést þá fékk ég hnút í magann og ég vissi að nú væri eitthvað mikið að fyrst afi hafði sagt að hann væri ekki fínn. Ég er svo ótrúlega þakklátur og glaður yfir þeim tíma sem hann átti með tvíburunum. Afi og Regin voru svona eins og ég ímynda mér að hann og ég höfum verið á sínum tíma þegar ég kom í heiminn og var inni á heimilinu með mömmu. Þeirra sam- band var einstakt og þeir leituðu jafn mikið hvor í annan og gáfu hvor öðr- um gleði og ást. Hann var strákurinn hans. Eins og ég. Afi og ég máluðum húsið mitt að utan fyrir tveimur sumrum og ég hugsa oft um það. Hversu gaman mér þótti að gera það með honum og hvernig Sara einhvern veginn kynnt- ist afa svona eins og ég þekki hann á þessum tíma. Það var heitt í veðri og við því létt- klæddir og afi var að mála niðri en ég, uppi á 4 metra háum palli, efri hlutann. Amma hafði gefið honum mjög skýr skilaboð um að hann færi ekki upp í stiga eða á pallinn þar sem jafnvægið var ekki eins gott og það var. Ég þurfti að bregða mér frá og afi var því skilinn eftir við málning- arstörfin á meðan og ætlaði hann að gera smá meira og segja það gott. Eftir nokkrar mínútur kom Lana dóttir okkar til Söru og fór að segja henni hversu duglegur afi væri að mála svona hátt uppi og að hann væri sko ekki lofthræddur. Sara leit út um gluggann og sá þá afa hanga hálfan fram af 4 metra málningarpallinum á annarri hendi og mála með hinni húsið eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Svona minnist ég afa. Honum fannst hann geta gert allt það sem hann hafði gert alla sína ævi og þannig var það og það gerði hann. Ég veit að ég hef þennan sama eig- inleika frá þér og ég ætla að fullnýta hann alla mína ævi og ég met hann og ég mun sakna þín. Hvíl í friði. Gunnar Már, Sara, Tristan, Lana, Regin og Lea. Vegna mistaka í vinnslu birtist röng mynd með minningargreinum um Gunnar Hall Jakobsson í gær, föstudaginn 15. janúar. Greinar um Gunnar Hall eru því birtar aftur í dag með réttri mynd. Hlutaðeigendur er beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Gunnar Hallur Jakobsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Hún móðursystir mín var aldrei kölluð annað en Erna systir á æskuheimili mínu en hún og móðir mín voru nánar systur og vinkonur. Þær töluðu saman dag- lega og vissu flest um hagi hvor ann- arrar, barnanna og síðar barna- barna og barnabarnabarna. Stundum fannst manni nú nóg um. Þær voru fjórar systurnar frá Suð- ureyri við Tálknafjörð. Gerða og móðir mín sjá nú á eftir annarri systur, en Magga, elst þeirra, kvaddi fyrir mörgum árum. Við systrabörnin nutum þess að mikill samgangur var á milli þeirra allra og nú þegar við erum flest komin á miðjan aldur skynja ég glöggt að það voru systurnar fjórar og allur þessi dásamlegi frændgarður sem átti stóran þátt í að gera bernskuna eftirminnilega, ljúfa og umfram allt skemmtilega. Ég og Maggý dóttir Ernu erum jafnöldrur og vorum heimagangar á heimilum hvor ann- arrar. Þá var iðulega gist og þótti lítið tiltökumál að bæta einum krakka við. Það skipti svo sem ekki máli krakki hvaða systur það var. Ég minnist margra stunda þar sem þær systurnar hittust með krakka- skarann. Eitt tilefnið var t.d. að sauma föt á okkur börnin. Erna var listræn og oft talaði mamma um það með aðdáun hvað hún væri nú flink í höndunum hún Erna systir. Og svo var skipst á sauma- og prjónaupp- skriftum. Á síðari árum málaði hún líka á postulín. Það sem einkenndi Ernu var eðl- islæg kímnigáfa sem gerði það að verkum að hún gat oftast séð spaugilegu hliðar lífsins. Erna var líka mikill fagurkeri og oft höfum við í gegnum tíðina dáðst að pallíett- unum hennar og öllu skartinu. Há- mark gleðinnar á bernskuárunum var þegar við systradæturnar laum- uðumst í skápinn hjá Ernu og klæddum okkur upp. Það eru fallegar minningar sem ég á um samskipti móður minnar og Ernu á efri árum þeirra. Ég varð oft vitni að því þegar þær fengu sér eft- irmiðdagslúr í hjónarúminu saman, stungu saman nefjum, slúðruðu svo- lítið og rifjuðu upp gamlar minn- ingar. Ein af dýrmætustu minning- unum sem ég á um Ernu á síðari árum er þegar við frænkurnar, Erna, Maggý, móðir mín og ég fór- um saman á æskuslóðir þeirra Erna R. Jónsdóttir ✝ Erna Rafn Jóns-dóttir fæddist 24. desember 1925 á Suð- ureyri í Tálknafirði. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 9. janúar síðastliðinn. Útför Ernu fór fram frá Áskirkju föstudaginn 15. jan- úar 2010. systra í Tálknafirði. Á leið okkar vestur stoppuðum við í Stykkishólmi og feng- um okkur kaffisopa og þar sem við vorum að fara aftur í bílinn var móðir mín horfin. Við leituðum um allt og loks komum við auga á eldri dömu sem minnti á móður mína í aftursæti ókunnugs bíls sem líktist okkar. Á sama augnabliki kom hún auga á okk- ur, stakk hausnum út um bílglugg- ann og sagði: „Ó, er nú Erna systir týnd.“ Erna sat aftur á móti hin drýgsta og beið okkar og fannst það ómetanlegt að Sillý systir hefði týnst en ekki hún. Ferðinni var síð- an heitið í ferjuna Baldur en þær systur ætluðu varla að komast þang- að fyrir hlátri og þær hlógu yfir all- an Breiðafjörð í eina þrjá tíma. Skemmtunin hélt síðan áfram alla ferðina og var ómetanlegt að hlusta á þær rifja upp bernskuminningarn- ar frá Suðureyri og allt mundu þær. Minning Ernu lifir og veitir okkur ómælda gleði. Elsku Maggý, Haddi, Edda og fjölskyldur. Innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún (Gunna) frænka. Góði Jesú læknir lýða, líkna mér sem flý til þín þjáning ber ég þunga og stríða þreytt er líf og sálin mín. Sjá mitt tekur þol að þverra þú mér hjálpa góði herra. Mín svo dvíni meinin vönd milda þína rétt mér hönd. (Brandur Ögmundsson.) Nú er komið að kveðjustund. Vin- átta okkar Ernu spannar yfir 50 ára tímabil. Kynni okkar hófust í Hlunnó og hafa haldist síðan. Gerð- um við margt skemmtilegt saman, meðal annars var farið í útilegur þegar börnin voru ung og minnast þau þessara skemmtilegu ferða enn þann dag í dag. Einnig stóðum við fyrir árshátíðum og var allt skemmtiefni heimatilbúið. Mættu þar oft um 100 manns, vinir og kunningjar. Einnig var farið utan í nokkur skipti. Eigum við ógleyman- legar minningar, sem við og börnin okkar þökkum nú af alhug. Lifðu sæl á lífsins vegi ljúfur drottinn fylgi þér. Frelsarinn þig faðma megi fögnum því sem liðið er. (Ólöf Kristjánsdóttir) Við vottum börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. F.h. hópsins úr Hlunnavogi, Sigríður Þorsteinsdóttir. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HRAFNS SÆMUNDSSONAR. Stuðningur ykkar er mikils virði. Ester Hulda Tyrfingsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Breiðfjörð Pálsson, Hulda María Hrafnsdóttir, Björn Hersteinn Herbertsson, Berglind Hrönn Hrafnsdóttir, Ólafur Vignir Björnsson, Eva María, Viktor Hrafn, Páll Elvar, Sindri Freyr, Hrafnhildur, Zophanías, Ester Hulda, Fjölnir Þór og Alma Júlía.                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.