Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
SÁ ORÐRÓMUR
hefur verið nokkuð
útbreiddur, að þing-
ræði væri það stjórn-
arfar sem ríkti í land-
inu. Þetta myndi leiða
af sér, að Alþingi færi
með fullveldi þjóð-
arinnar og þjóð-
aratkvæði gæti ein-
ungis farið fram ef
Alþingi ákvæði það.
Þessu hef ég lengi
vísað á bug og hvort sem mönnum
líkar betur eða verr, þá staðfestir
stjórnarskrá landsins að þingræði
er ekki okkar stjórnarfar. Staða
málsins gæti ekki verið skýrari,
því að Alþingi felldi nýlega tillögu
um þjóðaratkvæði um Icesave-
ábyrgðina. Ef hér væri þingræði
þá hefði sú afgreiðsla verið enda-
punktur málsins og ekkert þjóð-
aratkvæði færi fram. Hins vegar
neitaði forseti landsins að sam-
þykkja lögin og vísaði þeim í þjóð-
aratkvæði. Í framhaldi af synjun
forsetans setti Alþingi lög um
framkvæmd þjóðaratkvæðisins.
Þar með er ljóst að Icesave-
ábyrgðin verður metin af almenn-
ingi og sá dómur verður vonandi á
aðra lund en meirihluta Alþingis.
Fullveldi þjóðar ræðst sem sagt
af því hvort þjóðin tekur end-
anlegar ákvarðanir um þau mál-
efni sem hún ákveður.
Samkvæmt núgildandi stjórnar-
skrá er forseta lýðveldisins falið
að ákveða hvort vilji þjóðarinnar
standi til að halda þjóðaratkvæði.
Þessum vilja er komið á framfæri
við forsetann með undirskriftum
sem skora á hann að hafna
ákveðnum lögum. Ef stór hluti
þjóðarinnar, til dæm-
is 10%, óskar eftir
þjóðaratkvæði er það
skylda forsetans að
sjá til þess að svo
verði. Í stjórn-
arskránni er fjallað
um þjóðaratkvæði í
26. grein: »26. gr. Ef
Alþingi hefur sam-
þykkt lagafrumvarp,
skal það lagt fyrir
forseta lýðveldisins
til staðfestingar eigi
síðar en tveim vikum
eftir að það var sam-
þykkt, og veitir staðfestingin því
lagagildi. Nú synjar forseti laga-
frumvarpi staðfestingar, og fær
það þó engu að síður lagagildi, en
leggja skal það þá svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra
kosningarbærra manna í landinu
til samþykktar eða synjunar með
leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin
falla úr gildi, ef samþykkis er
synjað, en ella halda þau gildi
sínu.«
Höfum í huga, að „framkvæmd
lýðræðis“ getur lotið mismunandi
útfærslu. Þannig getur þjóð litið
svo á að lýðræði ríki í framkvæmd
í landinu undir þingræði, ráð-
herraræði, flokksræði, forset-
aræði eða jafnvel konungsræði.
Hins vegar stenst þetta ekki nán-
ari skoðun, vegna þess að við
þessar aðstæður er fullveldi
landsins ekki í höndum almenn-
ings, lýðsins. Fullkomið er lýð-
ræðið því ekki nema fullveldis-
rétturinn sé óskertur í höndum
þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði er
skýrasta tjáning þess að fullveldið
sé hjá þjóðinni og að lýðræði ríki í
landinu. Þegar forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, til-
kynnti að hann hefði beitt ákvæði
26. greinar stjórnarskrárinnar til
að vísa lagafrumvarpinu um Ice-
save-ábyrgðina til þjóðaratkvæðis
gerði hann það með skriflegri
greinargerð. Þar segir hann með-
al annars: »Hornsteinn stjórn-
skipunar íslenska lýðveldisins er
að þjóðin er æðsti dómari um
gildi laga. Stjórnarskráin sem
samþykkt var við lýðveldisstofnun
1944 og yfir 90% atkvæðisbærra
landsmanna studdu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu felur í sér að
það vald sem áður var hjá Alþingi
og konungi er fært þjóðinni. For-
seta lýðveldisins er svo ætlað að
tryggja þjóðinni þann rétt.«
Að mínu mati eru þessi ummæli
forsetans fullkomlega rétt og það
sem skiptir mestu máli er, að á
réttmæti þeirra hefur Alþingi
fallist með lögum um framkvæmd
þjóðaratkvæðisins. Vonandi þarf
ekki í framtíðinni að deila um að
fullveldið er hjá þjóðinni. Vonandi
láta þeir nú af þrákelkni sinni,
sem haldið hafa því fram að
stjórnarfar Íslands sé þingræði.
