Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is EF gengi krónunnar gagnvart evru og sterlingspundi lækkar um 30% hækkar skuldbinding ríkisins vegna Icesave-samkomulagsins upp í 961 milljarð króna. Þetta kemur fram í útreikningum Jóns Daníelssonar, dósents við London School of Economics. Útreikningana er hægt að nálgast í Excel-skjali á slóðinni risk.lse.ac.uk/icesave. Landspítalinn í sex ár Þetta miðast við að gengi sterl- ingspunds hækki í 282 krónur og evru í 252 krónur. Vitaskuld er eng- in leið að spá fyrir um gengi krónu fram í tímann, en gengisfall krón- unnar um 30% hlýtur að teljast hugsanlegt, m.a. í ljósi þess að afla- ndsgengi krónunnar er mun lægra en gengi Seðlabanka Íslands. Í gær var aflandsgengi evrunnar 272 krónur, en samkvæmt því þyrfti ríkið að greiða 1.055 milljarða króna vegna skuldbindingarinnar. Útreikningar þessir byggja á því að eignir úr þrotabúi Landsbankans standi undir öllum forgangskröfum í umsjá skilanefndar. Skilanefnd gerir nú ráð fyrir að endurheimtur verði 88,2%. Miðað við óbreytt gengi íslensku krónunnar og 88% endurheimtur yrðu heildargreiðslur ríkisins, þ.e. vextir auk þess sem vantar upp á höfuðstólinn, 507 milljarðar króna, eins og fram kom í grein Jóns Daní- elssonar í Morgunblaðinu í gær. Það jafngildir rétt tæplega 1,5 milljónum króna á hvert mannsbarn á Íslandi, miðað við spá Hagstof- unnar um fjölgun Íslendinga til árs- ins 2024. Sambærileg tala á hvern Breta og Hollending yrði tæplega 6.000 krónur. Þá myndu þessir 507 milljarðar króna duga til að reka Landspít- alann í tæplega 13 ár og Háskóla Íslands í 42 ár. Ef gengi krónunnar lækkaði um 30% dygðu greiðslur Íslendinga til þess að reka Háskól- ann í 89 ár og Landspítalann í 27 ár. Gríðarleg gengisáhætta vegna Icesave-skuldar Falli gengi krónu um 30% getur það þýtt nær 1.000.000.000.000 króna greiðslur Útreikningar Jóns Daníelssonar Greiðslur í milljörðum króna á föstu verðlagi, m.v. mismunandi breytingar á núverandi gengi 1200 1000 800 600 400 200 0 0% -10% -20% -30% Breyting frá núverandi gengi M.v. 100% endurheimtur úr búi Landsbanka Íslands Samanburður við mannfjölda* *M.v. óbreytt gengi og 11,8% eftirstöðvar auk vaxta. Á mann á Íslandi Á mann í Bretlandi og Hollandi 1.489.925 kr. 5.842 kr. Samanburður við hagstærðir* Hvað er hægt að reka stofnanirnar í mörg ár fyrir kostnaðinn? Landspítali Háskóli Íslands 12,7 ár 42,3 ár 1. 27 3 m a. 96 1 m a. 72 8 m a. 54 6 m a. 4 0 0 m a. -40% Óvissan um skuldbindingu rík- isins vegna Icesave-sam- komulagsins er mikil. Ef allt fer á versta veg og gengi krónunnar lækkar getur heildargreiðslan hæglega farið nálægt 1.000 millj- örðum króna, þótt miðað sé við 100% endurheimtur. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is VOGUNARSJÓÐURINN Boreas Capital skilaði 97,86% ávöxtun á árinu 2009. Sjóðurinn fjárfestir aðallega á Norðurlöndum, en norræna OMXN40- hlutabréfavísitalan hækkaði um ríflega 32% á árinu sem leið. Ávöxtun sjóðsins var því þreföld á við ávöxtun hlutabréfamarkaðarins á Norðurlönd- um. Ragnar Þórisson, sjóðsstjóri hjá Boreas, segir að fyrri hluti ársins hafi einkennst af blóði, svita og tárum. „Síðari hlutinn einkenndist hins vegar af breiðu brosi,“ segir hann í samtali við Morgun- blaðið. Boreas í þriðja sæti Boreas Capital er skráður á Hedge Nordic sem reiknar meðal annars vísitölu fyrir frammistöðu 127 vogunarsjóða sem starfa á Norðurlöndum. Bo- reas er sem stendur í þriðja sæti á þeim lista. Ekki allir sjóðir hafa skilað inn lokatölum fyrir árið 2009, en í gær var meðalávöxtun þeirra sjóða sem eru skráðir á Hedge Nordic 14,8%. Þeir tveir sjóðir sem skila betri ávöxtun en Boreas liggja í kringum 120%. Sænski vogunarsjóðurinn Radar trónar á toppnum með 122,9% ávöxtun á árinu sem er að líða. Boreas með tæplega 100% ávöxtun  Í þriðja sæti samantektar Hedge Nordic á 127 vogunarsjóðum á Norðurlöndum FJÁRHAGSLEGRI endurskipu- lagningu Byrs verður lokið á