Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 28
KOSNINGAR 2010
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00
mánudaginn 25. janúar.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma
569-1134/692-1010 og sigridurh@mbl.is
Netið skipar æ stærri sess í viðskiptalíf-
inu. Ísland er fremst í flokki þjóða þegar
kemur að netnotkun og ljóst að íslenskt
atvinnulíf stendur vel að vígi til að grípa
þau mörgu tækifæri sem internetið býður
upp á.
Viðskiptablað Morgunblaðsins kryfur
möguleika netsins í veglegu sérblaði.
Skoðuð verða spennandi sprotafyrirtæki,
staðan tekin á verslun og þjónustu á
netinu og rýnt í hvernig ná má því besta
út úr vefnum.
Meðal efnis verður:
Hvar liggja sóknarfærin?
Hverjir eru möguleikar netverslunar á Íslandi?
Er sama hvernig vefsíður eru hannaðar?
Er fyrirtæki þitt að nota netið rétt?
Þetta og margt fleira í blaðauka
Viðskiptablaðsins 28. janúar.
Framtíðin
er á netinu
HEITI þessa grein-
arstúfs er sótt til 18.
aldar í smiðju Eggerts
Ólafssonar. Allt frá dög-
um Innréttinganna hef-
ur barátta Íslendinga
fyrir frelsi einstaklinga,
sjálfstæði þjóðarinnar
og framförum á flestum
sviðum mannlífsins ver-
ið samofin sögu Reykja-
víkur.
Á síðustu öld tók Reykjavík for-
ystu í stórframkvæmdum, s.s.
vatnsveitu, holræsagerð, stórhuga
hafnarframkvæmdum, gatnagerð
og með því að virkja vatnsföll og
hita úr iðrum jarðar. En síðast en
ekki síst fólst sú forysta í því að
virkja frelsi og frumkvæði hins al-
menna borgara. Með þá stjórn-
málahugsjón að leiðarljósi sýndi
Reykjavík fordæmi sem á einni öld
hefur fært þjóðina í
fremstu röð á framfara-
braut.
Við stöndum nú
frammi fyrir efnahags-
þrengingum sem eiga
rætur að rekja til alþjóð-
legrar fjármálakreppu
og framgangs fárra ein-
staklinga sem komust
upp með það að nýta sér
frelsið en hafna ábyrgð-
inni. Við slíkar aðstæður
sigla vinstri stjórnir í
kjölfarið. Ein slík, sem
situr nú í Stjórnarráðinu við Arn-
arhól, fer með offorsi gegn full-
veldi og sjálfstæði þjóðarinnar og
frelsi einstaklinganna. Við slíkar
aðstæður skiptir öllu að læra af
sögunni.
Vinstri stjórnir náðu að viðhalda
heimskreppunni hér á landi í heil-
an áratug frá 1930, með háum
sköttum, skömmtunum og inn-
flutningshöftum. Á sama tíma
réðst meirihluti sjálfstæðismanna
í Reykjavík í fyrstu stóru vatns-
aflsvirkjun landsins, Ljósafoss-
virkjun, og rafvæddi þar með at-
vinnulífið og heimilin. Hún lagði
þá jafnframt grunninn að fyrstu
almenningshitaveitu veraldar.
Á tímum kreppu og vinstri
stjórna er afar mikilvægt að við
sjálfstæðismenn getum með sam-
hentum og ábyrgum, hreinum
meirihluta Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sýnt landsmönnum í
verki hvernig samfélög eiga að
vinna sig út úr erfiðleikum, – með
því að bera höfuð hátt, og með
ráðdeildarsemi, frelsi og ábyrgð.
Góðir sjálfstæðismenn í Reykja-
vík. Ég er til í slaginn og vil
gjarnan fá að taka þátt í þeirri
viðleitni
„Ungir munu rísa í Reykjavík
og fræva hin fornu tún“
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur
Marta
Guðjónsdóttir
Höfundur er formaður Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, og varaborgarfulltrúi.
Marta býður sig fram í 3. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
AUGU umheimsins eru nú loksins að opn-
ast fyrir þeirri staðreynd að málstaður ís-
lensku þjóðarinnar í Icesave-málinu á við rök
að styðjast.
Daglega eru nú sagðar fréttir af því um all-
an heim að kröfur Breta og Hollendinga á
hendur íslenskum almenningi séu ósann-
gjarnar, óréttlátar og eigi sér auk þess enga
stoð í lögum.
Þessi mikilvægi stuðningur hefur meðal
annars birst okkur í mörgum af virtustu fjöl-
miðlum heimsins, svo sem The Wall Street
Journal, Financial Times, The Independent,
The Times, Le Monde, Daily Mail og The Economist.
Þar hafa margir af áhrifamestu blaðamönnum heims
tekið undir málstað okkar Íslendinga í deilunni við Breta
og Hollendinga. Það sama hafa fjölmargir fræðimenn
gert, meðal annars hollenskir og breskir.
Í þættinum Silfur Egils um helgina barst okkur Ís-
lendingum óvæntur liðsmaður úr sveit franskra vinstri
græningja á Evrópuþinginu, hagfræðingurinn Alain Li-
pietz, sem átt hefur þátt í að semja löggjöf um evrópska
fjármálakerfið og eftirlitsstofnanir þess.