Við búum við tært form af lýð-
ræði og við getum verið hreykin
af því og við skulum ekki þegja
yfir því á alþjóðavettvangi.
Þjóðaratkvæði er forsenda
fyrir fullveldi þjóðarinnar
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson » Við búum við
tært form af
lýðræði og við getum
verið hreykin af því
og við skulum ekki
þegja yfir því á
alþjóðavettvangi.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur og
vísindakennari.
ÞRÍTUGASTA og
þriðja grein Sáttmála
Sameinuðu þjóðanna,
er undirritaður var 26.
júní 1945 í San Franc-
isco, skuldbindur þjóð-
ríki til að leita frið-
samlegra lausna á
deilumálum: „1) Aðilar
að sérhverju deilumáli,
sem með áframhaldi
gæti stofnað í hættu
heimsfriði og öryggi,
skulu fyrst leita lausnar á deilumál-
inu með samningaumleitunum, rann-
sókn, miðlun, sættargerð, gerð-
ardómi, dómsúrskurði, afnotum
svæðisstofnana eða samninga, eða
með öðrum friðsamlegum aðferðum
skv. eigin vali. 2) Ef [Ö]ryggisráðinu
þykir nauðsyn krefja skal það kveðja
deiluaðila til að leita lausnar á deilu-
máli sínu á slíkan hátt.“
I. Deilur Íslendinga við aðrar þjóð-
ir eru efalaust nú ekki með þeim
hætti að þær „gætu
stofnað … hættu á
heimsfriði og öryggi“ en
það gætu aðrar skyldar
deilur gert beint og
óbeint sem sprottið hafa
eða spretta munu af nú-
verandi „[H]eims-
efnahagskreppu“ og
ber því Öryggisráði SÞ
að vera á varðbergi.
Ljóst er af 33. gr. Sátt-
mála SÞ að ekki er
skylda á Íslendingum
eða deiluaðilum þeirra
að nota einungis samn-
ingaleiðina eða fara ella og eingöngu
með málið fyrir alþjóðadómstóla,
svæðisbundna dómstóla eða al-
þjóðlega gerðardóma. Þá ber að
skýra ákvæðið í hag „friðhelgi [úr-
lendisréttar] ríkja“ og er ekki átt við
málsmeðferðarskyldu fyrir lands-
dómstólum. Það er skýr þjóðarétt-
arlögskýring á greindu ákvæði Sátt-
mála SÞ að fyrir hendi eru aðrir
áhrifaríkir lausnarmöguleikar sem
vert er að Ísland notfæri sér og mælir
greinarhöfundur sérstaklega með
þjóðaréttarlegri rannsókn, [sátta-
]miðlun og að síðustu sættargerð eins
og sakir standa í alþjóðadeilumálum
er varða nú Íslendinga.
Þá má einnig benda á að 33. gr.
Sáttmála SÞ vísar til „annarra frið-
samlegra aðferða“ sem opnar meðal
annarra möguleika á því að „fróðir og
vísir“ og ennfremur hlutlausir þjóða-
réttarfræðingar verði fengnir til að
koma fram með fræðilega raunhæfar
lausnir á núverandi deilumálum Ís-
lendinga – hér er um að ræða leið-
beinandi þjóðréttarlega álitsgerð skv.
beiðni og samþykki allra deiluaðila.
Þó að deilumál fari fyrir Alþjóða-
dómstóllinn í Haag verður að benda
sérstaklega á ákvæði 2. mgr. 38 gr.
samþykkta Alþjóðadómstólsins er
leyfir málsúrlausn byggða á því „sem
er réttlátt og sanngjarnt“ (l. „ex ae-
quo et bono“) sem er raunhæfust
lausna í lögfræðilegum marbendli
„[H]eimsefnahagskreppu“.
II. Þá er vakin sérstök athygli á 52
gr. Vínarsamnings um gjörð þjóða-
réttarsamninga frá 23. maí 1969 (í
gildi frá 27. janúar 1980 – Ísland er
ekki samningsaðili – en efnisreglur
Vínarsamnings eru þjóðaréttarvenju-
reglur) – er bannar öll form „kúgunar
ríkis“ (e. „coercion of a State“).
Þetta ákvæði Vínarsamningsins
frá 1969 er samofinn hluti af „æðstu
lagareglu“ (l. „ius cogens“) þar sem
það styðst varðandi orðalag og efnis-
innihald við ákvæði 3. og 4. mgr. 2. gr.
sbr. 51 gr. sáttmála SÞ um bann við
ólögmætri valdbeitingu í þjóðarétti
einkum og að því er varðar algera
fullveldishelgi „stjórnmálasjálfs-
tæðis“ þjóðríka.
Þetta ákvæði Vínarsamningsins
frá 1969 bannar því „kúgun þjóð-
ríkja“ skýrlega og algerlega og eru
þjóðaréttarsamningar undir „kúgun“
því „ógildir“ (e. „void) – ius cogens.
Það ber að skýra 3. og 4. mgr. 2. gr.
sbr. 51. gr. sáttmála SÞ framsækið í
samræmi við nýmyndun þjóðrétt-
arvenjuskyldu varðandi „kúgun rík-
is“ (sbr. Ian Brownlie) skv. 52. gr.
sbr. 53., 64. og 71 gr. Vínarsamnings
frá 1969 er nær til sjálfsvarnar ríkja á
sviðum efnahagsþjóðaröryggis svo
sem gegn gjaldmiðilsöryggi („ius
cudendae monetae“) fullveldi til
stofnunar erlendra skulda (f. „dette
extérieure“) – hjarta efnahagsfull-
veldis sjálfstæðra nútímaþjóðríkja.
III. Það er ljóst að í milliríkjadeil-
um Íslands gilda grundvallarreglur
Sáttmála SÞ með samskonar hætti og
stjórnarskrár ríkja gilda með alger-
um æðra forgangi fyrir almennum
settum lögum eða öðrum réttarheim-
ildum í landsrétti þjóðríkja. Það er
örugg þjóðaréttarlögskýring að
grundvallarreglur Sáttmála SÞ hafa
þjóðaréttarstjórnarskrárígildi í milli-
ríkjadeilum svo sem við skýringu 52.
gr. sbr, 53., 64. og 71. gr. Vínarsamn-
ings frá 1969. Þannig verða reglur al-
þjóðastofnana svo og svæðabundnar
eða landfræðilega afmarkaðar þjóða-
réttarreglur, hvort sem þær byggjast
á þjóðaréttarsamningi, venjurétti eða
annarri þjóðaréttarheimild, að víkja
fyrir grundvallarreglum Sáttmála SÞ
og réttaráhrifum ius cogens.
Þessi þjóðaréttarlögskýring gildir
og með ófrávíkjanlegum hætti varð-
andi ius cogens eins og algert bann
við ólögmætri þjóðaréttarvaldbeit-
ingu og „kúgun ríkis“ sem eru hluti af
megingrundvallarreglum Sáttmála
SÞ svo og jafnframt hluti af æðsta
þjóðarétti – ius cogens.
Íslendingar og friðsamleg
lausn alþjóðlegra deilumála
Eftir Halldór Eirík
S. Jónhildarson »Æðstu þjóðarétt-
arlagareglur – ius
cogens – banna alger-
lega ólögmæta þjóða-
réttarvaldbeitingu og
„kúgun þjóðríkis“.
