Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 24
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Viltu hætta að reykja?
Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir
einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 18. janúar 2010.
Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is
Nánari upplýsingar á www.krabb.is/reykleysi
TILBOÐ
• opnar orkuflæði
• slökun
• losar um spennu og kvíða
• dregur úr verkjum
• styrkir líkamann
• jafnvægi fyrir líkama og sál
• o.fl.
Hópa- og einkatímar Leiðbeinandi: Qing
Hugræn teygjuleikfimi
ásamt heilsumeðferð
T a i c h i i n n i f a l i ð
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Boxið hefur gert mig að betrimanneskju. Ég hefði aldr-ei náð eins langt og raunber vitni í mínu starfi
nema af því að ég hef æft og keppt í
boxi. Box er mjög uppbyggileg og já-
kvæð íþrótt sem snýst um svo margt
annað og meira en að boxa. Það snýst
til dæmis um að tileinka sér mikinn
aga og úthald. Komast þangað sem
maður ætlar sér,“ segir Fabio
Quaradeghini, sjóðsstjóri hjá Lands-
bankanum, en hnefaleikar eru hon-
um mikið hjartans mál. Þegar hann
flutti til Íslands fyrir sjö árum tók
hann við Hnefaleikafélagi Reykja-
víkur og þar hefur hann verið að-
alþjálfari síðan.
„Ég hef verið í boxinu frá því ég
var fjórtán ára og ég var keppnis-
maður frá átján ára aldri og þar til ég
varð tuttugu og fjögurra ára. Ég
stundaði boxið samhliða BA-námi
mínu í Oxford og einnig þegar ég var
í MBA-námi í Cambridge,“ segir Fa-
bio sem á sextíu og tvo bardaga að
baki og vann sér inn nokkra titla á
keppnisferlinum. „Hnefaleikar njóta
virðingar í Englandi og velgengni
mín í boxinu átti stóran þátt í því að
ég fékk mjög gott starf í fjárfestinga-
banka í London að námi loknu.“
Ekki hættuleg íþrótt
Fabio er fæddur og uppalinn í
Bretlandi en í honum rennur suð-
rænt blóð. Faðir hans er ítalskur og
móðirin frönsk. Hann kom fyrst til
Íslands fyrir tíu árum, í stutta heim-
sókn með vini sínum. Það reyndist
örlagaríkt því hann kynntist ís-
lenskri stúlku og flutti til Íslands
þremur árum seinna. Þótt samband
hans við stúlkuna hafi runnið sitt
skeið á enda ætlar Fabio sér að búa
áfram á Íslandi. „Ég kann vel við
mig, er í góðu starfi og á marga góða
vini í boxinu. Ég hafði ekki komið ná-
lægt hnefaleikum í þónokkur ár þeg-
ar ég flutti hingað en ég leit á flutn-
ingana sem gott tækifæri til að taka
aftur upp þráðinn. Þá var box til-
tölulega nýtt hérlendis og lögleið-
ingin vakti nokkrar deilur. Sem bet-
ur fer hefur fólk meiri skilning á
hnefaleikum í dag en það hafði þá,
en vissulega þarf ég stundum að
halda varnarræður fyrir þessa frá-
bæru íþrótt. Ég neita því ekki að
vissulega er box ofbeldisfull íþrótt,
en hún er ekki hættuleg. Flestar aðr-
ar íþróttir eru mun hættulegri. Eitt
af því góða við box er að til að stunda
það þarf fólk að lifa reglusömu lífi,
það gengur ekki að drekka eða dópa.
Einmitt þess vegna hefur til dæmis
ungmennum í Bretlandi sem hafa
ratað af réttri braut, verið boðið að
ganga í hnefaleikaklúbba á vegum
lögreglunnar. Til að byggja þau upp.
Og það hefur reynst mjög vel. Enda
er mjög „svalt“ að æfa box og í því
felst mikil útrás sem dregur úr líkum
á því að viðkomandi beiti ofbeldi í
sínu daglega lífi, öfugt við það sem
margir halda.“
Íslendingar mæta Bretum
Fabio segir að nú sé lag að láta
Íslendinga og Breta hittast í
hringnum en hann stendur fyrir
hnefaleikamóti hér á landi í lok
febrúar. „Keppendur munu boxa
með virðingu og heiðarleika að leið-
arljósi og takast síðan sáttir í hend-
ur að leik loknum. Hingað munu
koma mjög fær bresk ungmenni frá
hnefaleikaklúbbum lögreglunnar
og keppa við bestu boxara Íslands
sem koma alls staðar að af landinu.
Íslendingar eiga orðið mjög efni-
lega keppendur,“ segir Fabio og
bætir við að hjá Hnefaleikafélaginu
sé verið að þjálfa upp keppnisfólk,
allt frá ellefu ára krökkum til fólks
á fertugsaldri og af báðum kynjum.
„Hér er fólk ekki að æfa box bara
til að leika sér. Að vera meðlimur í
hnefaleikafélagi og æfa box snýst
um að ná árangri. Fólk þarf að hafa
keppnisskap til að halda út í boxinu
og vera tilbúið að leggja mikið á sig.
Annaðhvort finnur fólk sig í þessu
eða ekki.“
Fabio þiggur ekki laun fyrir að
þjálfa upprennandi hnefaleika-
kappa Íslands. „Ég er ekki í þessu
fyrir peninga heldur vegna áhuga.
Þetta er hugsjón.“
Jákvæð og uppbyggileg íþrótt
Að loknum vinnudegi
sem sjóðsstjóri í banka
setur hann á sig box-
hanskana og þjálfar
upprennandi hnefa-
leikakappa.
Morgunblaðið/Ómar
Láttu vaða! Fabio er hraustur og í mjög góðu formi og hvetur hér vin sinn til að slá sem fastast þar sem hann er í þjálfarahlutverkinu.
Morgunblaðið/Golli
Tveir menn Fabio annarsvegar í jakkafötunum í vinnunni og hinsvegar til í slaginn með hanskana.
www.hnefaleikar.is