Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Beggu, Nonna, Gísla, Óla, Bergþóru
og fjölskyldum samúð mína.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Sigurður Ólafsson.
Ég held að ég hafi vitað af Gústa
Tobba alveg frá því að ég man eftir
mér. Þegar ég var polli að vaxa upp á
Höfn í Hornafirði var hann í minn-
ingunni fyndni Tobbalingurinn. Þeg-
ar ég eltist varð ég þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast honum persónu-
lega, fyrst þegar ég fékk pláss á sjó
hjá honum og síðar sem vini og fé-
laga.
Það var ómetanlegt lán fyrir ung-
an námsmann að komast í vinnu hjá
útgerðarfélaginu Garðey yfir sumar-
tímann. Að vera á sjó með Gústa var
alveg sérstök upplifun en hann hafði
þann fágæta hæfileika að breyta ein-
hæfri vinnu í eitthvað allt annað og
skemmtilegt. Sem dæmi má taka að
humarveiðarnar sem oft gátu verið
einhæfar breyttust og urðu hluti af
stórmynd sem verið var að kvik-
mynda og allir um borð voru með
hlutverk.
Gústi var mikill höfðingi, hann
naut þess að halda veislur og safna
um sig vinum og kunningjum og
veitti öllum af einstakri gjafmildi
sinni bæði á heimili þeirra Beggu og
eins í Hólsbúð, sumarbústað þeirra í
Stafafellsfjöllum. Oft höfum við
hjónin notið gestrisni þeirra Gústa
og Beggu og er síðasta evróvisjónhá-
tíðin sem þau héldu á grasflötinni á
Hrísbraut í blíðskaparveðri enn í
fersku minni og að sjálfsögðu breytt-
ist sú samkoma í leik og alþjóðlegan
viðburð í anda Gústa.
Gústi hafði mikla og sérstaka
kímnigáfu og stundum gat það tekið
mann nokkra daga að fatta spekina í
því sem hann sagði og gerði. Hann
átti mörg áhugamál, eitt það stærsta
var eflaust veiðiástríðan en hann var
annálað náttúrubarn og veiðimaður
af guðs náð. Þáttur hans í að varð-
veita og skila til komandi kynslóða
hefðbundum veiðiskap, s.s. lúruveið-
um á Hornafirði, er ómetanlegur
arfur.
Eitt af mörgum sameiginlegum
áhugamálum sem við Gústi áttum
var veiði og nýting á íslenska álnum.
Fyrst og fremst fannst okkur reykt-
ur állinn það bragðgóður að mikil-
vægt væri að geta borið hann fram í
góðum veislum en einnig fannst okk-
ur áríðandi gera hornfirska álinn að-
gengilegan fyrir samfélagið okkar.
Þessi sameiginlegi áhugi okkar var
að þróast frá 1987 með litlum
áfangasigrum hér og þar. Oft kom
fyrir þegar Gústi fór með Beggu
sinni út fyrir landsteinana að komið
var með álagildru í farangrinum til
baka. Álaverkefnið okkar er kannski
eitt af þessum verkefnum sem hafa
ekki skilað miklum arði en Gústa
fannst mikilvæg fyrir samfélagið.
Hann tók reyndar þátt í fullt af
þannig verkefnum og talaði stundum
um það við mig þegar við vorum að
velta málunum fyrir okkur að nú
værum við að fórna meiri hagsmun-
um fyrir minni.
Gústa féll sjaldan verk úr hendi og
ef ekkert var að gera þá var gjarnan
tekinn upp pensill og dregið úr máln-
ingu. Þessu til staðfestingar get ég
sagt söguna af því þegar ég heim-
sótti hann eitt sinn á Þorláksmessu
og var sagt að hann væri í baði og
var auðvitað vísað þangað inn til
hans. Þá sat þessi kæri vinur minn í
baðkerinu heima hjá sér með pensil í
hendi og var að dunda við að pensla
meðfram baðkerinu.
Það er mikill og sár missir að
Gústa öllum þeim sem þekktu hann.
Ari Þ. Þorsteinsson.
Fallinn er frá Ágúst Þorbjörns-
son, góðvinur okkar. Á milli fjöl-
skyldna okkar Gústa, eins og hann
oftast var kallaður, hefur um langt
árabil ríkt mikil vinátta. Þær eru
ófáar samverustundirnar með hon-
um og fjölskyldu hans sem minning-
in nú geymir.
Fyrstu kynni mín af Gústa hófust
fyrir um fjórum áratugum. Hann að
hefja sitt ævistarf sem sjómaður, ég
á sjó að vinna fyrir námi. Strax vakti
athygli mína hversu athugull Gústi
var á allt sem við kom sjó og veiði-
skap. Þurfti svo sem ekki að koma á
óvart enda drengurinn alinn upp við
veiðar á Hornafirði frá blautu barns-
beini. Hann nam þar vísindi af for-
feðrum sínum og safnaði reynslu
sem varð honum drjúgt vegarnesti
þegar komið var á stærri skip og
veitt í álum og á grunnum Atlants-
hafsins. Þar var hann ávallt fylginn
sér og ákveðinn í að gera sitt besta.
Sjómennska og útgerð var lengst-
um aðalstarf Gústa en áhuginn var
ekki bundinn við það starf eitt. Veið-
ar á landi og úti í Firði voru stund-
aðar af sama kappinu og sjómennsk-
an. Þær eru ógleymanlegar svart-
fuglsveiðarnar við Hornafjarðarós.
Gústi í skut með sína byssu, aðrir í
stafni, fullvopnaðir. Það voru hálf-
heyrnarlausir menn sem komu heim
úr þeim róðrum, oftast með góðan
feng. Uppi í Óslandi fylgdust með
ýmsir þeir sem helst vildu kæra þess
skotglöðu menn. Gústi lét sér fátt
um finnast, vissi sem var að hér var
byggt á langri hefð og þannig skyldi
það vera.
Að lokinni aðgerð var ávallt farið í
nokkur hús með villibráð. Það urðu
fleiri að fá að njóta hinnar góðu veiði
sem var í fullu samræmi við það ör-
læti sem hann ólst upp við.
Þó að tungumálanám Gústa hafi
ekki verið langt lét hann það ekki
aftra sér að heilsa upp á erlenda sæ-
farendur sem erindi áttu inn á
Hornafjörð. Ósjaldan var hann kom-
inn um borð í einhverja skútuna.
Eftir skamma viðdvöl á skipsfjöl var
hann oft búinn að bjóða áhöfninni
heim í hressingu. Þar var Begga,
lífsförunauturinn, til staðar að bera
fram kræsingar og túlka ef á þurfti
að halda.
Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm var
orðið uppgjöf ekki til í orðaforða
Gústa. Á meðan kraftar entust var
hann sístarfandi og víst er að þeir
sem fullfrískir teljast unnu margir
skemmri vinnudag en hann. Ófáar
stundirnar fóru í smíðar, bæði í sum-
arbústað fjölskyldunnar í Stafafells-
fjöllum og við endurbyggingu á ein-
býlishúsi sem dóttir hans og hennar
fjölskylda nú búa í. Það var öllum
ljóst sem fylgdust með framkvæmd-
inni að það verkefni skyldi klárað.
Í minningunni stendur eftir mynd
af Gústa þar sem hann situr í skut á
Blíðfara. Einbeittur á svip og ákveð-
inn, líkt og forfeður hans á sama báti
áratugum fyrr, siglir hann út á
Hornafjörð. Blikið í augum hans
segir að nú skuli haldið til veiða.
Að leiðarlokum er þakklæti fyrir
allar góðar samverustundir efst í
huga okkar. Beggu og fjölskyldu
hennar sendum við Ásta og fjöl-
skyldan okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Stefán Ólafsson.
Einstakur maður og vinur er lát-
inn eftir langa baráttu þar sem ekk-
ert var gefið eftir þar til yfir lauk.
Gústi var náttúruunnandi, uppalinn
á Höfn í Hornafirði. Þar þekkti hann
hvern krók og kima. Veiddi silung og
lúru, skaut svartfugl til matar og
gæs á haustin, gekk til rjúpna, lagði
fyrir ál. Glöggur á umhverfið, að-
gætinn og varkár og bar virðingu
fyrir náttúrunni, allt kostir sjó-
mannsins og skipstjórans, sem sigla
þurfti um Hornafjarðarós stóran
hluta starfsævinnar. Það var Gústa
hjartansmál að varðveita mikilvæg-
an hluta sögu Hafnar, en það var tré-
skipið Akurey SF-52, sem var byggt
um 1960 fyrir útgerð þá sem heið-
ursmaðurinn og skipstjórinn Hauk-
ur Runólfsson átti hlutdeild í. Gústi
og Örn bróðir hans keyptu skipið og
gerðu út til margra ára. Margir reru
með Akureynni, og minnast hennar
með hlýhug. Almennt var sátt um að
varðveita skipið, en einhvern veginn
var japlað og jamlað á þessu, þannig
að lítið gerðist. Það var öðrum frem-
ur Gústi sem tók af skarið að koma
skipinu fyrir þar sem það nú er við
Óslandsveginn með stefnið í áttina
að Ósnum. Þarna verður skipið
minnisvarði um mikilvægt tímabil í
útgerðarsögu Hafnar, sem óx og
dafnaði á blómatíma þess. En þó
hann hafi ekki ætlað sér það, verður
Akureyjan einnig táknræn fyrir
minninguna um Gústa sjálfan. Ég er
þess fullviss að Hornfirðingar muni
framvegis sýna þessu skipi þá virð-
ingu sem það á skilið. Gústi var dug-
legur og ósérhlífinn svo af bar. Það
vita allir sem til þekktu, að honum
féll aldrei verk úr hendi. Ótrúlegt er
framtak hans á liðnu ári, þegar hann
fór að vinna að því að koma gömlu
flugbrautinni á Suðurfjörum í not-
hæft stand aftur. Þarna svífur yfir
hluti sögu Hafnar, sem tengist raun-
ar órjúfanlega dugmikilli fjölskyldu
hans. Það var alltaf gaman að um-
gangast Gústa. Mér leið alltaf vel í
návist hans, líka eftir að hann veikt-
ist og þurfti að undirgangast marvís-
legar aðgerðir. Og aldrei kveinkaði
hann sér. Hann varð vinamargur og
vinafastur.
Með Gústa er horfinn góður og
traustur vinur okkar Helgu. Við átt-
um því láni að fagna að eiga margar
góðar stundir með honum. Við erum
þakklát þeim, geymum í huganum
og yljum okkur við minningarnar.
Gústi var lánsamur fjölskyldumaður.
Begga hefur verið honum stoð og
stytta í gegnum tíðina. Fjölskyldan
er samhent og þau styðja hvert við
annað í sorginni. Síðast þegar ég
spjallaði við Gústa í síma var af hon-
um dregið. En þá var hann að gæla
við nýjasta barnabarnið, sem skírt
hafði verið í höfuðið á afa, Ágúst
Hilmar. Það var stoltur afi sem ég
kvaddi þá, óafvitandi í hinsta sinn.
Vinkona okkar Helgu, Ágústa
Vignisdóttir, kveður nú kæran son.
Við sendum henni, bræðrunum og
fjölskyldum þeirra kærar kveðjur.
Við Helga og fjölskylda okkar flytj-
um Beggu, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum djúpar samúðar-
kveðjur og með þakklæti fyrir það
sem liðið er, en jafnframt hlökkum
við til góðra stunda í framtíðinni, þar
sem minning um góðan eiginmann,
föður, tengdaföður, afa og vin verður
ávallt í huga okkar.
