Morgunblaðið - 16.01.2010, Page 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa
á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er tekið mið
af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og eru eftirtalin atriði lögð til grundvallar:
l Að tækin eða búnaðurinn séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi
og fyrir rannsóknir umsækjenda.
l Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja
möguleika til rannsókna eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður
og markáætlun um öndvegissetur og klasa styrkir.
l Að tækin eða búnaðurinn séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum.
l Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja
með fyrirsjáanlegum hætti.
l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar.
Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækjasjóð
eru á www.rannis.is
Tækjasjóður
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2010
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Styrkir til rannsóknastofnana
EFTIR að ég tilkynnti
framboð mitt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík hafa margir
spurt mig: Af hverju
framboð? Ég er ekki
með reynslu í stjórn-
málum. Ég hef ekki verið
alinn upp í stjórn-
málaflokki, hef ekki farið
í stjórnmálafræði eða
stjórnmálaskóla. En ég hef áhuga á
borginni okkar. Mig langar að taka
þátt í að gera góða borg betri. Ég tel
að krafan um endurnýjun hafi verið
mjög sterk undanfarin misseri og
endurnýjunin verður ekki nema nýtt
fólk gefi kost á sér.
Ég sækist eftir öðru sætinu. Sum-
um finnst það bratt í ljósi þess að ég
hef ekki reynslu af stjórnmálum. En
ég kem úr afreksíþróttum og er van-
ur að stefna hátt og ástæða þess að ég
býð mig fram er að ég vil hafa áhrif.
Ég met það svo að nái ég öðru sætinu
geti ég virkilega haft áhrif á stjórn
borgarinnar.
Það eru nokkur atriði sem ég vil
standa fyrir. Tala hreint út um hlut-
ina og greina frá afstöðu. Mér finnst
of mikið um að stjórnmálamenn tali í
kringum hlutina til að styggja hugs-
anlega ekki einhverja. Við eigum að
takast á um hugmyndir og hafa rök
með eða á móti. Ég tel mig
vera réttsýnan mann, þori
að segja mína meiningu og
mun gera það. Ég er líka
tilbúinn til að standa og
falla með henni.
Brýnasta verkefni borg-
arinnar næsta kjörtímabils
verður eins og heimilanna
að ná endum saman. Næstu
ár verða erfið fjárhagslega
og það má ekki mikið út af
bera í atvinnu- og fjár-
málum borgarinnar. Við þessar að-
stæður er nauðsynlegt að leita allra
leiða til að auka tekjustofna borg-
arinnar en um leið að spara án þess
þó að skerða grunnstoðir hennar. At-
vinnuleysi í Reykjavík mælist í dag í
kringum 9% og áætlanir borgarinnar
gera ráð fyrir að það fari upp í 11%.
Borgarstjórn verður að taka höndum
saman með stjórnvöldum með það að
markmiði að auka atvinnu í borginni.
Við verðum að verja fjölskyldurnar.
Eitt það versta sem fjölskyldur búa
við er óvissa. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur tekist á við erfið verkefni í
borginni undanfarin misseri. Það er
mín sannfæring að fái flokkurinn ráð-
rúm til þess að halda því starfi áfram
muni okkur farnast vel.
Af hverju prófkjör?
Eftir Geir Sveinsson
Geir Sveinsson
Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
www.geirx2.is
VIÐ SEM búum hér í
höfuðborginni vitum
hvernig það er að kom-
ast á milli staða í þungri
umferðinni á morgnana
og seinnipartinn. Oft
sitjum við í bílum okkar
og hugsum um hvað
þessum tíma sé illa var-
ið. En hvers vegna velj-
um við að ferðast með bíl
borgarendanna á milli,
með öllum þeim kostnaði, bæði í tíma
og peningum, sem því fylgir? Mörg-
um dettur hreinlega ekki í hug að
hægt sé að komast til og frá vinnu
eða skóla með öðrum hætti en í bíln-
um.
En við höfum val í Reykjavík um
að ferðast milli staða með öðrum
hætti. Við getum valið að hjóla eða
ganga og við getum tekið strætó.
Strætósamgöngur
Nýlega gerðu nemar í Listahá-
skóla Íslands verkefni um strætó.
Þessir nemar prófuðu að nota
strætó, ferðuðust ýmsar vegalengdir
með vögnunum og fóru yfir kosti og
galla kerfisins. Þau báru kerfið líka
saman við það sem gerist annars
staðar og lögðu loks mat sitt á það
eftir að hafa öðlast reynslu af notkun
þess. Það er skemmst frá því að
segja að niðurstaðan kom skemmti-
lega á óvart. Þau töldu leiðakerfið
gott og þjónustuna yfir höfuð góða,
stærsti galli kerfisins að þeirra mati
var sá að það vantar salernisaðstöðu
fyrir farþega á biðstöðvum.
Göngu- og
hjólasamgöngur
Göngu- og hjóla-
samgöngur hafa verið
verulega bættar í höf-
uðborginni síðustu árin og
get ég með sanni mælt með
þeim ferðamáta. Sjálf hjóla
ég mikið og fer á tímabilum
allra minna ferða á hjóli,
einkum að vori og sumri.
Það er auðvelt að ganga og
hjóla í Reykjavík og stíga-
kerfið okkar virkar vel og
hægt er að taka hjólið með sér í
strætó þegar pláss er í vagninum fyr-
ir það. Sumum finnst óþægilegt að
ganga eða hjóla til vinnu, svitna og
þurfa að skipta um föt. Sjálf hjóla ég í
þeim fatnaði sem ég er í þann daginn,
en sturtuaðstaða er í boði á mörgum
vinnustöðum í dag sem auðveldar
fataskipti.
Hvernig sem íbúar kjósa að fara
sinna ferða milli staða í höfuðborg-
inni er ljóst að allir möguleikar hafa
bæði kosti og galla. Sjálfri finnst mér
t.d. frelsið sérstaklega þægilegt við
hjólið.
Ég vil hvetja íbúa Reykjavíkur til
að prófa þá ólíku samgöngumáta sem
borgin okkar hefur upp á að bjóða.
Fyrstu tilraunir má t.d. gera um
helgar, í góðu veðri eða þegar vega-
lengdir á áfangastað eru stuttar.
Strætó, hjól og ganga eru ódýrir,
vistvænir og líkamsvænir ferðamát-
ar sem geta komið þér skemmtilega
á óvart.
Samgöngur
Jórunn
Frímannsdóttir
Jórunn
Frímannsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og býður
sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
STUNDUM verða
undantekningarnar
svo margar að með-
lætið verður ekkert.
Senn munum við Ís-
lendingar drekka af
eitruðum bikar fé-
lagshyggjuhagfræð-
innar sem gerir að-
allega út á söfnun
skulda og hækkaða
skatta. Reyndar hélt
ég að við Íslendingar
værum búnir að reyna þá efnahags-
legu stefnumörkun til þrautar, en
svo virðist ekki vera. Félagshyggju-
stjórnin virðist iða í skinninu að
leggja á þjóðina Icesave-skuldirnar,
svo hún fái frið til að leggja í rúst
það sem eftir er af íslenskum efna-
hag.
Reyndar er þetta skrítin fé-
lagshyggjustjórn, þar sem henni er
að takast að koma millistéttinni fyr-
ir kattarnef og skapa samfélag þar
sem einungis eru fátækir og fáeinir
ríkir. Efnahagsúrræðin fyrir skuld-
ug heimili eru til þess fallin að
skapa örlaga-fátæktargildru þar
sem óvíst er að þeir sem verst eru
settir muni hafa efni á mat og heil-
brigðisþjónustu á sama tíma. Á
meðan millistéttinni blæðir út heyr-
ast sögur um útburð, jafnvel úr fé-
lagsbústöðum þar sem fárveiku
fólki og fátæku er fleygt bók-
staflega á götuna.
Hækkaðir skattar, aukið atvinnu-
leysi, lækkuð laun, stökkbreyttur
höfuðstóll lána, verðtrygging og
verðbólga, hafa drepið niður inn-
lenda eftirspurn, og má ætla, að
þegar efnahagsaðgerðum og líkn-
arstörfum ríkisstjórnarinnar og
fjármálastofnana lýkur gagnvart
fyrirtækjum muni skapast hér
sögulegt atvinnuleysi.
