Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 8.1. – 21.2. 2010 c a r n e g i e a r t a w a r d 2 0 1 0 Leiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 Sjá nánar fræðsludagskrá á www.listasafn.is Ókeypis aðgangur | Opið daglega kl. 11-17 | Lokað mánudaga Fríkirkjuvegi 7 | 101 Reykjavík BASSASÖNGVARINN Bjarni Thor Kristinsson og píanóleik- arinn Ástríður Alda Sigurð- ardóttir koma fram á tón- leikum í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið, 17. janúar, og hefjast þeir klukkan 20. Yfirskrift tónleikanna er „Á niðurleið!“ og dagskrá eru arí- ur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt. Al- vara og húmor í senn. „Undirtektir voru að vonum firnagóðar, enda sjaldgæft að upplifa jafnpottþétta túlkun á jafn- markvissri dagskrá þar sem fetað var „niður tón- stigann“ stig af stigi,“ skrifaði gagnrýnandi Morg- unblaðsins um tónleika þeirra í sumar. Tónlist Bjarni Thor fer niður tónstigann Bjarni Thor Kristinsson ÞORRI Hringsson myndlist- armaður verður á morgun, sunnudag, klukkan 15.00, með listamannsspjall á sýningu sinni, er opnuð var fyrir viku í Listasafni ASÍ. Á sýningunni, sem er í Ás- mundarsal, eru málverk sem Þorri hefur málað í Aðaldal á síðustu þremur árum en þar dvelur hann jafnan á sumrin og vinnur að list sinni. Þorri Hringsson útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1991. Hann hefur haldið margar einkasýningar hér heima og í Hollandi og tekið þátt í samsýningum. Myndlist Þorri leiðir gesti um sýninguna Þorri Hringsson SIGTRYGGUR Bjarni Bald- vinsson myndlistarmaður opn- ar á morgun, sunnudag, sýn- ingu í Árbæjarkirkju og verður hún formlega opnuð við messu er hefst klukkan 11.00. Sýningin ber yfirskriftina „Sjö himnar“ en á henni eru sjö sporöskju- og hringlaga mál- verk af himninum. Sigtryggur sýndi í Hall- grímskirkju fyrir tíu árum. Sú sýning bar yfirskriftina „Í minningu Rothko og leitarinnar að hinu ósegjanlega“ og markaði nokk- ur tímamót í list Sigtryggs. Sýningin í Árbæjarkirkju verður opin frá 9 til16 virka daga og á messutíma á sunnudögum. Myndlist Sigtryggur sýnir í Árbæjarkirkju Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is RAGNAR Kjartansson er dálítið þreytulegur þar sem hann stendur uppi á efri hæð Hafnarborgar og virðir fyrir sér 150 upphengd mál- verk eftir sig. Það er svo sem ekki skrítið, menn hafa orðið þreyttir af minna tilefni en því að standa allan daginn og mála 150 málverk af sömu fyrirsætunni í hálft ár, líkt og Ragnar gerði á Feneyjatvíær- ingnum. Málverkin þekja nú veggi Hafnarborgar sem duga þó ekki til, sum þurfa að hanga úr loftinu. Í hliðarsal er myndbandsverkið frá sýningunni í Feneyjum, sem bar nafnið The End, eða Endalokin. Verkin eru hengd upp í tímaröð, dagbók í málverkaformi. – Þú sagðir í viðtali í Morgun- blaðinu, rétt áður en þú hélst til Feneyja, að þú vonaðist til þess að verða betri málari að gjörningnum loknum. Gekk það eftir? „Ég er alla vega ánægður með mig, mjög ánægður með mynd- irnar,“ svarar Ragnar. – Æfingin skapar meistarann? „Það er niðurstaðan, þó að þetta hafi farið stíllega annað en ég hélt þá er ég bara dálítið ánægður með hvert þetta fór, þetta er einhvern veginn svo organískt.“ Ragnar seg- ist hafa málað málverkin eftir „fíl- ingnum í deginum“ og notið þess að kíkja á verk meistara á borð við Tizian þegar tími gafst til. – En hvernig var að ljúka þessum gjörningi? Fylgdi því engin tóm- leikatilfinning? „Á mánudeginum, að liðnu hálfu ári, helltist yfir mann mas- síf tómleikatilfinning,“ viður- kennir Ragnar og er nú kominn á stað heldur ólíkan Feneyjum, Hafnarborg í Hafnarfirði, og þarf ekki að mála. „Ég er voða feginn því,“ segir Ragnar. – Nú hafa nokkur söfn keypt vídeóverkið úr The End, Dallas Museum of Art, MoMA, National Gallery of Canada og listasafn Bard-háskóla. Það er nú býsna gott. „Eftir það þá er ekkert hægt að segja að maður sé ekki alvö- rulistamaður, það er bara ekki hægt að segja það!