Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Gaman Þessir krakkar hópuðust að ljósmyndaranum þegar hann bar að garði, kannski til að sýna honum hvolpinn sem þeir voru með þó það sé engu líkara en að hvutti sé dálítið skelkaður. Rax NIÐURSKURÐUR á fjárlögum er í brennidepli nú þegar þrengja skal sult- arólina víðast hvar. Ljóst er að við neyðumst til að spara en þó þykir mörgum hart að niðurskurðarhnífurinn saxi á þá sem síst geta hönd fyrir sig borið. Allt frá því hrunið varð í október 2008 hafa stjórn- völd verið hvött til að standa vörð um samfélags- og velferð- armál. Vandfundnir eru þeir sem vilja viðurkenna að niðurskurður þurfi að bitna á börnum og unglingum og keppast menn við að kasta fram frösum á borð við: „að grunnþjónusta verði ekki skert“, „styrkja þurfi stoðirnar“, „hlúum að fjöl- skyldunni“ og „gerum samfélagið barn- vænna“. En hvað er í raun á bak við þessi fögru fyrirheit? Til að mynda hefur reynst erfitt að skilgreina hvað felist í grunnþjónustu og eru mismunandi og misvísandi skilgreiningar á reiki. Nú hriktir í þeim stoðum sem menn vilja svo gjarnan styrkja og ítrekað berast fréttir af sársaukafullum niðurskurði sem mun veikja þessar stoðir. Sumar fjölskyldur berjast í bökkum og þá er ekki á það bæt- andi þegar skólamáltíðir hækka um helm- ing, svo nýlegt dæmi sé tekið. Hætt er við að samfélagið verði síst barnvænna þegar atvinnumissir og áhyggjur þjaka þá full- orðnu og hvað þá ef skerða á þá þjónustu og öryggisnet sem þó er í boði. Talað er um að áríðandi sé að halda uppi velferðarneti fyrir fjölskyldur í land- inu en það liggur í augum uppi að erfitt er að strengja það net þegar úrræðum fækkar og hluti af áðurnefndri grunn- þjónustu verður að forréttindum. Hækk- andi skattar eru nauðsyn úr því sem kom- ið er en það skýtur skökku við að ákveðinn hópur mótmæli harðlega auð- magnssköttum og hækkun jaðarskatta. Þeir sem greiða myndu þá skatta eru í raun þeir sem helst geta tekið storminn í fangið og lagt meira af mörkum við upp- byggingu þjóðfélagsins en þeir sem nú þegar hafa þrengt sína sultaról í innsta gat. Mönnum verður tíðrætt um mikilvægi þess að styrkja nærsamfélagið og standa vörð um grunnþjónustu og að slíkar að- gerðir séu í raun sparnaður til lengri tíma litið. Fyrst þessar staðreyndir liggja fyrir og fjálglega er um þær rætt hvers vegna hljóta þær svo sjaldan hljómgrunn hjá þeim sem niðurskurðarhnífnum beita? Sí- fellt er imprað á því að læra af sögunni og skoða til að mynda hvaða áhrif kreppan upp úr 1990 hafði í Finnlandi. Hvers vegna er þá þver- skallast við að draga lær- dóm af þeirri reynslu og líta á önnur úrræði? Sparnaður menntasviðs Reykjavíkurborgar er áætlaður 775 milljónir og sveitarfélögum er gert að spara gríðarlegar fjárhæðir. Stjórn Sam- bands íslenskra sveitar- félaga telur mikilvægt að sveitarfélög séu sem mest samstiga í að- gerðum sínum við að skera niður útgjöld enda bitnar ójöfn staða sveitarfélaga á börnum og öldruðum. Auk þessa hafa for- sendur fjárhagsáætlana hjá sumum sveitarfélögum fyrir árið 2009 ekki staðist og kallar það á meiri niðurskurð næstu ár en gert var ráð fyrir. Mun gæðum mennt- unar og grunnþjónustu þá verða misskipt eftir landshlutum? Slíkt væri óviðunandi. Ljóst er að hagræða þarf í rekstri vel- ferðarkerfisins en það þarf að gera af mikilli varkárni og ígrunda vel allar að- gerðir með tilliti til framtíðar. Hver er ávinningurinn og hverjar eru fórnirnar? Með nýju menntalögunum frá árinu 2008 var kveðið á um aukna aðkomu foreldra að leik-, grunn- og framhaldsskólum með tilkomu foreldra- og skólaráða. Mikilvægt er að foreldrar séu hafðir með í ráðum þegar hagrætt er í skólakerfinu. Í raun mætti komast hjá ýmiss konar deilum og árekstrum einungis með því að eiga aukið samráð við foreldra og forráðamenn barna og unglinga. Þegar hagræðing- aráformum er slengt framan í granda- lausa foreldra, sem engan tíma hafa feng- ið til ígrundunar eða aðlögunar, er ekki von á góðu. Auk þess gætu einhverjir þeirra lumað á góðum hugmyndum sem nýta mætti til sparnaðar. Hugsa þarf út fyrir kassann. Þetta er átak sem vinna þarf að í sameiningu. Yfirvöld, frjáls fé- lagasamtök, kennarar og foreldrar þurfa hér að starfa saman og leita leiða við að ná sem bestri niðurstöðu fyrir afkom- endur okkar sem koma til með að erfa landið. Eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur »Mikilvægt er að hafa foreldra með í ráðum þegar unnið er að nið- urskurði. Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Aðgát skal höfð ALLT frá banka- hruni hefur það sí- fellt komið betur í ljós hversu mik- ilvæg ferðaþjón- ustan er fyrir þjóð- arbúskap Íslendinga enda þriðja stærsta at- vinnugrein á Íslandi í gjaldeyristekjum. Í hrunadansinum sjálfum þótti mörgum launin heldur lág víða í ferðaþjónust- unni og lítil von um ríkidæmi. Nú felst ríkidæmið í því að hafa trygga vinnu í atvinnugrein sem á sér góða framtíð. Sú framtíð byggir á því að bæði stjórnvöld og fyrirtækin í greininni setji sér metnaðarfull markmið. Þar leika stöðugleiki í efnahags- umhverfi, öflug landkynning og gæða- og umhverfismál stórt hlutverk. Miklar árstíðarsveiflur skapa vanda víðast hvar í greininni og má í raun segja að það verkefni ferðaþjónustunnar að horfa fram á kreppu á hverju hausti hafi gert hana sterkari til að mæta þeim erfiðleikum sem fyrirtæki stríða við nú. Síðasta ár var að mörgu leyti gott ár í íslenskri ferðaþjónustu hvað rekstur varðar og vegna mikillar lækk- unar íslensku krónunnar jukust gjaldeyristekjur umtalsvert og gerum við ráð fyrir að gjaldeyr- istekjur greinarinnar hafi verið 140-150 milljarðar. Það var augljós aukning í ferðum almennra ferðamanna og bárust skilaboð frá öllum lands- svæðum utan höfuðborgarsvæð- isins um góða aðsókn. Á höf- uðborgarsvæðinu háðu mörg fyrirtæki varnarbaráttu en þau fundu fyrir samdrætti í ráð- stefnuhaldi og hvataferðum. Ástæða þess samdráttar er slæmt efnahagsástand í helstu viðskiptalöndum okkar og fyr- irtæki, sem kosta fólk í slíkar ferðir, hafa dregið saman seglin. Þótt reksturinn hafi víða gengið vel þá eru skuldsett fyr- irtæki í ferðaþjónustu í jafn- slæmri stöðu og önnur skuldsett fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtæki með háar gengistryggðar skuld- ir eiga við mikinn vanda að stríða sem sér ekki fyrir endann á. Það er erfiðara með hverju árinu sem líður að spá um fjölda erlendra ferða- manna til landsins þar sem bókunartími þeirra styttist sífellt og hefur aldrei verið styttri en á síðasta ári. Þessi þróun hef- ur verið síðustu árin og má segja að hert hafi frekar á henni. Svo virðist sem bjartsýni ríki varðandi sumarið 2010 en fyr- irtæki, t.d. í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrstu mánuðum ársins. Icelandair og Iceland Express hafa tilkynnt um aukið flug og nýja áfangastaði og vek- ur það bjartsýni með öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Tækifæri okkar er lágt gengi ís- lensku krónunnar en ógnin er sú að ríkisstjórnir nágrannalanda hafa verið að setja stóraukið fé í landkynningu og markaðsmál þar sem menn eru augljóslega þeirrar skoðunar að aukin ferða- þjónusta muni skapa mikilvægar tekjur í þjóðarbúin. Önnur ógn er að miklar skattahækkanir blasa við fyr- irtækjunum í byrjun árs þótt tekist hafi að afstýra nokkrum slæmum hugmyndum, t.d. því að veitingar og gisting færu í 14% þrep virðisaukaskatts. Sem dæmi um hækkanir má nefna að hópbifreiðafyrirtækin taka á einu ári á sig 600 milljóna króna kostnaðarhækkun vegna bif- reiða- og olíugjalda. Hækkun áfengisgjalds, tryggingagjalds og virðisaukaskatts hefur enn- fremur mikil áhrif. Á sama tíma og íslensk ferðaþjónusta þarf á mikilli landkynningu að halda í sífellt erfiðari samkeppni við ná- grannalöndin, þá er skipulag landkynningar- og markaðsmála á Íslandi í uppnámi og frum- varpi um Íslandsstofu ýtt til hliðar í þinginu. Á sama tíma og stjórnvöld tala um að tækifærin liggi í ferðaþjónustu þá virðist áhuga- leysi ríkja í þinginu um jafn mikilvægt mál og Íslandsstofu- málið er. Það er gríðarlega mik- ilvægt fyrir ferðaþjónustuna að vel takist til frá byrjun en efling utanríkisviðskipta og aukin ferðaþjónusta er einn af helstu hornsteinum aukins hagvaxtar og velmegunar. Mikil tækifæri felast í íslenskri ferðaþjónustu en það mun ekki gerast af sjálfu sér að ferðamönnum fjölgar. Nú eru þeir rúmlega hálf milljón. Ef vöxtur síðustu 10 ára heldur áfram verða þeir orðnir ein milljón innan 10 ára. Til þess þarf þó öfluga landkynningu og góða dreifingu ferðamanna yfir árið og yfir landið. Það þarf að vera hægt að reka fyrirtækin á arðbæran hátt og þá mega stjórnvöld ekki skerða sam- keppnishæfni þeirra með skatta- hækkunum. Það mun skipta miklu til framtíðar að á Íslandi verði rekin umhverfisvæn ferða- þjónusta þar sem gæðin eru samkeppnishæf við það besta sem þekkist. Ein af ástæðum kreppunnar er skortur á eftirspurn í þjóð- félaginu þar sem kaupmáttur Ís- lendinga hefur minnkað veru- lega vegna verðbólgu, atvinnuleysis og skattahækkana. Þeim mun augljósari er þörfin á því að fá fleiri erlenda ferða- menn til þess að kaupa vörur okkar og þjónustu. Öflug mark- aðssókn með samstilltu átaki ferðaþjónustunnar og ríkisvalds- ins er vænlegasta leiðin til að fjölga ferðamönnum enn frekar, afla þjóðarbúinu aukinna gjald- eyristekna og fjölga störfum. Tíu prósenta fjölgun erlendra ferðamanna getur aflað þjóð- arbúinu 14-15 milljarða króna í erlendum gjaldeyri og fjölgað störfum um land allt. Ferða- þjónustan er sú atvinnugrein sem hvað hraðast getur brugðist við breyttum aðstæðum og aukið hagvöxt. Það tækifæri þarf að nýta. Eftir Ernu Hauksdóttur » Öflug markaðs- sókn með sam- stilltu átaki er væn- legasta leiðin til að fjölga ferðamönnum, afla þjóðarbúinu auk- inna gjaldeyristekna og fjölga störfum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan í upphafi árs Erna Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.