Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
✝ Gunnlaugur Hall-dór Þórarinsson
fæddist hinn 20. ágúst
1925 og ólst upp á Ríp
í Hegranesi. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á Sauð-
árkróki að morgni 7.
janúar síðastliðins.
Gunnlaugur bjó á
Ríp ásamt foreldrum
sínum þar til hann
tók við búi ásamt
Þórði bróður sínum.
Gunnlaugur fluttist
síðan að Smáragrund
12 á Sauðárkróki árið 1971 þar sem
hann bjó ásamt Guðrúnu konu sinni
og síðan einn eftir andlát hennar.
Foreldrar hans voru þau Þór-
arinn Jóhannsson, bóndi á Ríp, f.
21. janúar 1891, d. 14. júní 1985, og
Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11. mars
1898, d. 28. desember 1985.
Gunnlaugur var fjórði elsti í röð
af tíu systkinum.
Gunnlaugur eignaðist dóttur
með Geirlaugu Ingvarsdóttur, f. 26.
september 1932, frá Balaskarði í
Laxárdal. Dóttir þeirra er Signý, f.
20. október 1967, bóndi á Bala-
ús Hólm, f. 28. janúar 2000.
Dætur Guðrúnar eru Jóhanna
Lúðvíksdóttir, f. 18. febrúar 1959,
búsett á Akureyri, og Kristín Lúð-
víksdóttir, f. 3. september 1962, bú-
sett á Sauðárkróki, hennar maður
er Kolbeinn Sigurjónsson og eiga
þau þrjú börn, Atla Frey, f. 21.
mars 1984, Guðrúnu Ásu, f. 30. jan-
úar 1989, og Fannar Loga, f. 15.
ágúst 1992.
Gunnlaugur bjó á Ríp eins og
fram hefur komið til 1971 er hann
fluttist á Sauðárkrók og vann þar
sem verkamaður til 1995 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Gunnlaugur átti einnig áfram sinn
hlut í Ríp og stundaði þar
hrossabúskap áfram til dauðadags.
Hann var mikill hestamaður, átti
alltaf góða hesta sem hann hafði
mikið gaman af. Búmannshjartað
hætti heldur aldrei að slá og hann
fylgdist grannt með búskap dóttur
sinnar, vina og ættingja og var allt-
af tilbúinn að taka til hendinni þeg-
ar aðstoðar var þörf og gefa góð
ráð.
Útför Gunnlaugs verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
skarði. Sambýlis-
maður hennar er
Magnús Jóhann
Björnsson, f. 17. júní
1969, bóndi á Syðra-
Hóli. Börn hans eru
Björn Elvar, f. 26.
júní 2002, og Stefanía
Dúfa, f. 2. apríl 2005.
Gunnlaugur kvænt-
ist árið 1971 Guðrúnu
Sveinfríði Jak-
obsdóttur, f. 7. maí
1930, d. 21. janúar
2003. Foreldrar henn-
ar voru þau Jakob
Einarsson, bóndi á Dúki, f. 9. jan-
úar 1902, d. 18. júlí 1987, og Kristín
Jóhannsdóttir, f. 25. október 1900,
d. 10. september 1965, og áttu þau
saman tvö börn.
Börn Gunnlaugs og Guðrúnar
eru Halldór Brynjar, f. 30. apríl
1969, búsettur í Danmörku, og Þór-
unn Ólöf, f. 29. apríl 1971, búsett á
Sauðárkróki. Sambýliskona Hall-
dórs er Hildur Þóra Magnúsdóttir,
f. 21. október 1979. Börn þeirra eru
Brynjar Þór, f. 12. nóvember 2007,
og Súsanna Guðlaug, f. 2. sept-
ember 2009. Sonur Hildar er Magn-
Elsku pabbi.
Takk fyrir allar heimsóknirnar til
mín í Fellstúnið. Mér þótti svo vænt
um það þegar þú komst og sast hjá
mér og sagðir mér fréttir af fjölskyld-
unni og því sem var að gerast hverju
sinni.
Ein af mínum uppáhaldsstundum í
hverri viku var er þú komst og
teymdir undir okkur fötluðu börnun-
um, enda þótti mér gaman að komast
á hestbak eins og þér pabbi minn.
Nú get ég horft á fallegu dúkkuna
mína sem þú keyptir í Danmörku og
gafst mér í jólagjöf og glaðst yfir
þeim stundum sem við áttum saman.
Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund
sem kveið ég svo fyrir að lifa.
En þú ert nú horfinn á feðranna fund
með fögnuði tekið á himneskri grund.
Í söknuði sit ég og skrifa.
Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð
og gæska úr hjartanu sprottin.
Mig langar að þakka þér farsæla ferð
með friðsælli gleði ég kveðja þig verð.
Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn.
(Birgitta H. Halldórsdóttir)
Guð blessi þig elsku pabbi.
Þórunn Ólöf Gunnlaugsdóttir.
Elsku pabbi. Mig langar að skrifa
þér nokkur kveðju- og þakkarorð og
hef í þeim tilgangi sest niður annað
slagið undanfarna daga og beðið þess
að andinn komi yfir mig, nokkuð sem
hann hefur ekki séð sér fært. Ég veit
ekki hvað veldur, annaðhvort er ég
ekki búinn að meðtaka þetta og/eða
ekki tilbúinn að kveðja. Ég kem fram
á morgnana og býst við að sjá þig
sitja og hlusta á fréttir og raka þig,
sjá þig knúsa barnabörnin þegar þau
tínast fram, heyra þig lista upp hvað
þarf að gera í dag, koma með tillögur
að matseld þennan daginn o.s.frv. Ég
veit það hefur einnig áhrif að mér
þykir verkefnið svo viðamikið að mér
fallast hendur. Hvernig get ég í
nokkrum línum þakkað þér fyrir allt
sem þú hefur gefið mér, allt sem þú
hefur fyrir mig gert, allt sem þú hefur
kennt mér og þakkað þér allar góðu
stundirnar og minningarnar sem ég
á? Sagt þér og öðrum hversu mik-
ilvægur þú varst mér, hversu stór
hluti af lífi mínu þú varst. Sagt þér að
þú varst besti faðir sem ég get hugsað
mér og þótt þú hafir ekki verið dug-
legur að tjá tilfinningar þínar í orðum
þá gerðir þú það þeim mun sterkar í
atferli og gjörðum.
Nú þegar ég sit hér og hugsa þetta,
þá á ég þá ósk heitasta að börnunum
mínum þyki þó ekki væri nema að
hluta til jafn vænt um mig og mér hef-
ur alltaf þótt um þig og vona ég geti
verið þeim þessi styrka stoð sem þú
hefur alla tíð verið mér. En hver var
hann pabbi? Síðustu vikurnar þá hef
vakandi og sofandi hugsað um hann,
ég hef skoðað mikið af myndum, rifj-
að upp árin okkar saman og talað við
fólk sem þekkti hann og sagt fólki frá
honum sem þekkti hann minna og
það er svo margt fallegt og gott um
hann að segja. Ég geri því betur skil í
netútgáfunni af þessari minningar-
grein, en það rifjaðist upp fyrir mér
að sem barn og unglingur, já og enn í
dag þegar ég hugsa til baka, þá
fannst mér hann pabbi vera ofurhetja
og ég var ofboðslega stoltur af því að
eiga slíkan föður. En eins og margar
ofurhetjur þá var hann það ekki allt-
af, það var ekki fyrr en hann var kom-
inn á hestbak sem ofurkraftarnir
komu í ljós.
Í minningunni þá var það ekkert
sem var pabba ómögulegt þegar hann
var kominn á hestbak, ég held reynd-
ar að hluti kraftanna hafi komið úr
hestinum sem hann var á, en hann
átti alltaf einn hest á hverjum tíma
sem virtist gæða hann ofurkrafti eða
þeir hvor annan. Hvort sem það var í
göngum, hestaferðum eða við smölun
á eylendinu þá framkvæmdi pabbi
hluti aftur og aftur sem einungis voru
á færi ofurhetja. Hversu margir ung-
ir menn hafa upplifað það að eiga slík-
an föður? En orðin dugnaðarforkur,
vinnusamur, ósérhlífinn, mannblend-
inn, fróðleiksfús, hestamaður, dýra-
vinur, greiðvikinn, hjálpsamur, hug-
rakkur, sögumaður, góður vinur vina
sinna, frábær afi, spilamaður og ynd-
islegur faðir eru þau orð sem mér eru
efst í huga þegar ég kveð hann pabba
minn. Við eigum eftir að sakna þín
sárt og ég vona að þú og mamma lítið
eftir okkur ávallt.
Takk fyrir allar góðu stundirnar og
yndislegu minningarnar elsku pabbi
minn, ég bið að heilsa henni mömmu.
Þinn elskandi sonur,
Halldór Brynjar Gunnlaugsson.
Meira: mbl.is/minningar
Í dag kveð ég þig elsku fósturfaðir
minn. Um miðjan desember greindist
þú með illvígan sjúkdóm og hlutirnir
gerðust mjög hratt, ég er ekki búin að
átta mig á því að þú sért farinn. Mig
langar að þakka þér fyrir hvað þú
varst mér, börnunum mínum og
tengdasyni þínum góður alla tíð og
reyndist okkur vel. Alltaf þegar við
komum í heimsókn þá var mikið
spjallað og þú spurðir hvort okkur
gengi ekki vel með það sem við tókum
okkur fyrir hendur. Þér var mjög
annt um okkur og að okkur gengi vel
og þér fannst ekkert mál að gera hvað
sem var fyrir okkur.
Minnisstæðastar eru allar hesta-
ferðirnar og útreiðartúrarnir með
þér og krökkunum mínum í gegnum
árin. Þú varst alltaf svo duglegur,
drífandi, kátur og hress og fróður um
fólk og hluti. Ég mun geyma í hjarta
mínu svo margar góðar minningar
um þig.
Ég vil þakka þér fyrir samveruna
öll árin. Það er höggvið stórt skarð í
okkar litlu fjölskyldu. Minning þín er
ljós í lífi okkar og hjörtum. Ég veit að
mamma tekur vel á móti þér og að
þér líður betur núna.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kristín Lúðvíksdóttir.
Elskulegi tengdafaðir minn og afi
okkar. Minning þín er ljós í lífi okkar
og margar yndislegar minningar eig-
um við og börnin mín tengdar heim-
sóknum okkar á Smáragrundina í
gegnum árin. Ekki síðri minningar
eigum við tengdar heimsóknum þín-
um til okkar til Danmerkur sl. þrjú og
hálft ár og sumarferðalaga okkar um
Ísland síðastliðin sumur.
Mikið var, sem betur fer, tekið af
myndum á þessum samverustundum
okkar og munu afabörnin þín njóta
góðs af því að geta horft á myndirnar
af þér jafnhliða því sem við hjálpum
þeim að rifja upp atburðina og festa
þannig í minni ljúfa minningu um
góðan afa sem endalaust dáði þau og
vildi með þeim vera.
Elsku Gulli minn, ég þakka þér fyr-
ir þær yndislegu móttökur sem ég
fékk er ég kom inn í fjölskylduna og
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman. Ég mun gera það sem ég get
til að hugsa vel um Halldór þinn, afa-
strákana og litlu dúkkuna þína.
Guð blessi þig og minningu þína.
Hildur Þóra Magnúsdóttir,
Magnús Hólm, Brynjar Þór
og Súsanna Guðlaug.
Elsku afi minn, þetta er ennþá allt
svo óraunverulegt. Þetta gerðist allt
svo hratt að ég trúi því ekki ennþá að
þú sért farinn. Ég á eftir að sakna þín
mikið og alls þess sem við gerðum
saman. Það er alveg ótrúlega skrítið
að koma niður á Smáragrundina og
enginn afi er heima.
Þegar ég hugsa um minningarnar
sem ég geymi í hjarta mínu standa
mest upp úr allar hestaferðirnar okk-
ar t.d. eins og í hestaleigunni í
Varmahlíð. Mér fannst alltaf svo
fyndið þegar við vorum búin að fara
með fólk á hestbak, þá sagðir þú við
það „Nú eru það monningarnir“, og
þeir hlógu að því, og auðvitað þú líka.
Reiðtúrinn sem stendur mest upp-
úr af öllum okkar reiðtúrum var þeg-
ar ég var á Loga, þú hrósaðir mér all-
an túrinn fyrir hvað hann væri góður
hjá mér og svo þegar reiðtúrinn var
búinn þá sagðir þú við mig „Ég held
ég verði að gefa þér helminginn í hon-
um“, ég man að ég trúði því ekki að þú
hefðir gefið mér helminginn af uppá-
haldshestinum mínum. En svona
varstu alltaf góður.
Ég er glöð og þakklát fyrir ferðina
okkar til Danmerkur í nóvember sl.
Það var gaman að fara þessa ferð með
þér og eyða tíma með þér og Dön-
unum okkar þar. Mér fannst svo
fyndið þegar við vorum að bíða eftir
lestinni í Kaupmannahöfn, þegar ég
kom niður aftur frá því að kaupa
miða, þá varst þú búinn að finna Ís-
lendinga sem þú varst að spjalla við.
Þannig varst þú, elsku afi minn, þér
fannst svo gaman að spjalla við fólk
og kynnast nýju fólki og vita hvort þú
þekktir eitthvað til þeirra.
Hann Brynjar Þór var nú dálítið
feiminn við okkur þegar við komum,
enda langt síðan við sáum hann síð-
ast, og við þurftum að vinna svolítið í
því að losa hann við þessa feimni. Ég
gerði það með því að reyna að leika
við hann og kitla, sem tókst alveg
ágætlega og svo man ég eftir því að
eitt skiptið labbaði ég inn í stofuna og
þá varst þú að leika við hann og kitla.
Ég man hvað mér fannst gaman að
sjá þetta, þú gast auðvitað ekki látið
hann vera feiminn við þig.
Svo gleymi ég því ekki þegar ég
kom í heimsókn til þín og þú varst í
símanum, og þú sagðir þessa æðis-
legu setningu: Jæja nú er stjarnan
mín komin, mér þótti svo vænt um að
heyra þetta og mun geyma hana vel í
hjarta mínu
Það sást alltaf langar leiðir hvað
þér þótti vænt um fólkið þitt, og
barnabörnin. Þú varst alltaf að passa
upp á alla og að öllum liði vel.
Ég er glöð fyrir þína hönd að þú
skulir vera komin til ömmu aftur.
Daginn sem þú fórst frá okkur sakn-
aði ég þín mikið og lagðist inn í rúmið
þitt og lokaði augunum. Þá sá ég
ömmu taka á móti þér og þú varst svo
glaður að sjá hana og hún þig. Alltaf
núna þegar mér líður illa þá reyni ég
að hugsa til þess að nú líður þér vel og
ert komin til ömmu.
Elsku afi minn, mikið á ég eftir að
sakna þín
Þín
Guðrún Ása Kolbeinsdóttir.
Elsku afi.
Mig langar að þakka þér fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við átt-
um saman. Þú varst skemmtilegur og
góður afi.
Góðar minningar skal varðveita.
Allir ættu að eiga sérstaka
manneskju sem þeir
virða og dá,
einhverja sem þeir læra af,
einhverja sem þeir elska.
Þess vegna ættu
allir að eiga
afa eins og þig.
Fannar Logi Kolbeinsson.
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman. Það
er sárt að kveðja þig en hlýleg er sú
hugsun að vita af þér nú hjá ömmu.
Það var alltaf nóg að gera hjá okkur í
sveitinni og við hestana. Það eru eft-
irminnilegar allar hestaferðirnar sem
við fórum í og alltaf var jafn gaman
hjá okkur. Þú sagðir einu sinni við
mig að þú hefðir gefið mér fallegasta
hestinn þinn í fermingargjöf og ég
var svo stoltur af því.
Það var líka alltaf svo gott að koma
á Smáragrundina til ykkar ömmu. Ég
kveð þig nú, afi minn, og veit í hjarta
mér að einhvern daginn munuð þið
amma taka á móti mér með opnum
örmum. Blessuð sé minning þín.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Atli Freyr Kolbeinsson.
Mig óraði ekki fyrir því þegar ég
fór á sjóinn 5. janúar að þú myndir
kveðja svona fljótt. Það verður skrýt-
ið að geta ekki komið í kaffi og spjall
til þín á morgnana þegar ég er í landi.
Mikið á ég eftir að sakna þess.
Ég þakka þér samfylgdina og um-
hyggjuna fyrir okkur í gegnum árin.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minning þín lifir í hjörtum okkar.
Guð blessi þig.
Kolbeinn Sigurjónsson.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Á lífsleiðinni kynnist maður alls
konar fólki. Sumir staldra stutt í lífi
manns, en aðrir dvelja þar lengur og
verða ósjálfrátt órjúfanlegur hluti af
lífinu. Í dag er til moldar borinn gam-
all vinur minn, Gunnlaugur Þórarins-
son, sem lést að morgni 7. janúar sl.
eftir örstutt veiknindi. Ég var varla
nema unglingur þegar góð vinátta
tókst með okkur Gulla, þótt áratugir
skildu okkur að í aldri. Eftir að ég
fluttist burt úr Skagafirðinum með
fjölskyldu mína vorum við áfram í
sambandi, hittumst t.d. alltaf þegar
ég skrapp norður.
Ég sendi Gulla alltaf jólabréf fyrir
jólin og hann hringdi svo í mig á milli
jóla og nýárs. Það eru minningar sem
mér þykir vænt um, þótt vænst þyki
mér um þegar hann heimsótti okkur
sumarið eftir að við fluttum í Skafta-
fellssýsluna, ásamt Halldóri syni sín-
um og hans konu. Ég er þakklát fyrir
góð kynni mín af Gulla. Hafi hann
þökk fyrir alla vinsemd í minn garð
og gæði við mig og mína fjölskyldu.
Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu
samúð. Guð blessi minningu Gulla.
Ragnheiður Hlín Símonardóttir.
Í dag, laugardaginn 7. janúar, er til
moldar borinn frá Sauðárkrókskirkju
góður vinur minn Gunnlaugur Þórar-
insson, eða Gulli á Ríp, eins og hann
var ávallt kallaður. Þegar samferða-
menn okkar eru burt kallaðir af þess-
um heimi hrannast upp minningar í
huga manns.
Við Gulli höfum þekkst lengi, eða
allt frá því að ég hóf búskap á Egg í
Hegranesi vorið 1969. Gulli bjó þá
á Ríp, en flutti á Sauðárkrók vorið
eftir eða 1970. Hann átti áfram part-
inn sinn á Ríp og var með hrossin sín
þar.
Hann var ásetningsmaður í sveit-
inni á þessum árum og hélt því áfram
þótt hann flytti í Krókinn. Vinátta
okkar og samstarf varð nánara hin
síðari ár. Ég heyjaði túnin hans og við
aðstoðuðum hvor annan, aðallega í
kringum hrossin.
Gulli var harður til vinnu og ósér-
hlífinn, þótt kominn væri á níræðis-
aldurinn. Það var gott að hafa hann
nálægt sér. Hann kom oft í Ketu og
sakna ég þess að eiga ekki lengur von
á honum til að drekka með mér morg-
unkaffið eins og hann gerði svo oft.
Ég bið góðan Guð að blessa minningu
hans og votta fjölskyldu hans mína
innilegustu samúð.
Símon E. Traustason, Ketu.
Gunnlaugur Þórarinsson