Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 6

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NEMENDUR á fjórða og síðasta ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Ís- lands kynntu í gær starfsvettvang hjúkrunarfræðinga og ýmis starfs- tækifæri á öðrum stöðum en á Landspítalanum og hjá heilsugæsl- unni, bæði hérlendis og erlendis. Auk þess voru kynntar leiðir til framhaldsnáms í hjúkrun, nám í ljósmóðurfræðum og alþjóða- samskiptum. Jafnframt var greint frá því hvað hjúkrunarfræðingar starfa við til dæmis hjá Rauða krossinum, Lýðheilsustöð, í sam- félagshjúkrun, í herjum og á átaka- svæðum og svo framvegis. Garðar Örn Þórsson, formaður Curators, félags hjúkrunarfræði- nema, segir að hingað til hafi hjúkr- unarfræðingar verið eftirsótt vinnu- afl á Landspítalanum og víðar en nú ríki mikil óvissa um starfsmöguleika hérlendis. „Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar standa á ákveðnum krossgötum, eins og þjóðin öll, og við vitum ekki hvort við fáum vinnu eða ekki,“ segir hann. Hins vegar bendir hann á að margir hjúkrunarfræðingar séu að fara á eftirlaun og þá þurfi að leysa af. Eftirspurnin sé samt ekki eins mikil og framboðið og því þurfi hjúkrunarfræðingar að leita annað. Víða tækifæri erlendis Að sögn Garðars bjóðast íslensk- um hjúkrunarfræðingum mörg störf á Norðurlöndunum og sérstaklega í Noregi. Auk þess stefni margir á framhaldsnám erlendis, einkum á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. „Þegar hjúkrunarfræðingar fara í fram- haldsnám til útlanda er mikil hætta á því að þeir komi ekki aftur til baka út af ástandinu hérlendis og það er það sem við óttumst að muni gerast,“ segir hann. „Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda hvernig það á eftir að fara með íslenskt samfélag, þegar við missum lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi.“ Garðar segir að hjúkrunarfræði- nemar sjái þá leið helst að fara til útlanda í vinnu eða framhaldsnám, því hérlendis sé ekkert að hafa. Hingað til hafi framhaldsnám ekki verið vel sótt en gera megi því skóna að nú verði breyting á, ekki síst vegna aukinnar samkeppni. Launakjörin hérlendis séu ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir og auk þess sé erfitt að fá vinnu. „En það er líf utan sjúkrahússins,“ segir hann. Leita til útlanda  Hjúkrunarfræðingar stefna í auknum mæli í vinnu og framhaldsnám erlendis  Líf utan íslenskra sjúkrahúsa RÚMLEGA 80 stúdentar eru í útskriftarhópnum í vor og álíka margir nemendur eru í hverjum árgangi, en grunnnámið tekur fjögur ár. Síðast- liðið haust sóttu 280 nemendur um að hefja nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. 120 pláss voru í boði og komust 85 nemendur í gegnum síuna. Vegna takmarkaðs framboðs á starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum var tekin upp fjöldatakmörkun í hjúkrunarfræðideild HÍ 1993. Lengi vel var miðað við 60 nemendur, síðan var framboðið aukið í 65 og nú er tek- ið við 85 nemendum árlega. Garðar Örn Þórsson telur að um 50% þeirra sem útskrifast fari í framhaldsnám á einhverjum tímapunkti. Um 80 útskrifast á ári Morgunblaðið/Golli Kynning Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands kynntu starfsvettvang hjúkrunarfræðinga í Eirbergi í gær. Hjúkrunarnemar, sem útskrifast í vor, standa á krossgötum. Ekki virðist vera auðvelt fyrir þá að fá vinnu hérlendis en ýmsir mögu- leikar standa þeim til boða er- lendis og straumurinn liggur út. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG hef átt í löngum samræð- um við breska fjármálaráðu- neytið um málið,“ segir Bronwen Maddox, helsti stjórnmálaskýr- andi Lundúna- blaðsins Times um erlend mál- efni, spurð um viðbrögðin við álits- greinum hennar um Icesave-- samkomulagið og afleiðingar þess fyrir Íslendinga. Breska stjórnin sé óánægð með sumt í skrifum hennar um málið. Maddox, sem segir efni viðræðn- anna trúnaðarmál, hefur þannig tek- ið upp hanskann fyrir Ísland og vak- ið máls á því að 3,6 milljarða punda krafa Breta og Hollendinga í Ice- save-málinu jafngildi því að breska ríkinu yrði gert að greiða erlendum sparifjáreigendum 720 milljarða punda, krafa sem sé óhugsandi. Bresk stjórnvöld myndu berjast af öllu afli gegn slíkri kröfu svo ekki sé minnst á fyrirsjáanlega hörð við- brögð bresks almennings. Ruth Sunderland, viðskiptarit- stjóri The Observer, systurblaðs The Guardian í Bretlandi, svaraði því aðspurð í viðtali við Morgun- blaðið í gær að hún teldi breskan al- menning ekki gera sér grein fyrir umfangi Icesave-skulda fyrir Ísland. Samúð hans myndi aukast ef ís- lensk stjórnvöld gerðu grein fyrir afleiðingum samkomulagsins fyrir íslenskar fjölskyldur. Spurð hvort hún taki undir þetta kveðst Maddox sammála því fyrr- nefnda, að margir Bretar átti sig ekki á hlutföllunum, en tekur síðan fram að slík kynningarherferð gæti reynst „tvíeggjað sverð“, enda minni öll umfjöllun um Icesave á hversu mikið fé sé um að ræða. Skoðanir mjög skiptar Spurð hvort samúðin með Íslend- ingum hafi aukist segir Maddox skoðanir mjög skiptar um málið í Bretlandi. Það hafi lítið breyst. Margir Evrópusambandssinnar hafi tekið málstað Íslands, þar með talið Denis MacShane, þingmaður Verkamannaflokksins, sem bent hafi á að það þjóni ekki neinum hags- munum að Ísland fari í greiðsluþrot. Á hinn bóginn séu íslensk stjórn- völd og eftirlitsaðilar gagnrýnd fyrir að skapa skilyrði fyrir þeirri stöðu sem nú sé komin upp og fyrir að taka ekki nægt tillit til þeirra sem töpuðu stórfé á falli Icesave. Spurð hvaða áhrif synjun forseta Íslands hafi haft í málinu kveðst Maddox taka undir með leiðara Fin- ancial Times að enginn forseti í lýðræðisríki geti hunsað jafnmikinn þrýsting og forsetinn hafi verið und- ir. Hún telur synjunina jafnframt hafa dregið athyglina að óánægju Íslendinga með Icesave. Á sama tíma og samúð hafi aukist beri á titr- ingi, spurt sé hvort Íslandi sé treystandi. Bretar myndu verjast slíkri kröfu af hörku Breska stjórnin gerir athugasemdir við viðhorfsskrif Times um Icesave-málið Í HNOTSKURN »Lesendum er bent á greinMaddox, „Iceland says ‘Can’t pay, won’t pay’ – and it is right“, á vef Times. »Og á grein Wolf, „How theIcelandic saga should end“, á vef Financial Times. Bronwen Maddox „Tölvubréfin hafa borist víða að úr heiminum, mörg þeirra frá Skandinavíu, og frá Íslandi og í flestum þeirra er lýst yfir stuðn- ingi við sjónar- mið mitt,“ segir Martin Wolf, dálkahöfundur hjá Financial Tim- es, um viðbrögðin við álitsgrein þar sem hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að Icesave-krafa Breta og Hollendinga væri óraunhæf í ljósi smæðar íslenska hagkerfisins. – Hvað með neikvæð viðbrögð? „Ég hef lítið orðið var við þau.“ – Hafa bresk stjórnvöld sett sig í samband við þig? „Nei, né ætti ég von á því.“ – Hvernig myndirðu draga sam- an áhrifin sem synjunin hafði? „Hún olli miklum pirringi í hópi sérfræðinga. Ég held að flestir venjulegir Bretar viti sáralítið um Ísland […] En ég held að mikið af upplýstu fjármálafólki sem stendur utan málsins skilji fullkomlega hvers vegna þetta hafi gerst.“ – Gera Bretar sér grein fyrir hlutföllunum í deilunni? „Nei. Ég er viss um að þeir geri það ekki. Þetta er flókið mál […] Kostnaðurinn fyrir Ísland veltur mikið á því hvað fæst upp í kröfuna í þrotabú Landsbankans. Það er mikil óvissa í málinu. Flestir eiga hvort sem er erfitt með skilja svona tölur, sem ég hygg að séu óskiljan- legar flestum Bretum. Það eina sem skiptir þá máli er hvort þeir fá fé sitt aftur og það munu þeir gera […] Ég er nokkuð viss um að breskur almenningur er ekki með þessar tölur á hreinu […] Sú skoðun er útbreidd að Ísland sé sannarlega ekki saklaust og að komið hafi verið illa fram við land- ið.“ – Telurðu að íslensk stjórnvöld hefðu átt að vera sýnilegri með málstað sinn í Bretlandi? „Ég er ekki sérfræðingur í al- mannatengslum en það er greini- legt að málstað Íslands hefur ekki verið haldið vel á lofti í Bretlandi. Flestir líta á þetta sem hálfgert smámál fyrir Bretland […] Afstaða bresku stjórnarinnar hefur verið ráðandi í umræðunni,“ segir Wolf sem telur þá athygli sem synjun forsetans hafi vakið skapa tækifæri fyrir Ísland til að gera grein fyrir málstað sínum í Bretlandi. Flestir taka undir málstað Íslendinga Skrif Financial Times vekja athygli Martin Wolf MANNANAFNANEFND hefur hafnað kvenmannsnöfnunum Bót og Kelly sem millinöfnum. Nöfnin hafa hins vegar verið færð á mannanafnaskrá sem eiginnöfn. Nefndin segir að Bót hafi áunnið sér hefð sem eiginnafn kvenna og sé því ekki heimilt sem millinafn. Vísar nefndin til þess að nafnið komi fyrir í Landnámu sem kven- kyns eiginnafn. Þá segir nefndin að Kelly geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls miðað við að nafnið sé borið fram Kellý. Nefndin ákvað hins vegar að úrskurða nafn- myndina Kellý á mannanafnaskrá sem eiginnafn. Mannanafnanefnd hafnar Bót og Kelly sem millinöfnum N1 Deildin KONUR Laugardagur Framhús Mýrin Vodafonehöll Digranes Fram - Haukar Stjarnan - KA/Þór Valur- FH HK - Fylkir 15:00 15:00 16:00 16:00 2009 - 2010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.