Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Er ég hugsa um Dóru Hjörleifsdóttur koma aftur og aftur sömu orðin í huga minn. Vinnusemi, vandvirkni og heiðarleiki. Í fari hennar mátti glögglega finna fyrir þessum góðu gildum. Dóra var elst þriggja systkina og í frásögnum hennar frá æskuárunum kom fram að snemma vildi hún taka þátt í heimilishaldi og bústörfum og þannig létta undir með foreldrum sínum eins og hún gat. Þar sem móð- ir hennar var ekki líkamlega sterk til heilsu auk þess sem faðir hennar bjó lengst ævi sinnar við mjög skerta sjón, jók það á vilja dótturinnar að reynast þeim hjálparhella. Þegar Dóra minntist þessara tíma og at- vika úr uppvextinum, mátti vel merkja hversu góður leiðbeinandi móðir hennar var. Vandvirkni og trúmennska skyldi höfð að leiðar- ljósi. Dóra flutti að Fagradal í Vopna- firði, þar sem hún bjó ásamt manni sínum, Guðna M. Einarssyni, um nokkurra ára skeið. Örlögin höguðu því svo að leiðir þeirra skildi og Dóra flutti aftur suður, ásamt tveim ung- um sonum. Án þess að vita hvað tæki við snerust málin svo að aftur flutti hún heim að Unnarholtskoti inn á heimili foreldranna, þar voru þau öll velkomin. Þar hóf hún síðan aftur búskap með þeim í sambýli við mág- konu sína og bróður, Helgu og Gísla. Allt þetta fólk var móðurinni ómet- anleg hjálp við uppeldi drengjanna, hún minntist þess oft í þakklæti. Dóra fór ekki alltaf troðnar slóðir hún var sjálfstæð í hugsun og atferli. Til fróðleiks má geta þess að hún var fyrsta konan sem fékk ökuréttindi í Hrunamannahreppi. Ég kynntist Dóru fyrir fjörutíu ár- um þegar ég varð nágranni hennar. Saman vorum við í saumaklúbbi, þar viðgengust engin kynslóðabil, allar nýjar konur í nágrenninu boðnar vel- komnar. Í klúbbnum okkar var sjald- an setið auðum höndum, ég minnist Dóru koma með bunka af vélprjón- uðum fatnaði til að sauma saman og ganga frá, eins og henni einni var lagið. Seinna þegar tími til tóm- stunda varð meiri varð handverkið stórkostlegra, hekluðu milliverkin hennar Dóru úr fínasta heklugarni verða öllum minnisstæð og margir fengu að njóta og læra réttu hand- tökin og aðferðirnar. En það var fleira en handverkið sem var Dóru hugleikið en hún var mikil ræktunar- kona sem nýttist henni vel í bú- skapnum. Í seinni tíð breytti hún umhverfinu í kringum bæinn sinn, í skjólsælan skógarreit. Sökum heilsubrests var hún ekki lengur fær um að búa ein í Unnarholtskoti. Það hafa verið henni þung spor að yfir- gefa þann stað sem hún unni svo heitt. Hún flutti í íbúð aldraðra að Heimalandi á Flúðum og naut þess að koma heim, og dvelja með fjöl- skyldunni þegar tækifæri gafst. Síðustu misseri dvaldi hún svo á Dvalarheimili aldraðra að Blesastöð- um þar sem hún naut góðrar umönn- unar. Að leiðarlokum vil ég þakka kærri vinkonu fyrir gæði hennar og hlýju í minn garð frá okkar fyrstu kynnum. Hún kvaddi þetta jarðneska líf þegar vetrarperlan skein og lýsti skærast í kristnum heimi á sjálfa jólanóttina. Aðstandendum öllum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Dóru í Unn- arholtskoti. Guðbjörg Björgvinsdóttir. ✝ Dóra Hjörleifs-dóttir fæddist í Unnarholtskoti 12. september 1921. Hún lést á Heilbrigð- isstofnum Suðurlands föstudaginn 25. des- ember sl. Dóra var jarð- sungin frá Hruna- kirkju 9. janúar sl. Dóru kynntist ég fyrst á heimili systur hennar og mágs, Völu og Kjartans heitins Skúlasonar, fyrir nærri 30 árum, þar sem ég hafði hreiðrað um mig í hlýjunni sem frá þeim stafaði. Alveg frá upphafi líkaði mér vel við Dóru. Hún var sérstakrar gerðar, fór ekki troðnar slóðir, var n.k. salt jarðar; Ís- lands þúsund ár. Hún var alin upp í Unnarholtskoti í Hreppunum, þar sem hún bjó lengst af, og þeim stað var hún bundin órofaböndum þar til yfir lauk. Svo mikil var tryggðin að þegar hún var komin til dvalar á Blesastöðum á Skeiðum talaði hún um að Vörðufellið snéri nú vitlaust við sér. Dóra undi sér best við allt það sem snéri að ræktun og viðhaldi í Unnarholtskoti. Henni var mjög í mun að halda við húsi og jörð. Eftir að ég kynntist henni leyfðu kraftar ekki mikið umfram vinnu í garðinum við húsið, en