Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Breti nokkur, sem kominn er á efriár og þekkir til samninga- viðræðna við Íslendinga í þorska- stríðunum, var í útvarpsviðtali í vik- unni. Þar lýsti hann því hvernig hefði verið að fást við landann og taldi mikið til þess koma hve þrjóskir samningamenn Íslands hefðu verið.     Hann sagði að það hefði verið al-veg sama hvernig Bretar hefðu nuddað í íslensku samningamönn- unum, þeir hefðu ekki gefið þuml- ung eftir.     Við vitum hvernig þetta fór, Íslander nú með 200 mílna lögsögu og ræður þar með yfir miklum auðlind- um.     Árangur hinna þrjósku samninga-manna Íslendinga, sem datt aldrei annað í hug en að halda hags- munum Íslands fram af fullri festu, gæti nú orðið að engu vegna þeirra sem að undanförnu hafa tekið að sér að halda á hagsmunum Íslands gagn- vart Bretum og Hollendingum.     Hvað veldur því að ríkisstjórn Ís-lands sættir sig við það að samn- inganefnd á hennar vegum skrifi ítrekað upp á allar kröfur Breta og Hollendinga í málum Icesave?     Hvernig má það vera að þrátt fyrirað öllum megi vera ljóst að kröf- ur hinna erlendu ríkja eru fádæma ósanngjarnar, þá bogni ríkisstjórn Íslands í stað þess að halda fram hagsmunum landsmanna?     Hvar er þrjóskan? Hvar er festan?Og hvar er réttlætiskennd rík- isstjórnarinnar? Ætlar hún virkilega að halda áfram að aðstoða Breta og Hollendinga við að brjóta á rétti Ís- lendinga? Ríkisstjórn Íslands. Hvar er þrjóskan? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 skýjað Lúxemborg 0 þoka Algarve 17 skýjað Bolungarvík 2 léttskýjað Brussel 1 þoka Madríd 9 heiðskírt Akureyri 4 skýjað Dublin 10 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Egilsstaðir 3 rigning Glasgow 4 skýjað Mallorca 14 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 rigning London 6 skýjað Róm 10 heiðskírt Nuuk -11 skýjað París 3 skýjað Aþena 11 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 1 þoka Winnipeg -5 skýjað Ósló -9 skýjað Hamborg -2 þoka Montreal 2 súld Kaupmannahöfn -2 alskýjað Berlín -2 þoka New York 6 alskýjað Stokkhólmur -2 skýjað Vín 1 alskýjað Chicago -1 þoka Helsinki -5 alskýjað Moskva -10 léttskýjað Orlando 19 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 16. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.53 0,6 10.07 3,8 16.22 0,6 22.36 3,5 10:53 16:23 ÍSAFJÖRÐUR 6.00 0,3 12.03 2,1 18.32 0,3 11:24 16:02 SIGLUFJÖRÐUR 2.31 1,1 8.13 0,1 14.47 1,2 20.53 0,1 11:08 15:44 DJÚPIVOGUR 1.00 0,1 7.12 1,9 13.24 0,3 19.29 1,9 10:29 15:46 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Sunnan víða 5-10 m/s og rign- ing á sunnan- og vestanverðu landinu, en suðvestlægari og skúrir seinni partinn. Bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en létt- skýjað að mestu austan- og norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum norðanlands. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Stíf sunnanátt og vætusamt, en þurrt og bjart að mestu á norð- austanverðu landinu. Milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða sums staðar slyddu, fyrst suðaustanlands. Snýst í hægari suðaustan átt með skúrum austan til á land- inu undir kvöld og síðan dregur úr vindi vestan til. Hiti -1 til 5 stig. ALLS heimsóttu um 566.000 ferða- menn Ísland í fyrra. Þetta er fjölgun á milli ára sem nemur 0,7%, en árið 2008 sóttu 562.000 ferðmenn Ísland heim. Að sögn Ferðamálastofu má gera ráð fyrir að um sé að ræða stærsta ferðamannaárið á Íslandi frá upphafi. „Íslensk ferðaþjónusta má vel við una eftir árið 2009. Þrátt fyrir hnatt- ræna kreppu og versnandi afkomu ferðaþjónustunnar í Evrópu óx um- fang íslenskrar ferðaþjónustu á síð- asta ári. Þennan vöxt má ekki síst rekja til þess að erlendum ferða- mönnum fjölgaði frá mörgum helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu skv. talningu Ferðamálastofu á brottförum um Leifsstöð. Heild- arfjöldi ferðamanna að meðtöldum farþegum skemmtiferðaskipa var árið 2009 0,7% meiri en árið 2008, eða 566 þúsund miðað við 562 þús- und, og því má gera ráð fyrir að um sé að ræða stærsta ferðamannaárið á Íslandi frá upphafi,“ segir í til- kynningu frá Ferðamálastofu. Langflestir erlendra gesta, eða 94%, fóru um Keflavíkurflugvöll, 2,8% um Reykjavíkurflugvöll, 2,8% komu með Norrænu um Seyðisfjörð og 0,3% fóru um Akureyrar- og Eg- ilsstaðaflugvöll. Farþegar til Íslands með skemmtiferðaskipum voru tæplega 72 þúsund á árinu 2009, 16% fleiri en árinu áður. Aldrei fleiri ferðamenn hingað til lands Umfang ferðaþjónustunnar jókst í fyrra þrátt fyrir hnattræna kreppu Morgunblaðið/RAX Ferðalög Ísland laðar og seiðir. NÝR kafli í húsnæðismálum aldr- aðra á höfuðborgarsvæðinu hefst um næstkomandi páska þegar fyrri áfangi nýs hjúkrunarheimilis verð- ur tekinn í notkun við Boðaþing í Kópavogi ásamt samtengdri þjón- ustumiðstöð. Fulltrúar frá Kópa- vogsbæ og Sjómannadagsráði, eig- anda Hrafnistuheimilanna, undirrituðu í gær rammasamning um rekstur á svæðinu. Félags- og tryggingamálaráðu- neytið og Kópavogsbær byggja hjúkrunarheimilið við Boðaþing, en rekstur þess verður á vegum Hrafnistu. Samhliða byggingu hjúkr- unarheimilisins er Kópavogsbær nú að leggja lokahönd á byggingu samtengdrar þjónustumiðstöðvar, en þar verða m.a. mötuneyti, fé- lagsstarfi, dagvistun, endurhæfing, sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira. Alls er gert ráð fyrir hjúkr- unarheimili fyrir 88 aldraða ein- staklinga við Boðaþing auk 95 ör- yggis- og þjónustuíbúða, sem leigðar verða öldruðum og Nausta- vör, dótturfyrirtæki Sjómanna- dagsráðs, reisir í tveimur áföngum. Fyrri áfangi leiguíbúða Nausta- varar, alls 47 íbúðir, verða tilbúnar til útleigu í lok þessa árs. Heimilið við Boðaþing verður fimmta hjúkrunarheimili Hrafnistu á landinu. Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista, tók fyrst til starfa á sjómannadaginn, 2. júní, 1957 í Reykjavík. Megintekjur til uppbyggingar Hrafnistu koma frá fyrirtækjum sjómannadagsins, þ.e. Happdrætti DAS og Laugarásbíói. Aldraðir Fleiri Hrafnistuheimili bætast við um páskana. Morgunblaðið/ÞÖK Hrafnista opnuð í Kópavoginum Hrafnista og Kópavogsbær undirrita samning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.