Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
ALLS níutíu umsóknir bárust Faxa-
flóahöfnum um laus pláss í gömlu
verbúðunum við Reykjavíkurhöfn,
sem auglýst voru til leigu á dög-
unum. „Við vissum að áhuginn væri
mikill svo þetta kemur okkur ekki
alveg á óvart,“ sagði Gísli Gíslason
hafnarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
Þeir sem sendu umsóknir reifuðu
þar hvaða hugmyndir þeir hefðu
um nýtingu húsnæðisins. Þar má
nefna tillögur um liststarfsemi ým-
iskonar og veitingastaði. Starfs-
menn Faxaflóahafna munu vinna úr
þessum umsóknum og hugmyndum
á næstunni en málið verður til lykta
leitt á fundi stjórnar fyrirtækisins
hinn 5. febrúar næstkomandi.
„Við höfum að leiðarljósi að
tryggja ákveðna fjölbreytni og eins
koma með starfsemi sem dregur að
sér fólk og skapar líf á hafnarsvæð-
inu,“ sagði Gísli.
Í þessari lotu bjóðast til leigu
fimm pláss í gömlu verbúðunum við
Geirsgötu og átta við Grandagarð-
inn. Ekki er þó loku fyrir það skotið
að fleiri verbúðarrými verði tekin
undir nýja starfsemi í fyllingu
tímas og það hugsanlega strax síð-
ar á þessu ári. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/G.Rúnar
Grandi Verbúðirnar fá nýtt hlutverk og áhugi á málinu virðist mikill.
Níutíu sækja um
verbúðarpláss
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Útsala
40-60% afsláttur
www.rita.is
40-70%
afsláttur á útsölu
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið laugardag kl. 10-14
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið laugardag kl. 10-16
Verð áður:
9.900
Nú:
4.900
Útsalan
er hafin
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan
Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
25-50% afsláttur
af völdum vörum
Spænska Þýðingar, leiðsögn, kennsla.
Steinar V. Árnason, lögg. skjalaþýðandi og leiðsögumaður
Aðalstræti 5, 450 Vesturbyggð, símanr. 456 1639/698 4917
(Önnur mál: ítalska, norska, o.fl.
Nánari uppl. í símaskrá, bls. 235: Þýðendur og túlkar)
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 10-16
ÚTSALA
20-50% afsláttur
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Kennari: Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar
Hugræn
teigjuleikfimi
innifalinn
Skráning
er hafin
Tai chí
Tau loFrístund
akort
! "
!#! $$
Upplýsingar um innritun
kl. 16-21 alla daga.
Í tilefni af framboði mínu í 7. sætið í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík, þann 23. janúar nk.
langar mig til að bjóða ykkur að koma og þiggja
léttar veitingar á kosningaskrifstofu minni að
Gylfaflöt 5, 112 Grafarvogi í Reykjavík.
Ég hlakka til að sjá ykkur öll og fá tækfæri til að
kynna mig og mínar áherslur fyrir ykkur.
Með góðri kveðju,
Jóhann Páll Símonarson
Kjósum mann framkvæmda í borgina
Kæru vinir og samherjar!
MÖGNUÐ ÚTSALA
Á KLASSÍSKUM OG VÖNDUÐUM KVENFATNAÐI
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
Stórfréttir
í tölvupósti
ÞÓRUNN
Rafnar Þorsteins-
dóttir líffræð-
ingur varði dokt-
orsritgerð sína
„Antimicrobial
resistant bacteria
in production ani-
mals in Iceland –
possible trans-
mission to humans? (Íslenskur titill:
Sýklalyfjaónæmi baktería í búfénaði
á Íslandi – mögulegur flutningur til
manna?) frá læknadeild Háskóla Ís-
lands 5. október sl.
Leiðbeinendur Þórunnar voru dr.
Eggert Gunnarsson, dósent við líf-
og umhverfisvísindadeild HÍ og
deildarstjóri bakteríu-, sníkjudýra-
og meinafræðideildar Tilrauna-
stöðvar HÍ í meinafræði á Keldum,
og dr. Karl G. Kristinsson, prófessor
við læknadeild HÍ og yfirlæknir á
sýklafræðideild Landspítala. Aðrir í
doktorsnefnd voru dr. Vala Friðriks-
dóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði
á Keldum, og dr. Frank M. Aa-
restrup, prófessor við mat-
vælastofnun Tækniháskóla Dan-
merkur (DTU).
Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir er
fædd árið 1979 í Reykjavík. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð í desember
1998 og B.Sc-gráðu í líffræði frá Há-
skóla Íslands í júní 2003. Hún hóf
meistaranám við læknadeild Há-
skóla Íslands haustið 2003 og dokt-
orsnám við sömu deild haustið 2005.
Samhliða náminu hefur Þórunn unn-
ið í hlutastarfi á sýkladeild Til-
raunastöðvar HÍ í meinafræði á
Keldum. Þórunn er dóttir Ingibjarg-
ar Þ. Rafnar lögfræðings og Þor-
steins Pálssonar lögfræðings. Sam-
býlismaður hennar er Höskuldur
Daði Magnússon blaðamaður og
eiga þau von á sínu fyrsta barni.
Doktor í líf- og
læknavísindum
SAMFYLKINGARFÉLAG Sand-
gerðis og K-listi óháðra borgara
hafa náð samkomulagi um sameig-
inlegt framboð til bæjarstjórnar í
Sandgerðisbæ í komandi bæj-
arstjórnarkosningum hinn 29. maí
2010, að því er fram kemur í til-
kynningu. „Skipuð hefur verið sam-
eiginleg undirbúningsnefnd sem
mun útfæra nánar þær hugmyndir
og tillögur sem aðilar hafa komið
sér saman um. Gert er ráð fyrir því
að haldið verði prófkjör við val á
framboðslista og samhliða því muni
stuðningsfólk framboðsins velja því
listabókstaf,“ segir í tilkynning-
unni. K-listinn hefur á þessu kjör-
tímabili verið í meirihlutasamstarfi
við Sjálfstæðisflokk en fulltrúar S-
listans verið í minnihluta.
Sameiginlegt fram-
boð í Sandgerði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Myndin frá Landsbjörgu
Þau leiðu mistök áttu sér stað í
Morgunblaðinu í gær að forsíðu-
mynd af björgunaraðgerðum ís-
lenskra björgunarsveitarmanna á
Haíti var eignuð Reuters-fréttastof-
unni. Hið rétta er að myndin er frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT