Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Morgunblaðið/Ómar Alþingi Icesave-lögin voru samþykkt á Alþingi í lok desember.FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ geta verið vandkvæði á því að framkvæma Icesave-lögin sem sam- þykkt voru í ágúst. Björg Thor- arensen, prófessor við Háskóla Ís- lands, segir hins vegar að enginn vafi leiki á að lögin taka gildi ef Ice- save-lögin sem samþykkt voru í desember falla úr gildi. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði eftir ríkisstjórn- arfundi í gær að það væru lagaleg vandkvæði á því að framkvæma Ice- save-lögin frá því í ágúst, jafnvel þó að Bretar og Hollendingar sam- þykktu fyrirvara sem Alþingis setti við lögin, en það hafa þeir reyndar ekki gert ennþá. Vandkvæði að veita ábyrgðina Steingrímur sagði að ef seinni Icesave-lögin yrðu felld úr gildi tækju lögin frá því í ágúst formlega séð gildi, en Bretar og Hollendingar hefðu hins vegar ekki samþykkt þá fyrirvara sem þingi hefði sett fyrir gildistöku laganna. Fleira væri hins vegar í veginum. „Það er mat lögfræðinga að það séu vandkvæði á framkvæmd ágúst- laganna [fyrri laganna um Icesave] okkar sjálfra vegna, jafnvel þó að Bretar og Hollendingar féllust á allt sem að þeim snýr, einfaldlega vegna þess að það geta verið vandkvæði fyrir tryggingarsjóðinn að takast á við skuldbindinguna og það geta verið vandkvæði á því fyrir fjár- málaráðherra að veita ábyrgðina. Niðurstaðan og aðalatriði málsins er að það er ekki komin lausn í mál- ið með því að desemberlögin falla úr gildi, heldur þvert á móti er það þá áfram óleyst,“ sagði fjármálaráð- herra. Björg sagðist ekki átta sig á umræðum í fjölmiðlum, að það léki einhver vafi á lagalegri stöðu máls- ins ef seinni lögin féllu úr gildi. „Það er einfaldlega þannig að lögin taka formlega gildi en síðan er allt annað mál hvort þau eru fram- kvæmanleg.“ Björg sagði aðalatriði málsins að lögin veittu fjármálaráðherra heim- ild til að taka á sig skuldbindingu, en annað mál væri hvort hægt væri að nýta hana. „Vandamálið er að það er búið að reyna að gera samn- inga með þessum fyrirvörum en það hefur ekki tekst enn. Samningurinn hefur að sjálfsögðu aldrei tekið gildi vegna þess að hann var háður því að ríkisábyrgðin yrði gefin fyrir skuld- bindingum tryggingarsjóðs af fjár- málaráðherra en það mátti hann að- eins gera að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.“ Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, sagði að sam- kvæmt fyrri Icesave-lögunum gæti verið munur á skuldbindingum tryggingarsjóðsins annars vegar og ríkissjóðs hins vegar. Stjórn trygg- ingarsjóðsins hefði sett fram efa- semdir um að sjóðurinn gæti tekið á sig skuldbindingar sem sjóðurinn gæti augljóslega ekki staðið við. Vandkvæði við að framkvæma lögin  Ef seinni Icesave-lögin verða felld úr gildi taka eldri Icesave-lög gildi  Vandkvæði eru hins vegar á því að koma þeim í framkvæmd  Lögin fela í sér heimild til fjármálaráðherra að gangast í ábyrgð Með Icesave-lögunum var fjár- málaráðherra veitt heimild til að gangast í ábyrgð fyrir skuldbind- ingum Tryggingarsjóðs inni- stæðueigenda. Ráðherra segir vandkvæði á að nýta sér heimild- ina. » Samningar um Icesave hafa ekki tekið gildi » Ráðherra hefur ekki enn nýtt heimild Alþingis » Alþingi setti í ágúst fyrirvara við ríkisábyrgðina Morgunblaðið/RAX Kórinn Áform eru um mikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og rætt hefur verið um að byggja menntaskóla við Vallakór í Kópavogi. