Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
SAMEINUÐU þjóðirnar fara fram
á 560 milljón dollara framlög, um 68
milljarða króna, til hjálparstarfsins
á Haítí en talið er að á milli 50 og
100 þúsund manns hafi farist í ham-
förunum á þriðjudag. Áætlað er að
300.000 manns séu heimilislaus.
Sem fyrr er mikill skortur á mat,
nothæfu drykkjarvatni og öðrum
nauðsynjum í landinu og var sums
staðar slegist um þau. Fólkið reyndi
jafnvel að fylla plastflöskur með
vatni sem enn er í leiðslum hruninna
húsa.
Örvæntingarfullir Haítímenn hafa
rænt verslanir og komið hefur fyrir
að þeir hafi stöðvað liðsmenn hjálp-
arsveita og reynt að ná af þeim vist-
um. Hátt í helmingur íbúa Port-au-
Prince er börn og er bent á að þau
séu í mun meiri hættu en fullorðnir,
kunni m.a. færri ráð til að bjarga sér
við slíkar aðstæður hafi þau orðið
viðskila við foreldrana eða misst þá.
Reiði almennings vegna þess hve
seint gengur að veita aðstoð hefur
vaxið og óttast sumir að hún geti
brotist út í blóðugum átökum en
mikið er um byssueign á Haíti. Hafa
vopnaðir ræningjaflokkar lengi ráð-
ið lögum og lofum í sumum hverfum
höfuðborgarinnar. Bandaríkjamenn
ætla nú senda nær 10.000 manna
herlið til Haítí, hluti liðsins verður
til taks á herskipum, sum þeirra eru
þegar komin á vettvang.
John Holmes, yfirmaður mann-
úðaraðstoðar SÞ, sagði að umfangs-
miklar aðgerðir væru þegar hafnar.
Aðaláhersla væri nú lögð á leit og
rústabjörgun og brýnt væri að út-
vega öfluga krana og önnur tæki.
Nægt björgunarlið á staðnum
„Bráðabirgðamat liðsmanna
neyðaraðstoðar SÞ gefur til kynna
að mikið tjón hafi orðið á innviðum í
Port-au-Prince og á fleiri stöðum,
þar sem ástandið er verst hafa allt
að 50% bygginga eyðilagst eða þær
skemmst,“ sagði Holmes.
Björgunarsveit frá Chile náði í
gær 23 manns úr rústum hótels í
Port-au-Prince. Talið er að um 200
manns hafi grafist undir rústunum
þegar húsið hrundi í jarðskjálft-
anum. Björgunarsveitir frá 18 lönd-
um, skipaðar liðlega þúsund manns
og með 114 leitarhunda, eru nú
komnar til Haítí og er ekki talin þörf
á meira liði.
SÞ vilja aukin framlög
300 þúsund manns hafa misst heimili sín á Haítí og allt að 100 þúsund dáið
Reiði almennings í Port-au-Prince vegna skorts á neyðargögnum fer vaxandi
Reuters
Eyðing Karlmaður virðir fyrir sér brak á götu í höfuðborginni Port-au-Prince. Í sumum hverfum virðist sem meira en helmingur allra húsa hafi hrunið eða
skemmst verulega. Einhverjir gætu enn verið á lífi undir húsarústum en sjaldgæft er þó að fólki lifi af meira en þrjá sólarhringa við slíkar aðstæður.
Skothvellir hafa heyrst í Port-au-
Prince og einhverju mun hafa verið
stolið af birgðum Alþjóða-
matvælastofnunarinnar, WFP. En
fram til þessa hafa öryggismálin
samt ekki valdið miklum vanda,
þótt innlent lögreglulið sé í lama-
sessi. Ekki er til neinn haítískur
her. Um 3.000 hermenn og lög-
reglumenn á vegum Sameinuðu
þjóðanna sjá nú um að halda uppi
lögum og reglu í höfuðborginni.
Flestir fangarnir í ríkisfangels-
inu, um 4.000 manns, sluppu út
þegar fangelsið skemmdist mikið í
jarðskjálftanum sem reið yfir á
þriðjudag. Nokkrir fanganna létu
lífið í skjálftanum.
Starfsmaður alþjóðanefndar
Rauða krossins, sem heimsótt hef-
ur fangelsið reglulega til að fylgj-
ast með aðbúnaði, segir nokkur lík
hafa verið í rústunum en fangarnir
flestir á bak og burt.
Fangar leika lausum hala
JARÐEÐLISFRÆÐINGAR vöruðu
stjórn Rene Prevals, forseta Haítí,
við því í mars 2008 að mikill jarð-
skjálfti gæti orð-
ið í landinu. Þeir
höfðu komist að
því að spenna
hefði aukist í
jarðlögunum og
kom fram á ráð-
stefnu að skjálft-
inn gæti orðið
allt að 7,2 á
Richter-kvarða.
Næstu mánuði
áttu fræðimennirnir marga fundi
með ráðamönnum í Port-au-Prince
en lítið eða ekkert mun hafa verið
gert til að reyna að fyrirbyggja tjón
ef spáin rættist. Er haft eftir Eric
Calais, prófessor í jarðeðlisfræði
við Purdue-háskóla í Bandaríkj-
unum, að fátækt þróunarríki á borð
við Haítí geti fátt gert til að bæta
ástand mála á svo skömmum tíma.
Auk þess geta vísindamenn aldrei
spáð af mikilli nákvæmni um
skjálfta, aðeins sagt að líkurnar
hafi aukist eða minnkað.
Paul Mann, sem starfar við jarð-
eðlisfræðideild Texas-háskóla, mun
hafa lagt til að reynt yrði að
minnsta kosti að styrkja sjúkrahús,
skóla og ýmsar opinberar bygg-
ingar til að reyna að lágmarka tjón
ef jarðhræringar yrðu. Hann segir
að hlustað hafi verið á þessi ráð en
ekkert gert. kjon@mbl.is
Vöruðu við
skjálftum
Rene Preval forseti
HÚS SEM HRYNJA Í SKJÁLFTA
Þegar jörðin skelfur og hús fara að hristast geta þrír þættir sem menn
hafa áhrif á valdið miklu manntjóni.
LOSARALEGAR TENGINGAR
Ef hús er illa byggt getur skjálfti losað það
algerlega af grunninum.
Veggir sem eru losaralega festir við gólf
brotna á samskeytunum og þá falla gólf og
þak hvert á fætur öðru.
Eitt mikilvægasta atriðið þegar reisa á
trausta byggingu sem þolir jarðskjálfta er að
tengja einstaka hluta hennar vel saman.
Hús eru víða reist á hættulegum stöðum og var það
ein ástæða geysimikils manntjóns í skjálftum í Mexíkóborg
1985, San Francisco 1989 og 1906, Kobe 1995 og El Salvador 2001
Fyrsta höggið getur þrýst grunni og
neðstu hlutum hússins áfram.
Um leið og efri hæðirnar reyna að
fylgja eftir hreyfingunni fram á við
hrekkur grunnurinn aftur í hina
áttina, spennan verður enn meiri
og húsið hristist í sundur.
Bylgjuhreyfing jarðskjálfta verður
enn öflugri en ella í blautum og sendnum
jarðvegi og er fyrirbærið nefnt
,,liquification“ á ensku.
Jarðvegur sem annars er traustur
glatar þá tímabundið styrk sínum og
hagar sér eins og seigfljótandi vökvi,
húsin annaðhvort sökkva eða fljóta
niður halla sé hann fyrir hendi.
STÖKK BYGGINGAREFNI
Há hús úr stökku efni eins og
steinsteypu eða múrsteini eru í
hættu á jarðskjálftasvæði séu
þau illa byggð.
KVIK UNDIRSTAÐA
ÞEGAR hamfarir dynja yfir er oft
hægt að koma miklum birgðum af
brýnum hjálpargögnum hratt til
nauðstaddra með flugi en sú er ekki
reyndin á Haítí. Alþjóðavöllurinn
við Port-au-Prince er lítill, aðeins
ein flugbraut og miklar skemmdir
urðu á flugturninum og búnað
skortir til að afferma vélar.
Að vísu sjá nú tveir Bandaríkja-
menn um flugumferðarstjórn en
nær engar bensínbirgðir eru eftir
og varð að vísa mörgum vélum burt
þegar á fimmtudag.
Miklar skemmdir urðu á höfninni
í höfuðborginni og er hún lokuð
flutningaskipum. Talsmenn al-
þjóðlegra hjálparstofnana sögðu í
gær að sennilega yrði reynt að
koma á eins konar land- og loftbrú
milli Port-au-Prince og Santo Dom-
ingo, höfuðstaðarins í Dómíníska
lýðveldinu. Einnig væri líklegt að
notuð yrðu svonefnd ekjuskip í höfn
Port-au-Prince en þá þarf að ekki
að nota krana við losun. Loks mun
koma flugvélamóðurskipsins Carl
Vinson að strönd Haítí geta skipt
miklu en um borð eru 19 þyrlur.
kjon@mbl.is
Flugvöllur-
inn lítt not-
hæfur
EITT af því sem gert hefur mönn-
um erfitt fyrir við björgunarstörfin
er að bæði fastlínu- og farsímakerfi
hafa farið úr skorðum á Haítí; hið
fyrrnefnda hrundi. Hermenn og
hjálparstarfsmenn nota gervi-
hnattasíma til að fá upplýsingar
sem nota má við skipulagningu.
Netið og ný samskiptatækni hafa
leikið stórt hlutverk í björg-
unarstarfinu. Aðstandendur utan
Haítí hafa notað sér Google-, Fa-
cebook- og Twitter-síður til að fá
upplýsingar og hafa m.a. verið birt-
ir þar listar yfir týnda. Twitter hef-
ur dugað vel sem aðalgrundvöllur
fyrir samskiptin; á síðum eins og
Ushahidi hafa verið birt kort þar
sem greint er í smáatriðum frá
bæði aðstoð og tjóni. kjon@mbl.is
Twitter loks
að gagni
Jarðskjálfti á Haítí
Húsfélagaþjónusta
Nánar á arionbanki.is/husfelag
• Ekkert mánaðargjald
• Einföld innheimta
• Öflugur netbanki
• Fullkomið rekstraryfirlit
• Félagatal og greiðslustaða
• Þinn þjónusturáðgjafi
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
R
I
48
64
5
01
/1
0
Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn
á husfelag@arionbanki.is – hringdu í síma 444 7000
eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk bankans tekur
vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar.
Þú sparar þér tíma og fyrirhöfn