um hann var vel hugsað, raunar svo, að af bar, svo vel og snyrtilega var viðjan klippt og grasið slegið. Auk þess var hún með gróð- urhús, grænmetisgarð og stóran kartöflugarð þar sem hún ræktaði „Helguna“, kartöfluafbrigði sem móðir hennar hafði ræktað og er við hana kennt. Einnig gerði hún þó nokkuð af því að vinna gæsadún úr fiðri sem henni lagðist til eftir gæsa- skytterí sona hennar. Úr því urðu til úrvals gæsadúnssængur, sem marg- ir fengu að njóta, jafnt skyldir sem óskyldir. Oft fylgdu svo með sæng- urföt með hekluðu milliverki, allt unnið af Dóru. Þegar Dóra kom í kaupstað á haustin fylgdu gjarnan með pinklar, sem í var eitthvað af því sem hún hafði ræktað eða unnið í höndunum; pinklar sem ætlaðir voru ýmsum sem Dóra taldi ástæðu til að gauka einhverju góðu að. En þau góðverk voru aldrei borin á torg og raunar væri það sennilega ekki á færi nokkurs manns að rekja lista þeirra sem þar nutu. Við fjölskyldan vorum í hópi þeirra sem nutu rausn- ar Dóru, hingað bárust gjarnan sendingar af grænmeti og kart- öflum. Ekki taldi hún að fyrir eitt- hvað væri að þakka. Ýmsum þykja jarðskjálftar nokk- urt tiltökumál. Þegar skjálftinn 17. júní árið 2000 reið yfir og þjóðin fór á taugum, var Dóra að sýsla úti í garði. Ekki datt henni í hug að leita frétta af ósköpunum í gegnum öldur ljós- vakans; jarðskjálfti sem ríður yfir er skjótt liðin tíð. Og gamla konan hélt áfram að hlúa að sínum gróðri eins og þessi þjóð hefur gert í þúsund ár. Að lokum votta ég sonum Dóru og fjölskyldum þeirra samúð mína og fjölskyldu minnar. Ingibjörg Ólafsdóttir. Dóra Hjörleifsdóttir Minningar á mbl.is Ágúst Hilmar Þorbjörnsson Höfundur: Bergþóra Krist- jánsdóttir Ingunn Anna Hermannsdóttir Höfundar: Ingunn Anna og Guðný Ragna Ragnarsdætur Klara Kristinsdóttir Höfundar: Þorsteinn Kjart- ansson Klara Lind Þorsteinsdóttir Sandra Lind Pétursdóttir Höfundur: Sesselja Sigurðardóttir Lárus Þórarinsson Höfundur: Ásgeir Pálsson Meira: mbl.is/minningar ✝ Sandra LindPétursdóttir fæddist á Ak- ureyri 4. júní 1984. Hún lést þann 10. júní 2009. Sandra var dóttir hjónanna Eyglóar S. Tryggvadóttur og Péturs St. Hallgrímssonar. Hún átti eina yngri systur, Sunnu Lind Péturs- dóttur og uppeldissystur og frænku sem bjó hjá fjölskyldunni um hríð, Kristínu Rósu Jóhannsdóttur. Sandra Lind var að ljúka námi á Listabraut Verkmenntaskólans á Akureyri er hún lést. Útför Söndru Lindar fór fram frá Akureyrarkirkju 22. júní 2009. Meira: mbl.is/minningar Sandra Lind Pétursdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Hofi í Öræfum. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSSA á Höfn fyrir góða umönnun. Gunnar Páll Bjarnason, Ingibjörg Ingimundardóttir, Sigurjón Arnar Bjarnason, Unnur Bjarnadóttir, Jón Sigurbergur Bjarnason, Áslaug Guðmundsdóttir, Stefán Bjarnason, Margrét Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS BENÓNÝS GUÐBJARTSSONAR, Mánagötu 27, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir frábæra umönnun og hlýhug í okkar garð Guð blessi ykkur öll. Anna M. Kjartansdóttir, Heiðbjört Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Ómar Davíð Ólafsson, Berglind Benónýsdóttir, Alda, Anna Dís, Harpa Lind, Ólafur Reynir og Bríet María. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, kær vinur, afi og langafi, EGGERT STEINSEN verkfræðingur, Vogatungu 55, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni föstudagsins 15. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Steinunn Steinsen, Rúnar Steinsen, Guðrún Guðmundsdóttir, Steinn Steinsen, Ásta María Björnsdóttir, Anna Steinsen, Sigurður Már Einarsson, Ragnheiður Steinsen, Steinþór Hlöðversson, Brynja Sigurðardóttir, Sverrir Andreassen, barnabörn og barnabarnabörn. Þórður gerðist ungur skáti á Akur- eyri undir stjórn hins mikilhæfa skátafor- ingja Tryggva Þorsteinssonar. Þórður lærði þar margt í skáta- fræðum, sem hann nýtti sér seinna þegar hann tók við foringjastörf- um. Fyrst var hann skátaforingi á Akureyri en síðan á Skagaströnd þar sem hann stofnaði skátafélag. Þar starfaði hann af atorku og samviskusemi um langa