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KÓPAVOGSBÆR og Knattspyrnu- akademía Íslands eiga nú í viðræð- um um framtíð samstarfs og rekstur íþróttamannvirkja í Kórnum við Vallakór. Viðræðurnar munu vera á lokastigi. Ómar Stefánsson, formaður bæjar- ráðs Kópavogs, sagði viðræðurnar vera á vinsamlegum nótum. Málið snýst aðallega um íþrótta- mannvirki Knattspyrnuakademí- unnar við Vallakór. Það á m.a. að hýsa líkamsræktarstöð, íþróttasal, búningsklefa og litla sundlaug. Upp- haflega var gengið út frá því að Knattspyrnuakademían byggði mannvirkið og Kópavogsbær síðan taka það á leigu. Gerður var leigu- samningur til 25 ára. Einnig stofn- uðu Kópavogsbær og Knattspyr- nuakademían rekstrarfélag og komið var á sameiginlegri rekstrar- stjórn um íþróttamannvirkin á svæð- inu. Rætt um lok framkvæmda Framkvæmdum við íþróttahús Knattspyrnuakademíunnar er ekki að fullu lokið og er óvíst hvenær þeim lýkur. Í viðræðunum mun m.a. hafa verið rætt um lok fram- kvæmdanna, breytingar á leigu- samningnum og einnig þann mögu- leika að bærinn kaupi mannvirkið í stað þess að taka það á leigu, að sögn Guðna Bergssonar hdl., eins að- standenda Knattspyrnuakademí- unnar. „Það er verið að reyna að finna lausn sem hentar öllum aðilum við núverandi aðstæður,“ sagði Guðni. Hann sagði að viðræðurnar á milli Kópavogsbæjar og Knattspyrnuaka- demíunnar væru á lokastigi. Auk þess kemur Landsbankinn, sem veitti lán til verkefnisins, að málinu. „Við erum tilbúnir að vera þarna áfram næstu 25 ár. Það er ekki vandamál hvað okkur varðar,“ sagði Guðni. Leigan endurskoðuð Hann benti á að rekstrarumhverf- ið hefði breyst frá því áætlanir um rekstur og uppbyggingu voru gerðar fyrir bráðum fimm árum. Bygging- arkostnaður hefði rokið upp og það kallaði á endurskoðun á leigu eins og samningur kvæði á um. Kópavogsbær reisti stórt knatt- hús í Kórnum og var það tekið í notk- un í september 2007. Knattspyrnu- akademían hefur leigt tíma í húsinu til námskeiðahalds. Rætt hefur verið um að byggja framhaldsskóla í næsta nágrenni við íþróttamannvirkin og að skólinn geti nýtt þau til kennslu. Ómar Stefáns- son sagði að Kópavogsbær hefði ver- ið mjög jákvæður fyrir þeirri hug- mynd. Hann sagði að málið væri nú statt hjá menntamálaráðuneytinu. Ræða um framtíð Kórsins  Kópavogsbær og Knattspyrnuakademía Íslands eiga nú í viðræðum um mann- virki í Kórnum  Rætt er m.a. um breytt eignarhald og endurskoðun á leigu Í HNOTSKURN »Fjölnotaíþróttahúsið íKórnum er alls 14.500 m2 stórt og rúmar m.a. knatt- spyrnuvöll sem er 105 metra langur og 68 metra breiður. » Í seinni áfanga er íþrótta-hús með íþróttasal og sundlaug og þrír knatt- spyrnuvellir utanhúss. »Áform eru um að reisaframhaldsskóla á lóðinni sem muni m.a. nýta íþrótta- aðstöðuna. Í Kórnum í Kópavogi hefur verið unnið að uppbyggingu heilsu- og íþróttamiðstöðvar. Að því koma Knattspyrnuakademía Íslands og Kópavogsbær. Breyttar aðstæður kalla á endurskoðun samninga. Grímseyjarferjan Sæfari mun sigla milli Dalvíkur og Grímseyjar þrisv- ar í viku allt til 15. september nk. Um miðjan september verð- ur ferðum fækk- að úr þremur í viku í tvær. Sú ferðatíðni mun gilda til loka þessa árs, að sögn Vegagerðarinnar. Þannig hefur verið fallið frá fækk- un ferða nú á fyrri hluta ársins en ferðunum verður fækkað fyrr á komandi hausti en áður var ráðgert. Að sögn Vegagerðarinnar er annar sparnaður á leiðinni til skoðunar. Sem kunnugt er olli fækkun ferða Sæfara nú í ársbyrjun mikilli óánægju í Grímsey. Útgerðarmenn og sjómenn bentu á að hún gerði þeim erfitt fyrir með að koma fiski á markað og ylli þannig tekjutapi. Samgönguráðherra brást við kvört- un úr eynni með því að láta endur- skoða fyrri ákvörðun um fyr- irkomulag fækkunar ferða. Sæfari sigl- ir þrisvar í viku Ferðum verður fækk- að 15. september nk. Grímseyjarferjan Sæfari. ÁSLAUG Árnadóttir, skrifstofu- stjóri í efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu og formaður Trygging- arsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, hefur ákveðið að hætta störfum í ráðuneytinu og hjá sjóðn- um. Áslaug er lögfræðingur og ætlar að hefja störf á lögmannsstofu. Áslaug var á sínum tíma skipuð í Icesave-samninganefndina sem var undir formennsku Svavars Gests- sonar. Ekki liggur fyrir hver tekur við sem formaður stjórnar Trygg- ingarsjóðs innistæðueigenda, en sjóðurinn mun formlega fara með ábyrgð á Icesave-skuldbindingunum ef fjármálaráðherra veitir rík- isábyrgð vegna þeirra. egol@mbl.is Formaður Tryggingar- sjóðs hættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.