Paul Krugman, nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræðum og pistlahöfundur
á New York Times, er einn þeirra
fjölmörgu virtu hagfræðinga sem
telja miklar líkur á annarri og verri
kreppu þegar efna-
hagsaðgerðum heims-
ins lýkur. Krugman
telur að í dag séu 40%
líkur á öðrum sam-
drætti í þjóðarfram-
leiðslu Bandaríkjanna
og þar af leiðandi
heimsins. Nú seinast
spáði Gideon Rachman
á Financial Times því
að einungis tímaspurs-
mál væri hvenær
Bandaríkin yrðu gjald-
þrota. Ef og þegar það
gerist mun skulda-
staða Íslendinga verða algert við-
mið um það hvort Ísland er að
stefna í örlaga-fátækt eða ekki.
Fullveldi þjóðar liggur við.
Í slíkum aðstæðum ber ráða-
mönnum sem hafa með efnahags-
lega stefnumörkun að gera að búast
við hinu versta en vinna að hinu
besta. Öll stefnumörkun núsitjandi
ríkisstjórnar leggur líf þjóðarinnar
að veði, um að í aðsigi sé rjúkandi
efnahagsbati í heiminum. Ekkert er
jafn heimskulegt og hættulegt að
ætla fyrir Íslendinga. Til að efla
innlenda eftirspurn er okkur nauð-
ugur sá eini kostur að leiðrétta
skuldir heimila, og afnema verð-
tryggingu. Öðruvísi skapast ekki
lánstraust á lánamörkuðum og fast-
eignamarkaðurinn situr eftir botn-
frosinn. Hreyfing á fasteignamark-
aði er forsenda þess að koma
mörkuðum í gang á nýjan leik. Það
er ekki fyrr en eignir verða selj-
anlegar að veðrými skapast fyrir al-
menning til að standa í hóflegum
fjárfestingum. Án slíkra fjárfest-
inga er enginn markaður, engin
innlend eftirspurn, og engin at-
vinna.
Icesave-samningurinn er einnig
mesta veðmál Íslandssögunar, þar
sem allt er lagt undir til að komast
í náð ESB. Miðað við hvernig lán-
ardrottnar koma fram við aðrar
skuldugar ESB-þjóðir hljóta jafnvel
einlægustu Evrópusinnar að sjá, að
ekkert hjálpræði er að finna innan
ESB. Icesave-samningurinn, eins
og hann lá fyrir þegar forsetinn
synjaði lögunum um ríkisábyrgð
staðfestingar, var byggður á því
trausti að alger viðsnúningur væri í
augsýn í heimsefnahagnum. Ef hins
vegar sterlingspundið hrynur vegna
skuldastöðu breska ríkisins og pen-
ingaprentunar Englandsbanka, og
óðaverðbólga skapast ásamt sögu-
legum niðurskurði í ríkisútgjöldum
og opinberri þjónustu, er auðvelt að
gera ráð fyrir algeru hruni á bresk-
um mörkuðum. Eignir eins og
bandarísk og bresk ríkisskuldabréf
gætu einnig hrunið í verði ef allt fer
á versta veg. Þetta er ekki aðeins
fjarlægur möguleiki, heldur eru
mikil líkindi á langtímaharðæri í
heimsefnahagnum.
Íslensk stjórnvöld ættu að búa
sig undir erfiða tíma; skapa ís-
lenska sjálfbærni, efla innlenda eft-
irspurn, stilla skattahækkunum í
hóf og spyrna við fæti í Icesave-
deilunni. Á næstu árum munum við
þurfa að láta enda ná saman með
gamla laginu, þannig að tekjur okk-
ar dugi fyrir útgjöldum og skuld-
um. Auknar skuldir munu því ekk-
ert gera nema skerða lífsgæði
Íslendinga, jafnvel í tugi ára.
Ég man að þegar Davíð Oddsson
hóf feril sinn sem forsætisráðherra
sagði hann í útvarpsviðtali að Ís-
lendingar þyrftu nú að taka vindinn
í fangið til að búa í haginn fyrir
framtíðina. Ég mæli með því að við
gerum það sama nú og stöndum á
rétti okkar gagnvart fjand-
samlegum stórþjóðum.
Pylsa með öllu nema engu
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson » Stefnumörkun
stjórnvalda í efna-
hagsmálum gerir ráð
fyrir miklum bata
í efnahag heimsins.
Ef þau hafa rangt fyrir
sér stefnir Ísland
í örlaga-fátækt.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er guðfræðimenntaður.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lykilorð
og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina