Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 33
Umræðan 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
ÉG ÆTLAÐI bara
ekki að trúa mínum eig-
in augum þegar ég las
rétt fyrir jól yfirlýsingu
frá ríkissaksóknara um
að hann hefði lokað
málinu og niðurstaðan:
þeir frömdu sjálfsmorð.
Eins og flestir vita nú
orðið þá á ég við andlát
tveggja drengja í Daní-
elsslipp 1. mars 1985.
Þeir fundust í bíl og búið var að
breiða segldúk yfir.
Hvað er verið að fela og hvern er
verið að verja? Ljóst er að það eru
ekki óbreyttu lögreglumennirnir sem
þarna eiga hlut að máli, heldur ein-
hverjir háttsettir á þeim tíma sem
mega ekki við því að fá á sig blett.
Almenningur í þessu landi er búinn
að fá nóg af spillingu, feluleik og að
hlutum sé sópað undir teppi og þið
skuluð ekki halda að þessi þjóð sé
heimsk, hún sér í gegnum þetta, ef
hún á annað borð fylgist með.
Einar heitinn var fósturbróðir
minn og annar þessara manna er lést
og mér þótti óskaplega vænt um
hann. Hann hafði t.d. það hugrekki
fyrir 25 árum að skrifa grein um
barnaþrælkun á Íslandi sem enginn
af okkur hefði þorað en því miður
birtist þessi grein ekki því að eins eig-
in sögn var upplagið keypt rétt fyrir
andlát hans.
Af virðingu við hann og í minningu
hans ætla ég í stuttu máli að varpa
ljósi á hvernig staðan var og hvernig
staðan hefði verið ef um sjálfsmorð
væri að ræða.
Vettvangur: Ónýt vél í bíl (bíllinn
gat samt verið í gangi og drepið þá)
annar aftur í alblóðugur, rifin föt,
stórsá á líkinu, annar skórinn hans
fram í; hinn drengurinn í framsætinu
með opin augu með slönguna samt við
andlitið, með sígarettu á milli fingr-
anna (ekki búið að kveikja í henni) og
síðast en ekki síst búið að breiða segl-
dúk yfir bílinn.
Staðreyndir: Einar hefði aldrei
framið sjálfsmorð. Ef honum hefði
dottið það í hug hefði hann skilið eftir
sig bréf. Ef tveir aðilar ætla í alvör-
unni að fremja sjálfsmorð saman þá
sitja þeir saman og sennilega halda
þeir í hönd hvor annars á meðan. Ein-
ar hefði aldrei farið í axlaaðgerð vit-
andi það að hann ætlaði að fremja
sjálfsmorð en þennan örlagaríka dag
var hann af þeim sökum með aðra
höndina í fatla og gat ekki varið sig.
Hann hefði heldur aldrei verið búinn
að redda sér plássi til sjós og hann
hefði heldur aldrei setið við kaffi-
drykkju kl. 6 um morguninn á Kaffi-
vagninum, og vitni eru að því. Og svo
mikið þekki ég hann að hann hefði
svo sannarlega reykt síðustu sígar-
ettuna og notið þess. Það þekkjum við
reykingafíklarnir. Hvernig gat hann
verið með opin augun eftir að fá
þennan koltvísýring sem kom inn um
rúðuna. Gat annar þeirra stokkið út
úr bílnum til þess að
setja segldúk yfir bílinn
og komist svo aftur inn í
bílinn? Hvernig?
Sannleikurinn mun
alltaf koma í ljós. Það er
alheimslögmál, það
bara einfaldlega leitar í
þann farveg svo ég trúi
því og treysti. Hitt
finnst mér verra að rík-
issaksóknari skuli hafa
vogað sér, reyndar til-
neyddur þar sem málið
var kært til umboðs-
manns Alþingis, að opna málið og lok-
ið því svo á þennan veg og mér er ná-
kvæmlega sama hvaða rök hann
hefur með einhverja réttarmeina-
fræðinga sem í dag 25 árum síðar
eiga að meta málið, hvorki á því að sjá
vettvang, DNA, né neina rannsókn
sem fram fór (enda fór hún aldrei
fram) heldur örfá minnisblöð, því
ljóst er orðið að hin raunveruleg gögn
eru ekki lengur til.
Hinn drengurinn er lést á þennan
voveiflega hátt hét Sturla en hann
þekkti ég ekki. En ég vil að lokum
segja við hans börn að þið getið treyst
því að við munum halda áfram að
berjast fyrir réttlæti og sannleika.
Við erum að berjast við stjórnsýsluna
sem er ekkert lamb að leika sér við
t.d. eins og þegar við kærðum og
kvörtuðum til forsætisráðuneytis
vegna niðurstöðu rannsóknarnefndar
um vist og meðferðaheimili á vegum
ríkisins, þá sendi stjórnsýslan það
bara einfaldlega til baka til þeirra
sem áður höfðu komið með niðurstöð-
una. Og í stuttu máli var okkur bara
einfaldlega sagt að halda kjafti,
reyndar með orðfæri lögfræðinnar
sem enginn skilur, en við fengum
skilaboðin: Þegið þið hafið vit á því.
En það munum við aldrei gera og
við höldum áfram að berjast bæði fyr-
ir þessu máli sem og okkar máli og
við þrælabörnin sem erum að berjast
og erum komin út úr Stokkhólms-
heilkennum viljum þakka ykkur al-
menningi fyrir stuðning ykkar, og um
leið biðjum við alheimskraftinn að
senda okkur til baka þá kafla sem
vantar inn í okkar sögu svo við getum
lokið þessu máli og skilið við fortíðina
og haldið áfram fram á veginn.
Með kærleik og vinsemd til þeirra
sem berjast fyrir réttlæti og sann-
leika, reyndar til hinna líka.
Eftir Maríu
Haraldsdóttur
» Almenningur í þessu
landi er búinn að fá
nóg af spillingu, feluleik
og að hlutum sé sópað
undir teppi og þið skul-
uð ekki halda það að
þessi þjóð sé heimsk,
hún sér í gegnum þetta,
ef hún á annað borð
fylgist með.
María Haraldsdóttir
Höfundur er skrifstofustjóri.
Enn einn hvít-
þvotturinn og
yfirklór hjá
jakkafatafólkinu
Hörmungar dynja yfir íbúa Haítí
Söfnunarsíminn er
904 1500
eða Leggðu inn á reikning:0342 - 26 - 12
kt. 530269-2649
www.raudikrossinn.is
Getur þú hjálpað?
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Auglýst er eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr sjóði til minningar um Bjarna
Benediktsson lagaprófessor og forsætisráðherra. Veittir verða styrkir árið 2010
til rannsókna á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar annars vegar og hag- og
stjórnmálasögu 20. aldar hins vegar. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum
rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og
aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannsóknamiðstöðvar
Íslands (Rannís).
Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á www.rannis.is.
Rannsóknarstyrkir
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2010
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Bjarna Benediktssonar
Í UMHVERF-
ISMATI sem fylgir
samgönguáætlun kem-
ur fram að uppbyggðir
hálendisvegir hafi nei-
kvæð áhrif á víðerni,
landslag og ímynd há-
lendisins. Samræmd
stefna stjórnvalda við
landnotkun á þessu
svæði finnst hvergi.
Upphækkaðir malbik-
aðir vegir með þeirri
sjónmengun og þeim umferðarhraða
sem þrefaldar slysahættuna eiga
ekki heima í 800 til 1000 m.y.s. á há-
lendinu þegar nógu erfitt er að
treysta öðrum fjallvegum í 500 til
600 m hæð án þess að stofnendum
Norðurvegar sé sleppt lausum með
þessa tómu vitleysu. Hún yrði ávísun
á enn frekari vandræði sem enginn
skattgreiðandi getur staðið undir.
Gegn þessum hálendisvegi töluðu
Sturla Böðvarsson og Kristján L.
Möller með þeim rökum að lagfær-
ingar á hringveginum skuli ganga
fyrir. Vegna mikillar slysahættu á
þessari leið verða einbreiðar brýr að
hverfa á sama tíma og bílum fjölgar í
landinu.
Á þessu vandamáli verða stjórn-
völd að taka í stað vegaframkvæmda
á ellefu stöðum á landsbyggðinni
sem Vegagerðin kemst aldrei yfir á
þremur árum. Framkvæmdir við
Dýrafjarðar-, Norðfjarðar- og
Vaðlaheiðargöng verða næstu árin
efst á forgangslista í stað vegafram-
kvæmdanna sem þingmaður Sigl-
firðinga í samgönguráðuneytinu lof-
aði við litla hrifningu landsbyggðar-
þingmanna eftir kosningarnar 2007.
Efasemdaraddir sem segja að
Vegagerðin komist ekki yfir þessar
framkvæmdir á lands-
byggðinni á þessu og
næsta kjörtímabili
þagna aldrei næstu
áratugina.
Yfirlýsing fyrrver-
andi samgöngu-
ráðherra um að stefnt
skyldi að því að unnið
verði við minnst tvenn
jarðgöng í einu að lokn-
um framkvæmdum við
veggöngin sem tekin
eru á undan stendur
óhögguð. Fyrir þremur
árum fullyrti Sturla
Böðvarsson, þáverandi samgöngu-
ráðherra, á fundi vestur á Ísafirði að
nú færu 400 milljarðar króna í sam-
göngubætur á landsbyggðinni og
höfuðborgarsvæðinu. Tveir flokks-
bræður sem sátu í stól samgöngu-
ráðherra deildu hart á síðasta kjör-
tímabili um hvort lagfæringar á
hringveginum ættu frekar að hafa
forgang þegar þáverandi þingmaður
Norðvesturkjördæmis sagði að ís-
lenska ríkið myndi aldrei leyfa stofn-
endum Norðurvegar, KEA og Ak-
ureyrarbæ að leggja þennan
hálendisveg yfir Kjöl hvort sem
hann kæmi úr innanverðum Skaga-
firði yfir Stórasand niður í Borg-
arfjörð eða alla leið suður í Árnes-
sýslu. Á Suðurlandsveginum, sem
þolir ekki umferð 25 þúsund bíla á
dag, myndi álagið stóraukast án þess
að byggð yrðu um leið mislæg gatna-
mót.
Hugmyndinni um að þessir aðilar
fjármagni hálendisveginn með 2000
króna veggjaldi á hvern bíl vísar ís-
lenska ríkið til föðurhúsanna. Héðan
af getur Vegagerðin óhikað mælt
með fækkun fjallveganna og lagt
meiri áherslu gerð jarðganga sem
styrkja byggðakjarnana enn betur
um ókomna framtíð með styttingu
vegalengda í huga.
Frá árinu 1987 var megináhersla
lögð á jarðgöng þar sem hálendi ger-
ir vetrarsamgöngur erfiðar og
byggðirnar einangrast frá aðalveg-
unum í lengri tíma vegna snjó-
þyngsla, þá verða snjómokstrar
óframkvæmanlegir þegar veðurhæð
getur farið í meir en 35 til 40 metra á
sekúndu. Ekki væri sjálfgefið að
hægt yrði að gera út leitarflokka til
að bjarga fleiri mannslífum sem lent
gætu í sjálfheldu á þessari leið um
Kjöl og Sprengisand ef veðurhæðin
færi í meira en 70 til 80 metra á sek-
úndu. Beiðni um snjómokstra á þess-
um leiðum myndi Vegagerðin hafna
á þeim forsendum að þær yrðu að
meðaltali lokaðar í enn fleiri daga á
ári en Dynjandisheiði og Hrafnseyr-
arheiði. Borið saman við jarðgöng úr
Hjaltadal yfir í Hörgárdal eða styttri
göng undir Öxnadalsheiði munu
aldrei fara jafnmargir bílar um há-
lendisveginn sem engin arðsemi
verður af.
Í umferðarspá er reiknað með að
um hálendið fari aldrei meira en 60
til 100 bílar á dag. Tekjur af 2000
króna veggjaldi standa aldrei undir
launum starfsmanns og kostnaði við
snjómokstrana á þessum vegi sem
íslenska ríkið getur ekki fjár-
magnað, þær gætu aldrei greitt brot
af árlegum afskrifta-, vaxta- og
rekstrarkostnaði.
Þveröfug áhrif hálendisvegarins
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Tekjur af 2000 króna
veggjaldi standa
aldrei undir launum
starfsmanns og kostnaði
við snjómokstrana á
þessum vegi …
Guðmundur
Karl Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.