Sturlaugur Þorsteinsson.
Með miklum söknuði kveðjum við
kæran vin, Ágúst Hilmar Þorbjörns-
son, sem lést langt um aldur fram á
heimili sínu sunnudaginn 10. janúar.
Þó svo að öllum væri ljóst hvert
stefndi kom andlát Gústa eins og
reiðarslag yfir okkur. Tæplega sex
ára baráttu við illvígan sjúkdóm er
nú lokið. Gústi sýndi einstakt æðru-
leysi í veikindum sínum og alla tíð
naut hann mikils stuðnings frá
Beggu og fjölskyldu.
Gústi var mikill verkmaður og
undi sér best við hvers konar fram-
kvæmdir bæði heima og að heiman,
allt fram að hinstu stundu. Einnig
var hann mikill veiðimaður og naut
þess að vera úti í náttúrunni, hvort
sem það var til sjávar eða sveita.
Hann unni best heimahögum.
„Fæðuöflun“ var orð sem óspart var
notað þegar rætt var við Gústa í
sambandi við áhugamál hans. Því fór
vel á að hann skyldi velja sjó-
mennsku sem ævistarf.
Gústi átti stóra fjölskyldu og
sinnti henni vel. Hann var einstak-
lega barngóður og naut þess að fá
barnabörnin til sín.
Þegar áföll bresta á í lífinu breyt-
ast lífsgildi fólks. Eins var það hjá
Gústa og Beggu. Frá því að sjúk-
dómurinn gerði vart við sig hafa þau
hjón einbeitt sér að því að njóta sam-
vistanna saman og með fjölskyld-
unni.
Alla tíð hafa Gústi og Begga verið
höfðingar heim að sækja og tilhlökk-
un að fara austur til þeirra.
Elsku Begga og fjölskylda, missir
ykkar er mikill og megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni.
Þórður, Stefanía og synir.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 23. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3. hæðar
hjúkrunarheimilinu Skjóli, fyrir hlýju og góða umönnun.
Sæmundur Árnason,
Guðríður Árnadóttir,
Elísabet Árnadóttir,
Svava Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur,
bróðir og afi,
JÓHANN PÉTUR HALLDÓRSSON,
Núpalind 2,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 14. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Ingileif Hafdís Björnsdóttir,
Halldór Guðjón Jóhannsson, Sigurlín Jóna Baldursdóttir,
Davíð Freyr Jóhannsson, Pálína Þorgilsdóttir,
Ingvi Karl Jóhannsson, Þórdís Ólöf Viðarsdóttir,
Jóhann Ingi Jóhannsson, Sólveig Lára Kjærnested,
Sigríður Júlíusdóttir,
systkini og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN B. JÓNSSON,
Lækjasmára 6,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
fimmtudaginn 7. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins
Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir einstaka alúð og umönnun.
Sigurður Helgi Guðjónsson, Herdís Pétursdóttir,
Rúnar Guðjónsson, Iryna Molochnikova,
Hanna Kristín Guðjónsdóttir, Joost van Erven,
Sævar Guðjónsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR E. HARALDSSON
kaupmaður,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 14. janúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
25. janúar kl. 13.00.
Þorgerður Á. Blandon,
Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Sigurður Þorgrímsson,
Haraldur Sigurðsson, Guðleif Helgadóttir,
Arnheiður Erla Sigurðardóttir, Óskar Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir og afi,
BJARNI G. BACHMANN
fv. kennari og safnvörður,
Helgugötu 10,
Borgarnesi,
lést á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi miðviku-
daginn 13. janúar.
Anna Þ. Bachmann,
Þórður Bachmann, Björg H. Kristófersdóttir,
Guðrún K. Bachmann, Pétur Guðmundsson,
Guðjón Bachmann, Kristín Anna Stefánsdóttir,
Atli Bachmann,
Þórhildur Kristín Bachmann
og barnabörn.