hríð. Þórður lagði sig fram um að að- stoða skáta og fylgdist vel með hvernig þeim vegnaði í lífinu. Þegar Þórður missti sjón flutti hann til Reykjavíkur og fór að starfa með Blindrafélaginu í fjöl- þættu starfi þess. Þar var hann hrókur alls fagnaðar enda kunni hann ótal kvæði sem hann fór með utanbókar, t.d. „Kirkja, fyrirfinnst engin“ eftir Davíð Stefánsson. Ég átti því láni að fagna að kynnast Þórði betur þegar við hitt- umst vikulega á fundum á vegum Blindrafélagsins. Þórður var vel gerður og var hann vinmargur, enda opinn í samskiptum við fólk. Nú er skarð fyrir skildi á þriðju- dagsfundum Blindrafélagsins þeg- ar Doddi er farinn heim eins og við skátar segjum. Ég votta aðstandendum Þórðar, vinar míns, innilegustu samúðar- kveðjur. Páll Gíslason, læknir. Í minningu Þórðar Jónssonar, er lést á jóladagsmorgun 2009. Í hvítbúnu rúmi liggur gildis- skátinn og vinur okkar Þórður Jónsson. Úti er skammdegi og myrkur, borgin er skreytt ljósum jólanna, það er jóladagur, dagur friðar, gleði, vináttu og samhugar, dagur fjölskyldunnar. Á þessum degi árs, fremur en nokkurn ann- an dag ársins, er minningin um son guðs okkur næst. Yfir hvítfölri ásýnd Þórðar hvílir friður dauð- ans, hann Þórður okkar er „farinn heim“. Þórður er fæddur og uppalinn á Akureyri og gerðist snemma skáti, var einn af skáta-drengjunum hans Tryggva Þorsteinssonar. Síð- ar hélt Þórður suður til Reykjavík- ur og nam þar vélsmíði. Hann var lengi vélstjóri á togurum frá Ak- ureyri, Reykjavík og Skagaströnd, þar sem hann vann ötult skáta- starf. Einnig dvaldist hann um árabil í Svíþjóð og lét ávallt vel af Þórður Jónsson ✝ Þórður Jónssonfæddist á Þverá í Svarfaðardal 26. október 1918. Hann lést á Landspít- alanum 25. desember síðastliðinn. Útför Þórðar fór fram frá Áskirkju föstudaginn 15. jan- úar 2010. tíma sínum þar. Þórður var einlægur skáti fram á síðasta dag, fáu unni hann meira en skátastarf- inu. Að því vann hann með elju og af fórnfúsri gleði. Ein- kunnarorð skátans „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“ réðu lífs- viðhorfi hans. Hann sótti gildisfundi og tók þátt í ferðum á þess vegum, þótt heilsan væri slæm, sjón að mestu farin og heyrn léleg; sagði jafnan glaður í bragði: „Það er svo gaman að vera með ykkur, elskurnar mínar, að ég vil njóta þess til hins ítrasta“. Nærtækasta dæmið um stað- festu hans er frá sl. vori að hann fór einn Reykjavíkurgildisskáta á Landsþing norður á Akureyri með Keflavíkurgildinu. Ferðalangarnir hrepptu aftakaveður á leiðinni yfir Holtavörðuheiðina og lenti rútan með þá utan vegar. Þórður lét sem ekkert væri og hélt ferðinni áfram glaður í skapi. Þórður gerðist félagi í St. Georgsgildinu í Reykjavík upp úr 1980 og var þar tryggur félagi allt til dauðadags. Þórður var ljóðelsk- ur mjög, sérstaklega þótti honum vænt um ljóðskáldið góða, Davíð Stefánsson. Þórður kunni utanað langa ljóðabálka eftir Davíð og fór með þá af munni fram við fjölmörg tækifæri, öllum sem á hlýddu til mikillar ánægju. Þú lætur eftir þig fleira en fjöl- breytt og gott lífsverk, marga góða vini og ljúfar minningar, Þórður vinurinn kæri. Þú lætur eftir þig tvö vel menntuð, góð og gjörvuleg börn, dótturina Mar- gréti og soninn Berg. Börnum þín- um báðum, sem og barnabörnum þínum, unnir þú heitt og innilega og gafst mikið. Í börnum þínum og afkomendum þeirra, mun andi þinn til eilífðar lifa. Börnum Þórðar og öllum ætt- mennum færi ég samúðarkveðjur og þakkir okkar allra, sem áttum þess kost að starfa með og kynn- ast Þórði. Þegar sorgin nístir fjötrum sínum um hjartað, þá munið ávallt að Jesús sagði: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf. (Jóhannes 3:16) Af kaleik sorgarinnar verða allir þeir sem lífinu lifa einhvern tíma að bergja. Án dauða er ekkert líf. Ég minni á að Guð er með okkur öllum í gleði sem í sorg. Reynið að muna þennan sannleik, er sorgin nístir hjörtu ykkar sem mest. Með innilegum skátakveðjum frá St. Geotgs gildinu í Reykjavík og gildisskátum alls staðar. Einar Tjörvi Elíasson, Gildismeistari St. Georgsgild- isins í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.