allra næstu vikum og þá verður ljóst að hve miklu leyti færa þarf niður stofnfé í sparisjóðnum. Kom þetta fram í máli Jóns Finnbogasonar sparisjóðsstjóra á stofnfjáreigenda- fundi í gær. „Stofnfjáreigendur þurfa að búa sig undir verulega afskrift á stofnfé sínu,“ sagði Jón, en niðurstaðan verður kynnt fyrir stofnfjáreigend- um og þeim gefinn kostur á að sam- þykkja eða synja áætlun um endur- skipulagningu. Gert er ráð fyrir því að fundurinn verði haldinn í mars. Á fundinum fór Hróbjartur Jóna- tansson yfir stöðu væntanlegra dómsmála vegna lána Glitnis til stofnfjáreigenda við stofnfjáraukn- ingu. Íslandsbanki hefur tekið lánin yfir og heldur því fram að hann geti gengið að öðrum eignum lántakenda en bréfunum einum saman. Segir Hróbjartur að margt bendi til þess að þegar lánin voru veitt hafi Glitnir verið á þeirri skoðun að veð hans væru bundin eingöngu við bréfin. Sama skilning virðist stjórnendur og starfsmenn Byrs hafa haft. Endurskipulagn- ingu lýkur fljótt Fjölmenni á stofnfjáreigendafundi Byrs Morgunblaðið/Kristinn Fundur Góð mæting var á stofnfjár- fundinn, en fundarsalur var fullur. ● VERULEGAR líkur eru á annarri meiriháttar fjármálakreppu og fjár- festar verða að vera búnir undir það að eitt af helstu hagkerfum heims lendi í greiðslufalli. Þetta kemur fram í Global Risk-skýrslunni sem gefin er út í tengslum við hina árlegu efnahags- ráðstefnu í Davos í Sviss. Í skýrslunni eru taldar upp helstu ógnir gegn stöðugleika í alþjóða- hagkerfinu. Efst á blaði eru líkurnar á skuldakreppu hjá fullvalda ríki. Breska blaðið The Daily Telegraph hefur eftir einum af stjórnendum ráð- stefnunnar að ekki séu beint miklar lík- ur á því að Bretland eða Bandaríkin verði gjaldþrota en hinsvegar megi leiða líkum að því skuldabaggi þeirra muni áreiðanlega takmarka hagvöxt þeirra. Hætta á annarri kreppu ● TILTÖLULEGA rólegt var á skulda- bréfamarkaðnum í gær en veltan nam 7,2 milljörðum króna. Skuldabréfa- vísitala Gamma hækkaði um 0,12% í viðskiptum dagsins. Vísitala Gamma fyrir verðtryggð íbúðabréf hækkaði um 0,06% og vísitalan fyrir óverðtryggð ríkisbréf hækkaði um 0,27% í við- skiptum dagsins. Heildarvísitalan hækkaði um 0,6% í vikunni. Hækkun vísitölu óverðtryggðra ríkisbréfa var meiri en hún nam 0,76% í vikunni. Vísi- talan fyrir verðtryggð íbúðabréf hækk- aði um 0,55% í vikunni. Skuldabréfavísitalan hækkaði mikið í vikunni ● TILKYNNT hef- ur verið með formlegum hætti að Íslandsbanki ætlar að selja Sjóvá en Morg- unblaðið sagði frá áformunum á dögunum. Útboð hefst á mánudag. Allt hlutafé Sjóvár er falt en til þess að geta tekið þátt í útboðinu þurfa vænt- anlegir kaupendur að geta sýnt fram á eiginfjárstöðu umfram 500 milljónir. Þeim sem leggja fram hæstu tilboðin að uppfylltum ofangreindu skilyrði verður boðin áframhaldandi þátttaka í sölunni. Eignarhaldsfélagið SAT á 90% í Sjóvá og er restin í eigu Íslands- banka. Sjóvá seld á mánudag ● SKULDATRYGGINGARÁLAG á skulda- bréfum ríkissjóðs Íslands hækkaði um 36 punkta á fimmtudag og er nú um 550 punktar. Greining Íslandsbanka segir að lík- lega megi rekja hækkunina til yfirlýs- inga frá framkvæmdastjóra AGS og forsætisráðherra Svíþjóðar í gær sem benda til þess að aðgerðaáætlun stjórnvalda og sjóðsins kunni að tefjast á meðan óvissa er uppi um hvaða stefnu Icesave-málið muni taka. Tryggingarálag hækkar ÞETTA HELST… Alþjóðasamfélagið hefur heitið því að verja sem nemur 33 millj- örðum króna til þess að aðstoða Haítí-búa vegna jarðskjálftans sem dundi yfir á dögunum. Það svarar til 6,5% af öllum Icesave- greiðslum Íslands samkvæmt samningnum, miðað við óbreytt gengi og 88% endurheimtur. Haítí brot af Icesave Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennarar: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menn- ingarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í símum 553 3431 og 897 8765 Japönsk bogfimi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.