Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Breti nokkur, sem kominn er á efriár og þekkir til samninga-
viðræðna við Íslendinga í þorska-
stríðunum, var í útvarpsviðtali í vik-
unni. Þar lýsti hann því hvernig
hefði verið að fást við landann og
taldi mikið til þess koma hve þrjóskir
samningamenn Íslands hefðu verið.
Hann sagði að það hefði verið al-veg sama hvernig Bretar hefðu
nuddað í íslensku samningamönn-
unum, þeir hefðu ekki gefið þuml-
ung eftir.
Við vitum hvernig þetta fór, Íslander nú með 200 mílna lögsögu og
ræður þar með yfir miklum auðlind-
um.
Árangur hinna þrjósku samninga-manna Íslendinga, sem datt
aldrei annað í hug en að halda hags-
munum Íslands fram af fullri festu,
gæti nú orðið að engu vegna þeirra
sem að undanförnu hafa tekið að sér
að halda á hagsmunum Íslands gagn-
vart Bretum og Hollendingum.
Hvað veldur því að ríkisstjórn Ís-lands sættir sig við það að samn-
inganefnd á hennar vegum skrifi
ítrekað upp á allar kröfur Breta og
Hollendinga í málum Icesave?
Hvernig má það vera að þrátt fyrirað öllum megi vera ljóst að kröf-
ur hinna erlendu ríkja eru fádæma
ósanngjarnar, þá bogni ríkisstjórn
Íslands í stað þess að halda fram
hagsmunum landsmanna?
Hvar er þrjóskan? Hvar er festan?Og hvar er réttlætiskennd rík-
isstjórnarinnar? Ætlar hún virkilega
að halda áfram að aðstoða Breta og
Hollendinga við að brjóta á rétti Ís-
lendinga?
Ríkisstjórn Íslands.
Hvar er þrjóskan?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 7 skýjað Lúxemborg 0 þoka Algarve 17 skýjað
Bolungarvík 2 léttskýjað Brussel 1 þoka Madríd 9 heiðskírt
Akureyri 4 skýjað Dublin 10 skýjað Barcelona 13 heiðskírt
Egilsstaðir 3 rigning Glasgow 4 skýjað Mallorca 14 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 rigning London 6 skýjað Róm 10 heiðskírt
Nuuk -11 skýjað París 3 skýjað Aþena 11 léttskýjað
Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 1 þoka Winnipeg -5 skýjað
Ósló -9 skýjað Hamborg -2 þoka Montreal 2 súld
Kaupmannahöfn -2 alskýjað Berlín -2 þoka New York 6 alskýjað
Stokkhólmur -2 skýjað Vín 1 alskýjað Chicago -1 þoka
Helsinki -5 alskýjað Moskva -10 léttskýjað Orlando 19 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
16. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.53 0,6 10.07 3,8 16.22 0,6 22.36 3,5 10:53 16:23
ÍSAFJÖRÐUR 6.00 0,3 12.03 2,1 18.32 0,3 11:24 16:02
SIGLUFJÖRÐUR 2.31 1,1 8.13 0,1 14.47 1,2 20.53 0,1 11:08 15:44
DJÚPIVOGUR 1.00 0,1 7.12 1,9 13.24 0,3 19.29 1,9 10:29 15:46
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Sunnan víða 5-10 m/s og rign-
ing á sunnan- og vestanverðu
landinu, en suðvestlægari og
skúrir seinni partinn. Bjart með
köflum norðaustanlands. Hiti 0
til 5 stig.
Á mánudag
Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og
skúrir eða slydduél, en létt-
skýjað að mestu austan- og
norðaustanlands. Hiti 0 til 5
stig, en vægt frost í innsveitum
norðanlands.
Á þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag
Stíf sunnanátt og vætusamt, en
þurrt og bjart að mestu á norð-
austanverðu landinu. Milt í
veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðaustan 8-13 m/s með
rigningu eða sums staðar
slyddu, fyrst suðaustanlands.
Snýst í hægari suðaustan átt
með skúrum austan til á land-
inu undir kvöld og síðan dregur
úr vindi vestan til. Hiti -1 til 5
stig.
ALLS heimsóttu um 566.000 ferða-
menn Ísland í fyrra. Þetta er fjölgun
á milli ára sem nemur 0,7%, en árið
2008 sóttu 562.000 ferðmenn Ísland
heim. Að sögn Ferðamálastofu má
gera ráð fyrir að um sé að ræða
stærsta ferðamannaárið á Íslandi
frá upphafi.
„Íslensk ferðaþjónusta má vel við
una eftir árið 2009. Þrátt fyrir hnatt-
ræna kreppu og versnandi afkomu
ferðaþjónustunnar í Evrópu óx um-
fang íslenskrar ferðaþjónustu á síð-
asta ári. Þennan vöxt má ekki síst
rekja til þess að erlendum ferða-
mönnum fjölgaði frá mörgum helstu
mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu
skv. talningu Ferðamálastofu á
brottförum um Leifsstöð. Heild-
arfjöldi ferðamanna að meðtöldum
farþegum skemmtiferðaskipa var
árið 2009 0,7% meiri en árið 2008,
eða 566 þúsund miðað við 562 þús-
und, og því má gera ráð fyrir að um
sé að ræða stærsta ferðamannaárið
á Íslandi frá upphafi,“ segir í til-
kynningu frá Ferðamálastofu.
Langflestir erlendra gesta, eða
94%, fóru um Keflavíkurflugvöll,
2,8% um Reykjavíkurflugvöll, 2,8%
komu með Norrænu um Seyðisfjörð
og 0,3% fóru um Akureyrar- og Eg-
ilsstaðaflugvöll.
Farþegar til Íslands með
skemmtiferðaskipum voru tæplega
72 þúsund á árinu 2009, 16% fleiri en
árinu áður.
Aldrei fleiri ferðamenn hingað til lands
Umfang ferðaþjónustunnar jókst í
fyrra þrátt fyrir hnattræna kreppu
Morgunblaðið/RAX
Ferðalög Ísland laðar og seiðir.
NÝR kafli í húsnæðismálum aldr-
aðra á höfuðborgarsvæðinu hefst
um næstkomandi páska þegar fyrri
áfangi nýs hjúkrunarheimilis verð-
ur tekinn í notkun við Boðaþing í
Kópavogi ásamt samtengdri þjón-
ustumiðstöð. Fulltrúar frá Kópa-
vogsbæ og Sjómannadagsráði, eig-
anda Hrafnistuheimilanna,
undirrituðu í gær rammasamning
um rekstur á svæðinu.
Félags- og tryggingamálaráðu-
neytið og Kópavogsbær byggja
hjúkrunarheimilið við Boðaþing, en
rekstur þess verður á vegum
Hrafnistu.
Samhliða byggingu hjúkr-
unarheimilisins er Kópavogsbær nú
að leggja lokahönd á byggingu
samtengdrar þjónustumiðstöðvar,
en þar verða m.a. mötuneyti, fé-
lagsstarfi, dagvistun, endurhæfing,
sundlaug, starfsmannaaðstaða og
fleira.
Alls er gert ráð fyrir hjúkr-
unarheimili fyrir 88 aldraða ein-
staklinga við Boðaþing auk 95 ör-
yggis- og þjónustuíbúða, sem
leigðar verða öldruðum og Nausta-
vör, dótturfyrirtæki Sjómanna-
dagsráðs, reisir í tveimur áföngum.
Fyrri áfangi leiguíbúða Nausta-
varar, alls 47 íbúðir, verða tilbúnar
til útleigu í lok þessa árs.
Heimilið við Boðaþing verður
fimmta hjúkrunarheimili Hrafnistu
á landinu. Dvalarheimili aldraðra
sjómanna, Hrafnista, tók fyrst til
starfa á sjómannadaginn, 2. júní,
1957 í Reykjavík. Megintekjur til
uppbyggingar Hrafnistu koma frá
fyrirtækjum sjómannadagsins, þ.e.
Happdrætti DAS og Laugarásbíói.
Aldraðir Fleiri Hrafnistuheimili
bætast við um páskana.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hrafnista opnuð
í Kópavoginum
Hrafnista og
Kópavogsbær
undirrita samning