Evrópuþingmaðurinn telur ljóst að kröfur Breta og
Hollendinga á hendur okkur Íslendingum byggist hvorki
á lögum né rétti. Þjóðirnar beiti Íslendinga fjárkúgunum
vegna skuldbindinga sem þeir sjálfir eigi að bera ábyrgð
á og farsælast sé að leiða deiluna til lykta fyrir dóm-
stólum. Hann telur að úrlausn dómstóla yrði okkur Ís-
lendingum mun hagstæðari en þeir samn-
ingar sem senn verður kosið um í
þjóðaratkvæðagreiðslu og ég mun greiða at-
kvæði gegn.
Undir venjulegum kringumstæðum hefðu
íslensk stjórnvöld þakkað stuðninginn, en
bresk og hollensk brugðist ókvæða við.
Eins furðulega og það hljómar ákvað rík-
isstjórn Íslands þvert á móti að afþakka veitt-
an stuðning að utan. Og ekki nóg með það. Á
stjórnarheimilinu gekk maður undir manns
hönd til þess að gera sendiboða hinna gleði-
legu tíðinda tortryggilegan. Hann var sakaður
um að misskilja Icesave-málið frá upphafi til
enda og röksemdum hans um sterkan málstað
íslensku þjóðarinnar vísaði ríkisstjórn sama lands til föð-
urhúsanna!
Ríkisstjórn Íslands á að gæta hagsmuna Íslendinga.
Hún á að standa með þjóð sinni þegar að henni er sótt og
taka til varna þegar aðrar þjóðir reyna að beita okkur
kúgunum.
Því miður hefur ríkisstjórnin brugðist þessu meg-
inhlutverki sínu. Þess í stað hefur hún valið sér það hlut-
skipti að kyssa vönd kvalara sinna og afþakka með öllu
stuðning þeirra sem vilja taka til varna fyrir land og
þjóð.
Er það furða að almenningur á Íslandi velti því fyrir
sér í hvaða liði íslensk stjórnvöld eru um þessar mundir
og hverra hagsmuna þau eru að gæta?
Í hvaða liði?
Eftir Gísla Martein Baldursson
Gísli Marteinn
Baldursson
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Í VOR munu Reykvíkingar kjósa nýja
borgarstjórn sem leiða mun borgina í gegn-
um afleiðingar efnahagssamdráttar og til
móts við nýja tíma. Sú borgarstjórn sem nú
situr hefur náð miklum árangri og sameig-
inlega leyst aðkallandi verkefni líðandi
stundar af ábyrgð og festu. Leiðarljósin hafa
verið skýr; að standa vörð um grunnþjón-
ustu, störf og gjaldskrár. Aðferðirnar til að
ná þessum markmiðum hafa verið aukið sam-
ráð, meiri pólitísk sátt og ný vinnubrögð.
Borgarfulltrúar allra flokka hafa með sam-
stilltu átaki, sveigjanleika og samvinnu tekist á við vand-
ann og búið í haginn fyrir bjarta framtíð í höfuðborginni
okkar.
Dæmi um þetta er fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
sem unnin hefur verið í samráði minnihluta og meiri-
hluta frá haustmánuðum 2008. Þá þegar ýttum við úr
vör umfangsmiklum aðgerðum til hagræðingar og nýrr-
ar forgangsröðunar sem nú skila sér í góðum rekstr-
arárangri borgarinnar. Þrátt fyrir samdrátt í tekjum
hefur okkur tekist að mæta öllum fjárskuldbindingum
og tryggja góða stöðu í lok síðasta árs, án þess að hækka
gjöld fyrir grunnþjónustu eða skatta. Verkefni ársins
2010 verður að standa vörð um þjónustu við börn og vel-
ferð og forgangsraða í þeirra þágu. Matargjöld í grunn-
skólum og gjaldskrár frístundaheimila verða óbreytt og
leikskólagjöld, sem eru með þeim lægstu á landinu,
verða ekki hækkuð. Þess í stað hagræðum við í stjórn-
sýslu og almennum rekstri borgarinnar, rýnum kostnað
rækilega og spyrjum gagnrýnna spurninga
um útgjöld.
Það hefur verið mín skoðun að leiðin út úr
þeim efnahagsvanda sem við okkur blasir
verði aðeins fundin með samvinnu og sátt í
stað átaka og ófriðar. Hver og einn verður að
gera sitt besta. Við megum ekki leggja stein í
götu annarra sem einnig eru að fást við að
leysa vanda, halda uppi atvinnu, borga af hús-
næði eða halda heimilum gangandi. Skatta-
hækkanir eru slíkar hindranir og munu til
lengri tíma litið dýpka þann efnahagsvanda
sem við er að etja. Því hefur meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni
hafnað hækkun útsvars og lagt áherslu á að
finna aðrar lausnir til að mæta þrengri hag.
Við eigum að ýta undir þann dugnað og metnað sem
einkennir þessa þjóð, hvetja til atvinnusköpunar og
standa vörð um tekjugrundvöll fjölskyldna og fyr-
irtækja, en jafnframt að gæta að þjónustu og stuðningi
við þá sem mest þurfa á að halda. Borgarstjórn Reykja-
víkur hefur unnið í anda þessara áherslna og þannig
tryggt sameiginlega hagsmuni allra borgarbúa og staðið
vörð um það sem mestu skiptir.
Um næstu helgi munu þeir Reykvíkingar sem styðja
Sjálfstæðisflokkinn eiga kost á því að velja hvaða ein-
staklinga þeir vilja hafa í forystusveit flokksins í kom-
andi kosningum. Það er von mín að vel takist til í því
prófkjöri, ég hvet alla til að taka þátt og stilla upp sig-
urliði sem unnið getur að því að tryggja áframhaldandi
árangur í Reykjavík.
Árangur fyrir Reykjavík
Eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík.