Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.01.2010, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson segir lítið vit í öðru en að tilboði föður hans Jóhannesar Jónssonar, Finns Árna- sonar og fleiri fjárfesta í Haga verði tekið. „Ég held að þessi hóp- ur sem gerir tilboðið, lykilstarfs- menn, Jóhannes og Malcolm Wal- ker, sé best fallinn til þess að reka félagið og greiða upp skuldir þess. Í þessum hópi eru bestu rekstr- armenn í verslun á Íslandi,“ segir Jón Ásgeir í samtali við Morg- unblaðið. Í gær sagði Walker við Morgunblaðið að hann væri ekki viss hvort hann yrði með í tilboðinu í Haga. Jón Ásgeir segir skýrt að Walker sé með í tilboðinu, en hann vill ekki upplýsa hvort um fleiri er- lenda fjárfesta sé að ræða. Jafn- framt vill hann ekki svara því hvort þar á meðal séu gamalkunnir við- skiptafélagar hans. Fulltrúar kröfuhafa Kaupþings hafa samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins átt fundi með Þjóð- arhag, fjárfestahópi sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Haga af Ar- ion banka. Meðal þeirra er lög- fræðistofan Bingham, sem fer með málefni stórs hóps kröfuhafa Kaup- þings. Inntur eftir því hvort hann hafi átt fundi með fulltrúum kröfu- hafa vill Jón ekki tjá sig um það. „Bankinn hefur sent okkur þau skilaboð að best sé að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Jón Ásgeir. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta mál er í eðlilegum farvegi og klárast þegar það klárast. Við gerum þetta í góðri samvinnu við bankann og tökum þátt í því ferli að hámarka virði eigna á bók- um hans.“ Í október á síðasta ári tók Arion banki yfir öll hlutabréf í eign- arhaldsfélagi Haga, 1998 ehf. Sam- anlagðar skuldir félaganna tveggja eru á sjötta tug milljarða, en Jón Ásgeir telur að hægt verði að standa undir þeim skuldum án af- skrifta: „Margoft hefur komið fram að við erum að koma með mikið fé inn í félagið,“ segir Jón, sem telur ekki að hækka þurfi vöruverð í verslunum Haga til að standa undir skuldabyrði félagsins. „Banki sem tekur fyrirtæki af eigendum sem vilja reka fyrirtækið sjálfir er ekki að hugsa um hags- muni sína. Arion tók ekki Haga yf- ir, við stjórnum fyrirtækinu frá degi til dags. Þeir komu inn í stjórn eignarhaldsfélagsins en stjórn Haga stýrir félaginu,“ segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir: Walker með í för Tilboði bestu rekstrarmanna sé tekið Jón Ásgeir Jóhannesson Í NÆSTU viku mun Landsbank- inn taka yfir eignarhalds- félagið IG ehf., móðurfélag Ice- landic Group. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þessi ákvörðun legið fyrir í nokkra daga og mun eignaum- sýslufélag Landsbankans, Vestia, væntanlega taka við eignarhalds- félaginu. IG ehf. er, enn sem komið er að minnsta kosti, í eigu útgerðarfyr- irtækjanna Brims og Hraðfrysti- stöðvar Gunnvarar og lánaði Landsbanki IG ehf. tæpa 30 millj- arða til kaupa á nær öllu hlutafé í Icelandic skömmu eftir hrun haustið 2008. Tilgangurinn með láninu var að verja hagsmuni Landsbankans og veita Icelandic rými til að koma lagi á reksturinn. Síðan þá hefur markvisst verið unnið að fjárhagslegri end- urskipulagningu á rekstri Ice- landic og mun félagið hafa verið rekið með hagnaði í fyrra þótt hóflegur hafi verið. Icelandic í hendur Landsbankans ÍSLENSKI samheitalyfjaframleið- andinn Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eign- arhald á félaginu. Allar megin- ákvarðanir eru þó háðar samráði við bankann og jafnvel frumkvæði Deutsche Bank, sem fjármagnaði yfirtöku Novators á félaginu árið 2007. Eigandi Novators er athafna- maðurinn Björgólfur Thor Björg- ólfsson. Eftir því sem næst verður komist er það þó ósk Deutsche Bank að Björgólfur komi áfram að fyrirtækinu. Í kjölfar end- urskipulagningar skulda þess við bankann muni þá í staðinn koma meira til en vaxtagreiðslur til handa bankanum, jafnvel aukin hlutdeild í hagnaði. Í vikunni var Actavis orðað við þýska lyfjafram- leiðandann Ratiopharm sem er nú í eigu Merckle-fjölskyldunnar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er fótur fyrir þeim vangaveltum, og Deutsche Bank er sagður hafa átt frumkvæði að því að Actavis taki yfir fyrirtækið. thg@mbl.is Actavis á forræði Deutsche Bank Vill Björgólf Thor áfram innanborðs www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Ráðstefnan verður haldin .knlaugardaginn 16. janúar í sal bæjarstjórnar Kópavogs, Fannborg 2, kl. 13.00 0.06.–1 Til ráðstefnunnar er boðað fólk í kjörnum nefndum mesirKópavogsbæjar, embættismenn bæjarins og aðrir þe áhuga kunna að hafa. Verkefni ráðstefnunnar er að leggja grunn að tillögugerð fyrir bæjarstjórn um málefni langtímaatvinnulausra. Dagskrá: 1. Erindi félagsmálastjóra Kópavogs: eið-aflgarFélagsle ingar atvinnuleysis. 2. Erindi frá Vinnumálastofnun: sileyGreining á atvinnu í Kópavogi og möguleg úrræði. 3. Sigríður Snævarr sendiherra: t viðfásNýjar leiðir til að atvinnuleysi. Kaffihlé 4. Þrír starfshópar vinna tillögur. 5. Ráðstefnuslit. Aðgerðir gegn langmaatvinnuleysi Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogsbæjar efnir til ráðstefnu um aðgerðir á vegum Kópavogsbæjar gegn langtímaatvinnuleysi. Dagskrá næstu fjármálakvölda 21. janúar Holtagarðar, Holtavegi 10 kl. 20 28. janúar Akureyri, Strandgötu 1 kl. 20 4. febrúar Selfossi, Austurvegi 20 kl. 20 11. febrúar Bæjarhrauni, Hafnarfirði kl. 20 Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is, og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Frá miðjum febrúar og fram í miðjan mars verður boðið upp á fjármálafræðslu um skipulag og stýringu fjármála heimilisins þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að endurskipuleggja fjármálin, ávöxtun og sparnað, vaxtakjör, útgjöld heimilisins og kosti heimilisbókhalds. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem urðu á réttindum lífeyrisþega á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri og Margrét Jónsdóttir deildarstjóri á Réttindasviði TR munu kynna breytingarnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Réttindi lífeyrisþega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.