Morgunblaðið - 16.01.2010, Síða 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
Elsku afi minn
Á þessari kveðju-
stundu hellast yfir mig margar góð-
ar minningar um þig. Ég var aðeins
3 ára gömul þegar þú „réðir mig“
sem ráðskonu á Gilsá og ég stjórn-
aði öllu í sveitinni með harðri hendi
og rak á eftir þér ef mér fannst við
vera búin að stoppa of lengi í Ása-
byggðinni og tími til komin að fara
aftur í sveitina okkar. Amma Beta
og afi Viddi urðu strax stór hluti af
lífi okkar systkinanna og það var
alltaf jafn mikil tilhlökkun þegar
við systkinin fórum til Akureyrar
og skipti þá ekki máli hvort það
voru jól, páskar, sumar eða haust
því okkur var alltaf velkomið að
vera hjá þeim í Ásabyggðinni. Hvíti
Range Roverinn beið okkar á flug-
vellinum eða rútubílastöðinni og svo
var brunað beint í Ásabyggðina og
amma Beta kom hlaupandi út á
móti okkur.
Það var okkur svo dýrmætt að
eiga ykkur að og minningarnar
munu ylja okkur um ókomna tíð.
Jólin voru sérstaklega minnisstæð
fyrir spennta krakka eins og okkur.
Óteljandi jólapakkar undir trénu en
fyrst var þó hlustað á jólamessuna
og jólamaturinn snæddur og að lok-
um last þú með þinni djúpu og yf-
irveguðu röddu á hvern jólapakka
og við barnabörnin hlustuðum
spennt eftir að okkar nafn yrði lesið
upp. Fyrir mér varst þú afinn sem
vissir allt og gast allt. Aldrei heyrði
ég þig æsa þig yfir einhverju eða
tala illa um nokkurn mann.
Nærvera þín hafði góð áhrif á
okkur barnabörnin og oft stálumst
við til að hlamma okkur í fangið þitt
og hlusta á fréttirnar með þér í út-
varpinu. Skemmtilegast þótti mér
þó að hlusta á sögurnar sem þú
sagðir okkur. Álfar, tröll, hestar, ís-
lensk náttúra og oft á tíðum þú
sjálfur, voru aðalpersónurnar í sög-
unum þínum og við hrifumst með
þér í lýsingunum og stemningunni
sem þú bjóst til á augabragði.
Elsku afi minn, ég vil þakka þér
fyrir svo margt og fyrir að hafa
verið til staðar fyrir okkur systk-
inin í öll þessi ár. Ég veit að amma
Vigfús Björnsson
✝ Vigfús Björnssonbókbandsmeistari
og rithöfundur fædd-
ist á Ásum í Skaft-
ártungu 20. janúar
1927. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 6. janúar síð-
astliðinn.
Útför Vigfúsar fór
fram frá Akureyr-
arkirkju föstudaginn
15. janúar 2010.
Beta tekur vel á móti
þér og Röðull þeysist
með þig um öll falleg-
ustu fjöllin.
Megi góður guð þig
geyma
Þín,
Ásgerður Arna
Sófusdóttir.
Ástkær afi okkar,
Vigfús Björnsson, er
fallinn frá.
Okkar fyrstu minn-
ingar um afa eru úr
Ásabyggð 10 þar sem afi Viddi og
amma Beta bjuggu. Húsið í Ása-
byggðinni var sannkölluð ævintýra-
höll og kóngurinn í þessari höll var
afi og amma drottning hans.
Það var fátt skemmtilegra en að
koma í heimsókn og hlusta á afa
segja okkur eina af sínum sögum.
Slík var frásagnargleðin og hug-
myndaflugið að álfar og huldufólk
bókstaflega lifnuðu við fyrir augum
okkar og földu sig á bak við skápa
og stóla. Þetta var ævintýraheimur
sem hann afi Viddi bjó til handa
okkur.
Garður ömmu og afa var ekki
minna ævintýralegur.
Fyrir framan húsið var stórt,
hrufótt grjót sem afi sagði að væri
híbýli álfa. Hann sagði okkur að ef
við vildum príla upp á grjótið þyrft-
um við fyrst að biðja álfana um
leyfi og helst að stinga krónu í
hrufu á grjótinu. Það gerðum við
samviskusamlega. Fyrir aftan húsið
var svo matjurtagarðurinn hans afa
en þar ræktaði hann kál, spínat,
kartöflur og annað grænmeti. Afi
var góð fyrirmynd þegar kom að
heilsusamlegu mataræði og var
hann duglegur að laða fram ýmsa
rétti sem innihéldu oftar en ekki
grænmeti úr garðinum. Minnis-
stæðust er salatsúrmjólkin með
döðlum og bönunum sem við systk-
inin borðuðum af bestu list.
Afi var mikill fagurkeri og rækt-
aði líkama og sál. Hann var róm-
antískt náttúrubarn á sama tíma og
hann var mikill heimsmaður. Þetta
gerði honum kleift að sjá fegurð í
öllum hlutum og því miðlaði hann
til okkar til hinsta dags.
Aldrei þraut honum orkan til að
gantast og segja okkur sögur. Jafn-
vel þegar ljóst var að ferðalag hans
væri senn á enda í þessum heimi þá
kvartaði hann ekki heldur var hon-
um umhugað um að þeir sem stóðu
honum næst liði vel. Afi var svo
duglegur að gefa okkur ást og um-
hyggju. Hann var kletturinn okkar
og alltaf vissum við að hægt væri að
leita til hans. Hann fyllti líf okkar
af ævintýrum og gleði og kenndi
okkur að varðveita barnið í okkur
sjálfum og varðveita gott hjarta.
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
(Jóhanna Kristjánsd. frá Kirkjubóli.)
Elsku afi, þú varst alltaf með
neista í augunum, og hann fylgdi
þér til síðasta dags. Það var ein-
hver ljómi sem fylgdi þér. Við
systkinin teljum að þú hafir verið
hálfur huldumaður, því svona mikill
ljómi gat varla verið mennskur.
Við erum óendalega þakklát fyrir
þær stundir sem við áttum með þér
og það sem þú kenndir okkur. Þú
gerðir heiminn okkar betri.
Þú munt alltaf eiga stað í hjört-
um okkar, elsku afi. Lifandi varstu
ljósið í lífi okkar, núna ertu skær-
asta stjarnan á himninum okkar.
Þín er sárt saknað en við getum
huggað okkur við allar þær ynd-
islegu minningar sem við eigum og
geymum í hjörtum okkar. Nú ertu
kominn til ömmu Betu, megið þið
nú saman hvíla í friði. Guð varðveiti
ykkur og minningu ykkar.
Þín barnabörn,
Elísabet, Sverrir og
Hrafnhildur.
Viddi, minn kæri bróðir, hefur nú
tekið frumkvæðið í systkinahópnum
og lagt í sína hinstu för. Minningar
og svipmyndir af Vidda leita á hug-
ann. Frá því ég man eftir mér var
hann hinn trausti og sterki stóri
bróðir sem hélt utan um okkur
Odd, yngra bróður okkar. Árið 1940
ákvað pabbi okkar að hætta prest-
skap til að helga sig alfarið rit-
stjórn og útgáfu tímarits síns
„Jörð“, – og fluttum við þess vegna
úr sveitinni til Reykjavíkur. Þá var
hersetan í algleymingi og þegar við
krakkarnir fórum í skólann á
morgnana þurftum við alltaf að
ganga fram hjá varðmanni í fullum
herskrúða, með hjálm á höfði og
byssu sér við hlið. Viddi sannfærði
mig um að ég þyrfti ekki vera
smeyk við byssumanninn. Nokkur
ár liðu, stríðið hélt áfram og kom
fyrir, að loftvarnarlúðrar væru
þeyttir því þýsk flugvél var á
sveimi og þurfti þá fólk að hlaupa
niður í næsta loftvarnarbyrgi. En
Viddi var meðal þeirra fáu sem ekki
máttu hlaupa í byrgið þegar hætta
var á loftárás því hann (þá 15 eða
16 ára) hafði verið gerður að „hrað-
boða“; – sem þýddi, að strax og
loftvarnarmerki var gefið þá átti
hann að setja upp HB-hjálminn
sinn og hlaupa út til að fylgjast með
hvort sprengja hefði fallið einhvers
staðar í nágrenninu; – þá var ég
mjög stolt af honum. Alla tíð var ég
stolt af Vidda bróður mínum. Hann
var fallegur maður, hár og glæsi-
legur, dökkhærður, og brúnu augun
hans gátu sýnt margbreytileg svip-
brigði – sindrað af glettni jafnt sem
tjáð djúpa hlýju, eða alvöru og
íhugun – og sterk bassaröddin, sem
gat heyrst langar leiðir, gat líka
hljómað mild og flauelismjúk. Viddi
var vel gefinn, heitt trúaður, ráða-
góður, snjall, hugmyndaríkur, frá-
bær sögumaður, skarpskygn, hand-
laginn, duglegur, tilfinningaríkur,
umhyggjusamur og traustur. Hann
var sterkur persónuleiki og trúr
sínum eigin sannleika. Hann var
sérstakur frændi barnanna minna –
náði svo vel til þeirra með glettni
sinni og hjartahlýju. Náinn vin-
skapur myndaðist einnig á milli
Vidda og Dieters, fyrrverandi eig-
inmanns míns; – Þeir voru snjallir
saman.
Falleg er minningin um Vidda og
Betu í Ásabyggðinni, með barna-
hópinn sinn fríða og hraustlega.
Síðasta skiptið sem ég sá Vidda var
síðast liðið haust, þegar hann ásamt
Öddu dóttur minni kom til mín í
kvöldverð; – þetta var skemmtileg
og gefandi samverustund. Enda
þótt Viddi væri þá líkamlega mikið
farinn að gefa sig þá var andi hans
frjór sem fyrr.
Nú er Viddi minn fallinn frá – af
hjarta þakka honum samferðina.
Sigríður Björnsdóttir.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Viddi bróðir minn, 18 ára ung-
lingurinn, hafði gripið mig, þriggja
ára, óþæga og heimtufreka stelpu-
skottuna sem æddi á eftir mömmu
sinni og vildi ekki leyfa henni að
leggja sig í friði og ró. Hann setti
mig niður við hliðina á sér og söng
fyrir mig þetta fallega ljóð, Mamma
ætlar að sofna eftir Davíð Stefáns-
sonar frá Fagraskógi. Lengi eftir
það var ég viss um að Viddi hefði
samið bæði ljóð og lag þegar hann
söng þetta fyrir mig.
Hann, unglingurinn, var alltaf að
sá og rækta. Alls staðar að koma
upp skrúðgarði, matjurtagarði,
rækta tún.
Alls staðar þar sem við bjuggum
lagði hann drög að skrúðgarði. Við
Ásabyggð 10 á Akureyri, þar sem
þau Beta, konan hans, komu upp
sínum stóra barnahópi og bjuggu í
kringum fjörutíu ár. Og loks á Gilsá
í Eyjafirði, þar sem hann ætlaði að
verða garðyrkju- og hrossabóndi.
En svona er það með lífið. Það
reynist heldur erfitt að stýra því. Í
hönd fóru kulda- og rigningasumur.
Útsæðið flaut í burtu. Og hríslurn-
ar kól. En blessuð hrossin lifðu. Og
það gekk vel að rækta þau. Þetta
voru góð hross og falleg. Frá þeim
komu verðlaunahestar, til kynbóta
og á keppnisvelli. Síðustu hrossin
hans bróður mín, folaldshryssa og
folaldið hennar, komu úr haga um
veturnætur í girðinguna til eiganda
síns, þar skiptust þau á brauði og
gælum, hvern dag sem hann komst
út og gat ekið bílnum sínum.
Ég held að hann Vigfús bróðir
minn hafi alla ævi sagt sögur. Þær
lifnuðu og flæddu upp úr hans eigin
frjósama huga. Ég var níu ára, þeg-
ar hann setti mig enn og aftur nið-
ur hjá sér og las fyrir mig nokkrar
sögur sem hann hafði skrifað og ég
varð alveg heilluð. Þær sá ég næst í
bókinni Strákur á kúskinnsskóm
1958.
Svo komu þær hver af annarri.
Strákabækur og stelpubækur.
Bækur fyrir börn frá átta til áttatíu
og átta ára. Allar undir höfund-
arnafninu Gestur Hansson. – Svo
komu árin þegar maður er bara að
byggja yfir hópinn sinn og konuna
sína og leggja grunn að garðinum
sínum. En mikið af ljósmyndum
barst suður yfir heiðar á þessum
árum af hópi fallegra barna og
stoltum foreldrum. Blómin tekin að
spretta á ný. Beta heimsmeistari og
Beta og villti fjallafolinn koma 1986
og ’87. Hans eigin börn söguhetj-
urnar.
Og nú stiklum við á stóru. Í
Huldulandi frá 1997 eru sagðar
sögur úr nútíð og fortíð af skag-
anum milli Eyjafjarðar og Skjálf-
anda. Áttræður höfundur gefur út
Hesta mína. Lúðrar gjalla sendir
hann frá sér á síðasta ári. Síðustu
bókina áður en hann kveður. Og
enn bíður bók útgáfu. Og að ann-
arri vann hann þegar hann lést.
Minningin um hann Vigfús bróð-
ur minn er svo lifandi, litrík og fal-
leg. Við vorum miklir vinir og töl-
uðum mikið saman í síma meðan
hann gat andað frá sér orðum sem
síminn suður í Reykjavík gat skilað.
Ég þakka bróður mínum fyrir
hve hann var skemmtilegur, hug-
myndaríkur, kjarkmikill og umfram
allt góður maður og góður bróðir.
Góður Guð taki hann í faðm sinn
og veri með börnunum hans öllum
og fjölskyldum þeirra.
Sigrún Björnsdóttir.
Vigfús Björnsson er látinn eftir
erfiða sjúkdómslegu sem hann háði
af karlmennsku og æðruleysi. Hann
var næstelstur fimm barna sr.
Björns O. Björnssonar og konu
hans Guðríðar Vigfúsdóttur. Viddi,
eins og hann var ávallt kallaður af
sínum nánustu, var um flest sér-
stakur maður og um margt ógleym-
anlegur þeim er honum kynntust.
Hann var glæsimenni, með leiftr-
andi dökk augu sem sögðu oft
meira en mörg orð og hafði ein-
staklega djúpa og þýða bassarödd
sem honum honum reyndist auðvelt
að beita þegar hann vildi fanga at-
hygli fólks. Skopskyn Vidda var
einstakt og enginn sagði skemmti-
legri sögur en hann, sumar sannar
og aðrar minna sannar, það var
hlustandans að ráða í sannleiksgildi
þeirra. Í svip Vidda var ekki hægt
að ráða, hann var alltaf óræður og
þá ekki síður augnaráðið sem hann
sendi spenntum hlustendum.
Viddi eignaðist sjö börn með
konu sinni, Elísabetu. Það ríkti allt-
af mikil glaðværð á heimili þeirra
að Ásabyggð 10, en Viddi og Beta,
eins og hún var kölluð, reistu sér og
börnum sínum glæsilegt einbýlis-
hús sem í minningunni var fullt af
ævintýrum. Grænmetið í garðinum
þeirra var gróskumikið og sömu
sögu er að segja um blómin, enda
hafði Viddi mikla ánægju af garð-
inum og var náttúruunnandi af
hjarta. Það dálæti sem hann hafði á
hestum sínum var einstakt, hann
sinnti þeim af alúð meðan stætt var
og skrifaði um þá bók sem heitir
einfaldlega Hestarnir mínir. Viddi
skrifaði fleiri bækur sem tengdust
hugðarefnum hans, má þar nefna
Huldulandið en á yngri árum skrif-
aði hann vinsælar barnabækur, svo-
kallaðar Strákabækur, undir nafn-
inu Gestur Hansson.
Við systur og foreldrar okkar
ferðuðumst mikið á árum áður og
aldrei var sleppt úr sumri án þess
að fara til Akureyrar. Alltaf var eft-
irvænting að heimsækja fjölskyld-
una í Ásabyggð þar sem glaðværð
ríkti, ekki hvað síst fyrir tilstilli
húsmóðurinnar. Að loknum vinnu-
degi var húsbóndinn mættur með
sinn kómíska svip og sagði sögur.
Viddi var góður handverksmaður
og starfaði við bókband allan sinn
starfsferil en sagði aldrei skilið við
ritstörfin og sinnti þeim fram á síð-
asta dag af sóma. Ein bóka hans er
okkur hugleikin, það er bókin
Imbúlimbimm, sem ber sama nafn
og móðir okkar var oft kölluð sem
stúlka. Bókin fjallar um þau systk-
inin Imbu og Vidda og hin ýmsu
ævintýri sem þau rata í þar sem
þau slitu barnsskónum í Skaftár-
tungu.
Komið er að leiðarlokum og
margs er að minnast þegar litið er
til liðinnar tíðar. Það sem rís þó
hæst er þakklæti fyrir að hafa átt
þennan góða frænda að. Hann var
um margt til fyrirmyndar. Viddi
var mikill trúmaður og kveið ekki
því sem koma skildi. Hann kvaddi
lífið með virðingu, sáttur við Guð og
menn. Guð blessi minningu Vigfús-
ar Björnssonar.
Jóhanna og
Ragnheiður Linnet.
Það er enn og aftur
höggvið skarð í raðir
okkar félaga í Kiwanis-
klúbbnum Básum á Ísa-
firði, en Halldór Magn-
ússon, eða Dúddi Magg eins og við
kölluðum hann, er sá þriðji, sem
kveður okkur á tveimur árum. Hann
var einn af stofnendum klúbbsins
fyrir rúmum þrjátíu árum og vann
ötullega að framgangi hans og sinnti
mörgum trúnaðarstörfum. Halldór
tók sér frí um nokkurra ára skeið, en
kom síðan margefldur til verks á ný
fyrir nokkrum árum, stórhuga að
vanda og lét til sín taka í starfi
klúbbsins. Dúddi lét engan bilbug á
sér finna til síðustu stundar og komu
þau hjónin á jólafundinn okkar og
þar var hann hrókur alls fagnaðar að
vanda.
Halldór Magnússon
✝ Halldór Magnússonfrá Hnífsdal fædd-
ist 26. nóvember 1929.
Hann lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði
30. desember 2009. Út-
för Halldórs fór fram
frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 9. janúar
sl.
Við félagarnir í
Kiwanisklúbbnum
Básum sendum eig-
inkonu og fjölskyldu
Halldórs okkar inni-
legustu samúðar-
kveðjur. Hvíl hann í
friði. Fyrir hönd fé-
laga í Kiwanis-
klúbbnum Básum,
Ísafirði.
Kristján G.
Jóhannsson
forseti.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Það er víst að í hugann kemur
minning mörg, við fráfall vinar og
nágranna. Fjölskyldur okkar hafa
hlegið og grátið saman og ég segi
grátið, því þung áföll hafa orðið í
fjölskyldu Ingu og Dúdda. Þau hafa
misst 3 börn á besta aldri. Það voru
erfiðir tímar sem þau hafa staðið af
sér af æðruleysi.
Sem betur fer hafa gleðistundirn-
ar verið margar. Ég minnist Dúdda
með gítarinn að syngja „Sonur minn
sofðu í ró“ af mikilli tilfinningu.
Hann hafði góða söngrödd og hafði
gaman af að hlusta á tónlist, sér-
staklega karlakóra. Dúddi var af-
skaplega ljúfur og dagfarsprúður
maður. Hann fylgdist allaf með
börnum mínum og fjölskyldum
þeirra. Milli hans og Héðins sonar-
sonar míns var sérstök vinátta þrátt
fyrir aldursmun. Síðasta heimsókn
Dúdda til mín var á Þorláksmessu í
hina hefðbundnu skötumáltíð. Virt-
ist mér hann frekar laslegur og
nokkrum dögum síðar var hann
kominn á sjúkrahús.
Þegar við Héðinn sem staddur var
hér um jól, heimsóttum hann daginn
fyrir andlát hans, kvaddi hann okkur
með þeim orðum að hann ætlaði
heim á gamlárskvöld af fá sér kaffi
og koníak.Við söknum góðs vinar,
sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd. Minningarnar eru margar
sem of langt yrði að telja hér.
Ég og fjölskylda mín vottum Ingu,
Helgu Rut, Söru, fjölskyldum og öll-
um aðstandendum Dúdda innilega
samúð.
Þórdís (Dísa) Rúnar, Kristinn
(Kiddi) Helga og fjölskyldur.