“ segir Ragnar og hlær, sjálfum sér líkur. En hvað verður um málverkin að lok- inni sýningu? „Nú er það haus- verkur hákarlanna, i8 og Luhring Augustine,“ svarar Ragnar sposkur og á þar við umboðsgall- erí sín. Snýst um að gera hlutina – Ætlarðu að halda áfram að mála? „Ég hef alltaf málað, kannski hef ég ekki mikið verið að sýna það efni, er eiginlega áhugamál- ari þó að ég hafi verið í mál- aradeild,“ svarar Ragnar. Mál- verkið sé honum ástríða. – Hvað lærðirðu af þessum gjörningi sem listamaður? „Ég þarf að hugsa þetta að- eins,“ svarar Ragnar og hlær en svarar nokkru síðar: „Þetta snýst bara um að gera hlutina. Allt í einu finn ég sjálfan mig, mér finnst málverkin lifna svo mikið við með tímanum.“ Sýningin í Hafnarborg verður opnuð kl. 15 í dag. Morgunblaðið/Golli Ragnar Geispaði í Hafnarborg í gær enda mikið annríki hjá myndlistarmanninum nú um stundir. Alvörulistamaður  Ragnar Kjartansson troðfyllir stóra salinn í Hafnarborg með Feneyjamálverkum  Myndbandsverkið hefur verið selt nokkrum söfnum, m.a. MoMA Myndbandsverk Ragnars af sýn- ingunni The End, fimmskipt verk sem sýnir Ragnar og Davíð Þór Jónsson leika kántrítónlist í ægi- fögru landslagi Klettafjalla, verður sýnt á Sundance kvikmyndahátíð- inni í ár sem hefst 21. janúar. Verk- ið verður sýnt í sérstökum hluta sem nefnist New Frontier, ásamt verkum 12 annarra listamanna, m.a. Pipilotti Rist. „Hugmyndin að þessu verki var að blanda saman aðferðafræði Stockhausen, um rýmismúsík, og kántrítónlist,“ segir Ragnar. Það sé einnig undir áhrifum frá list- málurunum Caspar David Frie- drich, tónlist hljómsveita á borð við The Birds og kvikmyndunum Jeremiah Jones og The Assass- ination of Jesse James, svo fátt eitt sé nefnt. Sýnir á Sundance með Pipilotti Rist The End Úr vídeóverki Ragnars sem sjá má í Hafnarborg. „ÉG stend í þeirri meiningu að ég sé alltaf að mála land, meira og minna, og árstíðirnar hafa mikil áhrif á mig. Fyrst og fremst vorið. Ég er vorsins maður,“ segir Björn Birnir listmál- ari. Hann opnar sýningu í Duus- húsum Listasafns Reykjanesbæjar klukkan 15.00 í dag. „Af hverju vorið? Ég veit það ekki. Það er eftirvæntingin í loftinu. Á vorin líður mér vel og þá er ég í góðu vinnuskapi. Ég held að þetta sjáist í verkunum.“ Á sýningunni, sem nefnist „Af- leiddar ómælisvíddir“ eru 27 mál- verk sem Björn hefur unnið að frá árinu 1994 til dagsins í dag. „Einu sinni málaði ég heila sýn- ingu sem ég kallaði „Frá sand- inum“,“ segir hann. „Þá var ég upp- tekinn af Mýrdalssandi. Þetta eru allt áhrif af því sem ég sé. Ég er ekki natúralisti heldur abstraktmálari, en upplifunin hefur áhrif. Árstíðirnar og það land sem maður upplifir hverju sinni. Svo er langur aðdrag- andi að því að finna hvaða tökum á að taka það sem er að brölta í manni. Það getur síðan gengið ágætlega þegar niðurstaðan er fundin.“ Málverkin njóta sín vel Björn er ánægður með salinn í Listasafni Reykjanesbæjar. „Þessi salur er reglulega fallegur og málverkin njóta sín vel hér.“ Björn Birnir hefur ekki verið áberandi í sýningarhaldi á ferli sín- um en hefur þó lagt stund á myndlist í meira en hálfa öld og lengst af unn- ið að listinni samhliða öðrum störf- um, svo sem kennslu og stjórnun við málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. efi@mbl.is „Ég er vorsins maður“ Björn Birnir sýnir í Reykjanesbæ Björn Birnir „Þetta eru allt áhrif af því sem ég sé,“ segir listmálarinn. Lagið er stórt; lykl- að og margslungið; kaflaskipt og vel drama- tískt 52 » www.hafnarborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.