Halldór Eiríkur S.
Jónhildarson
Höfundur er þjóðréttar- og
lögfræðingur.
ÞEGAR ég var ung-
ur hræddist ég það að
Katla gæti gosið. Það
gerðist þó aldrei svo að
það eina sem maður
lifði við voru frásagnir
þeirra sem mundu eftir
Kötlugosi og myndir
sem teknar voru af
gosmekkinum og jaka-
burði á Mýrdalssandi í
gosinu 1918.
Sagt var frá Kötlugosi
með virðingu
Tveir frændur mínir mundu eftir
Kötlugosinu og sögðu mér og öðrum
frá því. Einar Halldór Einarsson á
Skammadalshól sagði frá gosinu, sem
hann mundi eftir frá barnæsku sinni,
í ræðu og riti, til dæmis með skrifum í
héraðsritið Goðastein. Síðan fór Ein-
ar að fylgjast með skjálftavirkni á
svæðinu þegar settur var upp jarð-
skjálftamælir á Skammadalshól.
Þau hjónin Einar og Steinunn Stef-
ánsdóttir voru vakandi og sofandi yfir
„litla“ eins og þau kölluðu mælinn.
Einar sá til dæmis skjálftavirkni 22.
janúar 1973 sem hann sagði forboða
eldgoss. Klukkan 2 aðfaranótt 23.
janúar 1973 byrjaði að gjósa á
Heimaey. Jarðhreyfingin sem því
fylgdi var akkúrat virknin sem Einar
sá á mælinum.
Vægar viðvaranir um virkni
Katla hefur sýnt svolítil svipbrigði
virkni á liðnum áratugum. Eftir gosið
árið 1918 sem var allnokkurt gos í
Kötluöskjunni með jökulhlaupi, ösku-
falli og eldingum. Árið 1955 varð jök-
ulhlaup í Múlakvísl sem tók af brúna
yfir Múlakvísl á gamla þjóðveginum
sem lá inn heiðarnar innan við Kerl-
ingadal og yfir að Selfjalli. Eftir það
hlaup var vegurinn lagð-
ur yfir Mýrdalssand þar
sem hann er enn með
breyttu sniði frá upphafi
þegar hann lá nálægt
Hafursey, en er nú mun
neðar á sandinum. Sam-
fara hlaupinu 1955
mynduðust sigkatlar á
þeim stað í jöklinum sem
talið er að gosið hafi
1918.
1999 varð hlaup í Jök-
ulsá á Sólheimasandi.
Hlaupið komst með naumindum undir
brúna og olli ekki miklum skaða á
landi. Þetta hlaup sýndi að von væri á
að fá flóð niður á Sólheima-Skógas-
and. Ég flaug með Reyni Ragnarssyni
yfir jökulinn og sá sigkatla sem höfðu
myndast. Einnig að spýtingur flóð-
vatns hafði komið í á innan við Gjögra,
skógræktarsvæði Mýrdælinga, niður í
Hólsá á Sólheimasandi. Hlaupið 1999
kom á óvart en sýndi að líf var enn í
þeirri gömlu. Um 1999 var mikil
virkni undir jöklinum öllum og einnig í
Eyjafjallajökli. Það er ekki ólíklegt að
samband sé á milli þessara eldstöðva.
Katla hefur sent kviku frá sér í annan
farveg en upp úr jöklinum. Eldgjá er
mynduð vegna kvikuhlaups frá Kötlu.
Stórkostlegar hamfarir þar.
Enn bíða menn og gá til með Kötlu.
Hún sefur enn, þó að hún rumski á
stundum. En allir fylgjast þó með því
hvort það fari ekki fljótlega að brydda
á Barða.
Katla er merkileg
eldstöð
Eftir Njörð
Helgason
Njörður Helgason
» Þó að aðeins hafi
gosið í Kötlu einu
sinni á síðustu öld er
hún enn á lífi
Höfundur er húsasmiður og áhuga-
maður um Kötlu.