Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 25

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 25
Daglegt líf 25ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Undirbúningur er hafin fyrir sveit- arstjórnarkosningar í Reykjanesbæ í vor. Ljóst er að miklar breytingar verða í öllum flokkum, t.d. hefur Ey- steinn Jónsson, Framsóknarflokki, flust búferlum og situr því ekki leng- ur í bæjarstjórn og sjálfstæðismenn hafa upplýst að fimm bæjarfulltrúar af sjö muni ekki gefa kost á sér í vor. Það verða því einungis Árni Sigfús- son bæjarstjóri og Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, sem vilja freista gæfunnar. Svo virðist sem Guð- brandur Einarsson, Samfylkingu, og Guðný Kristjánsdóttir, Framsókn, verði einu fulltrúar A-lista sem haldi áfram en líklegt þykir að flokkarnir tveir muni ekki bjóða fram undir hatti A-lista í næstu kosningum. Leit stendur nú yfir innan allra flokka að hæfu fólki í framboð.    Það gladdi marga bæjarbúa á þrett- ándanum að sjá að þrettándabrenna var aftur orðin að veruleika. Síðast- liðin 2 ár hefur brennan verið í formi báls í keri eða gámi og heldur óspenn- andi. Annað var upp á teningnum í ár, auk þess sem aðrir dagskrárliðir, svo sem tónlistaruppákomur og flug- eldasýning, voru til sóma. Það var svo sönghópurinn Orfeus og hljómsveitin Talenturnar sem sungu jólin út á ára- mótatónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar síðar um kvöldið.    Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2010 var samþykkt í bæjarstjórn fyr- ir 10 dögum. Nokkuð er um hagræð- ingu frá síðastliðnu ári, sem ætti að koma fáum á óvart. Minnsti nið- urskurður verður hjá fræðslusvið, enda fjárfrekt svið. Gjaldskrá hækk- ar að meðaltali um 10% þar sem hún hefur ekki hækkað frá því 2008.    Skatttekjur Reykjanesbæjar hafa lengstum verið þær lægstu á landinu en bæjarstjórn segist í áætluninni gera ráð fyrir auknum skatttekjum vegna nýrra atvinnuverkefna sem nú eru í undirbúningi á ýmsum stigum. Bæjarfulltrúar A-lista gagnrýndu þessa áætlanagerð á bæjarstjórn- arfundi 6. janúar og sögðu hana vafa- sama í ljósi þess að spáð hefur verið samdrætti í landsframleiðslu um 3%. Auk þess gagnrýndu fulltrúar A- lista þann mikla niðurskurð sem í áætluninni er lagt til að ráðist verði í.    Verið er að leggja lokahönd á félags- heimilið Stapa sem hefur fengið verulega andlitslyftingu að und- anförnu. Formleg opnun verður í febrúar en Ungmennafélag Njarð- víkur fær þó að þjófstarta með þorrablóti félagsins 30. janúar nk. Stapinn er fyrri áfangi Hljómahall- arinnar sem einnig mun hýsa Popp- minjasafn Íslands og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Einhver frestun verður enn á þeirri starfsemi en kaffihúsið Hljómakaffi ku verða starfrækt í Stapa með aðgangi að timburlögðum sólpalli.    Fimleikadeild Keflavíkur hefur feng- ið aðstöðu í Íþróttaakademíunni og er aðstaðan mikill fengur fyrir deild- ina. Þröngt hefur verið um fimleika- iðkendur í Íþróttahúsinu við Sunnu- braut og þegar starfsemi akademíunnar fluttist í Keili á Ásbrú losnaði húsið. Til stóð að fim- leikadeildin fengi sérhannað hús í nágrenni Reykjaneshallarinnar en þeim áformum var frestað í kjölfar hrunsins. Langþráð gryfja er því orðin að veruleika og nú þarf ekki lengur að ganga frá áhöldum eftir hverja æfingu.    Erfiðlega hefur gengið að höfða til samvisku hundaeigenda um að hreinsa upp eftir hunda sína á útivist- arsvæðum bæjarins, m.a. Strandleið. Sem fyrrverandi hundaeigandi veit blaðamaður að ekki er við alla hunda- eigendur að sakast en á meðan ein- hverjir vanrækja að hreinsa upp skít- inn liggja allir undir grun. Annars er það af stígnum að frétta að hann er mikið nýttur og greinilega fjárfesting sem hefur margborgað sig. Það má leiða líkum að því að hreysti bæjarbúa og andlegt atgervi hafi aukist, að maður tali nú ekki um blíðuna sem hvatt hefur til útivistar í allan vetur.    10 ár voru á mánudag liðin frá því að fjölmennur borgarafundur um um- ferðaröryggismál var haldinn í Stapa. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hóf þá baráttu fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar í því skyni að fækka banaslysum. Síðast- liðinn mánudag var haldinn borg- arafundur í Haukahúsinu í Hafn- arfirði þar sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda kynnti markmið fé- lagsins að útrýma banaslysum úr umferðinni fyrir árið 2015. Á þessum 10 árum hefur banaslysum fækkað ár frá ári og markmið FÍB er sann- arlega göfugt. REYKJANESBÆR Svanhildur Eiríksdóttir blaðamaður Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ný aðstaða Áhaldaburður heyrir nú sögunni til hjá fimleikadeild Keflavíkur. Rafiðnaðarskólinn er fluttur á Stórhöfða 27 Skráning á vorönn á www.raf.is og í sima 568-5010 EIRÍKUR JÓNSSON KANINN: BESTA TÓNLISTIN, FRÉTTIR OG SKEMMTILEGASTA FÓLKIÐ SUNNUDAGA MILLI 10.00 - 12.00 OG SVO AFTUR MILLI 23.00 OG 01.00 UM KVÖLDIÐ FM91,9 OG FM103,9 Í REYKJAVÍK. FM93,9 Á AKUREYRI. FM92,9 Á SELFOSSI. FM104,7 Í VESTMANNAEYJUM. FM103,2 EGILSTÖÐUM DIGITAL ÍSLAND OG BREIÐBAND SÍMANS UM ALLT LAND. STREYMI Á KANINN.IS FRÉTTIR FRÁ SKJÁ EINUM 18:15 GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Sigurjón Magnús Egilsson ritstjóri og Þórbergur Þórsson hag- fræðingur. Þeir fást m.a. við „leti- konuhrukkur“ og „köngulepli“. Fyrriparturinn er eftir Martein Friðriksson: Þingsins andlegt þrotabú þjóðarharmi veldur. Um liðna helgi var fyrriparturinn þessi: Nú er úti frost og fönn fimbulvetur ríkir. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Ekkert nema boð og bönn, bágt á Kertasníkir. Vilborg Davíðsdóttir: En sólfar vex um væna spönn, senn víkja dagar slíkir. Davíð Þór Jónsson gleðst yfir vetrinum: Í gaddinum býr gleði sönn sem geðslag þjóðar mýkir. Jóhann Alfreð Kristinsson var fyrst neikvæður: Og þjóðin bæði gröm og grönn grætur, æmtir, sníkir. En sneri svo við blaðinu: En fárumst ei, sé sagan sönn þá sólin brátt allt mýkir. Úr hópi hlustenda bauð Tómas Tómasson upp á húsráð: Eimað soð af ætihvönn andann freðinn mýkir. Guðni Þ. T. Sigurðsson: Fullyrðingin fráleitt sönn, freklega nú ýkir. Ingólfur Ómar Ármannsson: En sólarglæta og gleði sönn geðið okkar mýkir. Hallgrímur Helgason á Vopna- firði: Illileg frá hafíshrönn hungurvofan kíkir. Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Ríkis- útvarpinu, Efstaleiti 1, Reykjavík. Orð skulu standa Hvað eru letikonuhrukkur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.